Þjóðviljinn - 04.10.1973, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.10.1973, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. október 1973 Fimmtudagur 4. október 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 PRELÁTAEFNIÐ OG SÁLUHJÁLPIN Aö undanförnu hefur margt veriö ritaö og rætt um Latnesku Ameriku. Vegna nýliöinna at- buröa i Chile hefur hver frétta- skýrandinn eftir annan risiö upp og kvatt sér hljóös til aö uppfræöa alþjóö um fall stjórnarinnar i Chile. Hafa fréttaskýrendur sum- ir veriö þeirrar skoöunar, aö Salvador Allende forseti Chile hafi veriö hinn mesti þrjótur, fúl- menni og eymingi. Maöurinn hafi veriö kommúnisti, sem reynt hafi aö kollvarpa þvi ágæta skipulagi, sem þjóö hans naut fyrir 1970. Hann hafi tekiö viö stjórn þjóöar, sem bjó viö lýöræöi og hin bestu kjör, og tekist aö sigla öllu i strand á tæpum þremur árum. Endurreisn atvinnuveganna muni taka langan tlma og ár muni liöa uns náö veröi fyrri hag- sæld. Allende á aö hafa ætlaö sér aö koma á alræöi kommúnista, afnema athafnafrelsi einstak- lingsins og almenn mannréttindi. Engir af þeim fréttaskýrend- um, sem um Chile hafa fjallaö aö undanförnu, hafa gert minnstu tilraun til aö sýna fram á hvers vegna Allende taldi ýmsar af gerðum sinum nauösynlegar. Miðvikudaginn 26. september birtir svo Morgunblaöið greinina „Sigur lýöræöisins; hugleiöingar vegna atburöanna i Chile” eftir landinu indiánaþjóöflokkur, er Araucanar nefndist, sjálfstætt fólk, góöir veiöimenn og hraustir striösmenn. Spánverjar hröktu þessa frumbyggja af bestu lönd- unum I Mið-Chile, til syöstu hluta landsins, þar sem nokkur hluti þeirra, um 50 þúsund, lifir enn viö aum kjör. Chile var i upphafi nytjalitil ný- lenda Spánverja og vesaldarlegur útnáraskanki varakonungsins i Perú. Gull eöa aörir málmar fundust þar engir þá, og þvi byggðist allt lif nýlendubúa á landbúnaöi. A sama hátt og i öör- um nýfengnum nýlendum Spán- verja var öllu nytjalandi skipt i fáar en stórar jaröeignir, sem nýttar voru af fyrirliðum ,,con- quistadóranna”, eöa landvinn- ingamannanna. Allan nýlendutimann var Chile nytjaö sem útibú frá hinu málm- auöuga Perú. Hlutverk nýlend- unnar varö þegar þaö helst aö birgja Perú upp meö matvælum, korni og kjöti. Útflutningur lands- ins varö þvi frá upphafi ákaflega einhæfur, landbúnaöarafurðir framleiddar á fáum „latifundi- as”, eöa stórjöröum. Frjáls bændastétt skapaöist ekki i land- inu, heldur geysifjölmenn stétt landbúnaöarverkamanna, sem erjuöu jöröina i þágu fárra land Vörubilstjórar og flutningamenn eru mikilvæg starfsstétt I Chile. Slfkir aöilar eru þar I landi eigna- menn og tilheyra þvl borgara- stéttinni. Vinnustöövun þeirra — verkbann — varö Allendestjórn- inni þung i skauti. Eftir valdarán herforingjana fögnuöu bilstjórar. Formaöur félags þeirra sagöi: „Verkfall okkar var kórónaö meö þeirri ánægju aö sjá fööurlandið frjálst.” Spánverjar hröktu frumbyggjana, Araucanaindiánana, af bestu löndunum, sem var sföan skipt á milli fyrirliöa „conquistadóranna”. einhvern Jón Jensson, stúd. theol. Grein þessi er svo kirfiiega samanbarin af botnlausri fáfræöi, barnaskap, einfeldni, rangfærsl- um og rakalausum þvættingi, ill- girni og mannvonsku, aö senni- lega verður að leita allt aftur til 1939 til aö finna hliöstæöu i is- lensku dagblaði. í þeirri von aö prelátaefni þetta hafi kynnt sér þau mál ögn betur, er hann fjallar um, áöur en hann verður vigður sálnahirðir ein- hvers hluta Islensku þjóðarinnar, langar mig að draga upp nokkra mynd af fyrri sögu og atvinnuþró- un i Chile. A hinn bóginn, ef þessir fáu punktar minir, ásamt nokkr- um heimildum, er ég mun benda honum á I lok greinar minnar og biðja hann að lesa, verða ekki til þess að breyta skoðunum hans til muna, þá ráðlegg ég honum að fá sér heldur kaþólska vigslu og ger- ast sálnahirðir hvitu nýlendu- herranna I Angóla, ellegar Mar- cosar forseta á Filipseyjum, ell- egar Jean Claude Duvaliers á Haiti. Chile, „landið á hjara heims”, var unnið af Spánverjum á fyrri hluta 16. aldar. Þá bjó fyrir i eigenda. Er timar liöu fram gekk þróunin stööugt i þá áttina, aö jaröeignum fækkaöi og jaröir stækkuöu. Er þeir félagar San Martin og O’Higgins frelsuðu Chilebúa und- an oki nýlenduherranna i Lima og Madrid áriö 1817 má segja, aö þrenns konar fólk hafi lifað i Chile. I fyrsta lagi embættis- menn, kaupm. og hermenn Spán- arkonungs i landinu, sem flestir hverjir sööluöu snarlega um og geröust sinir eigin herrar. 1 ööru lagi var hinn fámenni en feyki- sterki landaðall, sem gjarnan rakti allar ættir sinar til Spánar. 1 þriöja lagi var svo landbúnaöar- verkafólk, af spænsku bergi að miklum hluta, en þó nokkuð blandað fruinbyggjum landsins. Ibúar Chile hafa þvi verið og eru enn að langmestu leyti „hvitir”, og hafa þeir þvl nokkra sérstöðu i Suður-Ameriku, ásamt meö Uru- guay-búum. Hin pólitiska þróun I Chile fram eftir 19. öldinni var nokkuö óróa- söm, sem annars staðar i Latn- esku Ameriku, enda haföi lands- fólkið litla reynslu i aö stjórna sér sjálft, auk þess sem þjóöfélags- uppbyggingin haföi i engu breyst i grundvallaratriðum. Landaðallinn, heraöallinn og verslunaraðallinn yfirtók skyndi- lega stjórnina viö brottför hinna æöstu embættismanna Spánar- konungs. Pólitiskir flokkar voru engir I nútima skilningi, heldur böröust áöurnefndir hagsmuna- hópar um stjórnmálaleg völd. Þjóöin sjálf, verkafólk I landbún- aði og vaxandi bæjum, var alger- lega áhrifalaus sem fyrr. Miöstétt i evrópskum skilningi var nánast engin fyrstu áratugi lýöveldisins. Atvinnuþróunin I Chile fyrsta kastiö, eöa fram yfir miðja 19. öldina, var meö sama brag og fyrr. Landbúnaður var áfram grundvöllurinn i atvinnulifi þjóö- arinnar, og útflutningur landsins korn, kjöt og vin. Þótt langt sé nú íiöið siöan land- búnaðarafurðir hættu að vera út- flutningsvara i Chile, er skipulag landbún. enn hiö sama. Um þaö bil, eöa ef tii vill nokkru áður en herra guðfræöinemi, Jón Jens- son, hóf þroskagöngu sina I guð- fræðideild Háskóla Islands, þá áttu 600 fjölskyldur i Chile um 60% af öllu ræktarlandi i rikinu. Ég mun þó vikja betur að núver- andi ástandi landbúnaöarins siö- ar. Upp úr miðri 19. öldinni taka fyrst að birtast i Chile utanaö- komandi öfl, sem kunnu og gátu hagnýtt sér hiö einhæfa og van- þróaða atvinnuástand landsins. Skömmu eftir 1850 höföu Bretar náö undir sig mestallri utanrikis- verslun Chile, og beittu þeir slð- an öllum ráöum til að hindra vöxt innlends iönaöar i landinu og ýta undireinhæfa hráefnaframleiöslu landsbúa. Utanrikisverslunin varö þvi fljótt afar óhagstæö, sem hún hefur verið oftast siöan. Þar viö bættist, aö meö tilkomu stórra hveitiframleiöenda i Bandarikj- unum og vlöar versnaöi sam- keppnisgrundvöllur landbún- aðarins. Hófst þar meö hin varan- lega kreppa i landbúnaöi Chile. En vikjum nú aö námagreftrin- um, sem mestri bölvuninni hefur valdið i Chile. Saltpétursvinnsla hófst aö marki i Chile á 8. áratugi 19. ald- arinnar. Ariö 1879, eöa um þaö bil sem „Kyrrahafsstyrjöldin” svo- nefnda hófst milli Chile og Perú, var saltpétur oröinn allveigamik- ill þáttur I útflutningi Chile. Þá áttu Chilemenn 87% af fjármagni i saltpétursvinnslunni, en enskir og ameriskir aöilar 13%. Ariö 1880 var útflutningur á saltpétri 200.000 tonn; áriö 1900 nam út- flutningurinn 1 miljón tonna, en þá voru námurnar og vinnslan aö mestu komnar I hendur Englend- ingsins John T. Norths, „Nítrat- kóngsins” eins og hann var þá nefndur. Framleiösla saltpéturs jókst enn vegna vaxandi eftirspurnar i sprengiefnaiönaði og til áburöar, og 1920 voru fluttar út 3 miljónir tonna af saltpétri. En þá kom hiö mikla hrun. Þjóðverjar og siöan fleiri þjóöir höföu hafið fram- leiöslu á köfnunarefnisáburöi úr andrúmslofti, og innan tiöar var útflutningur Chile á saltpétri orö- inn örlitiö brot af fyrri fram- leiðslu. Nú vikur sögunni að koparnum. Koparvinnsla haföi þegar hafist i litlum mæli snemma á 19. öldinni, en jókst mjög eftir miðja öldina. Ariö 1876 var hlutur Chile 67% af koparframleiöslu i veröldinni, og voru þá allar koparnámurnar eingöngu i eigu Chilebúa sjálfra. Áriö 1913 áttu Chilemenn enn 80% af koparnámunum, en á þvi herrans ári 1970, sama árið og skúrkurinn Allende kom til valda til aö eyðileggja allt I Chile, — þá áttu Chilebúar aöeins 10% i námum sinum. Hin 90% voru I eigu amerisku félaganna Braden Copper Company, sem hóf vinnslu i Chile áriö 1911, Chile Copper Company, sem hóf vinnslu sina 1915, og Andes Copper Company, sem hóf sinn námarekstur 1927. Tvö hin siðar- nefndu félög eru dótturfyrirtæki Anaconda Corp. i Bandarikj- unum, en það félag hefur ekki sem best orö á sér I þróunarlönd- unum; svo ekki sé meira sagt. Koparframleiðslan hefur aö sjálfsögðu gengið i bylgjum i samræmi við lögmál eftir- spurnarinnar, en 1966 var fram- leiðslan 657.000 tonn, og var Chile þá þriðji stærsti framleiðandi af kopar I veröldinni. Vart mun þurfa að taka fram, að áöurnefnd amerisk félög eru nær allsráö um sölu og dreifingu á kopar um gjörvalla heimsbyggðina. I Chile finnast fleiri málmar en kopar. 1966 var járnframleiösla Chile 12.2 miljónir tonna, og var þá annar stærsti gjaldeyrisgjafi þjóbarinnar. Hlutur Chilebúa I járnframleiðslunni er að sjálf- sögðu litlu stærri en i koparnum. Alitið er, að það sem af er öld- inni (fram til 1969) þá hafi rúmlega 9000 miljónir banda- rikjadollara veriö sendar úr landi sem nettóhagnaður hinna amerisku fyrirtækja. Augljóst er svo, aö útþensla og eignarhlutur hinna útlendu fyrirtækja i náma- rekstrinum i Chile hefur verib fjármagnaður af hagnaöi i þessum sama námarekstri. Eignaaukning þessara fyrirtækja hefur þvl i timans rás veriö sköpuö án nokkurs utanaðkom- andi fjármagns. Hagnaðurinn af málmvinnslunni er þvi augljós- lega miklum mun meiri en sá einn, sem úr landi er sendur. í Chile er fleira gert en grafa dýrmæt efni úr jörðu. Orkufram- leiðsla landsins er á sama hátt rekin að miklu leyti af erlendum aðilum .Fjármagn I höndum amer iskra aðila var og mikið i bygg- ingaiðnaöinum, I sima- og sam- göngukerfi landsins, og svo mætti áfram telja. Nú skal vikiö ögn aö landbún- aðinum á ný. Með óbreyttu eignarhaldi á ræktarlandi varö flótti fólks úr sveitum til borg- anna meiri en annars heföi orðiö. Landbúnaðarframleiðslan hefur þvi farið siminnkandi um langt skeiö. Landiö, sem áður flutti ein- göngu út landbúnaöarafuröir, hefur nú um allnokkuö skeið veriö hlutfallslega einn stærsti mat- vælainnflytjandi veraldar. A árunum 1960-1963 flutti Chile inn matvæli fyrr 120 miljónir Banda- rikjadala á ári, og áriö 1970 nam þessi innflutningur um 200 miljónum dollara. Var þessi inn- flutningsaukning miklum mun NOKKRIR PUNKTAR UM CHILE, AÐ GEFNU TILEFNI EFTIR SIGURÐ HJARTARSON meiri en aukning útflutnings- tekna þjóðarinnar. Undrar þvi enga þótt viðskiptajöfnuður rikis- ins hafi stööugt versnað, en þess má svo geta til viðbótar, að erlendar skuldir Chilestjórnar jukust úr 800 i 1800 miljónir dollara á árunum 1960 til 1964. A þessum sama tima var vöru- skiptajöfnuður Chile óhagstæöur um 520 miljónir dollara. Margir hagfræöingar halda þvi fram, aðein höfuðástæöa mikillar veröbólgu i landi hverju sé of hægur vöxtur matvælafram- leiðslu og of mikill innflutningur slikrar vöru. Kann þar aö vera allgóð skýring á hinni vaxandi verðbólgu i Chile, sem reyndar er ekkert nýtt fyrirbrigöi i þvi landi, þótt sumir hafi enn ekki komiö auga á þá staöreynd. Ég minntist áöur á hinar 600 fjölskyldur i Chile, sem áttu meirihluta af ræktarlandi i rikinu. Ýmsar fyrri stjórnir i Chilehafa ympraö á þvi, aö naub- syn bæri til aö skipta upp jöröum milli jarönæöislausra land- búnaðarverkamanna og auka þannig matvælaframléiðsluna og draga jafnframt úr atvinnuleysi i landinu. 1 stjórnartiö hins kristi- lega demókrata Eduardo Freis, 1964-1970, átti loksins aö gera eitt- hvað. Gerö var áætlun um aö út- hiuta 100.000 fjölskyldum nægi- legu jarönæði til búsetu. Aö sjálf- sögðu átti aö greiða hinum stóru jarðeigendum fullar bætur fyrir lönd sin, sem þeir höfðu annað- hvort sölsaö undir sig endur fyrir löngu, ellegar stoliö smátt og smátt. Eins og áöur var að vikið, var ástandiö oröiö slikt i stjórnar- tiö Freis, að stórar lendur lágu i órækt sem varasjóður hinna 600 fjölskyldna. Til nú að unnt yrði að greiða landeigendunum bæturnar var leitað til hinna frægu peninga- stofnana I Bandarikjunum, World Bank og International Monetary Fund, um fyrirgreiðslu. Þeirri beiöni var synjað og stungiö upp á þvi I staðinn, að i mesta lagi 20.000 fjölskyldum skyldi úthlutaö landi, og það á talsvert löngum tima. Forsendurnar fyrir þessari afstöðu voru þær, að áætlun Chilestjórnar var talin „óæski- leg” eins og það var orðað. Svona hraðfara og stórtæk áætlun gæti haft miklu viðtækari þjóöfélags- leg áhrif, sem stefnt gætu pólit- isku jafnvægi i landinu i hættu og þar meö fjármálalegúm áhrifum bandariskra fyrirtækja um leið. Jarðnæðismiölun Freis varð þvi aðeins brot af upphaflegri áætlun og leysti litinn vanda. Þvi má svo gjarnan skjóta hér inn til skýringar á hinum „ágætu” kjörum i Chile fyrir 1970, áð áriö 1969 höfðu landbúnaðarverka- menn jafnvirði 50 til 70 ameriskra centa i kaup á dag, en það jafn- gildir um þaö bil 40 til 60 krónum islenskum. Þessar „miklu” tekjur skýra þaö ef til vill einnig, að þriöja hvert barn, sem fæðist i landbúnaðarhéruð. Chile, deyr á fyrsta ári, og mun sá ungbarna- dauöi vart teijast æskilegur eða eðlilegur að mati prelátaefnisins herra Jóns Jenssonar. Til aö sýna ögn betur fram á misskiptingu tekna i fyrir- myndarríkinu Chile á þvi herrans ári 1964, skulu hér tekin nokkur dæmi. Um 400.000 manns, eða minna en 5% af þjóðinni ( sem er 10-11 miljónir), stóreignamenn, land- eigendur og fjölskyldur þeirra, hirtu eftirtalda hundraðshluta tekna i hinum ýmsu atvinnu- greinum þjóðarinnar: 66% af tekjum landbúnaðar afurða, sem fóru á markað: 50% af tekjum i stóriðnaði: 67% af tekjum i smáiönaði; 75% af tekjum i byggingariönaöi; 75% af tekjum i stærri verslun og viðskiptum; 33% af tekjum i smásölu- versluninni. Hinn hluti þjóðarinnar, eða um lOmiljónir manna, átti svo að lifa af afganginum. Jæja þá, herra prestlingur Jón Jensson. Nú hef ég brugðið upp nokkrum myndum af ástandinu i þessu fyrirmyndarriki Chile eins og það var fyrir 1970. Ég hef i nokkru máli rakið aðdraganda og myndun þessa ástands. Nú vil ég spyrja: Var það svo undarlegt þótt Salvador Allende, sem sat 30 sinnum á þingi Chile, bauð sig þrisvar fram til forseta og náði loks kjöri 1970 meö 36% atkvæða (Þú veist kannski aö hægri- maðurinn Jorge Alessandri var kjörinn forseti Chile 1958 meö 32% atkvæða, og talaði þá enginn um „ólýðræðislegar aðferðir”) og gjörþekkti ástandið i landi sinu,ég spyr enn, var það undarlegt þótt Allende vildi reyna nýjar leiðir til bjargar þjóð sinni? Allan sinn stjórnmálaferil fór Allende aldrei dult rheð skoðanir sinar. Hann hvikaöi aldrei frá þeirri sannfæringu sinni, aö fara skyldi hina þingræöislegu leið til sósíalismans. A stjórnartima sinum neyddist Allende til aö taka herforingja inn i stjórnina, — en þeir hurfu þaðan jafnhaiöan þegar forsetinn neitaöi aö gefa hernum frelsi og umboö til aö berja niður þaö fólk, sem hann ætlaöi aö bjarga. Þaö tókst All- ende hins vegar ekki vegna hinna 5 prósenta, sem áöur var minnst á. Þessi 5% ibúa Chile hafa hingað til ein öllu ráöiö, i samráöi við og meö stuðningi erlendra auð- félaga. Herinn reyndist siðan úrslitavaldiö eins og stundum áður, þótt þvi hafi veriö blákalt haldiö fram, aö herinn i Chile hafi ekki komiö nálægt pólitik I 40 ár. Herinn i Chile hefur stundum bariö á landslýðnum að beiðni stjórnvalda, þótt hitt sé vissulega rétt, aö herinn hefur ekki steypt rikjandi stjórn siöan á kreppu- árunum, enda hefur stjórnarfarið lengstum veriö vel að skapi herforingjanna. Herinn greip inn i þó nokkrum sinnum á árunum 1956-1958 til aö halda fasistanum Carlos Ibanez del Campo við völd út kjörtimabil hans. Hinn „lýöræðiselskandi” kristilegi demókrati Eduardo Frei beitti hernum af hörku I verk föllum námamanna i mars 1966 og aftur i nóvember 1967. Þá var allt að sjóða upp úr, og „lýðræöis- sinninn” Frei hikaði ekki við að drepa námaverkamenn (tala fall- inna fékkst ekki uppgefin) til að vernda þá hagsmuni, sem hann var kjörinn til að beina valdi sinu gegn. Salvador Allende komst til valda vegna þess aö hinn hægfara Frei hafði ekki efnt þau loforð, sem hann gaf 1964. Allende hefði verið i lófa lagið að bjarga eigin skinni á sama hátt og Frei áður ef hann hefði sigað hernum á fólkið, en það neitaði hann að gera, þótt hann væri „þurs mikill” eins og herra guð- fræðinemi Jón Jensson orðar með sinu kristilega hugarfari. Hin einstæða tilraun Allendes hefur mistekist, og ætti ekki að vera þörf að skýra orsakir þess frekar. Að þessi tilraun mistókst leiðir sennilega til þess eins, aö þjóðir Latnesku Ameriku, en um 70% ibúa þeirra rlkja búa nú við hernaðareinræði, munu ekki reyna á ný að brjóta af sér hlekkina og ná mannsæmandi lífi með þingræöislegum aðferðum. Þær duga ekki, og hafa hvergi dugaö gegn þvi valdi fjárhags- legra hagsmuna, sem hér hefur verið rakið að framan. Að lokum þetta, herra prest- lingur Jón Jenson. Þú fullyrðir i lok greinar þinnar i Morgun- blaðinu 26. september, að hann (Allende) hafi „fallið á sinum eigin fólskuverkum og svipt sig lifi og allri sáluhjálp með þvi að nota sér þá ágætu gjöf, sem vinur hans Castro hafi fært honum”. Ef þú , með þinum guðfræðilega skilningi, ályktar, að Allende auðnist ekki sáluhjáip vegna sjálfsmorðs, þá skal þér bent á, að á sögninni um sjálfsmorðið er litið byggjandi, þvi ekkja Allendes, en frá henni á þessi sögn að vera komin, fékk aldrei að sjá lik manns síns. Aftur á móti herma fréttir, að Allende hafi verið skotinn 13 skotum, og visa ég þá til greinar i timaritinu Time, frá 24. september, en það rit hafa þinir nótar gjarnan tekið sem helga bók. Ég vona einungis þin vegna, að pólitiskt ofstæki þitt og siðferðis- legur vanþroski verði ekki til þess að firra þig þeirri sáluhjálp, er þú kannt að áskilja sjálfum þér til handa. Svo ráölegg ég þér að lokum aö kynna þér eftirtaldar heimildir áöur en þú skrifar næst um Latn- esku Ameriku, sögulega þróun álfunnar og núverandi ástand efnahags- og félagsmála. Hubert Herring: A History of Latin America, .Néw York 1961, Marcel Niedergang: The Twenty Latin Americas, 2 vols. London 1971 T.P. Brockway: Basic Docu- Framhald á bls. 15.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.