Þjóðviljinn - 06.10.1973, Blaðsíða 11
Laugardagur 6. október 1973. ÞJóÐVILJJNN — SÍÐA 11
Valsmenn fengu skell
Töpuðu með átta marka mun fyrir Gummersbach í síðari leiknum
Valsmenn fengu sama skell og svo mörg önnur
handknattleikslið sem þurft hafa að mæta
Gummersbach á heimavelli þeirra i Dortmund i
Þýskalandi, og töpuðu þeir siðari leiknum 8:16 eða
með 8 marka mun alveg eins og norsku ineistararn-
ir Oppsal i fyrra. Þaðgekkallt á móti Valsmönnum i
siðari hálfleik eftir að staðan var 8:6 Guriimersbach
i vil i leikhléi. Þeir áttu 5 stangarskot, og tvö víta-
köst mistókust hjá þeim i leiknum. Og Þjóðverjarn-
ir skoruðu flest sin mörk úr hraðaupphlaupum i síð-
ari hálfleiknum. Sjálfsagt landsliðsmenn Vals allir
langt frá sinu besta,enda voru þeir nýkomnir úr
tveim erfiðum landsleikjum við Norðmenn, þannig
að þeir hafa leikið 3 leiki á aðeins 5 dögum og slikt
er fljótt að segja til sin i jafn erfiðum leik og þess-
um. En samt sem áður er þessi sigur Gummers-
bach stærri en maður átti von á fyrirfram. Tveggja
til fjögurra marka riiunur var það sem maður átti
von á, en ekki átta marka. Þar með eru Valsmenn
úr leik i EB að sinni.
Valsmenn byrjuöu leikinn mjög
vel, og það var fyrirliði þeirra
Gunnsteinn Skúlason sem skoraði
fyrsta markið strax á 2. minútu.
Þjóðverjarnir jöfnuðu, en Bergur
kom Val aftur yfir 2:1. Og enn var
Bergur að verki stuttu siðar og
skoraði 3ja mark Vals, staðan
3:2. Enn jafnaði Gummersbach,
Framhald á bls. 15.
hér á
Hafa islenskir knattspyrnu-
áhugamenn séð til þess með
tómlæti sinu að siðasti leikur
islensks iiðs I Evrópubikar-
keppnihafifariðhér fram? Og
á ég þá við leik tBK og
Hibernian i fyrradag. Þaö eru
þvi miöur allar likur á aö svo
sé.
Einn af forráöamönnum
Vestmannaeyinga sagði eftir
ieik ÍBV og Borussia
Mönchengladbach á
dögunum: — Þetta gerum við
aldrei aftur — , og átti hann
þar við að þeir Eyjamenn
myndu ekki oftar reyna að
leika heimaleikinn hér á landi,
enda höfðu aöeins 2700 manns
séö ástæðu til að koma á
völlinn og sjá leikinn og tBV
fór með bullandi tapi frá öllu
saman.
Einn af forráöamönnum
Keflvikinga sagði við undir-
ritaðan daginn sem leikur tBK
og Hibernian fór fram, að
hann héldi að þetta yrði siöasti
EB-leikurinn sem fram færi
hér á landi. Hann sagði, að
þeir Keflvikingar hefðu alla
tið lagt metnað sinn i að ieika
heimaleik sinn hér á landi til
að launa aðdáendum liösins
dyggan stuðning viö það og
eins til að gefa islenskum
knattspyrnuaðdáendum kost á
að sjá bestu erlend lið leika
hér á landi. En þegar ekki er
hægtaðfánema rúmlega 3000
manns til að koma á völlinn
þcgar boðið er upp á lið eins og
Real Madrid og Hibernian, þá
er greinilega ekki lengur
grundvöllur fyrir aö leika
Síðasti EB
leikurinn
landi?
heimaleikinn hér á landi. Þvi
er hætt við að i framtiiinni
muni öil islensku liðin sem
taka þátt i EB eöa UEFA-
keppninni leika báða leikina
ytra.
Þau liö, sem hafa gert þetta
á undanförnum árum, hafa
verið harðlega gagnrýnd og
manni fannst það réttmætt.
En þegar viöleitni liða, sem
leggja metnaö sinn I að leika
heimaleikinn hér á landi, er
algerlega fótum troðin af
áhorfendum þá mun slik
gagnrýni sjálfsagt aldrei
heyrast oftar. Það getur
enginn ætlast til að félögin tapi
hundruðum þúsunda bara til
að þóknast tvö til þrjú þúsund
áhorfendum þegar þarf
uppundir 10 þúsund manns á
leikinn til að endar nái saman.
Hitt er svo annað mál hvort
Islensku liðin eiga nokkurt
erindi i EB yfirleitt. En tBK-
liðið er það sterkt að það
virðist fullkomlega eiga erindi
i þessa keppni, enda hefur það
sýnt sig nú. Aö tapa fyrir besta
lliði Skotlands með aðeins 3:1
samanlagt segir allt sem
segja þarf.
En þegar lið cru farin að
tapa með 10 til 15 marka mun
sjá allir að þau eiga alls
ekkert erindi i keppnina. Slik
flenging sem ÍBV fékk I
keppninni við Mönchenglad-
bach, 16:1 samtals, er ekki til
annars fallin en að niðurlægja
islenska knattspyrnu úti i
heiini og má Ifkja þessum
úrslitum við áfalliö 14:2 á
sinum tima. S.dór.
Agúst ögmundsson átti ágætan leik og fiskaði m.a. vftakast.
Afmælisleikur
til heiðurs Albert
1 dag fer fram á Melavellinum
leikur milli U-landsliðsins og
Faxaflóaúrvalsins fræga og er
þetta afmælisleikur til heiöurs
Albert Guðmundssyni sem varö
fimmtugur i fyrradag. Leikurinn
hefst kl. 14.
Liðin sem leika I dag verða
þannig skipuð:
Faxaflói:
Sverrir Hafsteinsson KR
Grimur Sæmundsen Val
Þorvarður Höskuldsson KR
Guðmundur Ingvason Stjarnan
Björn Guðmundsson Viking
Ottó Guðmundsson KR
Gunnar örn Kristjánsson Viking
Gisli Torfason I.B.K.
Hörður Jóhannesson l.A.
Stefán Halldórsson Víkingi
Asgeir Ölafsson Fylki
Varamenn:
Axel Magnússon Haukum
Lúðvik Gunnarsson I.B.K,
Gisli Antonsson Þrótti
Leifur Helgason F.H,
Logi ólafsson F.H.
Unglingalandsliðið:
Ólafur Magnússon Val
Guðjón Þórðarson t.A.
Guðjón Hilmarsson K.R.
Janus Guðlaugsson F.H.
Arni Valgeirsson Þrótti
Gunnlaugur Þór Kristfinnsson
Vikingi
Guömundur Arason Vikingi
Hannes Lárusson Val
Óskar Tómasson Vikingi
Kristinn Björnsson Val
Arni Sveinsson I.A.
Skiptimenn:
Guömundur Hallsteinsson Fram
Hálfdán Örlygsson K.R.
Ragnar Gislason Vikingi
Jóhannes V. Bjarnason Þrótti
Árni Guðmundsson K.R.
Hafþór Kristjánsson Vikingi.
Tveir leikmenn Faxaflóaliðsins
frá 1971 eru enn á unglingalands-
liösaldri og i Unglingalandsliðinu,
þeir Janus Guðlaugsson bak-
vörður og ólafur Magnússon
markvörður, 1 stað þeirra leika
með Faxaliðinu Axel Magnússon
Haukum, Logi Ólafsson, F.H. og
Leifur Helgason F.H., en allir
þessir piltar æfðu með Faxaflóa-
úrvalinu, og Logi og Leifur léku
með unglingalandsliðinu á ltaliu i
KEFLAVÍK — HIBERNIAN
á Laugardaisvetlinum
í dag kl. 5,15.
SALA AÐGÖNGUMIÐA: ~J
f Reykjavík,
viö Útvegsbankann tii ki. 4
og í Laugardai frá kl. 1,
i Kefiavík,
í versluninni Sportvík
......
* mennina?
Tekst
Keflvíkingum
aö sigra
atvinnu-
ÍBK.
ÍBK-Hibernian
Umsjón Sigurdór Sigurdórsson