Þjóðviljinn - 24.08.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.08.1973, Blaðsíða 7
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. ágúst,1973. SKAGASTRÖND Frá höfninni á Skagaströnd. Fremst á myndinni sést I skarðan hafnargarðinn, sem mjög er farinn að brotna. Á miðri myndinni er Löndunarkranabryggjan, en við hana er ekki nægilegt dýpi fyrir hinn nýja skuttogara Skagstrendinga. Aukið athafnaiif á Skagaströnd þarfnast skjötra úrböta i hafnarmálum á staðnum. Hafnarmálin í kreppu en aö ööru leyti er rífandi uppgangur á staönum Lárus Guðmundsson, sveitar- stjóri Höfðahrepps. Miklar framkvæmdir hafa ver- ið á Skagaströnd i sumar. Virðist hnignunartimabili þessa þorps að ljúka og aukið lif að færast i atvinnu- og mannlifið. Þjöðviljinn hafði tal af L.árusi Guðmunds- syni sveitarstjóra á Skagaströnd og innti hann frétta. Þessa dagana eru Skagstrend- ingar að sækja nýjan skuttogara til Japans og leggur hann úr höfn þaðan einhvern næstu daga. Mun hann eflaust skapa mikla vinnu á staðnum. En eitt vandamál er þó óleyst, sem er hafnarvandamálið. Eins og er getur togarinn eingöngu legið þar i góðu veðri, þar sem mikill súgur myndast við bryggjuna þegar eitthvað blæs. Auk þess er hafnargaröurinn orð- inn illa farinn og er að brotna nið- ur. Sagði Lárus, að til hefði staðið að steypa innan við hann og hefði undirbúningur verið hafinn að þvi. Þá hefði verið fenginn kafari á staðinn og hefði hann skoðað garðinn undir sjólinu. ' Úrskurð- ur hans var sá, að ómögulegt væri að binda steypuna við garöinn, þar sem hann væri svo lélegur orðinn. Sáu menn þá fram á aö eina ráðið væri að reka niður stálþil við garöinn, en þar sem afgreiðslufrestur á stálþilum er 4- 5 mánuðir var útséð að ekkert yrði úr framkvæmdum i ár. Þá beindust augu manna aö svokallaðri Löndunarkrana- bryggju þar sem bátar hafa athafnað sig hingað til. Þar reyndist dýpi vera of litið fyrir togarann, eða aðeins 4 metrar, en nýi togarinn ristir 5,60 metra. Var þá athugað hvort hægt væri að dýpka þar, en það reyndist ekki vera, þar sem hörð móhella erá botninum, sem dýpkunarskip vinna ekki á. Eiga þvi Skagstrendingar fárra kosta völ i hafnarframkvæmdum i ár. Hafa þeir beint þvi til Vita- og hafnamálaskrifstofunnar að leggja fram tillögur um framtiðarlausn á hafnarmálum staðarins. Vonast þeir til að þær verði tilbúnar áður en þing kem- ur saman i haust svo þeir geti hamrað á aö fá fjárveitingar I vetur, þannig að framkvæmdir geti hafizt strax næsta vor. Þeir hafa lika sterk rök fyrir þvi aö skjótt verði brugðizt við, þar sem þeir geta ekki gert út skuttogar- ann nýja fyrr en hafnarmálin eru leyst. Miklar byggingar Byggingafrankvæmdir hafa verið miklar á Skagaströnd i sumar. Lárus sagði að 20 lóðum hefði verið úthlutað fyrir ibúðar- hús i sumar. Hafnar eru framkvæmdir viö 15 hús og standa vonir til að 8-9 verði fokheld fyrir áramót. Þá er verið að byggja 1000 fer- metra hús fyrir rækjuvinnslu. t þvi húsi er einnig gert ráð fyrir niðurlagningu og hafa i þvi skyni verið keyptar vélar frá Noregi. Samkvæmt áætlun var gert ráð fyrir að hús þetta yrði fullbyggt um áramót, en að sögn Lárusar mun það dragast eitthvað. Ekki kvaö hann fjárskort standa fram- kvæmdum fyrir dyrum held- ur væri um að kenna manna- skorti. Ný vatnsveita Undanfarin 2-3 ár hefur verið borað eftir vatni i nágrenni þorpsins. Sú leit hefur nú borið árangur og fannst vatn i um 5 kilómetra fjarlægð frá þorpinu. Borun stendur enn yfir, en þegar er séð, að þarna muni vera nóg vatn og eru framkvæmdir hafnar við að veita þvi inn i bæinn. Hefur verið unnið fyrir um 25 miljónir króna og bendir allt til þess að vatnsveitan verði komin i gagnið á þessu ári. Hingað til hafa þorpsbúar feng- ið vatn úr á I nágrenni þorpsins, en af þvi hafa stundum stafað vandræði, einkum á vetrum þeg- Séð yfir hverfið þar sem flest nýju húsin eiga að risa. (Ljósm. H.I.) Gamali bær, ný hús I byggingu, Spákonufellsborgin i baksýn. (Ljósm. H.I.) ar krap er i ánni. Þá er nauðsyn- legt fyrir frystihúsið að fá hreinna vatn fyrir starfsemi sina, en nokkuö hefur verið um óhrein- indi I árvatninu. Allt á uppleið Mikið hefur verið um atvinnu á Skagaströnd i sumar og heldur vantað vinnuafl en hitt. Virðist sú tið liðin þegar á Skagaströnd var eitt mesta atvinnuleysi á landinu. Ekki kvaö Lárus erfiðleikum bundið að fá fólk til starfa, en eins og viða annars staðar hefur hús- næðisskortur hamlað gegn þvi aö unnt væri að ráða aðkomufólk. Sagði hann að húsaleiguokriö i Reykjavik ætti eflaust sinn þátt i að meira framboð væri á vinnu- afli úti á landsbyggðinni nú en oft áður. ibúum á Skagaströnd fór fjölg- andi árin ’70 og ’71, en fjöldinn stóð i stað árið '72 og stafaði það einkum af húsnæðisskorti. Lárus sagði að þeim héldist nú betur á ungu fólki en áður. Það væri mun algengara nú að það settist að á staðnum og byggði yfir sig, en fyrr á árum misstu þeir heilu kynslóðirnar til stærri staða þar sem meira var um vinnu. Lárus kvað þá Skagstrendinga vera bjartsýna um þessar mund- ir, enda allt á uppleið i þorpinu, sem áður fyrr var eitt mesta hnignunarpláss i landinu. — ÞH Föstudagur 24. ágúst 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Lip-verkamenn ásamt lögregluhermönnunum, sem franska stjórnin sendi gegn þeim. Atvinnurekendurnir lýstu verksmiðjuna gjaldþrota, en verka- menn tóku hana þá á sitt vald og ráku hana með góðum árangri i tvo mánuði. Þegar franska stjórnin varð úrkula vonar um að verka- mennirnir gæfust upp af sjálfu sér, sendi hún hermenn gegn þeim. „Þetta gæti veriö bylting”, sagöi hið hægrisinnaða Parisar- blað L’Aurore með kuldahrolli. Þaö var að visu fullmikið sagt, en samt sem áður voru skemmti- leg hausavixl höfð á hlutunum i Lip, virtustu úrverksmiöju Frakklands, sem er i borginni Be- saneon. Starfsmenn verksmiðj- unnar, 1300 talsins, tóku hana sem sé á sitt vald og ráku hana fyrir eigin reikning i tvo mánuði — og gekk það hreint ekki svo illa, þótt formlegir eigendur fyrirtæk- isins hefðu áður lýst það gjald- þrota. Það geröist i júni. Svissneska úrsmiðafirmað Ebauches S.A. hafði þá náð undirtökunum i stjórn verksmiöjunnar, og grun- aði verkamennina, að Svisslend- ingarnir hefðu knúið stjórnina til þess aö losa sig við þennan franska keppinaut. Verkamenn- irnir tóku þá til sinna ráða, og hefur viðbragð þeirra veriö kall- að hið frumlegasta i baráttusögu franska verkalýðsins. Enda þótt verksmiðjan væri að forminu til erlendum vettvangi hætt störfum, þá sóttu verka- mennirnir vinnu sina eins og ekk- ert hefði i skorizt og unnu raunar af sýnu meiri elju en fyrr, eins og eðlilegt mátti kalla, þar sem þeir þjónuðu nú sjálfum sér, en engum kapitaiiskum „eigendum”. Þeir tóku hlutalager verksmiðjunnar traustataki, smiöuðu úr og seldu með fjörutiu og tvö prósent af- slætti. Alls framleiddu þeir yfir fimmtiu þúsund úr og seldu fyrir meira en átta miljónir franka. Þetta gekk alltsaman dável og verkamennirnir höfðu nóg inn á rekstrinum til þess að geta borg- að sér laun eins og ekkert heföi i skorizt. Viða I Frakklandi gætti samúðar i garð verkamannanna, og meira að segja Messmer for- sætisráðherra, ihalds'söm gaull- eistablók, kallaöi aðgerðir þeirra „lögmætar”. Stjórn Frakklands var aö visu siöur en svo hrifin af framtaki verkamannanna, en vonaðist til þess að þeir myndu fljótlega gefast upp á rekstrinum. Væri þvi skynsamlegast aö fara vægilega að þeim i bráð. En þegar hver vikan leið af annarri og ekkert virtist draga af verkamannakommúnunni ný- stofnuöu i úrverksmiðjunni i Besancon, fór heldur en ekki aö fara um stjórnarvöldin. Fyrst reyndu þau samningaleiöina. Þau gerðu út sendimann til Lip- kommúnunnar og lofuöu aö sjá til þess að verksmiðjan yrði starf- rækt áfram, bara ef verkamenn- irnirafhentuhana „eigendunum” á ný. Verkamenn hristu höfuöin; þeir voru búnir að fá nóg af at- vinnurekendum, sem lögöu i vana sinn að fara á hausinn þegar þeim bauð svo við að horfa, án nokkurs tillits til starfsmanna fyrirtækis- ins. Þá ákváöu yfirvöldin að beita ofbeldi, sem þau gerðu þó af mik- illi hræöslu við þá samúð, sem vitaö var aö Lip-kommúnan naut i landinu. Timinn til atlögunnar var valinn seint i ágúst, i miöjum sumarleyfistimanum, þegar at- vinnulifið var að miklu leyti i dái og allflestir framámenn stjórnar- andstöðunnar og verkalýðshreyf- ingarinnar lágu afvelta á bað- ströndum út um hvippinn og hvappinn. Stundarfjóröungi fyrir sex að morgni réðist þrjú þúsund manna lið úr vélvædda lögreglu- herliðinu (Gendarmie mobile) að verksmiðjunni, umkringdi hana og réöst inn i hana. Um þetta leyti sólarhrings voru venjulega sára- fáir menn á vakt, og hafði árásar- timinn verið valinn með tilliti til þess. Aðeins þrir menn voru fyrir vakandi i verksmiðjunni og veittu þeir enga mótspyrnu. Ekki var stjórnin þó þar með búin að bita úr nálinni meö þetta kommúnumál, og raunar óvist að hún sé búin að þvi enn. 1 Besan- con og viðar kom til samúöar- verkfalla með Lip-mönnum, og sums staðar urðu átök milli lög- reglumanna og verkfallsmanna. Stjórnin kennir skjálfta i hnjám og Jean Charbonnel, iðnaðar- málaráðherra.hefur boðið komm- únuliðunum fyrrverandi, að um 950 þeirra skuli aftur fá vinnu i verksmiðjunni, en hinir fái niutiu af hundraði kaupgjalds sins þar greitt næstu sex mánuði. Og það er vitaskuld viðar en i Frakk- landi, sem tilraunin i Besancon gæti orðiö verkamönnum ihugun- arvert fordæmi. ., NORRíNA hösið Norræna húsiö 5 ára Norræna húsið — norræna menningarmiðstöðin i Reykjavik — hefur nú starfað i fimm ár. Húsið var vigt 24. ágúst 1968, og hin fjölbreytta starfsemi þess hefur þróazt ört og fengið betri viðtökur en fremstu vonir stóðu til. Þaðer ekki sizt að þakka Ivari Eskeland, sem með brennandi á- huga og hugmyndaauðgi gaf Nor- ræna húsinu byr undir báða vængi. Hugmyndin að Norrænu húsi á Islandi kom upphaflega frá Nor- rænu félögunum 1961. 1 samræmi við ákvörðun Norðurlandaráðsins nr. 4/1963 var stofnuninni komið á fót i febrúar 1965, og þremur og hálfu ári siðar stóð svo sköpunar- verk Aivars Aaltos arkitekts full- búið til notkunar. Norræna húsið var byggt og er starfrækt af rikisstjórnum Norð- urlandanna fimm i sameiningu. t stjórn hússins eru sjö menn, þrir Islendingar og einn frá hverju hinna Norðurlandanna. Má nán- ast segja, að það séu mennta- málaráðherrar hvers lands, sem segja fyrir um f járhag hússins, og hefur menningarmálaskrifstofan i Kaupmannahöfn þar milli- göngu. Framlög hvers lands til starfseminnar eru ákveðin i réttu hlutfalli viö fólksfjölda, þannig að segja má, að hver og einn skatt- þegn á Norðurlöndum leggi jafnt af mörkum tii starfseminnar. Norræna húsið hefur það að markmiði að vera tengiliður milli tslandsog hinna Norðurlandanna og kalia fram nýjar hugmyndir og dreifa þeim með kennslustarfi og skiptum á mönnum, efni og upplýsingum á menningarlegum sviðum. Reynt hefur verið að túlka menningarhugtakið á sem breið- ustum grundvelli i starfi Norræna hússins, og á þessum 5 árum hafa verið haldin margs konar nám- skeið og þing, hljómleikar, fyrir- lestrar verið fluttir, umræöufund- ir haldnir svo og upplestrar og sýningar af ýmsu tagi. Mikill hluti af þessu starfi hefur verið unninn i samvinnu við Islenzkar stofnanir og samtök og húsið hef- ur óhjákvæmilega orðiö fundar- staöur fyrir norrænu félögin i Reykjavik. Bókasafnið i Norræna húsinu, sem einnig lánar út bækur, á nú um þaðbil 12.000bindi, fremur fá islenzk, en flest á málum hinna Norðuriandanna. Þar er einnig að finna litið hljómplötusafn, sem lánað er úr, Safnið hefur stækkað óðfluga meö hijómplötugjöfum, aö nokkru frá útvarpinu i Sviþjóð og að nokkru frá dönsku deildinni i NOMUS. 135 norræn timarit koma reglulega til Norræna húss- ins, og á kaffistofunni má lesa 38 norræn dagblöð, sem koma til iandsins með flugpósti. Norrænu sendikennararnir hafa vinnuherbergi sin i húsinu, og mikill hluti af kennslu þeirra fer þar fram. Til stuðnings henni var á s.l vetri komið á fót mála- stofu — það er að segja tækjum fyrir tungumálakennslu — og rúmar hún 8 nemendur. Yfir sumarmánuðina hefur starfsemin, sem vænta mátti, snúizt um norræna ferðamenn og þátttakendur i þinghaldi, sem heimsótt hafa Island. Kaffistofan, dagblöðin og bókasafnið hafa lað- að að sér marga gesti, og margir komið til að sjá sýninguna IS- LANDIA i sýningarsölum i kjall- ara hússins, og mun hún hafa gef- ið hinum norrænu gestum góða hugmynd um ísland með mynd- um og máli. Undirbúningur aö starfseminni i haust er nú i fullum gangi, og er gert ráð fyrir, að þær áætlanir komi til framkvæmda um miðjan september.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.