Þjóðviljinn - 12.08.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.08.1973, Blaðsíða 7
BLAÐAUKI % SIGLUFJÖRÐUR • • • Það eru býsna margir sem halda að á Siglufirði riki eymd og volæði eftir að sildin hvarf. Vist er um það að umskiptin voru snögg, og eftir að sildin hvarf hallaði mjög undan fæti hjá bæjarfélaginu — mjög margir hurfu á brott suður, og i stað þess að fólki f jölgaði eðlilega ár frá ári fækkaði þvi ár frá ári. • • • Frá aldamótunum og fram til 1941 var Siglufjörður i meiri vexti og uppgangi en nokkur annar kaupstaður úti á landsbyggðinni og á þvi árabili f jölgaði ibúum úr 142 i 3100. Það er fyrst núna sem Siglfirðingar eygja uppgangstima á ný. Þeir fá senn fyrsta skuttogarann sem smiðaður er hér á landi, þeir eiga von á spönskum skuttogara innan tiðar og hafizt er handa um byggingu nýs frystihúss á athafnasvæðinu þar sem sildarverksmiðjan Rauðka malaði eitt sinn miljónir i þjóðarbúið. Þá munu Húseiningar h.f. senn taka til starfa i húsakynnum Tunnuverksmiðjunnar. • • • Það er semsagt vor i lofti á Siglufirði þessa dagana. • • • Fréttamaður Þjóðviljans gerði þar stuttan stanz fyrir hálfum mánuði og ræddi við almenning þar um kjör, lifsviðhorf og framtið- arhugmyndir. Væntanlega gefa þessar greinar nokkurn þverskurð af lifsviðhorfum Siglfirð- inga, sem eru vissulega önnur og yfirleitt heil- brigðari en við eigum að venjast hér fyrir sunnan. Myndir og texti: Sigurjón Jóhannsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.