Þjóðviljinn - 04.10.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 04.10.1973, Blaðsíða 2
2 StDA — ÞJOÐVÍLJINN Fimmtudagur 4. október 1973 Akurnesingar Þeir, sem urðu fyrir tjóni i óveðrinu 23. og 24. september siðastliðinn tilkynni bæjarskrifstofunni ef þeir óska eftir mati, vegna umsóknar til Bjargráða- sjóðs. Fólki er bent á að lesa tilkynningu Bjarg- ráðasjóðs i blöðunum nú nýlega, þar sem gerð er grein fyrir matsreglum. Umsóknum um mat sé skilað eigi siður en 20. október n.k. Bæjarskrifstofan ÚTBOÐ Tilboð óskast um sölu á 3000 m af ,,Ductile”-pipum fyrir Vatnsveitu Reykjavikur. Útboðsskilmálar eru afhentir i skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðju- daginn 30. otkóber 1973, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvagi 3 — Sími 25800 Óskum að ráða starfsmann á smurstöð vora, þarf að vera vanur. Skodaverkstæðið h/f, Auðbrekku 44-46. Simi 4260?. RAFLAGNIR SAMVIRKI annast allar almennar raflagnir. Ný- lagnir, viðgerðir, dyrasima og kall- kerfauppsetningar. Teikniþjónusta. Skiptið við samtök sveinanna. Verkstæði Barmahlið 4 SÍMI 15460 milli 5 og 7. FÍIAC ÍSLEU HLJÖMLISTAIiMAlA útvegar yður hljóðfæraleikara og hljómsveilir við hverskonar tækifœri Vinsamlcgast hringið í 202SS milli kl. 14-17 IffiíSiB Indversk undraveröld. Vorum að taka upp mjög glæsilegt og fjölbreytt úrval af austurlenskum skraut- og listmunum m.a. Bali-styttur, veggteppi, gólf-öskubakka, .smádúka, batik-kjólefni, indversk bómullarefni, töfl úr margskonar efniviði, málmstyttur, vörur úr bambus og margt fleira nýtt. Einnig margar tegundir af reykelsi og reykelsis- kerum. Gjöfina sem gleður fáið þér í Jasmin Laugavegi 133. A Húsavík er einna mest smábátaútgerð á landinu. Þeir hafa skapað mikia atvinnu þar i sumar svo að varla hefur áður verið þar meira að gera. (Ljósm. sj) innlend Rœkjuvertíðin hafin Gisli Hjartarson fréttaritari Þjóðviijans á tsafirði simaði að rækjuvertfð hefði byrjað þar vestra 2. september og myndu um 40 bátar vera gerðir út á rækju frá tsafirði i haust og vetur. Leyfilegt er að veiða 160 tonn á viku og fari bátarnir yfir þennan kvóta,til að mynda veiöi 180 tonn á viku, mega þeir ekki veiöa nema 140 tonn næstu viku. Rækjuvertiðin stendur fram i miðjan desember en liggur svo niðri yfir svartasta skammdegið en byrjar svo aftur uns þeim kvóta yfir heildarveiði- magn, sem leyfilegt er að veiða, er náð. GIsli kvað gott að fá mannskap til rækjuvinnslunnar þar eð hún væri uppgripavinna, mikil nætur- og eftirvinna. Hinsvegar væri hætt við að það gæti eitthvaö komið niður á fyrstihúsunum, sem ættu þá erfiðara með að fá mannskap i vinnu. A Isafirði eru 3 rækjuverksmiöjur. Mikil vinna hefur verið á Isa- firði I sumar og i ágúst-mánuði barst svo mikill afli á land af skuttogurunum að frystihúsin gátu ekki annaö smábátunum og neituðu að taka við afla þeirra. Olli þetta mikilli gremju hjá sjó- mönnum á minni bátunum, enda má segja að þetta sé óæskileg þróun og afleiðingarnar ófyrir- sjáanlegar. i Þetta vandamál er auðvitað úr isögunni nú vegna þess að það eru einmitt þessir sömu smábátar sem stunda rækjuveiðarnar sem |nú eru að hefjast. —S.dór Miklar annir í sláturtíðinni Guðmundur Theódórsson fréttamaður Þjóðviljans á Blönduósi sagði, að nú væru miklar annir þar enda stæði sláturtið sem hæst og um 2000 f jár væri slátrað á dag. Aður en skól- arnir byrjuöu gekk sæmilega að manna sláturhúsiö, en nú vantar fólk þar eins og i önnur störf á Blönduósi, en Guðmundur sagði, að mannekla væri nokkuð mikil Guðmundur sagöi, að mjög mikiö hefði verið byggt af Ibúðar- húsnæði á Blönduósi I sumar. Væru milli 10 og 15 ibúðir I byggingu sem stæði, og væri það óvenju mikið. 1 sumar hefur verið sett oliumöl á nokkrar götur, samtals á annan kilómeter, og eru þetta fyrstu göturnar sem sett er á varanlegt slitlag á Blönduósi. Sem kunnugt er er Blönduós fyrst-og fremst iðnaðarbær. Fyrir utan trésmiðaverkstæði, bifreiða- verkstæöi og önnur þjónustufyrir- tæki eru þar tvær plastverk- smiðjur. önnur framleiðir m.a. öll plastilát fyrir Tóbaks- og áfengisverslunina en hin allt frá smádollum uppi báta og flot- bryggjur, að sögn Guðmundar. Þar er um tref japlast að ræöa. Þá er starfrækt prjónastofan Pólar- prjón og einnig naglaverksmiðjan Málmur. A Blönduósi var næg atvinna i fyrravetur og sagöi Guðmundur að útlit væri fyrir að svo yrði einnig i vetur. —S.dór Þriðji skuttogarinn kominn Þriðji skuttogarinn i eigu Sauö- kræklinga kom sl. sunnudag til Sauðárkróks. Heitir hann Skafti og er keyptur til landsins frá Nor- egi. Eigendur togarans eru út- gerðarfélagiö á Sauöárkróki og útgerðarfélagið Nafar á Hofsósi. Hreinn Sigurðsson fréttaritari sagði að mjög mikil atvinna væri nú á Sauðárkróki og gæti frysti- húsið á staönum ekki annaö afla allra þriggja skuttogaranna og væri hluta aflans ekið til Hofsóss til vinnslu. Annars stendur til að sameina þessi tvö útgeröarfyrir- tæki sem eiga Nafar, útgerðar- félögin á Hofsósi og Sauðarkróki. Nýlega var stofnsett ný prent- smiðja á Sauðárkróki og er það fyrsta prentsmiðjan þar. Aö sögn Hreins standa vonir til að næg verkefni verði á Sauðárkróki fyrir þessa prentsmiðju. Sokkaverksmiöjan á Sauðár- króki hefur nú verið lokuð um mánaöartima og er óvist hvenær hún opnar aftur en fjárskortur mun hamla rekstri hennar. Smábátaútgerð er litil frá Sauðárkróki, þó hafa fáeinir bátar verið á dragnótaveiðum og einn bátur lagði net innanfjarðar nýlega og fékk 3 tonn af góðum fiski. Þess má að lokum geta að Hofsósbúar vænta mikils af nýja togaranum sem er sameign þeirra og Sauðkræklinga, enda hefur atvinna verið litil og stopul á Hofsósi en með komu togarans vonast menn til aö atvinna á Hofsósi verði meiri og jafnari og að atvinnuleysi hverfi. —S.dór. Nœr 40 þús. fjár slátrað á Húsavik i haust t haust mun verða slátrað um 40 þúsund fjár I siáturhúsinu á Húsavik, sem er eitt af full- komnustu sláturhúsum landsins, búið mikiili sjálfvirkni. En þrátt fyrir þessa miklu sjálfvirkni vinnur margt fólk i þessu stóra sláturhúsi. Sæmilega gekk að fá konur til starfa I haust, en öllu erfiöar að fá karlmenn, enda hefur atvinna sjaldan eða aldrei verið meiri á Húsavík en um þessar mundir. Svo mikil atvinna hefur verið i frystihúsinu I sumar og haust að aka hefur þurft hluta aflans til annarra staða til vinnslu. Auk þess hafa sjómenn orðið að taka á sig fiskaðgerðina um borð I bátunum, þar eð ekki hefur verið hægt að anna þvi I landi. 1 september hafa borist á land rúmlega 400 tonn af fiski veiddum á llnu, sem er mun meira en á sama tima i fyrra. Verður hefur verið mjög hagstætt I haust fyrir noröan og gæftir þvi góðar. Mikið hefur verið byggt I sumar á Húsavlk og eru nú 40 Ibúðir I byggingu. Allt eru þetta raðhús eða einbýlishús. Nú er verið að ljúka við að steypa aðalgötu bæjarins en unnið hefur veriö við þetta I sumar. Nýlega var tekin I notkun nýr matsalur og kaffiteria i hinu nýja hóteli á Húsavik. Feröa- mannastraumur hefur verið með mesta móti til Húsavikur I sumar og hefur sennilega sjaldan eða aldrei verið meiri. íbúum á Húsavik hefur fjölgað nokkuð enda er litiö orðið um að ungt fólk flytjist burtu eftir að næg atvinna er orðin á staðnum. Sjö íbúðarhús í byggingu á Raufarhöfn Blómlegt atvinnullf er á Raufarhöfn og hefur atvinna aldrei verið eins mikil þar nyrðra siðan á sildarárunum. Til marks um bjartsýni Raufarhafnarbúa undir vinstri stjórn er, að nú eru þar I byggingu 7 ibúðarhús, en i- búð hefur ekki verið byggð á Raufarhöfn siðan sfldarævin- týrinu lauk. Heimir Ingimarsson sveitar- stjóri sagði að menn væru mjög bjartsýnir á Raufarhöfn, enda væri þar nú meiri atvinna en nokkru sinni fyrr. Hann sagði að þessi sjö ibúðarhús væru byggð með samvinnusniði þannig að aðeins er keypt mótatimbur fyrir eitt hús en það síöan notaö við öll hin og þannig yrði reynt aö hafa raðsmiði á öllu sem hægt er við- komandi byggingu húsanna. Fólkiö sem þarna byggir er bæði heimafólk og aðflutt. Fyrir þessum byggingum mun standa verktakafyrirtæki sem veriö er að stofna. Haustið hefur verið eindæma gott á Raufarhöfn og atvinna svo mikil að fólk hefur vantað til flestra starfa. Skuttogarinn á Raufarhöfn hefur aflað sæmilega i haust en mestur afli hefur þó borist á land af smábátunum sem eru 30 á Raufarhöfn. Hafa gæftir verið góðar og eru þeir enn við. Heimir sagði að félagslif yæri heldur dauft á Raufarhöfn en menn hefðu nú fullan hug á aö bæta úr þvl I vetur. Aðstaða öll er hin besta, þar sem er nýtt og glæsilegt félagsheimili á staðnum. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.