Þjóðviljinn - 24.08.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.08.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. ágúst 1973. DIÚBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverð kr. 300.00 á mánuöi Lausasöluverð kr. 18.00 Prentun: Blaðaprent h.f. VILJA ÞEIR HALDA ÁFRAM MEÐ LAXÁRVIRKJUN? Stundum birtast i Morgunblaðinu furðu- greinar um raforkumál Norðlendinga. Þessar greinar eiga sér hugmyndafræði- legar rætur i tveimur meginatriðum: Hið fyrra er að Eyjólf Konráð Jónsson, rit- stjóra Morgunblaðsins, langar átakanlega mikið á þing og hefur hann valið flokks- menn sina á Norðurlandi sem fórnardýr. Hið siðara er lyktir Laxármálsins. Verða raforkumál Norðlendinga nú nokkuð rakin lesendum Þjóðviljans til glöggvunar. Ætlunin var að Laxárvirkjun yrði miklu stærri en nú verður raunin á i þeirri nýju Laxárvirkjun sem er að taka til starfa. Á- stæðurnar til þess að Laxárvirkjun verður ekki eins stór og ætlað var i upphafi eru svo kunnar alþjóð að engin þörf er að fjalla um þær ýtarlega. En um leið og ljóst var að landeigendur við Laxá og Mývatn voru i beinni andstöðu við stækkun Laxár- virkjunar átti stjórn hennar um tvo kosti að velja: Annar var sá, að halda áfram i fyllstu þrákelkni eins og ekkert hefði i skorizt.Hirmvár sá að taka þegar að svip- ast um eftir nýjum virkjunarmöguleika. Laxárvirkjunarstjórn valdi fyrri kostinn og hélt áfram framkvæmdum, og byggði þar raunar á ráðherraheimild, sem gefin var út eftir að stjórn Jóhanns Hafsteins féll i kosningunum i júni 1971, en áður en stjórn ólafs Jóhannessonar var mynduð. Nú fór Laxárdeilan svo sem jafnan mátti við búast og stjórn Laxárvirkjunar getur þvi sér einni um kennt ef hún er áhyggju- full um framtið orkumála Norðurlands. En hana má hugga með þvi, að hún er ekki óstudd. Orkustofnunin vinnur nú mjög öt- ullega að þvi að kanna virkjunarmögu- leika fyrir Norðurlandi öllu. Þegar lyktir Laxárdeilunnar lágu end- anlega fyrir varð að leysa orkumál Norð- lendinga annað hvort beggja landshlut- anna, — eystri og vestari — i senn eða með virkjunum á hvoru svæðinu fyrir sig. Orkustofnun kannaði ýtarlega þá kosti, sem til voru á Norðurlandi vestra. Þar var um að ræða viðbótarvirkjun við Skeiðfoss og samtengingu. Það reyndist muna svo litlu, að vart svaraði kostnaði i sparnaði disilstöðva. Þar var einnig um að ræða virkjun i Svartá. Þar hafði gengið svo illa að ná samkomulagi við landeigendur að viðræðunefnd hafði hreinlega gefizt upp. Hefði samkomulag náðst var ekki öll sag- an þar með sögð, þvi um Svartárvirkjun hefði sáralitlu munað i orkuþörf Norður- lands. Þess vegna var ákveðið að tengja Eyjafjörð og Skagafjörð með raflinu, þvi það reyndist ódýrasta lausnin, enda lika liður i þvi að leysa orkumál Norðurlands til frambúðar. Þegar sú ákvörðun var tek- in gerði Laxárvirkjunarstjórn sjálf ráð fyrir þvi að meiri umframorka yrði flytj- anleg til Skagafjarðar en nú virðist ætla að verða raunin á, en þó sézt ekki fyrr en i vetur hversu raforkumálin koma endan- lega út fyrir Norðlendinga. Þvi má þó slá alveg föstu að orkuskortur verður ekki á Norðurlandi i vetur. Auðvitað verður við núverandi aðstæður að gera ráð fyrir einhverri notkun disil- véla til raforkuframleiðslu, eða þangað til Norðlendingar fá raforku frá nýjum vatnsaflsvirkjunum, frá jarðvarmavirkj- un eða frá Suðurlandsvirkjunum, en lögð hefur verið sérstök háspennulina sem tengir Norður- og Suðurland. En hvað sem þessu öllu liður er augljóst að bezta leiðin hefur verið valin i orku- málum Norðlendinga — nema viðreisnar- postularnir fyrir norðan og sunnan séu til- búnir til þess að heimta að enn verði hald- ið áfram með Laxárvirkjun. Það væri hið eina rökrétta framhald þeirrar afstöðu sem þessir aðilar virðast hafa i dag i raf- orkumálum Norðurlands, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið. Hefjum undirbúning kjarasamn- inga í félögum og á vinnustöðum Alþýðusamband Norðurlands sesir: Sambandsstjórn Alþýðusambands Norðurlands og formenn aðildarsamtaka þess héldu fund á Ak- ureyri um siðustu helgi. Fundurinn gerði fjölmarg- ar ályktanir sem hér eru birtar i heild. Sameiginlegur fundur sanr- bandsstjórnar og formanna aðild- arfélaga Alþýðusambands Norð- urlands, haidinn á Akureyri 19. ágúst 1973, ályktar eftirfarandi um kjaramál: l.Segja ber upp öllum kjara- samningum verkalýðsfélag- anna nú i haust. 2: Fundurinn telur það eitt af brýnustu hagsmunamálum verkalýðshreyfingarinnar að ná fullum og óskertum yfirráð- um yfir lifeyrissjóðunum. 3. Dagvinnutekjur láglaunafólks verður að stórhækka, þannig að lifa megi af þeim mannsæm- andi lifi. 4. Taka verður ákvæði um veik- inda- og slysatryggingar til gagngerðrar endurskoðunar og tryggja verkafólki stóraukinn rétt i þeim efnum. 5. Fella ber niður eftirvinnukaup, þannig að næturvinna hefjist strax að afloknu dagvinnu- timabili. 6. Komið verði á kauptryggingu timavinnufólks. Jafnframt þvi, sem hér hefir veriðrakið, þarf að taka fjölmörg önnur ákvæði kjarasamninga ti) gagngerðrar endurskoðunar og telur fundurinn óhjákvæmilegt að breyta ýmsum öðrum atriðum i kjarasamningunum, og þarf i þvi efni aö taka sérstakt tillit til þarfa hinna ýmsu félaga. Felur fundurinn fulltrúum verkalýðsfélaganna á Norður- landi að vinna að framgangi þess- ara mála á ráðstefnu A.S.I. um kjaramálin þann 27. og 28. ágúst nk. Fundurinn samþykkir að óska eftir þvi við aðildarfélög AN, að þau tilnefni einn eða fleiri menn hvert i sameiginlega nefnd til að vinna að samræmingu krafna verkalýðsfélaganna á Norður- landi: verði störf nefndarinnar undirbúin með fundahöldum i fé- lögunum og undirbúi að öðru leyti viðræður um væntanlega kjara- samninga. Skal, hún hafa lokið störfum sinum fyrir 20. sept. nk. og miða störf sin við að samn- ingaviðræður og samningsgerð fari fram á Norðurlandi. Fundurinn telur það miklu skipta, að hugsanlegar aðgerðir verkalýðshreyfingarinnar verði samræmdar, þannig að baráttu- hæfni hennar nýtist sem bezt i væntanlegum átökum við at- vinnurekendur. Þá er það einnig brýnt verkefni hinna einstöku verkalýðsfélaga, að þau hefji inn- an sinna vébanda og einkum á vinnustöðum umræður um vænt- anlega kjarasamninga og kröfu- gerð til að sjónarmið hins al- menna félaga komi sem greini- legast fram. Fundur sambandsstjórnar A.N. og formanna aðildarfélaganna haldinn á Akureyri 19/8 1973, samþykkir að senda rikisstjórn- inni eftirfarandi ályktun: 1. Fundurinn lýsir yfir eindregn- um stuðningi við rikisstjórnina i framkvæmd landhelgismáls- ins og leggur jafnframt áherzlu á, að hann telur, að eins og málum er komið sé ekki grund- völlur fyrir samningum við Breta og Vestur-Þjóðverja um undanþágur þeim til handa til veiða innan 50 milnanna. 2. Fundurinn skorar á rikis- stjórnina að breyta skattalög- um á þann hátt, að létt verði stórlega tekjuskatti og útsvör- um af lágtekjufólki, sérstak- iega með verulegri hækkun persónufrádráttar. 3. Þá samþykkir fundurinn að skora á rikisstjórnina að láta setja lög, sem stefni að þvi að minnka eða afnema með öllu hinn mikla mismun á verðlagi almennra neyzluvara i landinu. Ályktun. Sameiginlegur fundur sam- bandsstjórnar og formanna aðild- arfélaga Alþýðusambands Norð- urlands, haldinn á Akureyri 19. ágúst 1973, hafnar algerlega stofnun Landssambands lifeyris- sjóða, með aðild atvinnurekanda. Fundurinn telur að með stofnun sliks sambands sé verið að viður- kenna rétt atvinnurekanda til ráðstöfunar á hluta af eignum verkafólks, og að sjálfsákvörðun- arréttur verkalýðshreyfingarinn- ar sé með sliku samstarfi við at- vinnurekendur stórlega skertur. Fundurinn litur svo á að samn- ingsákvæði um aðild atvinnurek- anda að stjórnum lifeyrissjóð- anna, frá 19. mai 1969, hafi ein- ungis verið til bráðabirgða og að nú beri að aflétta þvi bráða- birgðaástandi sem verkalýðs- hreyfingin varð þá að sætta sig við. Prentsmið j an Hólar h.f. óskareftir að ráða eftirtaldá starfsmenn: Prentara (letter press og/eða ofsett) vél- setjara, pappírsskurðarmann, mann til starfa við akstur o.fl. Prentsmiðjan Hólar h.f. Bygggarði, Seltjarnarnesi simar 13510 og 26155. Skrifstofustúlka Opinber stofnun óskar að ráða stúlku til að annast simavörzlu, vélritun og önnur venjuleg skrifstofustörf. Upplýsingar er greini menntun, aldur og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 1. september n.k. merkt: „Skrifstofustarf 1973”. PÍPULAGNIR Nýlagnir-breytingar ll.J. simi 36929.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.