Þjóðviljinn - 24.08.1973, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 24.08.1973, Blaðsíða 12
Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Föstudagur 24. ágúst 1973. Nætur,- kvöld,- og helgidagaþjón- usta lyfjabúöanna i Reykjavik vikuna 24. ágúst til 30. ágúst verö- ur i Vesturbæjarapóteki og Háa- leitisapóteki. Lip-málið dregur dilk á eftir sér: Samúðarverkfall lamar franska sjónvarpið og verðbréfamarkaðinn Soltsénitsin harðorður Sakar sovézk yfirvöld um átthaga— fjötra MOSKVU 23/8 Hinn kunni sovézki rithöfundur Alexander Soltsénitsin hefur i bréfi sem birt var i gær, beint höröum á- kærum gegn sovézkum yfir- völdum fyrir aö þau meina honum aö búa i Moskvu ásamt meö fjölskyldu sinni. Soltsén- itsin tók fram i bréfinu aö hann teldi þessa meöferö óþol- andi, enda liti hann ekki á sig semþræl eöa átthagabundinn ánauðarmann. Soltsénitsin, sem fékk bók- menntaverölaun Nóbels 1970, skrifar ennfremur að sovézka kerfið skorti bæði mannúðlega og réttarfarslega tillitssemi gagnvart hinum almenna borgara. Tilefnið til bréfsins er þaö.að kona rithöfundarins, Natalja Svetlova, sem hann hefur búið með i þrjú ár og á með tvo syni, hefur ibúð i mið- borg Moskvu. En yfirvöldin hafa meinað Soltsénitsin að flytja þangaö til hennar, þvert gegn reglunni sem gildir við slik tilfelli. 1 bréfinu minnir Soltsénitsin yfirvöldin á að átthagafjötrar hafi verið afnumdir i Rúss- landi fyrir hundrað og tólf ár- um, og að kommúnistaflokkur Sovétrlkjanna uppástandi að siöustu leifarnar af þeim hömlum hafi horfiö meö bylt- ingunni. PARtS 23/8 — Franska sjón- varpiö, vcröbréfamarkaðurinn i Paris og fleiri fyrirtæki lömuðust i dag vegna verkfalls, sem gerö voru I samúðarskyni viö verka- menn Lip-úrvcrksmiöjunnar hjá Besancon. Eins og kunnugt er tóku starfsmenn verksmiöjunnar, 1300 talsins, hana á sitt vaid eftir aö hún haföi verið lýst gjaldþrota, og ráku hana meö góöum árangri i tvo mánuöi, en þá flæmdi franska stjórnin þá úr verksmiöj- unni meö hervaldi. Sjónvarpsmennirnir geröu verkfall sitt meðfram i mótmæla- skyni vegna ofbeldis, sem frétta- RAWAFALPINDI 23/8— Ástandið fer stöð- ugt versnandi i Pakistan og Indlandi af völdum flóðanna þar. Indus hef- MEXÍKÓBORG — Óttast er aö um 300 manns hafi farist i flóöum i Mexikó, þeim verstu er yfir þaö land hafa gengiö i hundraö ár. Miklar rigningar hafa verið i landinu miöju og noröanveröu siðasta hálfan mánuöinn, og fyrir fáum dögum versnaði ástandiö enn er fellibylur geystist innyfir landiö sunnanvert og hélt siöan noröur meö strönd Mexikóflóans. ókunnugt er um örlög fjölda fólks og er þess nú leitað. Tugþús- undir manna hafa misst heimili menn úr þeirra hópi urðu fyrir af hálfu lögreglunnar nýveriö, er þeir fyigdust með átökum milli verkfallsmanna og lögreglu. Æröist lögreglan viö það tækifæri og barði á hverjum sem hún náöi til, og liggja einir þrir sjónvarps- menn nú á sjúkrahúsi af völdum meiðsla sem þeir þá hlutu. Hefur engu verið sjónvarpaö eöa hljóð- varpað i Frakklandi í dag nema gömlum kvikmyndum og tónlist. Verkfall útvarpsmanna á aö standa i sólarhring. Samkvæmt upplýsingum yfir- valda i Besancon hafa hundraö manns veriö handteknir þar i á- ur viða flætt yfir bakka sina og rofið flóðgarða. Giskað er á að um 1500 manns hafi farizt i flóð- unum í Pakistan og að sin og eignatjóniö nemur mörgum miljörðum króna. Taliö er að um fimmtán þúsund manns blði hjáipar i bæjum og þorpum, sem flóöiö hefur einangrað og fært að miklu leyti i kaf. Sjúkdómar eru þegar farnir aö gjósa upp i kjölfar flóöanna, og viða ríkir hrein neyð af völdum matvælaskorts. Viða i mið- og norðurhluta landsins stendur fólk nótt sem nýtan dag I biðröðum við matvöruverzlanir, og eru biðrað- irnar að sögn að hálfum öðrum kiiómetra á lengd. tökum lögreglu og andmælenda frá þvi að lögreglan tók Lip-verk- smiöjuna úr höndum starfs- manna þar. Franska stjórnin, sem stendur nú I samningum við verkamenn- ina, reynir aö friöa þá með þvi aö lofa þeim þvi, aö verksmiöjan skuli rekin áfram, svo og að Lip- fyrirtækinu veröi skipt niöur i þrjú minni og þrir af hverjum fjórum starfsmönnum hafi vinnu þar áfram. Verkamenn krefjast þess hinsvegar, að allir starfs- menn verksmiðjunnar haldi vinn- unni. minnsta kosti um 270 i Indlandi. Astandið er hvað verst I ná- grenni borgarinnar Sukkur, sem er mikilvæg samgöngumiðstöð i fylkinu Sind i Pakistan. Sú borg, sem hefur um 200.00 ibúa, er nú I alvarlegri hættu af völdum flóð- anna. Tugþúsundir manna eru á flótta frá flóöasvæðunum iPakist- an, og samkvæmt upplýsingum frá indversku stjórninni hafa um tiu miljónir manna þar i landi oröiö fyrir meiri eöa minni áföll- um af völdum náttúruhamfar- anna. Þar hafa yfir 140.000 hús og bústaðir eyðilagzt I flóðunum. Meðal þeirra staða sem flóðiö ógnar I Pakistan er Mohendjord- ara, þar sem merkar minjar frá fornsögu Indlands hafa verið grafnar upp. Frá Kvenfélagi Ásprestakalls Dregið hefur verið i happ- drætti Askirkju. Upp kom nr. 1465. Vinnings sé vitjað til Oddnýjar Waage, Skipasundi 37, sími 35824. Indland og Pakistan: Versnandi ástand á flóðasvæðum Stórflóð i Mexíkó Er áfengisneyzla unglinga nátengd heimilisaðstæðum? Notkun hvers kyns vimugjafa töluvert algeng 63% unglinga, á aldrinum 13—17 ára neyta áfengis og tölu- verður hiuti sama aldursflokks neytir tóbaks. Töluverður hluti hefur prófað neyzlu ýmiss konar vimugjafa, s.s. hass, pillur, og þvi sem kaliað er sniff, en það er önd- un á gufu ýmissa efna, s.s. bensins, lims, málningarherðis o.s.frv. Unglingar virðast þvi sækja æ meira i ýmis konar vimugjafa og virðist full þörf á róttækum að- gerðum til úrbóta. Hildigunnur ólafsdóttir hefur gert viðtæka rannsókn á áfengis- neyzlu og ásókn unglinga i ýmis konar vimugjafa og kemur þar fram að ástandið fer siöur en svo batnandi. Hildigunnur gerði einnig rann- sókn á peningaeyðslu aldurs- flokksins 13-17 ára, auk margs konar annarra athugana. Meðal þess, sem kemur fram i skýrslu hennar, sem birtist I árs- skýrslu Félagsmálastofnunar Reykjavikur, er aö áfengisneyzla foreldra hefur ekki tiltölulega mikil áhríf á afkvæmin, nema þvi aöeins að annað hvort sé fyrir hendi hjá þeim mikil andúö á áfengi eða ofneyzlu þess. Afskipti lögreglu af unglingum á umræddu aldursskeiði eru tölu- verð. Þau eru þó mismunandi, allt frá ráðleggingum upp i fang- elsisdóm. Það er óneitanlega sláandi staðreynd, að strax á aldrinum 12—13 ára er unglingar farnir aö sækja i áfengi, lyf og önnur vimugefandi efni, en það kemur fram i grein Hildigunnar, að svo er. Þar er einnig fjallaö um svo- kallaðan dauða vegna ofdrykkju og kom fram að minnihluti ung- menna hefur orðiö fyrir þeirri lifsreynslu, eöa 30% piita og eitt- hvaö minna af stúlkum. Einhverra hluta vegna eiga for- eldrar ekki upp á pallborðið hjá unglingunum, eða getur það veriö að þeir neiti að skilja afstöðu af- kvæma sinna? Aö minnsta kosti kemur fram i skoöanakönnun Hildigunnar aö fæstir unglingar allt til 17 ára ald- urs vilja segja foreldrum sinum frá þeirri reynslu sem þeir hafa | oröiö fyrir. Sennilega er þó ekki krökkun- um einum um aö kenna, algengt er að foreldri skorti kjark eða annað til að ræða af hreinskilni við börn sin. Könnunin var gerð með þeim hætti aö sendir voru spurninga- listar til 500 ungmenna, og þeir beðnir um að svara þeim spurn- ingum sem þar voru. Yfirleitt brugðust krakkarnir vel við, svör bárust greiöiega og voru þau yfir- leitt samvizkusamlega unnin. Könnunin beindist svo til ein- göngu að áfengisneyzlu og verður nánar sagt frá henni i Þjóðviljan- um siðar. —gsp Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Bankarœningi í Stokkhólmi: Heldur þremur stúlkum i gíslingu STOKKHÓLMI 23/8 — Vopnaður maður . réöist i morgun inn í húsnæöi Kredit- bankans viö Norrmalnstorg i Stokkhólmi. Bjóst hann siðan til varnar i bankanum og heid- ur þremur ungum konum þar sem gisium. Hann hefur skotiö á lögregluna meö hriðskota- byssu og var enn óbugaður er siðast fréttist. Lögreglan hraðaði sér á staðinn jafnskjótt og fréttist af árásinni, en árásarmaðurinn hóf þá þegar skothrið á lög- reglumennina og særði einn þeirra á hendi. Hann krafðist þess að fá lausan úr fangelsi mann að nafni Clark Olofsson, sem situr inni fyrir bankarán og morðtilraun, og ennfremur heimtaði hann þrjár miljónir sænskra króna. Að tilhlutan Lennarts Geijers, dómsmála- ráðherra Sviþjóðar, var geng- iö aö þessum kröfum báðum, en byssumaðurinn hefur ekki sleppt gislunum að heldur, þar eð i kvöld hafði enn ekki náðst samkomulag um undankomu- leiðir fyrir þá Olofsson. Mansfield óánægður WASHINGTON 23/8 — Mike Mansfield, leiötogi demókrata i öldungadeild Bandarikjaþings, hefur lýst yfir vissri óánægju með þá ákvörðun Nixons forseta að skipa Henry Kissinger, trúnaðar- ráðgjafa sinn, I embætti utan- rikisráðherra i stað Williams Rogers. Taldi Mansfield að af- staða Kissingers yrði heldur hæp- in með tilliti til þingsins, sökum náinna tengsla hans við forset- ann. r Norður-Irland: Morð og handtökur BELFAST 23/8 — Hermdar- verkamenn námu á brott og myrtu tvitugan mann kaþólskan i landamærabænum Newry I Norö- ur-lrlandi snemma i dag, sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni á staðnum. Maðurinn var staddur hjá unnustu sinni, er hon- um var rænt, og tilkynntu ráns- mennirnir henni, að hann yrði tekinn af lifi i hefndarskyni vegna morös á verkamanni úr hópi mót- mælenda i siöasta mánuði. Nokkru siðar fannst pilturinn utan við bæinn og hafði verið skotinn til bana. í Belfast handtók lögreglan I dag mann aö nafni Tommy Her- on, sem var áöur opinber starfs- maður UDA, sem eru samtök öfgasinnaöra mótmælenda. Hann er meöal hinna þekktustu af þeir foringjum mótmælenda, sem beita vilja ofbeldi til að halda minnihluta kaþólikkanna niöri. — í gærkvöld handtók lögreglan I Belfast tvo af frámámönnum IRA, irska lýðveldishersins. Heathj forsætisráðherra Bret- lands, hyggur nú á ferö til Norö- ur-lrlands til viðræöna viö þar- lendra ráðamenn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.