Þjóðviljinn - 12.08.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.08.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 12. ágúst 1973. Kosnineraundirbúnin&ur í Svíbióð: Vígorð allra flokka svipuð. nema YPK, kommúnista Pólitískir flokkar í Sví- þjóð hafa að undanförnu verið að ganga frá helztu vígorðunum i kosningabar- áttunni. Fimm f lokkar eiga nú sæti á þingi — og f jórir þeirra leggja allir áherzlu á það í ýmsum myndum að þeirvilji færa Svíum aukið öryggi. Það er aðeins Vinstri flokkurinn — kommúnistar sem hefur annað á oddinum — eitt helzta kjörorð þeirra er „Einörð vinstrihreyfing slær hægriöflunum við". Þjóðflokkurinn oröar sin vigorö á þessa leiö: „öryggi i starfi”, „Sýnum konum réttlæti”, „Þaö veröur aö borga sig aö vinna”, baofast f anstailolnos ti*jgghet Árbete átaíía tjet gár att oka tryggheten . - otn bará viljan finns Moierala Samlinasförii- ■ socialdemok^É Allir flokkar lofa öryggi — en VPK vill einaröa vinstrihreyfingu. I Þeim ó réttingaverkstæðinu fannst vera kominn tími til að rétta úr sér. Þess vegna fluttu þeir. Nú er réttingaverkstæði Veltis h.f. í nýju og rúmgóðu húsnæði, sem gefur þeim möguleika til betri þjónustu og jafnvel aukinna afkasta! Réttingaverkstæði Veltis h.f. er nú til húsa að HYRJARH'O'FÐA 4. Það mó ef til vill þekkja þó ó ónægjusvipnum. C VOLVO5 Suðurlandsbraut 16 • Reykjavik • Símnefni: Volver • Simi 35200 „Dreifum valdi og ábyrgð”. Miðflokkurinn segir á þessa leið: „Jafnrétti, gott umhverfi, lýöræði, öryggi, Sviþjóö i betra jafnvægi”. Moderatar svonefndir, sem lengst standa til hægri, vilja „auka öryggi”, stöðva þjóðnýt- ingu, þeir vilja og lægri skatta og auka valfrelsi manna á milli há- hýsa og lághýsa. Sósialdemókratar höfðu þegar betta er skrifað ekki gefið upp nema eitt kosningavigorö „Lög- bundið starfsöryggi. Vinnu handa öllum”. Auk þess vigorðs sem Vinstri flokkurinn — kommúnistar hafði á lofti og áður var nefnt hafa þeir á plakötum sinum „Völdin i hend- ur vinnandi fólki”, „Niður með virðisaukaskatt á mat” og „Lækkun húsaleigu”. Ennfremur halda þeir þvi fram að „Þú hefur rétt til starfs sem skiptir máli”. Kvöldsöluleyfi Borgarráð hefur samþykkt að veita eftirfarandi leyfi til kvöld- sölu: Svövu Gisladóttur og Guð- rúnu Jóhannsdóttur að Hverfis- götu 117, Aðalbjörgu Vigfúsdóttur og Jóhannesi Þorsteinssyni að Langholtsvegi 126 og Markúsi Alexanderssyni að Háaleitisbraut 68 og Hafnarstræti 22. Ráöinn húsnæðisfulltrúi Borgarráð hefur samkvæmt til- lögu félagsmálaráðs samþykkt ráðningu Gunnars Þorlákssonar i starf húsnæðisfulltrúa. Samið um verk Borgarráð hefur heimilað skv. tillögum Innkaupastofnunarinnar samninga við lægstbjóðendur, Þórisós hf„ um gerð aðalræsis i Artúnshöfða og Sindrastál hf. um kaup á stálpipum. 2ja ára leyfi til Silfurtunglsins Borgarráð samþykkti nýlega með 4 atkv. gegn einu að hafa ekki á móti þvi, að veitingahúsinu Silfurtunglinu yrði áfram veitt leyfi til vínveitinga til tveggja ára. Sem kunnugt er hafa ibúar i ná- grenni við Silfurtunglið hvað eftir annað kvartað yfir röskun nætur- svefns vegna hávaða kringum veitingahúsið, en hvorki lögreglu- stjóri né borgarráð virðast hirða um slikt. Albert Guðmundsson taldi umsögn lögreglustjóra m.a.s. svo jákvæða, að hann ósk- aði sérstakrar bókunar um að hann teldi eðlilegt, að leyfið yrði veitt til 4ra ára, enda bæri að stefna að þvi að „athafnir manna yrðu sem minnst heftar af opin- berum aðilum og einstaklingum gert kleift að starfa að langtima- uppbyggingu fyrirtækja sinna”! Gistihús Rauða krossins Rauði kross tslands virðist ætla að hefja gistihúsarekstur innan skamms, að þvi er fram kemur i fundargerð borgarráðs nýlega. Hefur borgarráð samþykkt að mæla með umsókn RKI um leyfi til rekstursins að Skipholti 21. m H m, - , NÝKOMIÐ MIKIÐ tJRVAL AF CflJJ INDVERSKUM BÓMULLARMUSSUM Einnig reykelsi og reykelsisker i miklu úrvali. Handunnir austurlenzkir skrautmunir i mjög fjölbreyttu úrvali, hentugir til tækifærisgjafa. Gjöfina sem ætið gleður fáið þér i JASMtN Laugavegi 133 (við Hlemmtorg)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.