Þjóðviljinn - 05.09.1973, Síða 4

Þjóðviljinn - 05.09.1973, Síða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJIN' Miövikudagur 5. september 1973 ÖKUKENNARAPRÓF Fyrirhugað er að halda ökukennarapróf i Reykjavik og á Akureyri i þessum mán- uði. Þeir, sem hugsa sér að þreyta prófið, hafi samband við bifreiðaeftirlitið i Reykjavik, eða á Akureyri fyrir 15. þ.m. PRÓF í AKSTRI FÓLKSBIFREIÐA FYRIR FLEIRI EN 16 FARÞEGA fer fram i Reykjavik og á Akureyri i þess- um mánuði. Þeir sem hugsa sér að þreyta þetta próf, hafi samband við bifreiðaeftir- litið i Reykjavik, eða á Akureyri fyrir 15. þ.m. í Reykjavik verður tekið á móti um- sóknum i prófherbergi bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, milli kl. 17 og 18. á virkum dögum, en á Akureyri á skrifstofu bif- reiðaeftirlitsins. MEIRAPRÓF Fyrirhugað er að halda tvö meiraprófs- námskeið i Reykjavik, sem hefst i þessum mánuði og annað sem hefst i október. Tek- ið verður á móti umsóknum milli kl. 17 og 18 á virkum dögum i prófherbergi bif- reiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, til 15 þ.m. Þeir, sem hugsa sér að sækja meiraprófs- námskeið annars staðar á landinu hafi samband við viðkomandi bifreiðaeftirlits- mann sem fyrst GÖGN MEÐ UMSÓKNUM ÖKUKENNARAPRÓF. 1. ökuskirteini. 2. Meiraprófsskirteini. 3. Sakavottorð. 4. Læknisvottorð. PRÓF í AKSTRI FÓLKSBIFREIÐA FYRIR FLEIRI EN 16 FARÞEGA. 1. ökuskirteini. 2. Meiraprófsskirteini. 3. Læknisvottorð. 4. Sakavottorð MEIRAPRÓF. 1. ökuskirteini. 2. Sakavottorð. 3. Læknisvottorð. Reykjavik, 4. september 1973. Bifreiðaeftirlit rikisins. Islandia 73W 31.VIII-9.IX Frímerkjasýningin Kjarvalsstöðum Kvikmyndasýningar daglega kl. 18. Pósthús, frímerkjasala, sérstimplarv Veitingar. Aðgangur ókeypis. Sjáið 100 ára sögu íslenzka frímerkisins. Islandia73 Vióburóur sem vert er aö sjá opió kl. 14-22 daglega Póst-og simamálastjórnin Betri nýting sjúkrahúsa Nýlega birtist i Læknablaðinu athyglisvert bréf frá islenzkum læknum í Bretlandi um gcingu- deildir sjúkrahúsanna. Benda ‘þeir á, að göngudeildir gegni mjög mikilsveröu hlutverki i starfsemi sjúkrahúsa viðast hvar erlendis. Heimilislæknar geta sent sjúklinga sina beint til þess- ara deilda, þegar þeir álita, að sjúklingarnir þarfnist frekari sérfræðiþjönustu, og eru þeir sið- an rannsakaðir og meöhöndlaðir á þessum göngudeildum af lækn- um sjúkrahússins. Aðeins i fáum tilvikum er ástæða til að leggja sjúklingana inn á legudeildir sjúkrahússins. Þessar göngu- deildir koma þessvegna i veg fyr- ir ónauðsynlegar innlagnir á sjúkrahúsin, og stuöla þvi að mun betri nýtingu þeirra, minnka stórlega sjúkrarúmaþörf og spara vinnutap i mörgum tilvik- um fyrir sjúklingana. Þetta fyrir- komulag er þvi hagkvæmt bæði fyrir sjúkrahúsin og almenning. Læknarnir benda hinsvegar á, að göngudeildir séu nú starfrækt- ar aðeins við sum sjúkrahúsin i Reykjavik, og sinni flestar hverj- ar eingöngu eftirmeðferð sjúkl- inga, sem þegar hafi legið inni á legudeildum sjúkrahússins, en taki ekki á móti sjúklingum beint frá heimilislæknum. Þessar deildir eru þvi aðeins nýttar til hálfs miðað við það, sem taliö er nauðsynlegt erlendis, og koma ekki i veg fyrir ónauðsynlegar innlagnir á sjúklingum, sem ella hefði mátt rannsaka og með- höndla á göngudeildinni. Biðlistar sjúkrahúsanna i Reykjavik væru þvi I mörgum tilvikum óraun- verulegir og óþarfir, ef sjúkra- húsin væru nýtt sem skyldi með eflingu göngudeilda. Þessar deildir krefjast lítils húsnæðis, og eru þessvegna heppilegri lausn á sjúkrarúmaskortinum, en bygg- ing nýrra og kostnaðarsamra legudeilda. Könnun á sjúkra- rúmaþörf verður þvi alltaf vill- andi, unz starfsemi sú, sem fram eigi að fara á göngudeildum i framtiðinni verði mörkuð hiö fyrsta. Jafnframt er bent á, að sér- fræðiþjónusta verði bezt veitt á sjúkrahúsum, bæði á göngudeild- um og legudeildum, þar sem nauösynleg rannsóknaraðstaða sé fyrir hendi. Það er þvi skýlaus krafa sjúklinga sem og heimilis- lækna að eiga sem greiðastan að- gang að þessari þjónustu, sem bezt verður veitt með þvi að auka starfsemi göngudeildanna til muna. Þjóöviljinn vill taka undir þessa þörfu ábendingu, sem leitt gæti til bættrar og auðveldari sér- fræðiþjónustu fyrir almenning, og komið gæti i veg fyrir hlaup sjúkl- inga um endilangan bæ eftir rannsóknum, þar sem með stofn- un göngudeilda yrðu allar nauð- synlegar rannsóknir veittar á ein- um stað. Jafnframt yrði hér aug- ljóslega um mikinn fjárhagslegan sparnað að ræða i byggingu og rekstri sjúkrahúsanna. Þiróun i þessa átt er reyndar þegar hafin hér á landi. Úti á landi eru heilsu- gæzlustöðvar skipulagðar i sjúkrahúsbyggingum, og i fyrir- hugaðri geðdeildarbyggingu er gert ráð fyrir opinni göngudeild. Þeim á réttingaverkstæðinu fannst vera kominn tími til að rétta úr sér. Þess vegna fluttu þeir. Nú er réttingaverkstæði Veltis h.f. í nýju og rúmgóðu húsnæði, sem gefur þeim möguleika til betri þjónustu og jafnvel aukinna afkasta! Réttingaverkstæði Veltis h.f. er nú til húsa að HYRJARHÖFÐA 4. Það mó ef til vill þekkja þó ó dnægjusvipnum. Suðurlandsbraut 16 • Reykjavik • Simnefni: Volver • Simi 35200

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.