Þjóðviljinn - 04.10.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.10.1973, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 4. ofctóber 1973 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 Hibs mátti þakka fyrir að ná jafntefli gegn ÍBK 1:1 Keflvíkingarnir áttu hættulegri tækifæri og sýndu hvað gott áhugamannalið má sín gegn atvinnumönnum Það er svo sannarlega ástæða til að hrósa Keflvikingum fyrir frammistöðuna i leiknum gegn skoska atvinnumannaliðinu Hibernian. Keflviking- ar sýndu að sterkt áhugamannalið getur staðið i at- vinnumönnum, þvi sannleikurinn er sá að ÍBK átti sist minna i leiknum og marktækifæri þeirra voru hættulegri en Skotanna. Það var til að mynda hroðalegur klaufaskapur hjá Steinari Jóhannssyni er hann stóð einn á markteig, en skaut himinhátt yfir i stað þess að leggja boltann i netið. Hins ber einnig að geta að völlurinn var eins blautur og þungur og hann hugsanlega getur orðið og þvi erfitt fyrir leikmenn að fóta sig. Þessi skilyrði eru hag- stæð fyrir Skotana vegna þess að þeir leika stóran hluta sins keppnistimabils á velli likum þessum, þ.e. siðari hluta vetrar. En þrátt fyrir þetta stóðu Keflvikingarnir sig mjög vel, betur en maður átti yon á. Það var greinilegt að Keflvik- ingarnir ætluðu að berjast af öll- um þeim mætti sem þeir ráða yf- ir og virtist þessi feiknar kraftur koma Skotunum á óvart þar eð Keflvikingarnir léku lengst alger- an varnarleik i fyrri leiknum sem fram fór i Skotlandi. Þetta varð til þess að Keflvikingar náöu betri tökum á leiknum. Fyrsta marktækifæriö sem að kvað kom á 11. mínútu er Steinar Jóhannsson komst inn fyrir vörn Skotanna, en i stað þess að halda áfram sjálfur og skjóta gaf hann boltann til Olafs Júliussonar og hann missti af honum til Skot- anna. Illa farið með upplagt færi. Næst gerðist það á 25. minútu að Ástráður Gunnarsson einn besti maður IBK I leiknum óö upp hægri kantinn og skaut frá vita- teigshorni. Skot hans var mjög fast og stefndi i blá-horniö niðri en skoski markvörðurinn varöi meistaralega. En svo var það á 34. minútu að dæmd var hornspyrna á Hibs. Tbk missti af miljón- inni Aðeins rúmiega 3500 manns komu á Laugardalsvöllinn i gær á leik IBK og Hibs og má þvi segja að IBK hafi tapaö miljóninni sem Hibs bauö þeim ef þeir viidu leika siðari leikinn ytra. Það sem Keflvikingar fá inn i aögangseyri fyrir þennan leik dugar vart til að standa undir kostnaði og er ótrúlegt að endarnir nái saman hjá IBK að þessu sinni. Gefið var vel fyrir markið og Hjörtur Zakariasson kom á fullri ferð og skallaði aö marki. Bjarg- að var á linu að manni virtist en dómarinn sem var mjög vel stað- settur dæmdi mark og Skotarnir mótmælti þvi ekki. Hafði sá sem bjargaði staðiö fyrir innan linu. Þar meö höfðu Keflvikingarnir náð forustu og var það vonum seinna, svo góðan leik sem þeir höfðu sýnt. Staðan i leikhléi var 1:0 IBK I vil þrátt fyrir þaö að Skotarnir gerðu örvæntingarfullar tilraunir til að jafna á siðustu 10 minútum f.h. Pressa þeirra var nokkuð þung en IBK-vörnin með þá Einar, Guöna og Ástráð sem bestu menn gaf ekkert eftir. Hinsvegar réöu Kefivikingarnir ekki við skot fyrirliða Hibs, Stantons á 62. minútu leiksins, en hann jafnaði með föstu skoti af nokkuö löngu færi. Dæmd var óbein aukaspyrna á IBK rétt við markteigshorn. Boltinn barst til Stantons sem skoraði glæsilega 1:1. Keflvikingar tóku aftur viö sér eftirþetta jöfnunarmark.en þrátt fyrir margar ágætar tilraunir náðu þeir ekki forustunni aftur. Besta tækifærið fékk Steinar eins og áöur er lýst er hann spyrnti yf- ir markið af örstuttu færi. Síðustu minútur leiksins virtist úthald Keflvikinganna vera þrot- ið, enda aðstaða öll hin erfiðasta til að leika knattsprynu. Þessar lokaminútur sóttu Skotarnir nokkuð stift en náðu þó aldrei að skapa sér umtalsvert marktæki- færi. Þeir Guðni, Einar og Astráöur báru af i IBK-liðinu eins og svo oft áður. Þá áttu þeir Gisli Torfason, Hjörtur Zakariasson, Ólafur Júliusson og Þorsteinn Ólafsson markvöröur góöan leik. Nokkrum sinnum varði Þorsteinn meistaralega. Vinstri útherjinn Duncan var greinilega besti leikmaður Skot- anna, leikinn og fljótur. Hann var sá er hættulegastur reyndir IBK- vörninni. — S.dór. Þorsteinn Ólafsson stóö i ströngu og varöi oft mjög vel. Hér bjargar hann meö úthlaupi Norðmennirnir unnu upp 2ja marka for- skot á þremur mín. Þegar aðeins 3 mínútur voru tii leiksloka í síðari landsleik Islendinga og Norðmanna i Moss í gær- kvöldi var staðan 13:11 is- lendingum í vil, en á þessum 3 mínútum sem eftir voru tókst Norðmönn- um með dyggri aðstoð sænskra heimadómara að vinna þetta forskot upp og jafna 13:13 sem urðu lokatölur leiksins. Þetta er 5ti jafnteflisleikur Islands og Noregs í handknattleik í aðeins 14 leikjum. Segja má að þessi úrslit komi þægilega á óvart eftir ófarirnarsem íslenska liðið varð að þola i fyrri leikn- um. Maður átti sannarlega ekki von á því að það næði jafntefli hvað þá að svo litlu munaði að sigur ynnist. öll áhersla var lögö á það hjá Norömönnum að gæta Axels Axelssonar og var hann lengi vel alveg tekinn úr umferð. Viö þaö losnaði um Jón Hjaltalin sem skoraöi 2 dýrmæt mörk i siðari hálfleik. Þá var vörn islenska liðsins betri að þessu sinni en i fyrri leiknum og munaði þar mest um að Norömenn komust aldrei inn i hægra horninu eins og svo oft i fyrri leiknum. Fyrir þann leka var sett rækil. Þá varði Gunnar Einarsson mjög vel, einkum i fyrri hálfleik, en hann stóö i markinu allan leikinn. Leikurinn var mjög harður og jafn i fyrri hálfleik og fengu 2 leikmenn einn islenskur og einn Framhald á bls. 15. Léku plástraðir í bak og fyrir Litlu munaði aö leikur Islendinga og Norðmanna i gærkvöldi færi ekki fram. Þannig er mál með vexti að islenska landsliðið leikur með auglýsingu frá Flugfélagi Islands i bak og fyrir. Norðmenn voru búnir að semja við norska sjónvarpið um að sjónvarpa beint frá leiknum og neitaði sjónvarpiö aö sýna leikinn nema tslendingarnir fjarlægöu aug- lýsinguna. Leikmennirnir neituðu að leika i öðrum peysum og stóö allt fast ör- fáum minútum áður en leikur- inn átti aö hefjast. Svo langt var málið komið að alþjóöahandknattleikssam- bandið var komið i málið. Loks var sæst á það að lima plástur yfir auglýsinguna, en Iceland mátti standa. Þannig léku islensku leikmennirnir plástraðir i bak og fyrir. Hætt er er þó við að einn og einn plástur hafi runnið af og FI fengiðmun betri auglýsingu út úr öllu saman, en annars heföi veriö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.