Þjóðviljinn - 05.09.1973, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikndagur 5. september 1973
uomumN
MALGAGN SÓSIALISMA
VERKALYOSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Auglýsingastjóri: Heimir Ingimarsson
Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverð kr. 300.00 á mánuði
Lausasöluverð kr. 18.00
Prentun: Blaðaprent h.f.
KAÞÓLSKARI EN PÁFINN
Ef einhverjum hefur dottið í hug að
trúa þeim lygum Morgunblaðsins að Þjóð-
viljinn hafi verið andvigur þeirri stefnu,
sem fylgt hefur verið i landhelgismálinu
og beinist að þvi að þjóðin eigi að taka sér
sem stærsta auðlindalögsögu, er rétt að
biðja hinn sama að kynna sér sannleikann
i málinu. Þjóðviljinn gagnrýndi og gagn-
rýnir enn, að ákveðnu undirskriftarplaggi
var breytt án þess að hafa áður samband
við alla þá sem undir plaggið skrifuðu.
Þessa málsmeðferð varði Morgunblaðið.
Þjóðviljinn hefur allt frá þvi að land-
helgismálið bar fyrst á góma með þessari
þjóð verið það dagblað sem einarðlegast
og ótviræðast hefur haldið á málstað ís-
lendinga. Þar hefur blaðið stuðzt við
stefnu Lúðviks Jósepssonar sjávarútvegs-
ráðherra, en sú stefna kemur til dæmis vel
fram i bæklingi þeim er Lúðvik skrifaði og
gefinn var út i mai 1971.
En látum þrætumál liggja á milli hluta.
Þjóðviljinn vill minna á hitt sem er mikil-
vægast, að i dag eru 50 milurnar verkefni
okkar. Ekkert tal um það, sem gert kann
að verða siðar leysir okkur undan þeim
vanda sem verkefni dagsins setja okkur.
Þetta er kjarni málsins.
Svo mega menn auðvitað velta þvi fyrir
sér hvers vegna Moggaklikan reynir lát-
laust að gera litið úr þeim árangri sem við
höfum náð með útfærslunni i 50 milur. Hún
hefur jafnvel gengið svo langt að halda þvi
fram að Bretar hafi nú fiskað meira en áð-
urhér á íslandsmiðum. Moggaklikan hef-
ur ævinlega reynt að gera sem allra mest
úr afla Breta og hefur gengið svo langt að
brezkir togaraeigendur hafa sjálfir orðið
að reka lygina ofan i Morgunblaðið aftur.
Þannig fer Morgunblaðinu enn; það gerist
kaþólskara en páfinn.
En af hverju hagar Moggaklikan sér
svona? Svarið gæti ef til vill fundizt með
sálfræðilegri athugun — eða er svarið ein-
faldlega það að Morgunblaðið sé andvígt
50 milna landhelginni vegna þess að ihald-
ið hreinlega iðrist afglapa sinna er það
beitti sér gegn landhelgisútfærslu á al-
þingi 1971?
KONSÚLL ISLANDS HJÁ NATO
Viðbrögð landsmanna við ofbeldisverk-
um Breta eru nú óðum að skýrast. Alþýðu-
bandalagið hefur krafizt beinna og ákveð-
inna aðgerða gegn Bretum. Meðal annars
er þess krafizt, að sendiherra Islands hjá
NATO verði kallaður heim,þar sem þessi
þokkasamtök sjá ekki sóma sinn i þvi að
stöðva herskipainnrás Breta. Atlanzhafs-
bandalagið hefur verið til beinnar óþurft-
ar i landhelgismálinu og herstöðin hefur
gerzt herstöð Breta i landhelgisdeilunni.
Við þvi var alltaf að búast. Geir Hall-
grimsson, varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins, hefur þó haldið þvi fram i
barnaskap sinum og ofurtrú á NATO að
bandalagið styðji okkur i landhelgismál-
inu eða a.m.k. flestar þjóðir þess — 13 af
15. Þetta hefur enginn heyrt nema Geir
Hallgrimsson, sem bendir til þess að hann
hafi þar sérstök sambönd. Má raunar vera
að eðlilegt sé að gera þá tillögu til vara að
Geir Hallgrimsson verði gerður konsúll
Islands hjá NATO. Þá ynnist tvennt: Hon-
um gæfist kostur á að sanna kenningu sina
um stuðning NATO, og Sjálfstæðisflokkur-
inn losnaði undan forustu hans i bili.
Nýr forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins
Þörf er á uppgjöri um ferðamála-
stefnu og stöðu ríkisskrifstofunnar
Þau hótel sem til eru geta senn ekki tekið við fleiri útlendingum.
Á laugardag tók Sigurður
Magnússon, áður blaðafull-
trúi Loftleiða, við starfi
forstjóra Ferðaskrifstofu
ríkisins af Þorleifi Þórðar-
syni sem veitt hafði stofn-
uninni forstöðu frá 1945. Á
blaðamannafundi á mánu-
dag gat Sigurður þess m.a.
að aukning erlends ferða-
mannastraums væri sýnu
minni í ár en að undan-
förnuog mundi ná hámarki
1976 ef ekki yrði lagt í sér-
stakar framkvæmdir. Um
leið bar hann það af sér, að
hann væri einn þeirra sem
umfram allt vildu „fylla
Island af túristum". I
athugasemdum Sigurðar
um Ferðaskrifstofuna kom
það m.a. í Ijós, að opinber
framlög til hennar hafa
minnkað um leið og einka-
aðilar hafa saxað og vilja
enn saxa á tekjumöguleika
hennar.
Siguröur sagði, að af upphaf-
legum verkefnum Ferðaskrif-
stofu rikisins væri nú tvennt eftir I
reynd — að annast landkynningu
og almennan ferðaskrifstofu-
reksturfyrirútlendinga, einkum i
sambandi við nýtingu skólahús-
næöis til gistihalds (Eddu-
hótelin). Af yfirlitihans um þróun
stofnunarinnar má vera ljóst, að
margir aðilar hafa lagzt á eitt um
að gera veg hennar sem
minnstan. Einkaferðaskrifstofum
hefur verið látið þaö eftir að flytja
Islendinga til útlanda. Hinn opin-
beri styrkur til landkynningar-
starfsemi hefur verið lagður
niður og er nú enginn. Fráfarandi
forstjóri kom i veg fyrir fjárhags-
lega tortimingu Ferðaskrifstofu
rikisins með þvi aö efna til arð-
vænlegrar minjagripasölu i
Reykjavik og á Keflavikurflug-
velli og með þvi aö reka sumar-
hótel i heimavistarskólum. Arið
1970 var Ferðaskrifstofunni gert
að hætta minjagripasölu i Kefla-
vik — var hún afhent Islenzkum
Markaði. I stað þess tekjumissis
átti skrifstofan að fá visst gjald
frá tslenzkum Markaði af
hverjum flugfarþega sem um
Keflavik færi. Þótt deilt hafi verið
um það hvern skilning bæri að
leggja i þann samning (Islenzkur
Markaöur hefur ekki viljað
greiða gjald af öllum farþegum
sem á völlinn koma) hafa þessir
peningar nú um hrið veriö einu
föstu tekjurnar, sem stofnunin
hefur getað reitt sig á.
Að taka hlekk
úr keðju
Rekstur Edduhótelanna var á-
batasamurumtima, en hefur ekki
verið það aö undanförnu. Það
kom fram hjá Sigurði, að ásókn
hefur veriö i þaö af hálfu einkaað-
ila, að fá að reka þau Edduhótel,
sem arðbær eru — en hann benti
á, að aröbærni sumra — t.d. á
Akureyri — væri tengd þvi, að
hægt væri að gista i Edduhótelum
annarsstaðar á landinu; þarna
væri um samfellda keðju að ræða.
I Edduhótelum eru um 800 rúm,
eða fimmtungur af gistirúmum á
landinu að sumarlagi, og
Sigurður kvaðst aldrei hafa heyrt
um neinn þann aðila sem gæti
tekið að sér þann rekstur annan
en Feröaskrifstofuna. En höfuö-
vanda Edduhótela taldi Sigurður
vera þann, að á þeim væri mjög
mismunandi aðbúnaður — þvi
væri nauðsynlegt aö reisa nýtt
heimavistarhúsnæði með það
fyrir augum að þau mætti vand-
kvæðalaust nýta sem sumarhótel
i samræmi við kröfur ferða-
manna.
Sigurður kvaðst ekki vilja
kveöa upp dóm um það, hvort
rikiö ætti aö fara með almennan
ferðaskrifstofurekstur eöa ekki.
,,En"sagði hann,„sé sá kostur
valinn, að rikið haldi uppi sam-
keppni við einkarekstur, þá
veröur að búa svo um hnúta, að
rikisskrifstofan fái fullt frelsi til
harðar samkeppni i þeim
greinum sem arðvænlegastar
eru, i stað þess aö takmarka
starfsemina viö þá þætti, sem
varla eru vænlegir til mikillar
fjáröflunar.”
Enginn styrkur
A árunum 1947-68 var framlag
rikisins til útgjalda Ferðaskrif-
stofunnar vegna landkynningar
36,8%, en eigið aflafé hennar
63,2% af þeim kostnaði. En nú er
skrifstofunni ekki ætlaður eyrir af
opinberu fé til þessara hluta, en
samt á hún að greiða á sjöttu
miljón króna vegna samstarfs viö
önnur Norðurlönd um landkynn-
ingu erlendis. Kvaö Sigurður af
þessu ljóst, að meö slikum fjár-
hagsgrundvelli, sem væri eins-
dæmi, væri að sjálfsögðu ekki
hægt aö móta neina landkynn-
ingarstefnu — sem ætti N.B. ekki
aðeins að auka ferðamanna-
straum.heldur og efla önnur góö
kynni.
Sigurður lagöi á það áherzlu, aö
ferðamál væru sýnu veigameiri
atvinnugrein en kæmi fram á
skýrslum um gjaldeyristekjur af
erlendum feröamönnum (7,9% af
heildarútflutningsverömætum i
fyrra). Mundi það koma betur
fram, ef að unnt væri að slá þvi
föstu hve margir hafa atvinnu af
ferðamálum, sem eru i eöli sinu
mannfrek þjónustugrein. í fram-
haldi af þessu ræddi hann um
nauösyn þess aö tengja þróun
ferðamála viö menningarlega
afstöðu til náttúruverndar. Hann
vildi bera það af sjálfum sér og
öðrum ferðamálamönnum að þeir
Framhald á bls. 15.