Þjóðviljinn - 12.08.1973, Blaðsíða 8
SIGLUFJÖRÐUR
BLAÐAUKI
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 12. ágúst 1973.
Vcröld sem var. . .
Nýju tekjustofnalögin
breyttu hlutunum
til hins betra
Kolbeinn Friðbjarnarson er
einn af þremur bæjarfulltrú-
um Alþýðubandalagsins á
Siglufirði. Við báðum hann að
svara nokkrum spurningum
um stöðu bæjarins og fram-
tiðarhorfur.
Nýju tekjustofna-
lögin breyta mikiu
— Ilvernig er hagur bæjarins i stórum
dráttum?
— Fjárhagur Siglufjarðarbæjar hefur
verið mjög slæmur um langt árabil af
ástæðum sem flestum eru kunnar. Fólki
hefur fækkað ár frá ári, atvinnutekjur
hafa til þessa verið tiltölulega litlar, og
tekjur af atvinnurekstri hafa verið minni
en hjá hliðstæðum bæjarfélögum. At-
vinnureksturinn hér var að mestu leyti
byggður upp af rikisfyrirtækjum og lög
undanskyldu þennan rikisrekstur gjölfum
til bæjarfélagsins. Opinber rekstur hér
greiðir engin aðstöðugjöld. Eina breyt-
ingin, sem hefur orðið á þessu á þeim
tima sem ég þekki til, eru nýju tekju-
stofnalögin, sem samþykkt voru á þinginu
i hitteðfyrra og komu til framkvæmda
fyrst á þessu ári. Þessi lög færðu Siglu-
firði mjög mikinn ávinning fjárhagslega.
Létt var af bæjarfélaginu ýmsum gjöld-
um, t.d. kostnaði af löggæzlu, sem rikið
tók yfir, en bærinn hafði áður greitt að
hálfu. Þá yfirtók rikið að langniestu leyti
greiðslur bæjarfélaganna til Tryggingar-
stofnunar rikisins og ég gæti trúað, að
þetta tvennt þýði um 10 miljón króna
sparnað fyrir bæjarfélagið.
Breytingarnar á tekjuhliðinni voru ekki
eins miklar i krónum talið, en þær færðu
bæjarfélaginu líka auknar tekjur, þannig.
að þetta verkaði bæði sem nrinnkun á
gjöldumog aukning á tekjum, eh fyrst og
fremst sem minnkun á gjöldum. Þrátt
fyrir þetta er engan veginn hægt að segja.
að fjárhagurinn sé nógu góður miðað við
bæjarfélög af svipaðri stærð.
Eg hef trú á þvi að á næstu tveimur,
þremur árum breytist hér atvinnuástand
til hins betra og um leið tekjumöguleikar
fólksins og I framhaldi af þvi fjárhagur
bæjarins.
Engin eymd og
hefur aldrei
verið
— Nú er rikjandi skoðun margra, að
hér sé eymd. En mér finnst vera talsvert
liflegt um að litast. Er ástandið núna mun
betra en þegar verst var?
— Það má segja,að nú sé mun meiri
bjartsýni rikjandi i bænum heldur en
var, og menn trúa þvi að atvinnuástandið
sé að breytast til mikilla bóta. Það er aft-
ur á móti fjarri lagi.að hér sé rikjandi
nokkur eymd; það hefur aldrei verið. Það
er ýmislegt sem kemur á móti þvi að fólk
hefurhaft hérminni tekjur hlutfallslega en
viðast hvar annars staðar. Hér hefur t.d.
húsnæðiskostnaður til skamms tima verið
mjög lágur, og ekkert sambærilegur við
það,sem fólk á að venjast á höfuðborgar-
svæðinu. Fólk býr hér yfirleitt i eigin hús-
næði og hefur yfirleitt ákaflega litinn
kostnað af. Húsaleiga, i þeim fáu tilfell-
um sem um slikt er að ræða, er mjög lág.
Ýmis matvæli eru mun ódýrari hér en i
Reykjavik, t.d. fiskur, kartöflur, og jafn-
vel kjöt. Fólk kaupir kjöt til ársins, eða
hluta úr ári, og býr betur að sinu en geng-
ur og gerist i Reykjavik. En munurinn
liggur fyrst og fremst i samanburði á hús-
næðisverði eða húsaleigu, þar sem veru-
legur hluti tekna fólks fyrir sunnan fer i
það að standa undir húsnæðiskostnaði, —
jafnvel 30-40% af tekjum fólks sem fer i
þennan eina lið. Hér er þetta bara brot af
lifskostnaði fólks. Hér hefur fólk i raun-
inni haft mun meira af sinum litlu tekjum
til eyðslu heldur en fólk i Reykjavik. Ég
hef aldrei orðið var við það hér, að fólk
hafi ekki haft nóg fyrir sig.
Kolbeinn Friðbjarnarson: Fjarri lagi, að
hér sé nokkur eymd. . .
Unga fólkið
hverfur suður
— Er ekki nokkuð einkennandi að hér
vantar fólk á bezta aldri?
— Jú, bæði hér og i flestum bæjum og
þorpum á Islandi er það þannig, að þegar
unglingarnir hafa notað þá menntunar-
möguleika sem fyrir hendi eru heima-
fyrir, heldur verulegur hluti áfram á
menntabrautinni. Eftir að þeir hafa öðlazt
einhverja sérþekkingu, eða menntun á
sérsviði, þá ætlazt þeir til að fá starf við
sitt hæfi. Þau störf er ekki að fá nema' á
þéttbýlissvæðinu fyrir sunnan, og það
þýðir, að flest það fólk, sem aflar sér
framhaldsmenntunar umfram skyldu-
nám, sezt að suður i Reykjavik. Afleiðing-
in er svo sú,að i flestum sjávarþorpum á
Islandi vantar tiltölulega mikið i árgang-
ana frá svona tvilugu og uppundir
fimmtugt. Það er ekki að sjá að þetta
breytist á næstu áratugum.
— Nú er mikið um gömul hús hér. Hafið
þið hugleitt endurskipulagningu á bæn-
um?
— Það hefur litið verið fjallað um þessi
mál. Ég flutti að visu tillögu um það i
bæjarstjórninni fyrir nokkru, að bæjar-
verkfræðingnum yrði falið að gera skipu-
lagsuppdrátt af eyrinni, sem bærinn
stendur á, þannig að hægt væri i tima að
gera sér grein fyrir þvi hvaða svæði
kæmu til ráðstöfunar eftir að elztu húsin
hefðu verið rifin. Þessi tillaga var sam-
þykkt og verið er að vinna að þessu. Aftur
á móti var bæjarverkfræðingi ekki falið
að gera tillögur um hvernig nýta skyldi
svæðin.
Þormóður rammi hf.
i stað S.R.
— Varð ekki mikil breyting er sndar-
verksmiðjurnar hættu störfum hér?
— Jú, sú breyting er reyndar löngu
komin fram, þvi að Sildarverksmiðjurnar
hafa ekki verið reknar hér i þvi formi sem
áður var. Að visu ráku þær hér frystihús
og gerðu út tvo togara, en það dró úr þeim
rekstri hægt og hægt. Fyrst fórst annar
togarinn, og það kom ekki annar i staðinn,
og siðan reyndist hinn orðinn það gamall,
að erfitt var að manna hann. Auk þess var
bullandi tap á þeim rekstri. Það var gefist
upp á þeim rekstri 1972. Eins og málin
standa i dag er fyrirtækið Þormóður
rammi hf. búið að yfirtaka rekstur frysti-
hússins, og það má segja,að fyrirtækinu
sé ætlað að gegna sama hlutverki i at-
vinnulifinu eins og SR gerði á sinum tima.
— Hvaða framkvæmdir eru nú helztar
á döfinni hjá bæjarstjórninni?
— Bygging á nýju barnadagheimili er i
bigerð. Hér hefur aldrei verið barnadag-
heimili i þess orðs réttu merkingu. Hins-
vegar hefur verið rekið hér barnaheimili
yfir sumarmánuðina, en aldrei allan árs-
ins hring. Kvennasamtökin i bænum hafa
séð um daglegan rekstur og bærinn styrkt
heimilið fjárhagslega. Ég hef heyrt, að i
stað þess að byggja nýtt hús verði
hugsahlega keypt eldra hús undir þessa
starfsemi.
Skólarnir eru i rauninni ætlaðir fyrir
mun stærra byggðarlag, þannig að við bú-
um vel i þeim málum. Hér er einnig
sjúkrahús og læknisþjónusta tiltölulega
góð.
— Ilvað með varanlega gatnagerð?
— Við vorum á undan flestum öðrum á
þessu sviði fyrir nokkrum áratugum, en
síðan hafa framkvæmdir verið nokkuð
skrykkjóttar. 1 ár verður skipt um jarðveg
á nokkuð löngum kafla i Suðurgötu og
hugmyndin er að steypa næsta sumar.
Unnu sæti
i bæjarstjórn
— Alþýðubandalagið vann sigur f sfð-
ustu kosningum.
— Jú, það má segja það. Við bættum
við okkur nokkru atkvæðamagni og einum
fulltrúa i bæjarstjórn. Að visu var anzi
mjótt á mununum á milli þriðja manns
okkar og ihaldsins. Fulltrúar Alþýðu-
bandalagsins eru ég, Benedikt Sigurðsson
og Gunnar Rafn Sigurbjörnsson.
— Hverju þakkarðu þessi úrslit?
—• Ég held, að ástæðan sé sú, að hér
hefur um langt árabil verið meirihluti i
bæjarstjórn,sem er heldur óvinsæll i bæn-
um, jafnvel óvinsælli en kosningatölur
benda tii. Fólk hér er yfirleitt mjög fast-
heldið á hverja það kýs, og það má vera
mjög óánægt, ef það breytir til. Ég held,
að þetta sé fjórða kjörtimabilið sem þessi
meirihluti hefur verið fyrir hendi, litið
breyttur. Fyrst mynduðu hér meirihluta
Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur, en
eftir næstsiðustu bæjarstjórnarkosningar
bættist Framsóknarflokkurinn við. Meiri-
hlutinn hefur verið ákaflega úrræðalitill
og aðgerðarlitill og ég tel að ávinning okk-
ar megi rekja fremur til þess,en að póli-
tisk hlutföll hafi breytzt.
— Hvað eru margir i bæjarstjórn?
— Niu fulltrúar; við höfum þrjá fulltrúa,
en hinir flokkarnir tvo hver. Hannibalist-
ar eru ekki til og við vonum að svo verði
um alla framtið.
Arið 1938 buðu Sósialistaflokkurinn og
Alþýðuflokkurinn fram sameiginlega og
fengu hreinan meirihluta og þá varð Áki
Jakobsson bæjarstjóri hér. Upp úr þvi
kom það timabil i sögu bæjarins,sem mest
var um framkvæmdir og athafnir.
Munurinn á lífskjörum fólks á Siglufirði og á þéttbýlissvæðunum minni en flestir
halda — ástæðan einkum mismunur á húsnæðiskostnaði