Þjóðviljinn - 04.10.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.10.1973, Blaðsíða 1
MÚÐVUHNN Fimmtudagur 4. október 1973.—38. árg.—227. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON k á BlLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA Bresku herskipin, dráttarbátarnir og birgðaskipin hafa hörfaO út fyrir 50 milna mörkin vegna einarOrar afstöOu tslendinga. Myndin hér afi^pfan er algeng sviOsmynd úr islensku iandhelginni á siOustu mánuOum. Freigátan Scylla hefur siglt fram meö varöskipinu Ægi og beygt fyrir þaö til þess aö reyna aö koma árekstri tii leiöar. KLUKKAN 6 t GÆRDAG: ENGIN HERSKIP ENGAR ÞOTUR Bresku herskipin, aðstoðarskipin og dráttarbátarn- ir fóru út fyrir 50 milna landhelgina um þrjúleytið i gærdag. Einnig hættu bresku Nimrod-þoturnar hingað flugi sinu. Tvö herskip og einn dráttarbát- ur sigldu út fyrir 50 milna mörkin norö-norö-austur af Langanesi um þrjúleytiö i gær, og út frá Glettinganesi sigldi ein freigáta, eitt birgöaskip og einn dráttar- bátur og út fyrir landhelgismörk. Þá virtust bresku togararnir hafa dýpkaö á sér eftir að herskipin fóru. Af Nimrod-þotunum er þaö að frétta, aö siðustu daga hafa þær komið tvisvar til landsins dag hvern, ein i hvort skipti. Hefur sú fyrri komiö árdegis, en sú seinni siöari hluta dags. Koma þær upp að suö-austur-ströndinni og halda norður um land og siðan svipaða leiö til baka. 1 gær kom árdegisvélin að vanda, en sú sem vanalega hefur tekið við af henni i njósnafluginu lét ekki sjá sig. Flugumsjónarmenn fá upplýs- ingar um flug þessara véla frá Loftskeytastööinni i Gufunesi, en veita þeim ekki þjónustu, að sögn Guömundar Matthiassonar, nema ástæöa sé talin til vegna ör- yggis annarra flugvéla. Klukkan 6 i gær var þvi ekkert aðstoðarskip breska veiöiþjófa- flotans, né heldur njósnaþotur hans viö landið, og þvi augsýni- lega gott tækifæri fyrir varöskip- in að athafna sig. —úþ Reykvískt Votmúlamál Tugmiljóna króna útgjöld borgarsjóðs vegna mistaka Undarlega tilkomin mis- tök við skipulag Reykja- víkurborgar koma til með að kosta borgina tugmil- jónir króna# en skipulags- aðilar höfðu skipulagt borgarbyggðina yfir í lög- sagnarumdæmi Kópavogs án þess að borgin hefði tryggt sér það landssvæði# en það er í einkaeign og nú falt borginni, eftirað bygg- ingarframkvæmdir eru hafnarþar, fyrir 55 miljón- ir króna. A sinum tima lét Reykjavíkur- borg skipuleggja Breiöholtiö, en svæði þaö sem Breiöholti II er ætlað, nær yfir lögsagnarum- dæmi Kópavogs. A þeim hluta sem tilheyrir lögsögn Kópavogs er hluti af verkamannabústööum þeim sem á aö reisa i Breiöholti II, svo og hluti af hverfi þvi innan Breiöholts, sem gefið hefur veriö nafniö Seljahverfi, en þar eru ein- býlishús og raöhús. A þessu svæöi hefur þegar veriö hafist handa um framkvæmdir og eitthvaö af lögnum er komiö i jörðu. Næst gerist þaö aö breytingar eru geröar á landamerkjum Reykjavikur og Kópavogs nú fyr- ir stuttu meö makaskiptum á landi. Fengu Kópavogsmenn land á ásnum niður undan Breiöholti I, en Reykvikingar skyldu i staöinn fá land þaö sem' neösti hluti Breiðholts II stendur á, það er landi Fifuhvamms, enda greiöi Reykvikingar sjálfir fyrir land þetta, en þaö er i einkaeign. Er um aö ræða 33.7 hektara af landi Fifuhvamms. Fasteignamat jaröarinnar Fifuhvamms, og þá allt taliö meö, ræktaö land sem óræktaö, er 165 þúsund á hektara, eöa 16.50 krón- ur á fermetra. Það skal tekið fram, aö sá hluti lands Fifuhvamms sem hér um ræðir er óræktarland, sem ekki hefur komiö að notum nema þá sem beitarland, og hlýtur þvi aö vera á enn lægra veröi I mati en sá hluti Fifuhvammslands sem er ræktaöur. Nú, eftir aö búiö er að skipu- leggja þennan ónýtta hluta Fifu- hvammslands, og byggingar- framkvæmdir eru hafnar, bjóöa eigendur landsins aö láta þaö af hendi fyrir 1,5 miljón krónur hektarann, eða 150 krónur fer- metrann. Samtals veröur þvi verð þaö sem borgin þarf að greiöa fyrir þennan skika 50 mil- jónir og 550 þúsund krónur! Verö hans samkvæmt fasteignamati, ef reiknaö er með meðaltalsmati á ræktuðu og óræktuðu landi, er 5.5 miljónir. Mistök skipulags- fræöinga og stjórnenda borgar- innar hefur þvi tifaldað veröiö og kemur til með að kosta borgarbúa tugi miljóna. Framhald á bls. 15. Togaramenn í Hull hóta heimsiglingu Ýmis fundarhöld áttu sér stað i bresku hafnarborgunum Grimsby og Hull i gær i tilefni af ákvörðun bresku rikisstjórnar- innar að kalla herskip sin og dráttarbáta út úr islensku landhelg- inni. t borgarstjórn Grimsby var gerð samþykkt um að skora á þingmenn kjördæmisins að ganga á fund bresku rikis- stjórnarinnar og tjá henni á- hyggjur Grimsbybúa út af þróun mála, og framtiðarhorf- um, ef togarafloti Breta geti ekki lengur sótt á Islandsmið. Fundur skipstjóra og stýri- manna i Hull samþykkti, að haldið skyldi áfram veiðum á tslandsmiðum aö sinni, en komi til árekstra við islensk varöskip án þess aö herskipin komi á ný til hjálpar skuli tog- araflotinn sigla heim. Formaður skipstjóra- og stýrimannafélags togara- manna i Grimsby, James Nunn hefur sagt i útvarpsvið- tali, að við nánari athugun sætti hann sig við ákvörðun bresku rikisstjórnarinnar, en áður haföi hann verið mjög harðorður um ákvörðunina. Daily Express NATO kom ekki til „Þvi var neitað i breska utanrikisráöuneytinu að hr. Heath hafi tekið friðarskref sitt vegna þrýstings frá NATO”. Ofanrituð setning er þunga- miðjan i frétt Lundúna- blaðsins Daily Express i gær um pólitikina i kringum land- helgisdeildu Breta og Islendinga. 1 öðru Lundúnablaði i gær var viðtal viö Charles Hudson formann Sambands breskra togaraeigenda. Segir hann þar aö breska rikisstjórnin hafi orðið að taka þá áhættu aö draga herskipin út úr islensku fiskveiðilögsögunni, þvi aö „til mikils sé að vinna aö togararnir fái friö á miðunum við tsland og afnot af Islenskum höfnum i vetur." Hér er það sagt eins skýrt og verða má að Bretar hafi gefið sig vegna tillits til sinna eigin hagsmuna i viðureigninni við tslendinga. tslendingar sjálfir hafi knúiö þá til undanhalds, en NATO hafi þarna ekki komið við sögu. — Það er sannarlega athyglisvert hvaða munur er á túlkun breskra ihaldsblaða á brott- kvaðningu herskipanna og skýringum íslenskra ihalds- blaða þar sem reynt er aö gera litið úr ávinningi Islendinga en talað þeim mun fjálglegar um árangur NATOs. Sjálfir eru Bretar svo hreinskilnir að þeir viöurkenna það að hafa beygt sig vegna einbeitni Islendinga. í DAG Almennur fundur um framtíð Hfeyrissjóöa verka- lýðshreyfingarinnar var haldinn á Hótel Borg i fyrra- kvöld.Til fundarins var boö- að af nokkrum verkalýðsfé- lögum. Fundinn sóttu hátt á annað hundraö manns og meðal fundarmanna voru margir forystumenn verka- lýðsfélaga úr Reykjavik, og frá Suður- Vestur- og Norð- urlandi. Sjá nánari frásögn aUfund- inum á blaðsiðu 5. Prelátinn og Sáluhjálpin Grein um Chile eftir Sigurð Hjartarson, Akranesi — Sjá opnu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.