Þjóðviljinn - 06.10.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. október 1973
útgerð og
fiskvinnsla
Þrátt fyrir harövituga baráttu
okkar landhelgisgælsu á miöun-
um frá þvi að land-
helgin var færö út i 50
milur fyrir rúmu ári, eigum við
enn i striði við landhelgis-
brjóta tveggja NATO-
þjóða hér á miðunum. Bretar og
Vestur-Þjóðverjar eru einu fisk-
veiðiþjóðirnar, sem ennþá þver-
skallast gegn útfærslunni og sýna
yfirgang innan hinnar nýju fisk-
veiðilögsögu.Allar aðrar fisk-
veiðiþjóðir, sem hér höfðu hags-
muna að gæta.hafa annað hvort
samið við okkur, svo sem Belgar,
Færeyingar og Norðmenn, eða þá
fært fiskveiðar sinar út fyrir hina
nýju islensku landhelgi, eða til
annarra miða, svo sem Austur-
Þjóðver jar , Pólver jar,
Bússar og Frakkar. Þrátt fyrir
þessa viöurkenningu i verku eru
þessar þjóðir á móti útfærslunni
og vilja að svo komnu máli ekki
viðurkenna hana i orði lagalega.
Hins vegar er það staðreynd sem
undirstrikar lagal. rétt okkar að
hver einasta útfærsla strandrikis
á þessari öld hefur verið ákveðin
einhliða af viðkomandi riki.
Þannig færðu Rússar út sina
landhelgi i Hvitahafi árið 1923 og
má segja að þeir hafi þar með
gefið fordæmi öðrum strandrikj-
um. Meir að segja Bretarnir
færðu einhliða út sina fiskveiði-
landhelgi eftirfyrra þorskastriðið
við Island. Þar kom ekki til
samningagerðar við aðra. Allt tal
Breta nú um ólöglega útfærslu
okkar er þvi marklaust hjal
mann, sem vita að þeir eru að
halda fram röngu máli. Hitt er
svoannaðmál, að betra væri
fyrir smáþjóðir ef þessi lifshags-
munaréttur þeirra til útfærslu
væri þeim tryggður i aðþjóðalög-
um eða samþykktum, sem öðluð-
ust lagagildi. Og það er einmitt
það sem við vonumst til að fá
fram á Hafréttarráðstefnunni.
Það vita allir, eða ættu að vita,
að útfærsla okkar i 50 milur er
aðeins áfangi á þeirri leið að lög-
helga okkur til nýtingar land-
grunnið allt, eða svo langt út sem
við treystum okkur til að nýta i
framtiðinni. Af þessari ástæðu
hljótum viö að standa við hlið
þeirra þjóða, sem vilja sem
stærsta landhelgi, bæði á haf-
réttarráðstefnunni og annars
staðar. Um þetta held ég að sé
enginn ágreiningur meðal okkar
Islendinga og þannig hefur verið
að málinu unnið af okkar fulltrú-
um á erlendum vettvangi allt frá
þvi að við færðum út landhelgina.
Það er mikill misskilningur ef
einhver heldur þvi fram i alvöru
að litið sem ekkert hafi ennþá á-
unnist hjá okkur með útfærslunni
i 50 milur. Með viðurkenningu i
verki á landhelgi okkar af öllum
nema Bretum og V.-þjóðverjum,
hefur mikið áunnist og sókn á
miðin hefur minnkað að miklum
mun, en þau virtust vera að kom-
ast i þrot. Þetta er i sjálfu sér
stórsigur, þótt það sé ekki
fullnaðarsigur,og ættu íslending-
ar sist af öllu að vanmeta það sem
þegar hefur unnist við útfærsl-
una.
A ólafsfiröi er mikil hreyfing i atvinnulifinu eins og víðast úti á landi.
Meðfylgjandi myndir tók fréttaritari Þjóðviijans á Ólafsfirði, Óskar
Gislason.
II
Fiskveiðar eru sá atvinnuvegur
sem að stærstum hluta verður
fjárhagslega að standa undir
efnahagslegri og andlegri upp-
byggingu i landinu og veltur þvi á
miklu að þar sé vel að verki stað-
ið. Útfærsla landhelginnar er
nauðsynleg forsenda þess að fisk-
veiðar okkar geti þróast á réttan
hátt og þannig staðið undir
ætlunarverki sinu. Eftir langt
kyrrstöðutimabil er nú hafið
myndarlegt átak i þvi að byggja
upp okkar fiskiskipaflota sam-
kvæmt nútimakröfum. Minni
gerð skuttogaranna sem ýms
sjávarpláss úti á landsbyggðinni
eru búin að fá, eða koma þangað á
næstunni, munu gjörbreyta at-
vinnumöguleikum þessara staða
á næstu árum og gera fólkinu þar
kleift að lifa við betri skilyrði en
áður. Það er langt siðan að slik
gróska og bjartsýni hefur rikt 1 is-
lenskum sjávarútvegi sem nú.
Þetta lýsir sér ekki bara á sviði
þeirrar endurnýjunar og upp-
byggingar sem stendur yfir á
sviði togaraútgerðarinnar, heldur
kemur þetta viðar fram. Það er
verið að smiða glæsileg linu-
veiðaskip i stærri stil en áður og
stækka önnur sem við áttum fyr-
ir. Allt vitnar þetta um stórhug og
bjartsýni og trú á framtiðina. Ég
hika ekki við að álykta að útfærsla
okkar fiskveiðilandhelgi i 50 mil-
ur eigi sinn stóra þátt I þeim
miklu umskiptum i framfaraátt
sem standa yfir i Islenskum
sjávarútvegi.
III
Samhliða þessari miklu grósku
I íslenskum fiskveiðum og upp-
byggingu þeirra, þá hefur lika
verið hafist handa um að koma
fiskiðnaði okkar i æskilegt nú-
timahorf. Vegna áralangrar
kyrrstöðu i þessum undirstöðuat-
vinnuvegi okkar, verður nú að
gera mikið átak á þessu sviði.
lískimáí
^eftir Jóhann J. E. Kúld^
Sums staðar er verið
að endurnýja fiskvinnslu-
stöðvar svo þeim verði komið i
nútimahorf. Annars staðar þarf
að byggja frá grunni og standa
framkvæmdir yfir, eða eru fyrir-
hugaðar á næstunni. Allar þessar
framkvæmdir i uppbyggingu
fiskiskipastólsins og fiskiðnaðar-
ins þurfa og verða að vera for-
gangsframkvæmdir, sem sitja
fyrir um nauðsynlegt fjármagn
og vinnuafl meðan á þessari upp-
byggingu stendur og hennar er
mest þörf. Ef nauðsynlegt reynist
má ekki hika við að láta aðrar
minna aðkallandi framkvæmdir
biða, þvi það hefur of lengi við-
gengist i isl. uppbyggingu, að
þjónustufyrirtæki ýmiss konar,
sem þurft hafa að sækja tilveru
sina til islenskra undirstöðu-
atvinnuvega, hafi setið i fyrir-
rúmi um fjármagn og vinnuafl á
undan þeim atvinnuvegum, sem
allt veltur á um islenska framtið,
að séu færir um að bera uppi fjöl-
skrúðugt lif i landinu.
IV
En eitt verðum við að gera okk-
ur ljóst á meðan ennþá er timi til,
ef viö trúum á islenska framtið
borna uppi af okkar gamalgrónu
undirstöðuatvinnuvegum, en það
er að fiskiðnaður og stóriðja eiga
enga samleið. Stóriðja eitrar
undantekningarlaust umhverfi
sitt, en fiskiðnaði er ekkert jafn-
nauðsynlegt sem hreint og ó-
mengað umhverfi. Þá er upp-
eldisstöðvum nytjafiska mikil
hætta búin — á grunnsævi — séu
slikar uppeldisstöðvar i grennd
við stóriðjuverksmiðjur, sérstak-
lega þá allskonar málmbræðslur.
Menn vissu þetta ekki fyrr en nú á
siðustu árum og þess vegna hafa
mörg slæm mistök verið gerð á
þessu sviði hjá ýmsum þjóðum,
sem þær vildu nú mikið gefa fyrir
að ekki hefðu veriö gerð. En slik
mistök eru óþörf og ófyrirgefan-
leg nú.
í sambandi við þe.tta er fróðlegt
að segja frá þvi að Norðmenn eru
nú að undirbúa að auglýsa norsk-
an saltfisk á Italiu og i Brasiliu,
þá verður stærsta tromp þeirra sú
staðreynd, að enginn stóriðnaður
sé i grennd við aðalfiskimið
þeirra við Lófót eða Norður-
Noreg, eða á öðrum þeim land-
svæðum þar sem fiskiðnaður
þeirra er staðsettur. Þetta ætti að
vera okkur á minning um hvers
virði ómengað land er.
Refsivert að lýsa ákvœðisvinnu verkafólks i Ungverjalandi?
Rithöfundur
fyrir rétti
Miklós Haraszti heitir
ungur rithöfundur sem
dreginn hefur verið fyrir
rétt í Ungverjalandi sakað-
ur um moldvörpustarfsemi
og svívirðilegar lýsingar á
vinnandi fólki í bókinni
„Ákvæðisvinna". Ekki
hafa verið tekin upp dóms-
mál þessarar tegundar i
landinu i rúman áratug.
Talið er að Haraszti hafi verið
tekinn fastur i júni i sumar, en
hann hafði þá ritað bók um
reynslu sina af vinnu við færi-
bandið i verksmiðju nokkurri.
Hafði hann komið handriti til út-
gefanda til umsagnar, en fengið
mjög harðar ákúrur frá flokks-
nefnd sem taldi hann hafa unnið
verkalýðsstéttinni hið versta verk
með lýsingum sinum. Bókin
fékkst ekki útgefin, en handritið
mun hafa komið fyrir augu nokk-
urra óhlutvandra manna, þar eð
höfundurinn hafði tekið nokkur
eintök á ritvél sina með þvi að
nota kalkípappir. Þaðan stafar á-
kæran um moldvörpustarfsemi.
Haraszti hefur verið handtek-
inn nokkrum sinnum áður, án
þess að til réttarhalds kæmi.
Þannig var t.d. 1970 þegar hann
var gripinn ásamt nokkrum öðr-
um rithöfundum, stúdentum og
verkamönnum á fundi i háskól-
anum i Búdapest, og var hann þá
settur i útgáfubann.
Þetta gerði honum ókleift að
vinna fyrir sér með ritstörfum, og
tók hann þvi það ráð að vinna i
verksmiðju — en með ofangreind-
um afleiðingum.
Árið 1969 hélt hann 24ra ára
gamall eftirtektarverða ræðu á
rithöfundaþingi i Lillafiired og
réðst þá af mælsku og hita gegn
skrifræðisfjötrum á marxisman-
um. Einnig ræddi hann um
„apparatsjika (sovéskt orð um
flokksstarfsmennjsem hæfðu vel
Stalin en sætu enn þá i áhrifa-
miklum embættum og gætu tekið
ákvarðanir i hugmyndafræðileg-
um efnum”.
Nokkru seinna birtist eftir hann
kvæði sem hann hafði ort til að
hylla minningu Che Guevara.
Hann fékk þá dóma i timaritum
flokksins að hann væri „marxisk-
ur hugsæismaður sem æli með sér
óraunhæfa óskhyggju og stæði ut-
an við sósialiskan aga”.
Nú virðist loks eiga að aga
hann, og er þetta i nokkru sam-
ræmi við fréttir af menningar-
málasviðinu i landi Stórabróður,
Sovétrikjunum. ..