Þjóðviljinn - 24.08.1973, Side 5
Föstudagur 24. ágúst 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Súmersk „gyöja með vasa”, sem aldrei hefur verið sýnd á vesturlönd-
um fyrr en nú.
Frakkar halda nú í
fyrsta skipti
>. sýningu á þeim
f listaverkum sem
skáldið og
listfræðingurinn
André Malraux
hefur gert sér að
viðfangsefni í
ritum sínum um
list.
kalli de Gaulle, og barðist hann
víða gegn Þjóðverjum. Hann var
settur i fangabúðir, flúði þaðan og
stjórnaði siðan herdeild. Að styrj-
öldinni lokinni varð hann upplýs-
ingamálaráðherra i fyrstu stjórn
de Gaulle, en hætti ráðherra-
mennsku þegar de Gaulle sagði al'
sér.
Siðasta skáldsaga Malraux
fjallar um atburði i heimsstyrj-
öldinni, en eftir hana hætti hann
algcrlega skáldsagnaritun og
sneri sér að öðru hugðarefni sinu,
listinni. Þá skrifaði hann hið
mikla verk sitt „'Raddir þagnar-
innar”, sem eru hugleiðingar um
Aiulré Malraux skoðar sýninguiia, srm lialdin er honum sjálfum til
heiðurs.
Hinn kunni skáldsagnahöfund-
ur og listfræðingur André Mal-
raux, sem var menningarmála-
ráðherra Frakklands öll stjórnar-
ár de Gaulles, er nú orðinn að eins
konar þjóðsagnapersónu i heima-
landi sinu. Það er sennilega þess
vegna sem ein merkasta lista-
stofnun Frakklands, Maeght-
stofnunin, heldur nú i sumar heið-
urssýningu fyrir hann i safni sinu
i Saint Paul de Vence á frönsku
rivierunni. Þar eru saman komin
ýmis handrit hans, bréf til hans
og frá honum og svo einnig ýmis
helztu listaverkin, sem hann hef-
ur skrifað um. Meðal þeirra eru
verk sem sjaldan hafa sézt áður á
sýningum.
Lif Malraux hefur verið svo
viðburðarikt að miklar þjóðsögur
hafa um það myndazt, og er
stundum erfitt að greina sann-
leikann frá sögnunum. Hann hóf
feril sinn sem bóhem i Paris og
sat stuttan tima á bekkjum mála-
skóla, þar sem einkum eru kennd
austuriandamál. En um tvitugt
var hann orðinn leiður á vistinni i
Paris og þeim menningarvitum,
sem þar þrifust, svo að hann lagði
iand undir fót og fór til austur-
landa.
Hann flakkaði mjög viða um
Indókina og suðurhluta Kinaveld-
is, sem þá var i upplausn. M.a.
liföi hann upphaf styrjaldarinnar
milli sveita Sjang Kæ-sékks og
kommúnista i Kina. Margt er ó-
vist um gerðir hans á þessum
slóðum, en hann lenti i ýmsum
ævintýrum. M.a. ætlaði hann að
stela litlu musteri i Indókina, sem
var höggvið inn i klett og skreytt
með styttum. Hann sagaði það i
sundur og fékk burðarmenn til að
flytja það til sjávar. En þá komst
alit upp. og honum var stungið
inn. Fvrir tiltækið fékk hann svo
fangelsisdóm, en kona hans
skundaði til Frakklands til að
safna undirskriftum rithöfunda
og listamanna undir áskorun til
yfirvaldá um að leysa þennan
„éfnilega rithöfund” (sem þá
hafði sáralitið skrifað) úr haldi.
Þetta dugði, og var Malraux
látinn laus, áður en hann hafði af-
plánað dóminn. Siðar þegar hann
var orðinn ráðherra, var málið
rifjað upp og menn gátu sér þess
þá til, að hann myndi vera eini
ráðherra Frakklands um langt
skeið a.m.k. sem átti yfir höfði ó-
afplánaðan fangelsisdóm!
Malraux fór þá um stund til
Frakklands og skrifaði bók með
hugleiðingum um menningu
Austurlanda og siðan skáldsögur
um ævintýri sin. Þekktust þeirra
mun vera skáldsagan „Hlutskipti
mannsins” (La condition huma-
ine), sem hann fékk mestu bók-
menntaverðlaun Frakka, Gon-
court-verðlaunin, fyrir.
Á þessum tima var uppgjöriö
milli fasismans oglýðræðisrikjai
aðsigi, og gerðist Malraux hat-
rammur baráttumaður gegn
fasismanum . Hann hvatti menn
til að vera á varðbergi gegn hon-
um og lét svo ekki sitja við orðin
tóm heldur gekk i her lýðveldis-
stjórnarinnar á Spáni um leiö og
borgarastyrjöldin hófst. Hann
var flugmaður i hernum, og
samdi um þessa atburði skáld-
söguna „Vonin ”, 1 lok styrjald-
arinnar gerði hann svo sjálfur
samnefnda kvikmynd eftir sinni
eigin skáldsögu. Henni varð ekki
fyllilega lokið, vegna þess að sig-
ur fasista kom i veg fyrir kvik-
myndatöku á Spáni, en samt þyk-
ir þessi mynd eitt merkasta verk
Malraux.
1 heimsstyrjöldinni var hann
einn þeirra fyrstu sem hlýddu
listasöguna frá upphafi til nútim-
ans.
Þegar de Gaulle komst aftur til
valda 1958, var Malraux gerður
að menningarmálaráðherra, og
hélt hann þeirri stöðu i ellefu ár,
þangað til de Gaulle sagði af sér,
en verk hans sem ráðherra eru
mjög umdeild. Hann á þó heiður-
inn af þvi að hafa haldið tilhneig-
ingum Gaullistastjórnarinnar til
takmörkunar á ritfrelsi mjög i
skefjum.
A þeim tima sem Malraux var
ráðherra gaf hann ekkert út, en
hann byrjaði þá að rita endur-
minningar sinar, „And-minning-
arnar” (Les Antimémoires), og
kom fyrsta bindi þeirra út fyrir
fáum árum. Aí öðru bindinu hefur
enn ekkert birzt nema sérprentuð
frásögn af siðasta viðlalinu, sem
Malraux átti við de Gaulle, og
mun framhaldið koma út að Mal-
raux látnum.
Siðast komst Malraux i heims-
pressuna, þegar Nixon forseti
kallaði á hann til að ræða við hann
um Kinaferð sina, sem þá var á
döfinni, og þegar hann hafði við
orð að fara til Bangla-Desh og
berjast fyrir sjálfstæði þess.
Þótt Malraux hafi fengizt viö
margt um dagana, má rekja
flesta þætti ævi hans til einnar
grundvallarhugmyndar, óttans
við dauðann, sem er helzta stefið i
ritum hans og einnig aðalhvati
ævintýramennskunnar. Sögur
hans, sem boða á vissan hátt
existentialismann mörgum árum
siðar, snúast alltaf um menn i
baráttu og viðhorf þeirra til dauð-
ans, og meginkjarni rita hans um
listfræði er sá, að listin sé eins
konar „and-örlög”; menn skapi
listaverk til að hrifa eitthvaö und-
an valdi dauðans.
Fyrsti hluti bókarinnar „Radd-
ir þagnarinnar” heitir „Safnið i-
myndaða”, og nefnir Malraux
þannig úrval verka heimslistar-
innar. Sýningin, sem nú stendur
yfir i Saint Paul de Vence, er til-
raun til aö gera þetta „imyndaða
safn” að áþreifanlegum veru-
leika um stundarsakir, þvi þang-
að hefur verið safnað helztu verk-
um, sem Malraux hefur skrifað
um. En gagnrýnendum ber þó
ekki saman um það hvort þessi
sýning sé eins góður vitnisburður
um persónuleika Malraux og úr-
valið i bókum hans, þótt um sömu
verk sé að ræða. Ýmsir benda
nefnilega á, að Malraux hafi I
rauninni ekki skrifað um verkin
sjálf heldur ljósmyndir af þeim,
þar sem öllum hlutföllum milli
þeirra er raskað og beitt er á þau
sérstakri lýsingu o.þ.h. Þeir segja
þvi, að safn Malraux sé ekki „i-
myndað”, af þvi að verkunum
hafði aldrei verið safnað saman
þegar hann skrifaði um þau, held-
ur af þvf að hann tók imynduö
listaverk (eftirprentanirnar) og
gerði þau að leikurum i sinum
eigin harmleik. Hin raunverulegu
listaverk tala kannski annað mál.
e.m. j.