Þjóðviljinn - 24.08.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.08.1973, Blaðsíða 1
DJÚÐVIUINNX ÞAO BORGAR SIG AÐVERZLA ÍKRON Föstudagur 24. ágúst 1973. — 38. árg. —192. tbl. Misskilningur Tekjum logið upp á heildsala Kópavogsbúi nokkur hafði tal af Þjóðviljamönnum i gær og vildi leiðrétta misskilning. f grein um skattamál hafði verið sagt, að Stcfnir Helgason, heildsali og varabæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins I Kópavogi, hefði á síð- asta ári haft að meðaltali um 50 þús. króna mánaðartekjur. Þetta var reiknað út frá þeirri stað- reynd, að Stefnir á að greiða kr. 6 þús. i viðlagagjald. Kaópavogsbúinn sagði þaö ekki rétt, að Stefnir hefði haft svo háar tekjur. Kona hans, frú Grima Sveinbjörnsdóttir stjórnarfor- maður og einn eigenda heild- sölunnar Fals h.f., vinnur á fræðsluskrifstofu Kópavogs, og tekur að sjálfsögðu laun fyrir vinnu sina þar. Ekki sagðist Kópavogsbúinn vita, hversu miídar tekjur Grfmu hefðu veriö I fyrra, en ljóst er að laun og gróði Stefnis hafa verið mun minni en sagt var hér i Þjóðviljanum. Kópavogsbúinn sagðist vilja skora á Sjálfstæðismenn i Kaupa- vogi að sýna nú manndóm sinn I verki og reyna að hlaupa undir bagga með Stefni. Það væri eins vist að hann borgaöi með heild- sölunni. Hann lagði til, að flokks- bræður Stefnis legðu, svo litiö bæri á, ýsuflak eða aðrar lifs- nauðsynjar við og við á dyra- helluna hjá honum, svo að hann mætti enn um sinn halda áfram að gefa tslendingum rafmagns- rofa. Nýstárleg aðferð við gras- sáningu í Vestmanna- eyjum Að sögn Páls Zophanias- sonar I Vestmannaeyjum hefur grassáning ekki tekizt sem skyldi hjá þeim i sumar. Fræið hefur vilja fjúka I skára enda er það nokkuð lengi að ná festu i öskunni. Þessa dagana er verið að gera merkilega tilraun I gras- sáningu i Vestmannaeyjum. Fræi, áburði og einskonar iimi, eins og Páll orðaði það, er hrært saman og þvi sfðan sprautað með háþrýstidælu yfir öskuna. Með þessu móti vonast menn til að binda megi fræið þannig að það fjúki ekki i burtu. Ef þessi tilraun tekst vel verður hún eflaust notuð mikið næsta sumar, en að þessu sinni er aðeins um tilraun að ræða og prófaðar tvær teg- undir af þessu limi. —S.dór Vilja þeir halda áfram að virkja Laxá? — Sjá leiðara um orkumál Norðurlands. I blíðviöri og koppalogni síðustu daga hefur verið freistandi að leysa festar hraðbátsinsog fá sér sprett á sundunum, þótt oliubrákin frá Klöpp hafi dregið úr ánægjunni. (Ljósm. A.K.). Vestmannaeyjar: Búið að hreinsa 90% af bænum Von á rafstöð til Eyja nœstu daga. — KOPPA- LOGN — Hreinsun bæjarins hefur gengið mjög vel og mér er óhætt að segja að i dag sé búið að hreinsa um 90% af honum. Græni liturinn vinnur sifellt á og eyðir dag frá degi þeim svarta sem hér hefur hulið allt síðan I vetur, sagði Páll Zophoníasson bæjar- verkfræðingur i Vestmanna- eyjum er við ræddum viö hann i gær, og spuröum hann um gang mála i Vestmannaeyjum. Það er áætlað að sögn Páls, að hreinsun bæjarins verði lokið i byrjun október, en Páll sagði, að engin leið væri að segja til um það upp á dag. Páll sagði að nú hefðu 50 menn sótt um lóðir og væru þeir búnir að fá þær. Væri ætlun þeirra aö byggja þarna i sameiningu eins- konar stallaraðhús og væri þegar byrjað að teikna þessi hús. Rafmagnsskortur hefur háð Eyjamönnum mikið frá þvi I vetur. Nú er von til þess að úr rætist á næstunni þvi á laugardag er væntanleg til landsins rafstöð sem flutt verður út I Eyjar og munu Eyjamenn þá fá 100% meira rafmagn en þeir hafa i dag. Hvað skemmda rafstrengnum viðkemur er viðgerð á honum að hefjast og tekur 15 til 20 daga ef aðstæður á sjó leyfa að unnið verði að viðgerðinni. Raf- strengurinn, sem kemur frá landi, lenti undir hrauni, auk þess sem hann skemmdist er skips- akkeri lenti i honum 1 vetur. Þegar viögerð hans er lokið fást 1000 mekavött af rafmagni i við- bót. Páll sagði að búið væri aö flytja milli 90 og 100 búslóðir til Eyja og i hverri ferð kæmi Her jólfur hlað- inn búslóöum, þannig að fólk virðist flytjast jafnt og þétt. Enda Verzlanir opna. er nú svo komið að i Eyjum munu nú vera milli 700 og 800 manns. Kennsla i bekkjum skyldu- námsstigsins mun hefjast um miðjan september og hafa kennarar þegar verið ráðnir að skólanum, sagði Páll. Hann sagði ennfremur, að hvers konar þjón- usta væri að smá koma; búið væri að opna verzlun sem áður hét Borg en kallast nú Nýborg. Hann sagöi að fleiri verzlanir hyggðust opna á næstunni og önnur þjón- ustu ýmiskonar fylgdi i kjölfar fólksflutninga til Eyja. Að lokum sagði Páll, að fólk yrði að gera sér ljóst,aö það ér engin Paradis i Eyjum enn sem komið er, en þetta stefnir allt i rétta átt og strax á næstu vertíð verður oröið mikið athafnalif i Eyjum ef allt fer að likum. —S.dór Púður skot Þór eltir landhelgis- brjót i tvo tima Brczku landhelgisbrjótarnir halda sig i nánd við vernd- arana, freigátur hennar há- tignar og dráttarbátana. Þegar varðskipin nálgast, kalla togaraskipstjórarnir I freigáturnar. Koma þær þá á vettvang eða striðsmennirnir skipa dráttarbátunum að fara togurunum til aöstoðar. t fyrrinótt skaut Þór púður- skotum að brezkum land- helgisbrjóti, en ekki kom til frekari átaka, enda voru brezk hcrskip i nánd. Rétt fyrir kl. þrjú I fyrrinótt kom varöskipið Þór að brezka togaranum Zonia FD-236, þar sem hann var að taka inn trollið um 25,5 sjómilur út af Kögri. Var togaranum sagt að stanza, en hann sinnti þvi ekki og setti á fulla ferö. Var þá skotiö að honum þremur púðurskotum, en það hafði engin áhrif. Kallaði skip- stjóri togarans á freigátuna Andrómedu F-57 sér til að- stoðar, en hún var ekki mjög fjarri. Þór fylgdi togaranum eftir i tvær stundir og kom ekki til frekari átaka. Þjóðviljanum tókst ekki að fá nákvæmar upplýsingar um hvers vegna ekki var reynt að stöðva togarann með föstum skotum, en taiið er að þeir sem aðgerðunum stjórnuðu, hafi álitið það óframkvæmanlegt án þess að stofna mannslifum i hættu. r Agengir togarar við Noreg TROMSö — Norskir fiskibátar hafa orðið að vikja af miðunum við eyna Senja i Norður-Noregi, vegna vaxandi ágengni erlendra togara. Sérstaklega kveður mikið að þýzkum togurum við Senja, og telja sjómenn þar norður frá að þeir leiti nú þangaö i vaxandi mæli sökum þess að þeir hafi gef- izt upp á að fiska innan nýju is- lenzku landhelgisllnunnar. Komrækt að leggjast niður Hefur minnkað úr 500 hekt. í 20 hekt. á 6 árum A siðasta áratug hófst kornrækt til nokkurrar virðingar hér á landi. Þegar mest var ræktað mun korni hafa veriö sáð i um það bil 500 hektara iands. Þessi korn- rækt gekk illa I nokkur ár vegna sumarkulda og nú er svo komiö málum, að korni var aðeins sáð i 20 hektara á öllu landinu i vor er leið. Aðeinseinn einstaklingur munu vera með einhverja kornrækt i dag. Það er Eggert áÞorvaldseyri undir Eyjafjöllum,og svo er korn- rækt á Sámsstöðum. Allir aðrir munu vera hættir. A þeim köldu sumrum sem komu á siöustu árum liðins ára- tugs þroskaðist korn það illa að menn hreinlega gáfust upp á að reyna að rækta það. Búnaðarfélag Islands er með kornræktartilraun i sumar. Sáö var 6 mismunandi afbrigðum af korni að Svinafelli i öræfum, en þar er talið að bezt sé að rækta korn á landinu vegna þess að þar koma hlýrri dagar yfir sumarið en annars staðar þótt meðalhitinn sé þar ekki hærri en annars stað- ar, og það eru einmitt svo hlýir dagar sem kornið þarf til að ná þroska. Þessi tilraun Bí miðar að þvi að finna út hvaöa korntegund er bezt að rækta hér á landi, eða réttara sagt hvaöa tegund sprettur hrað- ast. Til er ein tegund sem er afar fljótsprottin, en hún heldur korn- inu illa og það vill fjúka mikið af. Þvi er nú verið að gera tilraun meö aö finna aðra tegund sem er álika fljótsprottin en heldur korn- inu betur. Agn'ar Guðnason hjá Búnaðar- félaginu sagði okkur i gær, að menn hefðu ekki trú á þvi, að bændur tækju almennt upp korn rækt að nýju á næstu árum; þeir hefðu það slæma reynslu af fyrri tilraunum, nema að tilraun B1 i öræfum gæfi sérstaklega góða raun og ný korntegund fynndist, sem hentaði islenzkum aðstæðum vel. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.