Þjóðviljinn - 04.10.1973, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.10.1973, Blaðsíða 13
 11. BOÐORÐIÐ verið lagður á sjúkrahús með heilahristing i nótt, eftir að hann hafði orðið fyrir árás á hótelher- bergi sinu og veskinu stolið af honum. — Ekki veskinu. Peningunum. — Nú þannig, sagði ég og gladdist með sjálfum mér yfir skekkjunni sem hefði getað boriö sakleysi minu vitni. — En hvernig vildi þetta eiginlega til? — Við gátum aðeins lagt fyrir hann nokkrar spurningar. Hann segist hafa setið á veitingastof- unni til klukkan liðlega ellefu. Þá voru engir gestir eftir þar. Hann fór beint af veitingastofunni og upp i herbergi sitt á annarri hæð, og þegar hann kom inn var ráðist á hann og hann sleginn i rot og hann segist ekki geta lýst mann- inum. — Jæja, sagði ég og endurtók það vist meðan ég velti vöngum yfir frásögn hans. Hann sat rólegur og horfði á mig óræðu augnaráði. Mér fannst allt i einu sem hann væri að biða eftir ein- hverju, og eftir hverju biður rannsóknarlögregluþjónn nema játningum. Hann gat svo sem fengið eina undir eins. Ég sagði: — Ég verð að viðurkenna að mér létti. — Hvernig þá? — Jú, sagði ég með brosi, sem hafði ekki meiri áhrif á hann en herforingjaráðskortið sem hékk á veggnum bakvið hann. — Ef ég hefði gert honum þetta, þá hefði hann svo sannarlega getað gefið lýsingu á mér. — Það er ekki vist, sagði Jessen. - Nú? — Vegna þess að árásar- maðurinn hafði dregið nælonsokk niður fyrir andlitið. — Það er bara svona, sagði ég og heyrði að ég gaf frá mér vand- Brúðkaup Sunnudaginn 17. júni voru gefin saman i Langholtskirkju,af séra Siguröi Hauki Guðjónssyni, ung- frú Sigriður Sigurðardóttir og hr. Ingvar Björnsson. Heimili þeirra verður að Vitastig 12, R, (Ljósmyndastofa Þóris.) ræðahijóð, eins konar aðdrag- anda að héralegum hlátri. — Við erum svei mér að verða með á nótunum hér úti á lands- byggðinni. Jessen virtist ekki kunna að meta þetta klaufalega spaug mitt. Það gerði ég ekki heldur, þetta hrökk bara út úr mér. Ég varð að gæta min. — En hvað sem þvi liður, sagði Jessen, —■ þá áleit Alex Petersen að maðurinn hefði verið lægri og grennri en þér. Ég lét mér nægja að kinka kolli og umla eitthvað til samþykkis. — Og þér voruð heima allt kvöldið, er ekki svo? — Jú, eins og ég sagði lögreglu- þjóninum, þá sat ég heima ásamt Mark, aðstoðarmanni minum. — Og konan hans afgreiddi á veitingastofu hótelsins i gær- kvöldi? — Já, sagði ég. — En segið mér, hafði Alex ekki læst her- berginu? — Jú, og hann opnaði með lykli þegar hann kom til baka og þá var maðurinn inni. — En hvernig — ? — Það vitum við ekki enn, sagði Jessen. — En ef til vill getið þér frætt mig um dálitið annað. Hér hefði heiðvirður borgari átt að svara: — Ef ég get hjálpað ypur á nokkurn hátt... En svo heiðvirður bar ég þó ekki orðinn, þrátt fyrir öll árin sem liöin voru, að ég gæti tekið mér þau orð i munn án þess að eiga á hættu að fá munnherkjur. Og þvi þagði ég og lét hann um að tala. Hann sagði: — Við vorum vist að ræða um það, að þér hafið þekkt Alex Petersen frá unga aldri. — Ég hef þekkt hann, já, en það voru löng timabil i milli sem við vissum ekkert hvor um annan. Við vorum sem sé saman á Börs- mosegaard þar sem við vorum báðir að læra trésmiði. — En hvorugur ykkar lauk við námstimann þar? — Nei, sagði ég. — Aðeins tvö ár. Svo fór það eins og þér getið trúlega séð þarna. Ég kinkaði kolli i átt að skýrsl- unni á skrifborði hans og hann sagði: — I þessu felst vist að þið hafið verið saman um þessi strok af heimilinu ásamt siðari inn- brotum og fleiru? — Já, sagði ég. — Eða réttara sagt ekki þvi sem þér kallið og fleiru. Ég var einn um að vera tekinn fyrir nauðgunartilraun og lika einn um áflogin við lögreglu- þjóninn i þvi sambandi. — Ég sé hér að stúlkan tók kæruna aftur seinna. — Hún gerði það reyndar næstum strax. Og ég var þvi aðeins dæmdur fyrir ofbeldi gegn lögregluþjóninum sem fékk sprungna vör. Það stendur vist ekkert um tilefnið, eða hvað? — Tilefnið? spurði rannsóknar1 lögreglumaðurinn. —Já, að hann kom inn i klefann til min og lúbarði mig, sennilega vegna þess að ég snerist til varnar við handtökuna með þvi að sparka i fæturna á honum og reka hnéð i kviðinn á honum... Nei, það er rétt, það er aldrei tekið mark á slikum upp- lýsingum. Jessen sagði ekkert. Hann lét mig um að tala. — En látum það liggja milli hluta, sagði ég. — Ég lenti i ung- lingafangelsi fyrir þetta. Jessen kinkaði kolli: — Þar lukuð þér við námstímann? Maðurinn talaði bókstaflega eins og lögregluskýrsla! — Það var að öllu leyti lær- dómsrikur timi, sagði ég. — En seinna tókuð þér próf sem byggingarfræðingur, sagði hann og það var engu likara en raddheimur hans breyttist, ef til vill af undrun yfir þvi að ég skyldi gagnstætt öllum vonum hafa tekið mig á, losnað úr sjálfheld- unni og orðið virðulegur borgari að þvi er best var vitað. Siðan kom reyndar málið, þar sem ekki reyndist ástæða til að bera fram ákæru gegn mér, heldur miklu fremur samhryggjast mér fyrir það ólán sem ég hafði orðið fyrir. Aðeins það mál. Og nú var komið að þvi. Jessen sagði: — Hvernig vildi það til að þér hittuð Alex Petersen aftur? — Við lentum af tilviljun á sama vinnustað i Kaupmanna- höfn og nokrru seinna stofnuðum við byggingafyrirtæki i nánd við Slagelse. Við rákum það i um þaö bil þrjú ár — eða voru það fjögur? Ég man það varla. Siðan fór það eins og ér vitið áreiðanlega. — Já, sagði Jessen og sat þegj- andi stundarkorn. Svo tók hann upp sigarettupakka og baúð mér. Ég þáði sigarettuna. Hann kveikti i henni fyrir mig og virti fyrir sér útsýnið úr glugganum sem samanstóð af flisaþökum og skor- steinum og sagði: — Við þurfum vist ekki að fara nánar út i það.Ég get vel skilið að það veki.. hm, ónot hjá yður að rifja það upp. Sjálfsagt var þetta vænsti maður. Það eru flestir lögreglu- þjónar, þótt starf þeirra hafi það i för með sér að erfitt getur verið að koma auga á það. Einkum ef maður hefur spegilbrot af gam- alli andúð i auganu eins og ég. — Og svo hættuð þið sam- starfinu? sagði hann. — Já, sagði ég. Þetta þurfti að segja og það var betra að ég segði það en hann: — Við leystum upp fyrirtækið skömmu eftir að ég kom heim til min einn góðan veðurdag og kom að konunni minni myrtri. — Já, sagði hann. — Einhver hafði kyrkt hana, sagði ég, likt og ég vildi hafa allt sem nákvæmast. Rödd min virtist gróf og hrjúf, næstum ónotuð. En •það voru lika mörg ár liðin siðan ég hafði notað hana til að segja þetta sem ég hafði nýlokið við að segja. — Það upplýstist ekki hver verknaðinn hafði framið, sagði Jessen með sömu hljómlausu röddinni. Eiginlega var ér fegin hve hljómlaus hún var og ó- persónuleg, en sjálfur var ég eins og dasaður af eins konar létti yfir þvi að hafa orðað það sem ég lúrði ævinlega á. Jafnvel rödd min virtist dösuð þegar ég sagði — Hann skildi alls engin merki eftir sig. Það var eins og hann hefði orðið til úr engu og horfið sömu leið. Jessen kinkaði kolli og leyfði mér að vera i friði smástund meðan hann horfði enn út um gluggann. Svo spurði hann: — Og leystuð þér sfðan fyrir- tækið upp? — Já, ég vildi komast burt frá staðnum. Ég kom hingað að vesturströndinni og vann fyrst i tvö á á teiknistofu og fyrir svo sem fimm árum tók ég svo við timburversluninni i Strandhuse. — Hafið þér haft nokkurt sam- band við Alex Petersen, siðan þið skilduð? — Alls ekkert. Þá fór hann til Kaupmannahafnar og við vissum ekkert hvor um annan. Ekki fyrr en i fyrradag, þegar hann birtist ailt i einu. — Hann hefur komið i við- skiptaerindum? — Já, hann vinnur nú hjá fyrir- tæki i Árósum sem fæst einkum við aö byggja sumarbústaði... en það vitið þér að sjálfsögðu. Hann lagði fram stóra pöntun i sambandi við fjörutiu sumarbú- staði sem fyrirtækið vill reisa i nánd við Strandhuse. Það er um það að ræða að steypa grunna og leggja til ýmiss konar efni. — Og þetta er stór pöntun? sagöi Jessen. — Hún er býsna stór fyrir þetta litla fyrirtæki mitt. — Og þér tókuð tilboðinu? — Já, það gerði ég. Meðan á samtalinu stóð hafði hann haldið kúlupennanum rétt ofan við blokkina fyrir fram- an sig og stöku sinnum skrifað fáein orð. En annars rykkti hann honum til og frá án þess að gera meö honum bókstafi eða riss- myndir eða fígúruverk. Þegar hann spurði mig nánar um tilboð- iö, sem Alex hafði gert mér, var eins og penninn fengi þýðingar- meira hlutverki að gegna. Mér Litla gula hœnan sagði: Við vitum að framkvæmdastjóri NATó og önnur rlki þar,... Morgunblaðið 3. október 1973. Fimmtudagur 4. október 1973 HJóÐVlLJlNtV j- StÐA 13 Fimmtudagur 4. október 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.45. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðni Kolbeinsson les fyrsta hluta sögunnar „Nafnlausu eyjunnar” eftir Ingólf Jónsson frá Prests- bakka. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgunpopp kl. 10.25: Carole King syngur. Fréttir kl. 11.00 llljómplötusafnið (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00. A frivaktinni Margret Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Hin gullna framtíð” eftir Þor- stein Stefánsson Kristmann Guðmundsson les (10). 15.00 Miðdegistónleikar: Gömul tónlist Kammersveit Bath-hatiðanna leikur Svitu nr. 4 i D-dúr eftir Bach: Yehudi Menuhin stj. Manfred Kautzky og Kammersveitin i Vin leika óbókonsert i G-dúr eftir Karl Ditters von Ditters- dorf: Carlo Zecchi stj. Alexandre Lagoya og Andrew Dawes leika Kon- sertsónötu fyrir gitar og fiölu eftir Paganini. Virtuosi di Roma leika Konsert i a- moll eftir Vivaldi/Bach: Renato Fasani stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið 17.05 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Daglegt mál Helgi J. Halldórsson cand.mag. flytur þáttinn. 19.10 Landslag og leiðir: t Ógöngum Erindi eftir dr. Harald Matthiasson. Ólafur Haraldsson fiytur. 19.35 Gestur i útvarpssal: Vera Lengyel frá Banda- ' ríkjunum leikur á pfanó verk eftir Karl Philipp Emanuel Bach, Johannes Brahms, Menaham Avidom og Ben-Haim. 20.05 Leikrit': „Það er tómt mál að tala um það” eftir Don Haworth Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Leikstjóri: Gisii Halldórs- son, Persónur og leikendur: Georg, Hjalti Rögnvalds- son., Fred, Þorsteinn Gunnarsson., Smith, Arni Tryggvason., Jones Erlingur Gislason., Harris, Baldvin Halldórsson., Crocker, Hákon Waage., Aðrir leikendur: Sigriður Hagalin, Margrét ólafs- dóttir, Rúrik Haraldsson og Harald G. Haralds. 20.55 „Lif og ástir kvcnna”, lagaflokkur eftir Koberl Schumann Christa Ludwig syngur. Gerald Moore leikur á pianó. 21.20 Ljrttaþýðingar eftir Yng\„ .. oliannesson Herdis Þorvaldsdóttir leikkona les. 21.35 Ungverskir dansar eftir Johannes Brahms Sinfóniu- hljómsveit ungverska út- varpsins leikur, György Lehel stj. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapistill 22.35 Manstu eftir þessu? Tón- listarþáttur i umsjá Guð- mundar Jónssonar pianó- leikara. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ARISTO léttir námið MeS aukinni stærðfræðikennslu og vaxandi kröfum nútíma tækniþjóðfélags er sérhverjum námsmanni nauðsyniegt að vera búinn full- komnum hjálpargögnum við námið. Aristo reiknistokkurinn er gerður fyrir náms- fólk með kröfur skólanna í huga. Aristo reiknistokkur á heima í hverri skóla- tösku. PENNAVIÐGERÐIN Ingólfsstræti 2. Sími 13271. Auglýsingasiminn er 17500 UOBVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.