Þjóðviljinn - 12.08.1973, Blaðsíða 21
Sunnudagur 12. ágúst 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21
JON CLEARY
Sendi-
fulltrúinn
bezt sem fæstir stóöu að. Ef ske
kynni að brytinn yröi tekinn og
leysti frá skjóðunni, þá hafði hann
til öryggis keypt sér farseðil og
færi frá London i kvöld. En á það
hafði hann ekki minnzt við
madömu Cholon.
Malone virti hann fyrir sér
stundarkorn, sneri sér siðan aftur
að Quentin og hinum.
— Hvar er konan min? spuröi
Quentin.
— Hún fór niöur. Það var kallað
á hana i simann. Coburn undir-
foringi ætlaði að fylgjast með
henni.
Madama Cholon og ambassa-
dorinn höfðu lenti i hingiðu af
gestum og færst fjær; Chen og
Pai höfðu lent i annarri hringiðu
og voru horfnir lika. Quentin,
Lisa og Malone héldu hópinn og
tróðust gegnum salinn og út á
einar svalirnar. Þau horfðu niður
i anddyrið og sáu Coburn á
eirðarlausu ráfi. Hann stikaði
endanna á milli i anddyrinu,
hvarf siðan inn i einn af hliðar-
sölunum.
— Ég held ég verði ekki lengi
hérna, sagði Quentin. — Ég er
þreyttur.
— Hvenær byrjar fundurinn á
morgun? spurði Lisa.
— Klukkan hálfellefu. Ég held
ég sofi frameftir. Við skulum
sleppa þvi að stilla vekjara-
klukkuna. Viltu vekja mig um
niuleytið, Lisa?
Þau sáu Coburn koma fram úr
hliðarsalnum, ringlaðan og með
áhyggjusvip. Hann stóð kyrr
stundarkorn, leit siðan upp og sá
þau þrjú standa við svalariðið.
Hann hljóp upp stigann til þeirra
og vandræði hans voru augljós
langt að.
— Mér þykir það leitt, herra
minn, en konan yðar virðist vera
horfin!
II.
Quentin stóð grafkyrr, greip
þéttingsfast um handriðið. Gestir
gengu hjá, stráðu um sig kveðjum
eins og confetti, en hann heyrði
ekki til þeirra. Andlit hans var
aftur orðið gráfölt, Malone hélt að
það myndi liða yfir hann. Svo dró
hann djúpt andann, tók á sig rögg.
— Kannski er hún á snyrtiher-
berginu?
— Ég skal fara og athuga það,
sagði Lisa og flýtti sér niður stig-
ann, lyfti pilsinu á bláa, siða
kjólnum.
Brúðkaup
Þann 14. júli voru gefin saman i
hjónaband i Kópavogskirkju af
séra Ingólfi Guðmundssyni ung-
frú Kristin Guðnadóttir Borgar-
holtsbraut 71, Kópavogi, og As-
björn Björnsson Hliðarvegi 10.
Heimili þeirra verður I Sviþjóð.
STUDIO GUÐMUNDAR,
Garðastræti 2.
— Við skulum svipast um lika,
sagði Malone. — Er allt i lagi með
Þig?
Quentin kinkaði kolli, fölur og
þreytulegur. — Ég verð hér kyrr.
Finndu hana, Scobie. Þetta var 1
neyðaróp.
Malone og Coburn gengu burt
frá honum eftir svölunum. —
Leitaðu alls staðar niðri, sagði
Malone. — Og talaöu við
Ferguson. Hann er úti I bilnum.
Ég skal svipast um hérna uppi.
56
— Ég vona bara að hún sé á
klúinu, sagði Coburn og flýtti
sér niður stigana.
Malone gekk eftir svölunum og
inn I stóra salinn. Hann mjakaði
sér gegnum mannfjöldann,
heyrði glefsur úr samtölum sem
fylltu hann gremju enn á ný.
— Kynferðislega er hún hreinn
auli —
— Það var svona þokkaleg,
niðursoðin svallveizla — ósköp
bandarisk —
— Elskan, ég var að tala um
hestinnminn, ekki manninn minn
Fólk leit forvitnislega til hans
þegar hann gekk hjá: hann var
ekki fulltrúi á ráðstefnunni og átti
þvi ekki að vera með áhyggju-
svip. Hann sá Pallain sem hélt til
móts við hann til að segja eitt-
hvað, en hann hristi höfuðið og
flýtti sér áfram. Hann sá fleiri
andlit sem hann þekkti. Larter,
Edgar, bandarikjamennina sem
komið höfðu heim i húsið um
morguninn. Og hann gekk rétt hjá
madömu Cholon og ambassa-
dornum.
— Þér sýnizt áhyggjufullur,
herra Malone, sagði madama
Cholon.
— Ég er aðleita að frú Quentin.
Hafiö þér séð hana?
Svipur hennar var næstum of
sakleysislegur. —Hefði ég átt að
sjá hana?
Siðan sneri hún sér frá honum,
bað ambassadorinn afsökunar og
smaug eins og grænn fugl inn i
mannþröngina. Ambassadorinn
horfði á eftir henni, siðan á
Malone. — Treystu aldrei austr-
inu, sagði pabbi gamli. Nú var
hann ekki að hlæja; Afrika var
margslungnari en margir hugðu.
Þann 30/6 voru gefin saman i
hjónaband i Dómkirkjunni af séra
Lárusi Halldórssyni ungfrú Helen
Gunnarsdóttir og Páll Sigurðs-
son. Heimili þeirra er að Sjafnar-
götu 12, Hafnarfirði.
STUDIO GUÐMUNDAR,
Garðastræti 2.
— Skyldi hann hafa haft rétt fyrir
sér? Hvað vitið þér um þessa
konu, herra Malone?
— Nógu mikið til þess að
treysta henni aldrei.
— Mynduð þér vilja segja mér
frá henni?
— Má ég gera það seinna,
herra minn? Ég verð að finna frú
Quentin.
Enhann fann hana ekki. Þegar
hann kom fram á svalirnar aftur,
voru Lisa og Coburn komin til
Quentins. Lisa hafði ekki fundið
hana i snyrtiherberginu.
— Hún er hvergi niðri, sagði
Coburn. — Og billinn er farinn.
Þaö bólar ekki á Ferguson.
— Jæja, það er þó bót i máli ef
hann er með henni. En Quentin
hafbi ekki sannfært sjálfan sig.
Hann beit á vörina, barði kreppt-
um hnefanum i handriöið. — En
af hverju fór hún svona oröa-
laust?
— Hún hefur kannski farið
heim, sagði Lisa. — Hún hefur
kannski orðið lasin — hún leit ekki
vel út —
— En hver hringdi til hennar?
sagði Malone.
— Hringdu heim. Quentin hélt
af stað niður stigann og hin eltu
hann. — Jósef ætti að vera þar.
Lisa fór burt til að hringja. Co-
burn gekk aftur að útidyrunum og
Malone og Quentin stóðu eftir.
Quentin var að horfa i kringum
sig, rýndi á konurnar sem fram-
hjá gengu, eins og hann byggist
við að þær tækju ofan grimuleg
andlitin og breyttust i Sheilu.
Bakvið þá var kominn hæðnis-
svipur á marmaraandlitið á her-
toganum af York: hann hafði
veriö uppi á timum grimmilegrar
kímni. Quentin sagði: — Ég get
ómögulega skilið hvers vegna hún
fór svona orðalaust. Ef eitthvað
hefur komið fyrir hana —og hún
kveður ekki, segir ekkert —
— Hafðu ekki svona miklar
áhyggjur, sagði Malone, altekinn
samúð með manninum. —
Kannski hefur hún orðið lasin eins
og Lisa sagði. Það hefur svo
sannarlega nóg dunið yfir hana —
Quentin kinkaði kolli, en hann
var ekki sannfærður; örvilnun
hans var komin á það stig, að
hann hlaut að búast við hinu
versta. Dagurinn i dag var
óhappadagur: fyrst ráðstefnan,
siðan þetta, hið versta sem
hugsanlega hefði getað gerzt. —
Ef þeir hafa gert henni mein —
sagði hann, en jafnvel reiði hans
var máttvana.
— Þau eru hér enn, sagði
Malone. — Cholon og Pallain — ef
hann er I einhverjum tengslum við
hana. Ég sá þau bæði áður en við
komum niður.
— Það gætu verið fleiri viðriðn-
ir þetta —
— Ef svo er, þá náum við alla
vega i Cholon. En þú mátt ekki
hugsa svona. Þú ert alltof bölsýnn
— Geturðu láð mér það?
Djöfullinn sjálfur, Scobie —.
Þetta var i fyrsta sinn sem
Malone heyrði hann bölva. —
Hvaða ástæður hef ég til að vera
bjartsýnn út af nokkrum sköpuð-
um hlut?
Svar Malones rann út i sandinn
þegar bæði Lisa og Coburn komu
á vettvang. Lisa sagði: — Það er
á tali.
Þann 7. júli voru gefin saman i
hjónaband i Dómkirkjunni af séra
Óskari J. Þorlákssyni ungfrú Sig-
riður Pétursdóttir og Sigtryggur
Jónsson. Heimili þeirra er að Sól-
heimum 34, Rvik.
STUDIO GUÐMUNDAR,
Garðastræti 2.
BRIDGE
Opnunarsögnin
afhjúpaði leguna
Opnunarsögn andstæðingsins i
þessari gjöf gerði hollenzka
hann kemst inn á spaðaásinn, að
láta út tigul, myndu spilalokin
verða eins, nema að þá myndi
Austur neyðast til að halda eftir
tigulgosanum blönkum og honum
væri þá komið inn á tigulinn.
meistaranum Herman Filarski
kleift að geta sér ná-
kvæmlega rétt til um hvernig
öll spilin lágu og þá jafnframt að
vinna lokasögnina fjögur hjörtu.
S. K
H. AK987
T. KD3
L. KD72
S. AG9764
H. 1062
T. 52
L. G10
S. 8532
H. G54
T. 10987
L. A9
Sagnir: Vestur gefur. Austur-
Vestur á hættunni.
Vestur Norður Austur Suöur
2 S. dobl pass 3 H.
pass 4 H. pass pass
Hálfslemma
Soulets
Franski meistarinn G. Soulet
uppgötvaði hvernig hægt var að
vinna hálfslemmu i þessari gjöf,
hvaða útspil sem Vestur kysi.
N
sp
hj
ti.
la
V
sp. A D 7 2
hj. 10 4
ti. 8 4 3
ta. D 8 7 4
S
sp. K
hj. A K G 9 7 6 3
ti. G 6
la. A 10 6
S. D10
H. D3
T. AG64
L. 86543
. G 10 9 6
. D 2
A D 2
. K G 5 3
A
sp. 9 5 4 3
hj. 8 5
ti. K 10 9 7 5
la. 9 2
Vestur lét út laufagosann,
Filarski tók meö ásnum. Hann
gerði sér ekki miklar vonir um að
vinna spiliö, en byrjaði á þvi að
kanna tigulinn.
Austur, sem geröi ráð fyrir aö
laufagosi félaga hans hafði verið
einspil, tók tiguldrottningu blinds
þegar i stað með ásnum, og lét
strax út lauf.
Hvernig fór Filarski aö þvi að
vinna sögnina fjögur hjörtu gegn
beztu vörn?
Svar: Filarski tók með laufa-
drottningu, tók siðan á ás og kóng
i hjarta og kom Vestri inn á
spaöaásinn. Vestur lét út hjarta-
tiuna sem tekin var á gosann og
sagnhafi komst inn á blind, með
þvi að trompa spaða. Nú vissi
Filarski nákvæmlega hvernig spil
andstæðinganna skiptust milli
þeirra (þar sem Vestur hlaut
samkv. opnuninni að hafa sex
spaða) og hann tók á siðasta
trompið til þess að koma Austri i
kastþröng. Staðan er þessi (spil
Vesturs skipta ekki máli).
ti K 3 la K 7
Sagnir: Norður gefur. Báðiö á
hættu. Sagt samkv. „Canapé”-
kerfinu.
Vestur Norður Auslur Suður
1. sp. pass
pass 3.gr. pass
pass 5.ti. pass
Hvernig á Suður að haga spilinu
til þess að vinna hálfslemmu i
hjarta, hvaða útspil sem Vestur
velur og hvernig sem and-
stæðingarnir reyna að verjast?
Athugasemd um
sagnirnar:
Jafnvel þótt sagt sé samkv.
,,Canapé”-kerfinuter opnunin á
einum spaða með gosann fjórða á
hendinni hæpin. Hefði verið opnað
á einu laufi hefði sagnirnar orðið
eðlilegri þótt lokasögnin yrði sú
sama:
Norður Suður
1. la. 2 hj
2 gr. 3 hj
4 hj. 5 la
5 ti. ' 6 hj
<
sp 8 ti. 10 9 8
ti, G 6 la, 8 6
Það nægir nú að láta út tigul-
kónginn og siðan tigul til þess að
neyða Austur til að láta út i laufa-
gaffalinn hjá blindum.
Velji Vestur þann kost, þegar
Hefði Suður svarað opnuninni
með einu hjarta, hefði Norður
sagt einn spaða, en spaði hans er
of veikur til þess að nefna hann
þegar Suður hefur sagt tvö hjörtu
og Norður á þvi að segja tvö
grönd. Þegar Suður hefur sagt
fimm lauf, á Noröur að láta uppi
að hann eigi tigulásinn.
Höfum ávallt fyrirliggjandi allar stærðir skraut-
hringja á hjólbarða, bæði alhvíta og hvíta með
svartri rönd.
Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er.
GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F.
Skipholti 35 — Reykjavik — Sími 30688
Ai ífflvsing asími
Þj óðvil jans 17 500