Þjóðviljinn - 04.10.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.10.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. október 1973 J. Kíritsjenko, sendiherra Sovétríkjanna á Islandi: Þrjátíu ára afmœli stjórnmálasambands FYRIR þrjátiu árum, þann 4. október 1943, var komið á beinu stiórnmálasambandi milli Is- lands og Sovétrikjanna. Islenskir stjórnmálamenn hafa oftar en ekki lagt áherslu á það, að Sovét- rikin hafi verið i hópi fyrstu rikjanna, sem viðurkenndu Is- land. Aðsinu leyti varð Island eitt af fyrstu kapitalisku rikjum i Evrópu til að styja mikilvægt frumkvæði Sovétrikjanna á sviði þróunar verslunarsamskipta á grundvelli langtimasamninga. Eins og menn vita, hafa lengi verið vinsamleg samskipti milli þjóða landa okkar, sem engir árekstrar hafa varpað skugga á. Þegar til forna áttu tslendingar kaupskap og ýms önnur sam- skipti við þjóðir Rússlands, svo sem lesa má á fornum bókum. Á siðustu öld efldist áhugi á islenskri menningu i Rússlandi meö þýðingum á tslendingasögum og verkum Gests Pálssonar, Þorgils Gjallanda og fleiri. Arið 1849 gaf hinn þekkti sagnfræðingur og málfræðingur Sabinin út islenska málfræði, sem hann hafði samið. Rússneska þjóðin hefur ávallt haft samúð með islensku þjóð- ipni, sem lengi barðist fyrir þjóðfrelsi. 1 þeim efnum áttu þjóðirnar að nokkru leyti samleið — um sama leyti og fyrsta rússn- eska byltingin 1905 gróf verul. undan innviðum einveldisins, efldist barátta islenskra fram- farasinna fyrir aukinni sjálfs- stjórn. Sigur rússnesku þjóðar- innar, i Októberbyltingunni 1917, bar upp á auknar kröfur Is- lendinga um sjálfsákvörðunar- rétt — en 1. desember 1918 var Is- lands vo lýst sjálfstætt riki. Og Is- land var lýst lýðveldi 1944, um það leyti, sem sovéski herinn háði úrslitaorrustur við árásarher Hitlers. UM ÞESSAR mundir ber það ekki ósjaldan við, að viðhorf Is- lands og Sovétrikjanna til eflingar friði eru skyld, eða falla jafnvel saman. Aðalritari KFS, L. Brézjnéf, sagði á hátiðafundi i Kief þann 26. júli s.l.: „Vér viljum að öll lönd, stór sem smá, losni undan styrjaldarhættu. Smáriki hafa, vel á minnst, i liðn- um heimsstyrjöldum verið dregin inn i hildarleikinn, ósjaldan þvert gegn vilja sinum.” Sovésk-islensk samskipti hafa mjög þróast að undanförnu, eins og kunnugt er. Sovétrikin fylgja þeirri friðaráætlun, sem mótuð var á 24ða þingi KFS, og beita sér fyrir samstarfi á jafnréttisgrund- velli milli þjóða, sem búa við mis- munandi þjóðskipulag. 1 þessu sambandi mætti og minna á um- mæli Ólafs Jóhannessonar for- sætisráðherra um að samskipti Sovétrlkjanna og Islands séu gott dæmi um sambúð stórveldis og smárikis, sem búa við mismun- andi þjóðskipulag. AÐ ÞVl er varðar samskipti á pólitiska sviðinu ber fyrst af öllu að minna á það, að um 14 ára skeið hafa þingmannaferðir milli landanna orðið góð hefð. tslenskir þingmenn, undir forystu Eysteins Jónsonar alþingisforseta, heim- sóttu Sovétríkin nú siðast i janúar 1973. Sovétrikin hafa á ýmsum timum heimsótt þeir Einar 01- geirsson, Eggert G. Þorsteinsson, Gylfi Þ. Gislason, Lúðvik Jóseps- son og Pétur Thorsteinsson ráðu- neytisstjóri. Sendinefnd Fram- sóknarflokksins hefur sótt Sovét- rikin heim. Island hafa heimsótt m.a. E. Furtséva menntamálaráðherra, A. Isjkof sjávarútvegsráðherra, L. Zémskof aðstoðarutanrikis- ráðherra og N. Bélokhvostikof, yfirmaður Norðurlandadeildar sovéska utanrikisráðuneytisins. Að sjálfsögðu hafa þessar heim- sóknir haft jákvæð áhrif á sovésk-islensk samskipti á hinum ýmsu sviðum. Saga alþjóðasamskipta Sovét- rikjanna ber þvi glöggt vitni að bætt pólitisk samskipti greiða fyrir betri nýtingu á þeim mögu- leikum, sem eru á samstarfi landa, sem búa við mismunandi þjóðskipulag, á sviði verslunar og efnahagsmála. Um leið er þróun hagkvæmra viðskiptatengsla þýðingarmikil aðferð til að koma á eðlilegum pólitiskum aðstæð- um. Reynslan sýnir, að þetta á einnig fyllilega við um samstarf Sovétrikjanna og íslands á sviði verslunar, efnahagslifs og tækni. Æ MEIRI þroska ná samskipti landanna á sviði menningar og visinda. Þróast þau i samræmi við samkomulag um samstarf á sviöi menningar, tækni og visinda, sem undirritað var árið 1961. Báðir aðilar lýstu sig reiðu- búna til að stuðla að sendinefnda- skiptum og gagnkvæmum heim- sóknum fulltrúa visinda og lista, ýta undir ferðalög o.s.frv. I april 1973 var undirrituð fyrsta áætlun i sögu samskipta landanna um samstarf þetta, og gildir hún fyrir árin 1973 og 1974. I fyrra fóru á milli landanna u.þ.b. tuttugu sendinefndir fulltrúa visinda og mennta frá hvoru landi. Flest bendir til, aðsendinefrid'askipti muni fara i vöxt. Sovétmenn bera mikla virðingu fyrir fornri menningu Islendinga. Liklega má nú finna i hverju sovésku bókasafni tslendinga- sögur, sem i ár voru gefnar út i 300þúsund eintökum. Hinn þekkti fræðimaður, Steblin-Kamenski, sem nokkrum sinnum hefur gist tsland, og aðrir sovéskir fræði- menn hafa skrifað bækur um is- lenska menningu. 1 sovéskum há- skólum er lögð stund á islenska sögu og menningu. Mikill gaumur er og gefinn að samtiðarmenningu Islands. Við hlið Islendingasagna standa i bókasöfnum okkar verk Halldórs Laxness, Þórbergs Þórðarsonar, Jóhannesar úr Kötlum, Jónasar Árnasonar og Ólafs Jóhanns Sigurðssonár. Miljónir sjón- varpsáhorfenda hafa fylgst með kvikmynd um Island. Fyrir skemmstu klöppuðu tónlistar- unnendur lof i lófa Kristni Halls- syni, sem söng i nokkrum sovésk- um borgum. Ahugi á islenskri menningu fer vaxandi, og beðið er eftir nýjum samfundum við fulltrúa hennar. A Islandi þekkja margir til sovéskrar menningar og listar. Islendingar hafa séð nokkrar sovéskar kvikmyndir og vildum við vona, að kvikmyndahús muni einnig i framtiðinni reiðubúin til að svara eftirspurn islenskra áhorfenda eftir sovéskum kvik- myndum. Ýmsir sovéskir rit- höfundar, listamenn og tón- listarmenn hafa heimsótt Island. Meðal þeirra voru rithöfundarnir Polevoj, Dolmatovski, Zaligin og Budris, myndlistarmaðurinn Orest Vereiski, tónlistar- mennirnir Maxim Sjostakovitsj, Vajman, Sjakhovskaja og Katsatúrjan. Starfsmenn blaða, útvarps og sjónvarps hafa heim- sótt hver annan reglulega, og hef- ur þess orðið vart á dagskrám fjölmiðla. Magnús Jónsson sýndi kvikmynd um Island á nýlegri al- þjóðlegri kvikmyndahátið i Moskvu. Ferðalög hafa aukist milli landa, enda þótt möguleikar beggja landa á þvi sviði séu hvergi nærri fullnýttir. Það skiptir miklu um þróun menningarsamskipta, að tungu- málaveggurinn sé klifinn. Það er okkur ánægjuefni, að á nýbyrjuðu námsári mun sovéskur kennari kenna rússnesku við Háskóla Is- lands. Undanfarin þrjú sumur starfaði sovéskur jarðfræðileiðangur á Islandi með leyfi islenskra stjórn- valda, og i nánu samstarfi við is- lenska visindamenn. Hann hefur unnið að rannsóknum i samræmi við alþjóðlega áætlun, sem UNESCO hefur stutt. Hafa is- lenskir fræðimenn farið lofsam- legum orðum um starf leiðangursins. Mjög virk hafa gerst samskipti milli verkalýðsfélaga og æsku- lýðsfélaga landanna. A þessu ári einu hafa þrjár sovéskar sendinefndir heimsótt Island á vegum verkalýðssamtakanna og þrjár islenskar Sovétrikin. 30 ARA saga stjórnmálasam- skipta Sovétrikjanna og tslands hefur liðið án deilna. Við getum horft yfir þetta langa timabil án þess að þurfa að hugsa um ein- hver óleyst vandamál. Þvert á móti: á þessum tima hafa sam- skiptin á hinum ýmsu sviðum orðið báðum löndunum til hags- bóta. Við teljum, að ófáir mögu- leikar séu á áframhaldandi þróun samskipta miili landanna. Vin- samleg samskipti þjóðanna og svipuð viðhorf til ýmissa alþjóða- mála opna nýja mögul. á sam- starfi, stuðla að auknum gagn- kvæmum skilningi milli Sovét- rikjanna og íslands. Prófessor við KHÍ Foseti tslands hefur að tillögu menntamálaráðherra skipað dr. Þuriði J. Kristjánsdóttur pró- fessor i uppeldissálarfræði við Kennaraháskóla Islands frá 1. ágúst 1973 að teija. Danska þingið sett KAUPMANNAHÖFN 2/10 — 1 ræðu sinni við setningu danska þjóðþingsins i dag sagði Anker Jörgensen forsætisráðherra að stjórnin myndi beita sér fyrir að bæta greiðslustöðu Danmerkur gagnvart útlöndum og tryggja fulla atvinnu. Jörgensen sagði að þrir mikil- vægustu þættirnir i stefnu stjórn- arinnar væru að hamla gegn þenslu i opinberum útgjöldum, einkaneyslu og húsnæðismálum, endurskoðuðu lánamálin og koma verðlags- og kaupgjaldsmálum i eðlilegt horf og meira jafnvægi. Jörgensen lagöi áherslu á það i ræðu sinni að velferðarþjóðfélag- ið ætti viö sin sérstæðu vandamál að striða sem eru alls ólik þeim sem áður hefur orðið að glíma viö. Blek framtíöarinnar setur Ballograf Epoca í sérflokk Fyrstir allra kúlupcnnafnimleiöcnfla hcfur Ballograf framieitt blck i gæðaflokki, scm stenzt kröfur um varanlcik, settar fram af gœðaprófunar- stofnun sænska ríkisins. Þctta blck er kallað spjakfskrárblek og cr sam- þykkt til notkúnar á opinbcrar skýrslur. Þctta er afjcins cih dæmi um tæknilcga fullkomnun BAI>IX)GRAF EP(X!A, og ein af ástaíðunum sem gcrl hafa EPOCA jjennann víðfrægan. BALLOGRAF EPOCA cr fáanlcgur í úrvali lita og efnis: úr plastic, stáli, gulli o.s.frv, 4 hóflegu vcrði. BALLOGRAF EPOCA þekkíst hvar sem cr, vegna formfegurðar. Umboðsmenn ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO H/F. Sfmi 1870«. epoca Ný ljósprentunarstofa. Hef opnað Ijósprentunarstofu undir nafninu LJÓSTAK Annast ljósprentun teikninga; almenna Ijósritun á meðan beðið er. Smækkun og vélritun. Reynið viðskiptin. Ljóstak, Borgartúni 29, sími 19514 Hrannar G. Haraldsson IÞROTTAFELAG KVENNA hefur vetrarstarfsemi sína fimmtudaginn 4, október. Rytmisk afslöppunar- og þjálfunarleikfimi i Mi8- bæjarskóla, mánudaga og fimmtudaga kl. 8—9 s.d. Skokk og leikfimi miðvikudaga í Laugardal. Kennari verður Helga Magnúsdóttir. Innritun og upplýsingar í síma 14087 og í tFmunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.