Þjóðviljinn - 24.08.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.08.1973, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. ágúst 1973. TILKYNNING TIL BIFREIÐAEIGENDA í REYKJAYÍK Athygli bifreiðaeigenda i Reykjavik er vakin á þvi, að eindagi bifreiðaskatts fyrir árið 1973 var 31. marz s.l. Hér með er skorað á þá, sem enn hafa eigi greitt skattinn,að gera það fyrir 1. septem- ber n.k. Að öðrum kosti verður án frekari fyrirvara og með heimild i lögum nr. 49. frá 1951 beðið um uppboð á bifreiðunum til lúkningar skattinum. Reykjavik, 22. ágúst 1973. TOLLSTJÓRINN í REYKJAVÍK Frá Mýrarhúsaskóla Innritun nýrra nemenda i barnaskólann fer fram mánudaginn 27. ágúst kl. 10 til 12. Innritun i gagnfræðaskólann verður sama dag kl. 17 til 19 og i 6 ára deildir kl. 14 til 16. Þriðjudaginn 4. september eiga 10 til 12 ára nemendur að mæta kl. 10 og 7 til 9 ára nemendur sama dag kl. 14. Nemendur gagnfræðaskólans mæti þriðjudaginn 18. september kl. 10. Skólastjóri. Aug lýsing asími Þjóðviljans 17 500 Vegabréfsskoðun Þessari mynd náöum viöá Grænlandi, þegareinn af grænlenzkustu ibúum Meistaravíkur heilsaði upp á tvö ..aðskotadýr” nýkomin ofan úr háloftunum. Þetta má kalla raunveruiegustu „vegabréfaskoðunina" á þcssum slóðum. Elliheimili reyndist „biðstofa dauðans99 Ef kokkurinn á elliheimili einu i Lyon hefði ekki orðið veikur, hefði aldrei komið upp hneykslis- mál það sem nú skelfir Frakka einna mest i sumarhvild þeirra. Gamli kokkurinn var þagmælsk- ur, en nýi kokkurinn hafði ekki sömu lifsreglur. Tæpum tveim mánuðum eftir að hann tók við störfum, skrifaði hann lögreglu- yfirvöldunum bréf. Þetta var upphaf málsins. Rannsóknarnefnd var þegar skip- uð, og varð rannsókn hennar all- söguleg. Þegar hún knúði fyrst á dyrnar á elliheimilinu, sem nefndist „Skjólið góða”, til að lita á staðinn, lagði forstjóri þess, Jammes.að nafni, þegar á flótta. Hann fannst þó fjórum dögum siðar reikandi um götur einn og utan við sig. En á meðan hafði rannsóknar- riefndin komizt aö ýmsum ófögr- um hlutum. Hún komst fyrst að þvi að húsakynnin voru fornfáleg og i mjög slæmu ástandi og her- bergin, þar sem tiu öldungar bjuggu venjulega saman, voru ilia útbúin og óvistleg. En svo var farið að athuga eldhúsið, og þá fundu menn ekki aðeins dæmafa- an sóðaskap heldur var þar i vista stað hálft tonn af úldnu kjöti. Loks fundust mörg kiló af ónýtum meðölum i skrifstofu forstjórans Jammes. Þrátt fyrir þennan fund vildi rannsóknarnefndin þó, að minnsta kosti opinberlega, halda þvi fram að misferlið i rekstri elliheimilisins hefði ekki verið eins mikið og það leit út fyrir, vistmönnum þess hefði aldrei veriö geíið úldna kjötið né ónýtu meðölin, heldur hefði forstjórinn „hegðað sér eins og ikorni, sem safnar hnetum i vetrarforða jafnvel þótt þær séu rotnar”. En næstu uppgötvanirnar sem gerðar voru sýndu það glögglega hve fáránleg þessi skýring var. I peningaskápum stofnunarinnar fundu nefndarmennirnir um 250 miljónir franka (5000 miljónir króna) i peningum og skartgrip- um. Þá fór áhugi lögreglunnar á Jammes forseta nokkuð að auk- ast, og hún komst að þvi að hann hafði verið félaus maður, þegar hann gerðist forstjóri elli- heimilisins árið 1939, en nú átti hann þrjár glæsilegar villur og hluta i veitingahúsi. 1 elliheimilinu voru 109 öldung- ar, og var litið hirt um þá. Þegar þeir komu var þeim gert að skyldu að setja eigur sinar i pen- ingaskáp stofnunarinnar, en þeir fengu enga kvittun fyrir. Siðan voru þeir geymdir þarna án nokk- urs sambands við umheiminn, og fjölskyldum þeirra var ekki gert viðvart um vist þeirra þar og liðan þeirra. Þetta mál hefur vakið marga Frakka til meðvit- undar um það hve illa er búið að öldnu fólki. „Skjólið góða” er sið- ur en svo eina elliheimilið sem hefur ekki verið annað en eins konar biðstofa dauðans, og óprúttnir menn hafa viðar reynt að svikja arf út úr gamal- mennum. En yfirvöldin reyndu þó að gera sem minnst úr þessu, og ákváðu að láta elliheimilið halda áfram störfum undir stjórn nýs forstjóra og eftir nokkra viðgerð, þvi að „það hefði mjög gagnlegt hlutverk fyrir samfélagið”. Ibúð óskast 2 —3 herb. ibúð óskast til leigu sem fyrst. Tilboð merkt „Fyrirframgreiðsla” send- ist afgreiðslu blaðsins fyrir 1. sept. n.k. íbúð til leigu Til leigu er ný 6 herbergja ibúð i Norður- bænum i Hafnarfirði. íbúðin er i 1. flokks ástandi og leigist með teppum og gluggatjöldum. Tilboð, er greini fjölskyldustærð, upphæð og fyrirframgreiðslu, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 28. ágúst merkt: NORÐURBÆR. Raflagnir SAMVIRKI annast allar almennar raflagnir. Nýlagn- ir, viðgerðir, dyrasima og kallkerfaupp- setningar. Teikniþjónusta. Skiptið við samtök sveinanna. Verkstæði Barmahlið 4 SÍMI 15460 milli 5 og 7.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.