Þjóðviljinn - 04.10.1973, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 04.10.1973, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. október 1973 ís[andsr_ meistarar ÍA í 2. fI. Þetta eru tslandsmeistarar ÍA i 2. fl. Þeir sigruóu Keflvlk- inga 2:0 i úrslitaleik mótsins um sióustu helgi. Þetta efni- lega lió var i úrslitum bæöi I tslandsmótinu og bikarkeppn- inni og má því segja aö bjart sé framundan i knattspyrnu- málunum á Akranesi eins og hefur raunar veriö sl. 20 ár. MMMMM '1- * Frá þvl aö fyrst var fariö aö leika golf hér á landi, hefur þaö veriö hefö I öllum golfklúbbum aö ljúka keppnistimabilinu ár hvert meö stóru móti, sem frá upphafi hefur boriö nafnið Bændaglfma. A þessi mót hafa allir kylfingar komiö, sem kylfu geta valdiö, og þá jafnan veriö glatt á hjalla. Þessi árlega Bændaglima fer aö þessu sinni fram n.k. laugardag og i fyrsta sinn hjá ölium golf- klúbbunum — a.m.k. á Suöur- landi — á sama degi og sama tima. Miklatúnshlaupin eru byrjuð aftur Sl. vetur efndi frjálslþrótta- deild Armanns til hlaupakeppni á Miklatúni fyrir börn og ungligna. Keppni þessi var ncfnd MIKLATÚNSHLAUP ARMANNS Var alls hiaupiö 6 sinnum á timabilinu nóv. — mai og tóku rúmlega lOOkeppendur alls þátt I hlaupinu, á aldrinum 7 — 17 ára. Akveðið er, að halda keppni þessari áfram i vetur, og verður hlaupið einu sinni i mánuði til vors. Hlaupnar verða tvær vega- lengdir. Þeir, sem fæddir eru 1960 og fyrr, hlaupa um 900 m hring, en hinir um 650 m. Þátttakendum er skipt i flokka eftir aldri, og verða verðlaun veitt I vor fyrir bestu frammi- stöðuna I hverjum flokki á keppnistimabilinu. Laugardaginn 22. sept. fór fram 1. hlaupakeppnin að þessu sinni. Veður var mjög gott, enda varð Framhald á bls. 15. Evrópa gegn S-Ameríku Hinn 31. október nk. fer fram knattspyrnuleikur i Barcelona á Spáni milli úrvalsliðs Evrópu og S-Ameriku og hefur Evrópu- úrvalið þegar verið valið og er þannig skipað: Pat Jennings N-írl. — Paul Breitner V-Þýskal. — Mazzola Italiu — Giacuto Facchetti Italiu — Gunter Netzer V-Þýskal. — Franz Beckenbauer V-Þýskal. — Sory Keita Mali — Eusebio Portúgal — Lugi Riva Italiu — Juan Pirri Spáni — Juan Gallego Spáni — Ivo Viktor Tékkóslóvakiu — Bobby Moore Englandi — Johann Cruyff Hollandi — Ralf Endström Sviþjóð. 1 Bændaglimu er skipt i tvö lið og fer einn bóndi fyrir hvoru liöi. Honum er m.a. falið að gefa liös- mönnum slnum stuöning á allan hátt og nota til þess öll tiltæk ráö. Keppnin á laugardaginn hefst hjá öllum klúbbunum eftir kl. 13.00. Hjá þeim klúbbum, sem vitað er að hafa Bændaglimuna þá, verða þessir menn bændur: Hjá Golfklúbbi Ness Haukur Jónasson læknir og Pálmi Theó- dórsson versl.maður. Hjá Golf- klúbbi Reykjavikur Halldór Sig- mundsson tæknifræðingur og Guðjón Einarsson skrifstofustj. Hjá Golfklúbbi Suðurnesja Jó- hann Benediktsson málarameist- ari og Brynjar Vilmundarson út- gerðarmaður. Hjá Golfklúbbnum Leyni Akranesi Þorsteinn Þor- valdsson velstjóri og Alfreð Vikt- orsson húsasmiður. Ekki er búið að ákveða hverjir verða bændur hjá Golfklúbbnum Keili i Hafnarfirði eða hjá Golf- klúbbi Vestmannaeyja, en Bændaglima GV fer fram á velli GR i Grafarholti að þessu sinni. Þar sem allir klúbbarnir halda mótiö á sama tima hefur verið ákveðið að halda lokahóf eða „töðugjöld” allra klúbbanna i Atthagasal Hótel Sögu á laugar- dagskvöldið. Þar munu kylfingar kveðja golfárið 1973 með glensi og gamni og ei búist við húsfylli og vel það, þvi menn hafa margs aö minnast og frá mörgu að segja aö lokinni vertið og einnig frá ,,af- rekum” dagsins, sem eflaust verða glæsileg, eins og oft vill verða i Bændaglimunni. Hefur sett 8 íslandsmet á þessu ári Einn efnilegasti frjáls- iþróttamaður landsins I dag er Þráinn Hafsteinsson HSK. Til marks um þaö er aö hann hefur sett alls 8 sveinamet á þessu ári. Sl. vetur kastaöi hann drengjakúlu 13.20 m innan- húss og bætti sveinamet Grétars Guömundssonar KR frá 1969 um 35 cm. 1 sumar hefur Þráinn svo sett 6 sveinamet i kringlukasti og bætt metin meö öllum þyngdunum. Sveinakringlu hefur hann kastað 61.76 m og bætt met Oskars Jakobssonar ÍR um 4,58 m. Með drengjakringlu hefur Þráinn bætt sveinametið þrí- vegis, kastaði lengst 47,81 m. Gamla metið átti Oskar Jakobsson 1R, 45,78 m. Karlakringlu hefur Þráinn kastað 39,29 m og bætt 19 ára gamalt sveinamet Úlfars Björnssonar ÚtA um 14 cm. En Þráinn er fjölhæfur iþróttamaður, og á Fjöl- þrautarmóti Skarphéðins 16. sept. s.l. sigraði hann i fimmtarþraut. Hann hlaut 2552 stig og bætti sveinamet Eliasar Sveinssonar 1R um 129 stig. Arangur hans var þessi: langstökk 5,40 m — spjótkast 43,64 m — 200 m hl. 26,5 sek. — kringlukast 39,04 — 1500 m hl. 4:54,9 min. önnur úrslit I fimmtarþraut- inni urðu þessi: 2. Guðmundur Jónss. 2446 st. (5,98 m — 37,69 m — 24,0 sek. —35,61 m — 5:37,9 min.) Framhald á bls. 15. Hinn stórefnilegi frjáls- iþróttamaöur Þráinn Haf- steinsson frá Selfossi hefur sett 8 tslandsmet á þessu ári. Þráinn er aðeins 14 ára gamall og má þvi mikils af honum vænta á komandi árum ef hann æfir vel og heidur áfram i frjálsiþróttum af alvöru. Hann er áreiöanlega eitt mesta efni sem komiö hefur fram hér á landi um margra ára bii. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.