Þjóðviljinn - 04.10.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.10.1973, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. október 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Reidar Larsen — Útfærsla norskrar landhelgi i 50 mílur og afdráttarlaus stuðningur við málstað íslendinga er ein aðalkrafa okkar i væntanlegum samningavið- ræðum við Verkamannaflokkinn, sagði Finn Gustavsen, þegar ég hitti hann nú fyrir nokkrum dögum á landsráðsfundi norska SF-flokksins. Gustavsen sagði af sér formennsku flokksins á þessum fundi, þar sem hann er nú orðinn formaður þingflokks Sósialiska kosningabandalagsins. RAGNAR ARNALDS: Finn Gustavsen utfærsla norskrar landhelgi og stuðningur við ísland er ein aðalkrafa Sósíalíska bandalagsins, sigurvegaranna í norsku kosningunum Stórmerkileg þrbun á sér nú staö á vinstri væng norskra stjórnmála. Krtmin er til sögu sterk sósialisk 'hreyfing vinstra- megin við sósialdemókrata með 84 manna lið á þingi og flest bendir til þess, að upp úr kosn- ingabandalaginu spretti formleg- ur stjórnmálaflokkur að skömm- um tima liðnum, en SF-flokkur- inn, Kommúnistaflokkurinn og önnur aðildarsamtök bandalags- ins verði lögð niður. Áratugum saman hefur norski Verkamannaflokkurinn getað komið i veg fyrir með óvenjulega ranglátu kosningafyrirkomulagi, að stjórnmálahreyfingar vinstra megin við hann kæmu undir sig fótum. SF-flokkurinn átti engan þingmann á seinasta kjörtfmabili og Kommúnistaflokkurinn hefur ekki komið manni á þing i 12 ár. En i baráttunni gegn aðild Nor- egs að Efnahagsbandalaginu gerðust fleiri en eitt kraftaverk. Það var ekki það eitt, að sigur skyldi vinnast i þessari örlaga- riku orustu, þar sem fylgjendur aðildar höfðu nánast allt með sér — Stórþingið, rikisstjórnina, fjár- magnið, blöðin, útvarp og sjón- varp og alla stærstu flokkana — raunar flest nema fólkið sjálft. 1 hita bardagans varð til sú eining meðal norskra sósialista, sem lengi hefur á skort en dugði þeim nú til stórsigurs i þingkosningum. Sigur Kosningabandalagsins varð að sjálfsögðu fyrst og fremst á kostnað Verkamannaflokksins, sem tapaði 11 þingsætum og beið nú mesta ósigur sinn i hálfa öld. Ennþá ljótari útreið hlaut þó Vinstriflokkurinn gamli, sem er elstur norskra stjórnmálaflokka og hafði öruggan meirihluta i norska Stórþinginu um áratuga skeið en er nú á grafarbakkanum og hlaut nú aðeins 2 þingmenn — tapaði 11 þingsætum. Marx- Leninistar, sem mjög hafa látið að sé kveða undanfarin ár og buðu nú fram undir heitinu Rautt kosningabandalag,fengu ótrúlega litið fylgi, þegar á reyndi, eða að- eins um 0.5%, og virðast þeir eiga sáralitið fylgi utan við háskðlana, en þar hefur staða þeirra verið áberandi sterk. Sterkur þingflokkur 1 þingliði Sósialiska kosninga- bandalagsins er tvimælalaust mikið úrval hæfileikamanna. Finn Gustavsen er að sjálfsögðú bæði þekktastur og reyndastur og þvi sjálfkjörinn forystumaður i þingflokknum, enda eru 9 þing- menn af 16 úr SF-flokknum. Berit Aaser formaður samtaka þeirra, sem koma frá Verkamanna- flokknum, AIK, og fengu 6 þing- menn. Hún var áður kunn i Nor- egi úr baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og fyrir rannsóknir sin- ar i félagsfræðum. Reidar Lar- sen hefur verið formaður Kommúnistaflokksins um árabil og er eini þingmaður flokksins, en aðrir frambjóðendur frá kommúnistum voru i vonlausum sætum. Af öðrum þingmönnum má nefna Ottar Brox, prófessor, sem hlotið hefur mikla frægð i Noregi fyrir bókina „Hva skjer i Nord-Norge?”, Torild Skard, kennara i uppeldisfræðum, og Berge Furre, sögukennara, en þessi þrjú hafa lengi verið meðal forystumanna i SF og störfuðu öll við Háskólann i Tromsö. Meðal margra fulltrúa verklýðshreyf- ingarinnar i þingflokknum má einkum nenfa Einar Nyheim frá Bergen og Tor Henriksen frá Hammerfest, og fulltrúi kristinna sósilaista er Otto Hauglin frá AIK, rektor Djáknaskólans. Spurningin stóra: Bandalag eða flokkur? í Sósialiska kosningabandalag- inu er það þegar orðin brennandi spurning, hvernig skipulagi sam- takanna verði háttað. Eiga sam- tökin að starfa sem bandalag sjálfstæðra aðila eins og Alþýðu- bandalagið gamla eða Verka- mannaflokkurinn breski? Er þá ekki mikil hætta á, að vofur sund- urlyndis og tortryggni _ fari á kreik, um leið og raunverulegt flokksstarf lamast i skugga bandalagsins? Er ekki hyggi- legra að leggja niður gömlu flokkana og hræra öllu saman i einn pott? Hópurinn frá Verkamanna- flokknum hefur óskað eftir sam- einingueins fljóttog verða má. SF hefur samþykkt sameiningu, en vill þó ganga heldur hægar til verks og talar um sameiningu einhvern tímann á næsta ári. Kommúnistar hafa hins vegar verið áberandi tregastir og er af- staða þeirra ekki endanlega ljós. Reidar Larsen hefur barist ákaft fyrir þvi, að flokkurinn stigi skrefið til fulls og taki virkan þátt i væntanlegri flokksmyndun, en hann virðist mæta nokkurri and- stöðu innan flokksins. Að öllu samanlögðu virðist þó ljóst, að formlegur flokkur verður stofn- aður upp úr bandalaginu innan tiðar. Gegn diplómatiskri hálfvelgju Það er ekki aðeins gagnvart Is- lending , að Gustavsen og bandamenn hans leggja þunga áherslu á útfærslu norskrar land- helgi i 50 milur og virkan stuðning við baráttu tslendinga. Nú að kosningum loknum er þetta ein aðalkrafa þeirra og hún hefur tvi- mælalaust fengið mjög mikinn hljómgrunn, enda er það útbreidd skoðun meðal Norðmanna, að af- staða norskra stjórnvalda gagn- vart baráttu Islendinga hafi mót- ast af diplómatiskri hálfvelgju og vitaverðu áhugaleysi. 1 viðtali við vikublaðið Aktuelt nú eftir kosningarnar sagði Gustavsen: „Við hefðum átt að fylgja íslendingum, þegar þeir stigu það skref að færa út fisk- veiðilögsöguna. Noregur hefur sýnt hálfvelgju og skort á sam- stöðu með Islendingum i baráttu þeirra. Nú eru þeir óðum að sigra. Og þeir sigra fyrir okkurán raunverulegs stuðnings okkar. Breskir togarar munu nú leita yf- ir til Noregsstrandar. Þorskstofn- ar okkar eiga á hættu að verða eyðilagðir á tveimur árum sam- kvæmt yfirlýsingum Klaus Sunn- anaa, fiskimálastjóra. SV (sos. valgalliance) mun beita sér fyrir þvi af öllum kröftum, að fisk- veiðilögsagan verði færð út 1974 — af tilliti til fólksins i Norður- Noregi og til að varðveita auð- lyndir jarðar.” Af öðrum málum^sem SV legg- ur mesta áherslu á, má nefna þjóðnýtingu banka, lækkun út- gjalda til hermála um 25%, lækk- un skatta á láglaunum og meðal- tekjum og afnám virðisauka- skatts af matvörum. Samsteypustjórn er ekki likleg Verkamannaflokkurinn og SV fengu hreinan meirihluta á þingi eða samanlagt 78 þingsæti á móti 77 þingsætum borgaraflokkanna. Hvaða likur eru þá á þvi, að SV fái óskir sinar uppfylltar i sam- starfi við Verkamannaflokkinn? Fyrst er rétt að gera sér grein fyrir þvi, að raunverulegt stjórn- arsamstarf milli SV og Verka- mannaflokksins er með öllu úti- lokað. Báðir aðilar höfðu lýst þvi yfir, áður en kom til kosninga, að ekki kæmi til greina, að SV ætti ráðherra i stjórn með Verka- mannaflokknum. Astæðurnar eru tvenns konar: i fyrsta lagi djúp- stæð óvild og tortryggni á báða bóga, og i öðru lagi of mikill stærðarmunur. Verkamanna- flokkurinn, sem er 4 sinnum stærri en SV, er enn ekki sálfræði- lega og pólitiskt undir það búin að eiga viðskipti við SV á jafnréttis- grundvelli. En Verkamannaflokkurinn er i vanda. Forystumenn hans skynja glöggt, að fiokknum væri mikill háski búinn, ef hann neitaði nú öllu samstarfi við SV. Tónninn hjá forystumönnum flokksins i garð SV hefur breyst nú eftir kosningar, og augljóst er að til að byrja með myndar Verkamanna- flokkurinn minnihlutastjórn og tekur upp einhvers konar sam- starf við SV um framgang þing- mála. En ekki er ósennilegt, að forystumenn Verkamannaflokks- ins séu fyrst og fremst að biða eft- ir réttu tækifæri til að geta lýst þvi yfir, að kosningabandalagið sé ekki samstarfshæft, áður en þeir taka upp formlegt samstarf við borgaraflokkana. Staðan i norskum stjórnmálum er sem sagt óljósari en nokkru sinni fyrr. Sósialiskur meirihluti, 78 gegn 77, segir i raun og veru ekkert um stjórnmálaþróun i Noregi næstu árin, ef betur er að gáð. Meðal borgaraflokkanna er einnig slik sundurþykkja rikj- andi, að þeir hefðu heldur ekki getað myndað stjórn saman, jafnvel þótt þeir hefðu náð meiri- hluta i nýafstöðnum kosningum. Verkamannaflokknum mun þvi veitast auðvelt að afla sér stuðn- ings úr röðum borgaraflokkanna, þegar hann þarf á þvi aö halda. Þess vegna er þess ekki að vænta — þvi miður — að kosninga- bandalag sósialista geti knúið fram verulega breytta stjórnar- stefnu i Noregi. Hitt dylst engum, að straumur- inn liggur til vinstri i norskum stjórnmálum og hið nýja sósialisxa bandalag hefur stór- fellda sóknarmöguleika. María Pétursdóttir um námsbraut í hjúkrunarfræöum: „Gleöur mig 1 tilefni af stofnun hinnar nýju námsbrautar i hjúkrunarfræðum við Háskóla lslands sneri Þjóðviljinn sér til Mariu Pétursdóttur for- manns Hjúkrunarfélags tslands og spurði hana álits á hinni nýju námsbraut. Maria kvaðst ekki geta talað fyrir hönd félagsins, þar sem þetta mál hefði ekki verið tek- ið fyrir á félagsufndi þar. Hún iýsti aftur á móti yfir Persónulegum fögnuði yfir stofnun námsbrautarinnar. Hún sagði.að heilbrigðisráð- herra og menntamálaráð- herra hefðu sýnt þessu máli mikinn skilning sem og yfir- völd Háskóla tslands. Maria kvað þetta skref verða hjúkrunarstéttinni til góðs. Það hefði lengi verið stefnan að gefa hjúkrunarkon- - 9 9 mjog um kost á háskólamenntun og að Alþjóða heilbrigðis- stofnunin, WHO, hefði stuðlað að þessu. Hún sagöi að þessi náms- braut væri sú fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndum og að þær væru ekki viða til i Evrópu. Hins vegar eru marg- ar slikar til bæði i Banda- rikjunum og Kanada. Þá hefði einnig tekist vel að koma svona stofnunum á fót i þróunarlöndunum, t.d. væru til slikar deildir i Egyptalandi, viða i Afriku, Suður-Ameriku, Indlandi og viðar. En það væri eins og Evrópumenn væru einna tregastir til að viður- Marla Pétursdóttir formaður Hjúkrunarfélags tslands. kenna nauðsyn slikra stofnana. Að lokum vildi Maria itreka það,að hún gleddist mjög yfir þvi að þessi mál skuli vera komin s.vona vel á veg hér á landi,og að hún væri þakklát þeim yfirvöldum sem stuðlað hafa að skjótum framgangi þeirra. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.