Þjóðviljinn - 15.07.1973, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 15.07.1973, Qupperneq 11
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 15. júli 1973. GENGIÐ UM GÓLF í SLÉTTUHREPPI ' ■ Srfl af Straunincsljulli til Kiigurs, Beylu og Bæjarfjalls austan Fljótsvikur, en nær er Hvesta með llvestuskálinni. Ferðasögukaflar frá sumrinu 1971 Sumarið 1971. fór 6 manna hópur gönguferð um Horn- strandir. í hópnum voru: Guðrún Guðvarðar, Ása Ottesen, Huida Sigur- björnsdótti r, Jörundur Guðmundsson, Runólfur Björnsson og Vilhjálmur Sveinsson. Ferðinni var hagað þannig að allir fylgdust að til Hesteyrar, en þar skildu leiðir. Karlmennirnir voru fluttir inn í Veiðileysuf jörð og gengu þaðan um Hafnarskarð til Hornvíkur. Við konurnar fórum aftur á móti aðeinstil Aðalvíkur og Sléttu. en síðan mættist hópurinn aftur á Hesteyri og varð sa mferða til ísa- f jarðar. Hér á eftir fara svo nokkrir kaflar úr ferða- sögunni. Hesteyri mánudaginn 19. júli. Við vöknum frekar seint og taka karlmennirnir þegar að búa farangur sinn til ferðar, þvi þeir ætla til Hornvikur i dag. Við ákveðum aftur á móti að vera hér á Hesteyri næstu nótt og eyða deginum i að fylgja félögum okkar inn i Veiðileysufjörð og fara út að Sléttu. Karl- peningurinn léttir sér burðinn með þvi að skilja eftir nokkuð af matvælum uppi á lofti i skólan- um. Þrátt fyrir það er byrði Jörundar iskyggilega þung, og ekki hefði ég viljað bera hana yfir Hafnarskarð. Klukkan er 11 f.h. þegar við leggjum af stað inneftir. Veður er ágætt til sjóferðar, hægviðri og hlýtt, en skýjað. Fremst á nesinu milli Hest- eyrarfjarðar og Veiðileysu- fjarðar er fjall eitt æði mikilúð- legt og heitir Lásfjall. Gengur fremsti hluti þess, Lásinn, þver- hniptur i sjó fram, engum fær nema fuglinum fljúgandi. Lásinn er fallegt fjall með reglulegum klettabeltum og grænum gróður- röndum á milli. Hliðin innan við Lásinn er einnig mjög falleg, og sagði Pétur okkur að þar væri mikið og gott berjaland. Ekki sýnist okkur Veiðileysufjörður álitlegur til búskapar. Fjöllin há og brött, litið undirlendi og ótrú- lega mikill snjór, einkum i innri- hluta fjarðarins. 1 firðinum voru þrjár jarðir, Marðareyri og Stein- ólfsstaðir að vestan og Steig að austan. Þær voru allar jafn- stórar, 6 hundruð að fornu mati, en einna byggilegast sýnist hafa verið á Steinólfsstöðum, enda segja Sóknalýsingar Vestfjarða að þar hafi verið ,,gott tún og engjar”. Austan fjarðarins er Djúpu- hliðarf jall, en um það þverbeygir fjörðurinn og lokast alveg. Innan við beygjuna var snjór miklum mun meiri en utan við og i botnin- um alveg niður i fjöru. Úr þessum hluta fjarðarins lágu tvær göngu- leiðir norður i vikur. önnur frá Steinólfsstöðum um Hiöðuvikur- skarð til Hlöðuvikur og hin úr fjarðarbotninum um Hafnar- skarð til Hafnar i Hornvik. Það er sú leið er félagar okkar ætla að feta i dag, og við horfum öll á þessa litlu lægð i fjallahringinn fyrir dalbotninum, en skarðið er i 519 m hæð. Við kveðjum nú kavalera okkar og óskum þeim góðrar ferðar, en Pétur flytur þá til lands i léttbátn- um. Þeirhalda til fjalls með sinar þungu byrðar, en við snúum til baka og komum til Hesteyrar um kl. 15. A leið inn í Veiðileysufjörð. Þegar eftir matinn göngum við af stað og nú er ferðinni heitið út að Sléttu. Fyrir utan Hesteyri eru grundir með smátjörnum og lækjarsitrum. Leiðin liggur um þetta land en siðan upp háa og bratta brekku og er þá komið á Hesteyrarbrúnir ytri. Gatan út Brúnirnar liggur um brekkur vaxnar lyngi og kjarri og er bæði greinileg og greiðfær. Þetta er einnig Ijómandi falleg leið, þvi út- sýni af Brúnunum er bæði vitt og fagurt. Eins og nafnið Slétta bendir til stendur bærinn á grasgefnu slétt- lendi allviðlendu. Upp af túninu er smádalur og rennur Sléttuáin eftir honum og til sjávar innan við bæinn. Slétta var landkosta jörð. enda fékk allur hreppurinn nafn af henni. Þar var bæði gott til landbúskapar og sjósóknar og hafa margir merkisbændur og sægarpar setið þar að búi. Einn þeirra var Hermann Sigurðsson, sem uppi var fra 1821 til 1900. Sigurður faðir hans átti 15 börn með tveimur konum, og var Hermann næst elzta barn hans. Hann giftist tæplega tvitugur og hóf búskap á Sléttu, fyrst á móti föður sinum en siðan á allri jörð- inni. Hermann hafði til að bera þrennt, sem bezt hefur dugað búendum i Sléttuhreppi i bar- áttunni fyrir lifi sinu: Hann var góður smiður, djarfur og fengsæll sjósóknari og góður landbóndi. Fyrir dugnað og harðfylgi til lands og sjávar komst hann i góð efni, en var alla tið rausnarmaður og hjálpsamur við þá sem minna máttu sin. Hermann á Sléttu var höfðingi af þeirri gerð, sem alþýða manna gerir gjarnan að þjóðsagnapersónu þegar timar liða frá. Á Sléttu er eitt fegursta bæjar- stæði i Jökulfjörðum. Næsta um- hverfi er óvenjulega gróið og vin- gjarnlegt, viðsýni er mikið á Sléttu og útsýnið bæði fagurt og stórbrotið. Þaðan sést inn um Jökulfirði: Drangajökull blasir við og tsafjarðardjúp frá Stiga- hlið innfyrir Arnarnes. Kona, sem fædd var og uppalin á Sléttu, sagði mér margt frá þessum æskustöðvum sinum. Einkum voru henni minnisstæð vorkvöldin, er horft var á sólina siga i hafið, og hve haustbrimin gátu orðið ægileg. Nokkuð utan við túnið á Sléttu stendur Sigriðarbúð, nýtt skip- brotsmannaskýli Slysavarna- félagsins. Ferð okkar farand- kvenna var upphaflega heitið þangað. En nú var mjög liðið á daginn og sýndist okkur að taka myndi of langan tima að fara i skýlið. Við létum þvi þetta gott heita og snerum til baka. A heimleiðinni komum við i gamla kirkjugarðinn, sem er ör- stutt frá skólanum • okkar. Garðurinn er frekar litill sem vænta mátti, þvi kirkja er ekki reist á Hesteyri fyrr en 1899, og siðasti ibúinn flytur burt 1952. Það var norski stassjónistinn M.C. Bull.sem gaf Hesteyrarsókn kirkjuna og lét flytja hana til- höggna frá Noregi. Þessi kirkja var rifin 1960, flutt til Súðavikur og reist þar að nýju. Um þennan kirkjuflutning urðu deilur og nokkur blaðaskrif á sinum tima. A kirkjugrunninum stendur nú snotur og látlaus minnisvarði. Þar er komið fyrir litilli kopar- klukku úr gömlu kirkjunni. Mun klukkan vera frá árinu 1691 og þvi bráðum 300 ára gömul. f minnis- varðanum er eirskjöldur og á EFTIR GUÐRÚNU GUÐVARÐARDÓTTUR Sunnudagur 15. júli 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 llópurinn sem fór til Hornstranda, nema höfundur, sem tók myndina. Botn Veiftilcysufjarðar 20. júli 1971. Hafnarskarft fyrir miftju. Straumneshlift séft frá Þverdalsfjöru. Skálin meftsujónum er Kviin.sem Kviarmifter kennt vift. hann letruð nöfn allra þeirra, er garðurinn geymir. Þegar við höfum hvilt okkur löbbum við enn af stað og nú til að skoða Heklu, hina gömlu stassjón Norömanna og siðar Kveldúlfs, en hún er nokkurn spöl innan við þorpið á litilli eyri, er heitir Stekkeyri. Til að komast þangað verður að fara yfir Hesteyrarána, er rennur til sjávar rétt innan við byggðina. Á henni hafði verið brú meðan búið var hér, en er nú aftekin. Rétt við gömfu kram- búðina fellur áin i tveim ströng- um kvislum, en grashólmi á milli þeirra. Bretar sem hér dvöldu höfðu lagt mjó borð yfir báðar kvislarnar og mátti stikla þar yfir með gætni. Þarna fórum við yfir og gekk ágætlega. Heldur var óhrjálegt um að litast á hinni gömlu stassjón. Þar stóð reykháfurinn einn uppi, en önnur mannvirki voru jöfnuð svo við jörðu að engu var likara en ægilegur jarðskjálfti hefði lagt þar allt i rúst. Við nennum ekki að horfa á þetta brak og snúum þvi til baka hið snarasta. Allt gengur vel yfir fyrri kvislina og Asa og Hulda eru komnar yfir hina lika. Ég er aftur á móti svo óheppin að ég renn ör- litið til i bleytu á plankanum. Ég hélt með báðum höndum um snæri, sem strengt hafði verið þarna yfir eins og handrið. Ég tek nú i snærið til að rétta mig af, en spýtan, sem það var fest i, gefur strax eftir og snærið þá lika;með þeim afleiðingum að ég dett aftur yfir mig i ána. Ég næ strax taki á plönkunum og hangi þar, þvi straumurinn er svo striður og mölin svo laus i botninum, áð ég get ekki staðið upp. Ég hrópa á Huldu, sem kem- ur undireins og tekst að draga mig svo upp að ég kem fótum fyrir mig, og við vöðum til lands. Berta, kona Péturs, kemur nú hlaupandi þvi þau höfðu séð hvað fram fór. Hún vill ólm að við komum heim með sér i kaffi, þvi þar sé nógur hiti. Við viljum fara heim til okkar og fara i þurrt og það gerum við. Ég hafði verið með myndavélina mina á bakinu og óttast nú mest að hún sé ónýt. Það lak úr henni vatnið og aug- ljóst mál að filman, sem i var, væri ónýt, en á henni voru m.a. myndir úr Veiðileysufirði, sem voru óbætanlegar,- Ég næ filmunni úr eftir nokkurt bras, en tek siðan vélina sundur og þurrka alla bleytu sem sjáanleg er og meira verður ekki aðgert i kvöld. Við Hulda höfum fataskipti og siðan förum við i kaffi til Bertu og Péturs og sitjum þar við skemmtilegt rabb og ágætan viðurgjörning til kl. eitt um nóttina. Þegar við röltum heim er svo fagurt að engin orð fá lýst. Hvergi sést ský á lofti og Kagrafell og Kistufell bera við himin svo blá- djúpan að ólýsanlegt er. Kyrrðin er algjör, jafnvel fuglarnir og lognaldan hafa tekið á sig náðir. Þetta er eitt af þeim kvöldum, þegar manni finnst lifið alfull- komið. Að maður hafi einskis að biðja, einskis að krefjast nema að njóta þess sem er. Þriðjudaginn 20. júli vöknum við i dásamlegu veðri. Við Hulda förum strax með fötin okkar, sem enn eru blaut, út i sólskinið, og ég fer með myndavélina og töskuna utan af henni út i sólina lika til að reyna að uppræta allan raka. Siðan förum við að búast til brott- ferðar, setja niður i bakpokana og taka til i húsinu. Þegar þessu amstri er að mestu lokið, fer ég og sæki myndavélina og læt i hana aðra litfilmuna sem eftir er. Það gengur samkvæmt áætlun og ég bið til Guðs að allt verði i lagi, þvi ég má ekki til þess hugsa að myndirnar verði allar ónýtar. Að þessu loknu skreppum við að skoða gömlu krambúðina og læknishúsið. t búðinni er diskurinn og hillurnar enn með ummerkjum, en nú að visu rúnar öllum varningi. Inn af búðinni er litil kompa með föstu borði og hillu fyrir verzlunarbækurnar, en þetta mun hafa verið kontorinn. Læknishúsið, sem er stórt tvi- lyft hús, var byggt um aldamótin og hefur verið geysileg höll á þeim tima. Bygging þess lýsir ótrúlegum stórhug, og er þetta hið veglegasta hús enn þann dag i dag. Fyrsti héraðslæknir á Hest- eyri var Jón Þorvaldsson, sonur Þorvaldar Jónssonar læknis á tsafirði. Jón sat lika lengst allra lækna á Hesteyri, þvi hann er þar i 32. ár, eða frá 1901 til 1933 að hann fær lausn frá embætti og deyr skömmu siðar. Hesteyri hefur verið erfitt læknishérað og betra að læknirinn léti sér ekki allt i augum vaxa Var héraðið bæði stórt og strjál- byggt.og viðast aðeins hægt að komast gangandi milli staða, ef ekki var fært á sjó. Að skoðun lokinni förum við og kveðjum Bertu og Pétur og þökk- um þeim drengilega aðstoð og elskulegar móttökur. Siðan er skundað heim i skóla, eldað og borðað, húsið þrifið og skilið við allt I topp standi. Klukkan er nákvæmlega eitt e.h. þegar við tökum poka okkar á bakið og byrjum gönguna til Látra i Aðalvik. Upp úr þorpinu liggur leiðin með Hesteyraránni, sem fellur hér i lágum, breiðum mjög fallegum fossi. Hér er gamall lagður vegur, sem að visu er orðinn vafinn gróðri, en þó vel sýnilegur og ágætur umferðar. Leiðin liggur um Hesteyrardal, sem er grunnt daldrag milli Búr- fells og Kagrafells. Þetta er mjög þægileg gönguleið.jafnt á fótinn en hvergi brött. Þegar kemur upp úr dalnum er leiðin vörðuð, sem kom sér vel, þvi snjór var mjög mikill á fjallinu og týndist slóðin fljótlega undir skaflana. Leiðin yfir sjálft fallið er drjúglöng en alveg tor- færulaus og auðrötuð i björtu veðri. Er kom dálitið út á fjallið fórum við að sjá niður til viknanna og fjallanna milli þeirra. Við námum staðar og störðum hugfangnará hina stoltu útverði Aðalvikur, Ritinn að vestan og Straumnesið að austan. Efst á Ritnum var dálitið þoku- band, sem olli mér áhyggjum, þvi ég hafði margt heyrt af hinum snoggu veðrabrigðum á þessum slóðum. Ég vildi að við hröðuðum ferð okkar yfir i Stakkadal og tækjum það heldur rólega er þar væri komið. En þrátt fyrir góð áform heillar útsýnið okkur æ ofan i æ til að staldra við. Útundir Straum- nestá sjáum við flakið af gamla Goðafossi. Má merkilegt heita að það skuli hafa staðið af sér árásir úthafsöldunnar öll þessi ár. Uppi á Straumnesfjallinu bera við loft byggingar miklar, en þær eru leyfar af herstöðvaævintýri Amerikana þar á fjallinu. Loks komum við fram á brún Stakkadals og förum að athuga leiðina niður i dalinn. Frá miðju fjalli höfum við fylgt vörðunum og ekkert skeytt um götuslóðann. Vinur minn, Bjarni Veturliðason, sem er mjög kunnugur hér, sagði mér að harðar hjarnfannir lægju allt af i Stakkadalsbrekkunum, og skyldi ég forðast þær. Við fylgjum þvi ráði og göngum fyrir endann á þessum fönnum, sem eru óvenju- miklar i ár. Við förum aðeins niður einn litinn skafl sem sporast ágætlega og siðan niður urð nokkuð úfna og komum þá niður. á grjóthjalla og á götuna. Þar fyrir neðan eru lyng- og grasbrekkur heimundir túnið. Túnið er svo kafið i grasi að það er illgengt og likast þvi að vaða djúpan ný- fallinn snjó. Fyrir neðan .túnið i Stakkadal rennur Stakkadalsós og kemur úr allstóru stöðuvatni: Stakkadals- vatni. Ég var mikið buin að kviða fyrir að vaða þetta vatnsfall og er nú nærri fegin að koma þvi frá. Bjarni sagði mér að bezt væri að vaða ósinn beint niöur af bænum. og þvi ráði vil ég fylgja. Hulda býðst til að vaöa fyrst ein og kanna botninn og dýpt vatnsins. og skyldum við biða á meðan. Hún leggur nú af stað og fer hægt. Ósinn er hér dálitið breiður en grunnur. Allt i einu snýr Hulda við og kemur nokkuð skjótlega til baka. og sýnist okkur að henni sé allbrugðið. Asa hafði staf góðan er hún gekk við og skildi grip þann aldrei við sig. nema meðan hún svaf. Hulöa

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.