Þjóðviljinn - 06.10.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.10.1973, Blaðsíða 15
Laugardagur 6. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Ályktun Iðnþings um verk-og tœknimenntun Þjóðviljinn birtir hér á- lyktun Iðnþings um verk- og tæknimenntun, en þetta mál var eitt helsta mál þingsins. 35. Iðnþing Islendinga harmar mikinn seinagang i endurbótum á iðnfræðslukerfinu og átelur harð- „Hættið útflutningi Gyðinga” BEIRUT 4/10 — Samtök Palestinuaraba sem nefna sig Erni byltingarinnar i Palestinu hafa hótað að ráðast á sendiráð Sovétrikjanna um allan heim ef ekki verði endir bundinn á flutn- inga sovéskra Gyðinga frá Sovét- rikjunum til ísraels. Samtök þessi hafa lýst sig ábyrg fyrir at- burðunum sem urðu i Austurriki um siðustu helgi og ollu lokun Schönau-búðanna. 1 yfirlýsingu samtakanna segir m.a.: „Við vörum hina vinsam- legu Sovétstjórn i fyrsta og sið- asta skipti við, þvi að verði ekki stöövaöir flutningar sovéskra Gyðinga til ísraels munu sendi- ráö hennar og aðrir hagsmunir verða skotmörk fyrir skæruliða okkar jafnt i Austurlöndum nær sem um allan heim”. Skellur Framhald af bls. 11. og siðan komust bjóðverjarnir yfir i fyrsta sinn 4:3. Valsmenn jöfnuðu fljótlega, og var þá fyrri hálfleikur hálfnaður. bað sem eftir var fyrri hálfleiks voru bjóðverjarnir alltaf fyrri til að skora, en Valsmenn jöfnuðu, 4:4 og 5:5, en siðan náðu bjóð- verjarnir 2ja marka forskoti 7:5, en Bergur skoraði enn og staðan 7:6, en rétt fyrir leikhlé bætti Hansi Scmit marki við og staðan þvi 8:6 Gummersbach i bil i leik- hléi. I siðari hálfleik gekk allt á afturfótunum hjá Valsmönnum i sókninni. Hvað sem reynt var mistókst, og ofan á allt saman bættist að Kater markvörður Gummersbach varði allt sem að marki kom og hitt. Valsmenn áttu hvert stangarskotið á fætur öðru, og bjóðverjarnir sem byggja mikið upp á hraðaupphlaupum nýttu þetta til hins ýtrasta og skoruðu hvert markið af öðru. Staðan varð 10:6, en þá loks tókst Jóni Karlssyni að skora 7. mark Vals. En þá fyrst fór að ganga illa svo um munaði hjá Val, þvi að næstu 4 mörk skoraði Gummersbach án þess að Vals- mönnum tæTtist að svara fyrir sig, staðan 14:7 og úrslitin þegar ráð- in. bað var þvi aðeins spurning um hve stór sigur Gummersbach yrði, en ekki hvort liðið myndi sigra. Gisla Blöndal tókst að bæta einu marki við, þannig að Vals- menn skoruðu aðeins 2 mörk all- an siðari hálfleikinn og leiknum lauk 16:8 Gummersbach i vil. betta er vissulega mikið áfall fyrir islenskan handknattleik, þar sem Vals-liðið er i dag okkar langsterkasta félagslið, en það er þó huggun að flest lið hafa þurft að þola stórtap i Dotmund, þegar þau hafa sótt Gummersbach heim. Flest mörk Valsmanna skoraði Bergur eða 3, GIsli 2, Jón Karls- son 2 og Gunnsteinn eitt mark. brátt fyrir þetta tap stóð Ólafur Benediktsson sig afar vel i mark- inu. Dómarar i leiknum voru danskir. Auglýsingasíminn er 17500 NOÐVIUINN lega hve litlu fjármagni er varið til uppbyggingar iðnfræðslu- kerfisins. bingið bendir á, að á sl. 5 árum hafa fjárveitingar til byggingarframkvæmda á menntaskólastigi numið um 218 milj. kr. en á sama tima hafa fjárveitingar til bygginga iðn- skólanna aðeins numið 58 milj. kr. Verkleg menntun hefur þannig verið alger hornreka fjár- veitingarvaldsins og enginn skilningur verið fyrir þvi hvað skynsamleg fjárfesting á þvi sviði er arðbær fyrir þjóðfélagið. Endurvekja þarf virðingu fyrir verklegri menntun og efla þarf álit á iðnaðarstörfum. Iðnþingið telur að óhóflegur þungi hafi ver- ið lagður á uppbyggingu mennta- skóla- og háskólanáms á kostnað verk- og tæknimenntunar og beri nú brýnni nauðsyn en nokkru sinni fyrr til þess að færa þau mál til skynsamlegra jafnvægis. Framundan er mikill vöxtur i iðnaði með framkvæmd iðn- þróunaráætlunar, en þær ráða- gerðir verða ekki framkvæmdar nema jafnhliða sé byggt upp öflugt og virkt iðnfræðslukerfi. Efla og bæta þarf menntun starfsfólks i iðnaði á öllum stig- um, iðnverkafólks, iðnsveina og iðnmeistara. Iðnþingið telur að endurskipu- leggja þurfi yfirstjórn verk- og iðnfræðslukerfisins og minnir i þvi tilefni á ýtarlegar tillögur 33. Iðnþingsins i þeim efnum. Iðnþingið telur nauðsynlegt, að atvinnulifið hafi meiri bein áhrif á framkvæmd iðnfræðslumál- anna, ma. með þvi að stóraauka valdasvið iðnfræðsluráðs og efla starfsemi þess. Bæta þarf tengsl milli iðnfræðsluráðs og ráðu- neytis með þvi að ráðuneytis- stjóri viðkomandi ráðuneytis taki sæti skólayfirvalda i ráðinu. Ennfremur telur þingið öll rök mæla með þvi,að gerð og endur- skoðun námsskráa ásamt eftirliti með iðnfræðslunni falli undir iðnaðarráðuneytið, sem ætla verður að þekki best þarfir iðnaðarins fyrir aukna menntun og starfsþjálfun. Iðnþingið telur að fræðsla i al- mennum námsgreinum eigi að fará fram á vegum hins almenna skólakerfis en iðnfræðsluskólarn- ir eiga eingöngu að fást við fag- kennslu, þ.e. kennslu sem lýtur að sjálfum iðngreinunum. Iðnþingið telur að fagkennslan þurfi að hefjast strax i upphafi námstimans og á það jafnt við um nema sem fara á námssamning hjá meistara og hina sem læra i verknámsskóla. Einnig telur Iðn- þingið, að nemar sem ljúka verk- legu námi i iðnfræðsluskóla þurfi að fá eins árs verklega þjálfun hjá iðnfyrirtæki eða iðnmeistara áður en þeir ganga undir sveins- próf. Iðnþingið telur að veita þurfi iðnnemum, sem stunda nám i verknámsskóla aðgang að náms- lánum, þar sem þeir eru ekki á launum á námstimanum og hafa ekki sömu tækifæri til tekjuöflun- ar i sumarleyfum og ýmsir aðrir skólanemar. Iðnþingið minnir á fyrri ályktanir sinar um meistaraskóla og leggur áherslu á, að engin meistarabréf verði gefin út án meistarskólaprófs frá árslokum 1974 i þeim iðngreinum, þar sem meistaraskóli er tekinn til starfa. Jafnframt þarf að vinna að þvi að meistaraskóli nái til sem flestra iðngreina á næstu árum. Iönþingið harmar þann drátt, sem orðið hefur hjá menntamála- ráðuneytinu og fjárveitingavald- inu til þess að koma til móts við réttmætar óskir iðnfræðsluráðs og iðnþinga um fjárveitingar til skipulagningar iönfræðslunnar. Jafnframt fagnar iðnþing þeim upplýsingum menntamálaráð- herra og ráðuneytisstjóra hans að á fjárlagatillögum þessa árs er byrjunarfjárveiting til náms- skrárgerðar. Iðnþingið leggur mikla áherslu á að störf við námsskárgerðirnar hefjist sem fyrst og ennfremur, að fræðslu- nefndir verði endurskoðaðar og þá i formi sem best getur stutt að þvi að góður árangur náist i námsskrárgerðinni. Iðnþingið telur nauðsynlegt að efnt verði til námskeiða fyrir að- stoðarmenn i byggingariðnaði, t.d. við járnavinnu, steypuniður- lögn, handlögun i múrverki, þak- pappalögn o.fl.,i samráði við fræðslunefndir viðeigandi iðn- greina. Iðnþingið beinir þeim ein- dregnu tilmælum til yfirstjórnar fræðslumála, að tekið verði 'fyllsta tillit til óska og þarfa at- vinnulifsins við þá endurskoðun á iðnfræðslulöggjöfinni, sem nú fer fram. Jafnframt leggur iðnþingið áherslu á, að hraðað verði fram- kvæmd frumtillagna iðnfræðslu- laganefndar, en aðgerðum ekki frestað á meðan beðið er endan- legs álits nefndarinnar. bá telur iðnþingið, að til þess að auka hagkvæmni og afköst i iðju og iönaði þurfi að auka markvisst menntun þess fólks sem i starfs- greinunum starfa. bingið telur aö starfsmenntunarkerfið þurfi að svara kröfum atvinnulifsins á hverjum tima og laga sig að þeim starfsbreytingum sem framþróun atvinnulifsins krefst. Til þess að svo megi verða telur Iðnþingið að eftirtalin atriði eigi að leggja til gundvallar lagasetn- inga um starfsfræðslu og veitingu starfsréttinda: 1. A sviði iðju og iðnaðar skuli heimilt að mennta fólk til hvers þess starfs, sem hefur sjálfstætt starfsheiti og þörf er fyrir. Fram- kvæmd sliks náms má fara fram i skilgreindum áföngum og ljúki með prófum. 2. Gera skal i hverri starfsgrein námsskrá fyrir hvert sjálfstætt starf innan greinarinnar og skal hún skilgreina starfið, þörf þess og tilgang, þá skal hún ennfremur skilgreina menntastig þess svo og inntökuskilyrði bæði hvað snertir bóknámsþekkingu og fyrri starfs- menntun og reynslu. Heildarnámsskráin skal mynd- uð úr sjálfstæðum einingum sem hver um sig lýkur með prófi. 3. I löggiltum iðngreinum skuli nemar hafa lokið öllum þeim einingum, sem tilskildar eru. 4. 1 fjölbrautarskólum skal fylgja námsskrá iðnfræðslu i þeim greinum, sem hagkvæmt þykir að kenna þar. Rétt þykir að benda á, að i þeim löndum sem fremst standa I verk- fræðslu er iðnmenntun til sveins- prófs hluti af menntun til stú- dentsprófs, ásamt raungreinum og málum. 5. I verknámsskólum svo og fjölbrautarskólum er eðlilegt að grunnnám skyldra iðngreina verði sameiginlegt til þess að auka valfrelsi nemanda að sér- hæfðu námi siðar. 1 sérskólum (t.d. Hótel- og veit- ingaskóla tslands) skulu allar námseiningar viðkomandi starfs- greinar kenndar. Ef hagkvæmt þykir skal heimilt að veita starfs- menntun með samningi kennslu- yfirvalda við atvinnufyrirtækin. Einnig skal heimilt að gera námssamninga milli atvinnu- fyrirtækja og nema um starfs- menntun, að nokkru eða öllu leyti,, með samþykki kennslu- yfirvalda og þeim skilyrðum sem þau kunna að setja. 6. Starfsnám skal ekki enda i blindgötu. Fólki skulu opnar leið- ir til framhaldsnáms ýmist með starfsnámi eða viðbótarmenntun I almennum greinum. 7. Skilyrði fyrir veitingu meistarabréfs skal vera að viðkomandi hafi lokið meistara- skóla og unnið tilskilinn tima i iðngrein sinni eftir sveinspróf. 8. öll starfsréttindi skal veita á grundvelli sannaðrar kunnáttu. 9. Iðnfræðsluskólar, svo og iðju- og iðnaðarbrautir væntanlegra fjölbrautarskóla, skulu teljast framhaldsskólar, enda veita þeir menntun utan við grunnskólastig- ið. SKRÝTLUR Hjónin töluðu um smáhluti dag- legs lifs. — Ég var úti i búð, sagði Jón. Og kaupmaðurinn leyfði sér að halda þvi fram.að pósturinn hefði kysst allar konurnar utan eina. Hvað segirðu nú um þetta? — bað hlýtur þá að vera Sigrún á neðstu hæðinni. •• • • Hvernig stendur eiginlega á þvi, frú Guðrún, að maðurinn þinn heimsækir þig aldrei? spurði vin- gjarnleg hjúkrunarkona. — Hann getur það ekki. Hann liggur á karladeildinni. — bað var leiðinlegt. — Nei, alls ekki. bað var hann, sem byrjaði. öjáou bara frökon; allir þeso.i.r bölv- aöir dónar þarna niör.i oru að glápa upo und.ir Petta er eklmert persónulegt Sveinn en væri þér sama þðtt þú tækir byss- una burtu. ?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.