Þjóðviljinn - 06.10.1973, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.10.1973, Blaðsíða 9
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. október 1973. Laugardagur 6. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 í MINNINGU PABLO NERUDA l’ablo Neruda 't.li.1 asamt \ ini sinum og felaga. Saltadnr Uloiiilr.hiniim tallna loiscta ( hile. Meft tjimum siiiuni k\aó Neruda kjarkinn og \onina i lijoó sina i hurattuiini gegn jieim bllum lasisma og alhjoiMegs auó\alds sem nu hafa hrilsaó \iildin i Þessari bók er lokiö. Hún fæddist eins og hiti af reiði, eins og rjóður i alelda skógi. Og ég vil aðhún haldi áfram aðdreifa björtum yl sinum vítt og breitt eins og logandi tré. En i greinum þess finnur þú fleira en heift, rætur þess drukku í sig fleira en hryggð, þær tóku til sin þrótt ásamt með reiði. Sá kraftur er úr ihygli steinsins sú gleði — gleði samfléttaðra handa. Úr Canto General DAUÐISKÁLDS t miðjum flaumi ótiðinda frá Chile berast fréttir um lát frægasta sonar þessa langa og mjóa lands, Pablos Neruda, nóbelsskálds. Hann hafði verið mjög sjúkur, og við dauða hans mátti búast. En ekkja hans sagði i viðtali við AFP á dögunum, að enginn vafi væri á þvi, að valdarán herforingjanna hefði flýtt fyrir dauða Pablos. Eftir að Neruda var kominn á sjúkrahús skömmu eftir valdaránið, fékk enginn af vinum hans og ættingjum að heimsækja hann, sagði ekkja hans ennfremur. Útför hans var mjög fjölmenn, hún varð i reynd siðasta kröfuganga stuðningsmanna alþýðu- stjórnarinnar, sem hinir nýju valdhafar gátu sætt sig við. Við kirkjugarðshliðið söng likfylgdin Inter- nasjónalinn, alþjóðasöng verkamanna, en allt um kring stóðu hermenn með alvæpni. Og þessa sömu daga var verið að brenna bækur um allt landið — hinir dáindis vel kristnu og ópólitisku herforingjar Chile höfðu ákveðið að brenna ,,vofu marxismans" á báli. bvi var að visu haldið fram, að bókum Neruda yrði hlift, þvi það þykir alls staðar vont til afspurnar að brenna bókum nóbelsskálda — má vera að gildi slikra verðlauna sé fyrst og fremst i þvi fólgið að þau veita handhöfum þeirra vissa vernd. Stundum. En það er óliklegt að við loforðið verði staðið i Chile. Ekki verður séð hvernig unnt er að banna skoðanir Neruda en leyfa verk hans, þvi vissulega voru þau eitt: Ég skrifa ekki fyrir þó sem fangelsa bækur og ekki fyrir kappsfulla liljuskoðara. Ég skrifa fyrir fólkið sem krefst skóla og brauðs, vatns og vlns, réttlætis, gitara og amboða, ég skrifa fyrir fólkið þótt það sé enn ekki frjálst að lesa allt þetta ÉG KOM TIL ÞESS AÐ SYNGJA OG TIL ÞESS AÐ ÞÚ SYNGIR MEÐ MÉR segir hann i Canto gcneral, Allsherjarsöng.og hann bætir þvi við, að sá dagur muni koma að námu- maðurinn, bóndinn og fiskimaðurinn muni taka upp ljóð hans og segja: ,,Já, hann var félagi okkar” — Æðri laun þarf ég ekki. Siðar meir verður Neruda grafinn við hús sitt á Isla Negra, Svörtuey, en i sama bálki, Canto gen- eral, mælir hann svo fyrir að þar,,,við fnar viðáttur steins og öldu” skuli hans hinsti legstaður. Þar hafði hann átt sér hús,sem fullt var af furðum heimsins: stórum útskornum myndum af skútu- stefnum, kuðungum, hvalhlustum, stundaglösum og gömlum kompásum; safn sem lýsti spaugilegum og barnslegum hliðum i fari þessa eldhuga, sem reyndi að spanna heim allan i risavöxnum kvæðum sinum: Vinur gangtu inn i þetta hús inn i heim sæstjörnu og loftstcina Hér i glugganum fæddist tónn einsog risavaxinn kuðungur og breiddarbaugar voru dregnir um litglaða jarðfræði mina... En nú hafa hermenn farið þar um og brotið allt og bramlað. Ég veit ekki til hvers, sagði ekkja skáldsins við blaðamenn á dögunum. ÁHRIFAMAÐUR Um Neruda hefur það verið sagt að fá skáld sam- timans hafi i sama mæli verið i senn alþýðusöngv- ari og endurnýjunarmeistari i ljóðagerð. Að aiþýðu- söngvaranum verður vikið siðar; en nú minnst á það, að i siðarnefnda hlutverkinu hafa áhrif hans verið með ólikinum. Þau hófust nokkru eftir 1920 i Suður-Ameriku, héldu áfram að geisla frá honum á Spáni á fjórða tugi aldarinnar, og eftir strið náðu þau til stórra hluta heims, bæði i austri og vestri. Neruda var kommúnisti, en bókmenntalegt for- dæmi hans reyndist sterkara vestan við Elbu en austan — reyndar hafa ótrúlega margir þeirra sem á Vesturlöndum hafa reynt i ljóði að sameina póli- tiskan boðskap og nýsköpun litið til hans sem læri- föður. Skáldbræður hans hafa mjög dáðst að þeim hæfileika Pablos Neruda að kunna að beita öllum ráðum módernisma til að túlka þá „stækkaða vitund”, sem i henni alþýða manna getur þekkt sjálfa sig. SPÁNARDVÖL Þetta hafði ekki gerst af sjálfu sér. Skáldskap- urinn fyllti lif hans, bar áfram eins og góður byr lifsskútu hans, sem hann sagði stundum að væri löngu sokkin. Tvitugur varö hann frægur um alla Rómönsku Ameriku af ástarljóðum sinum. En ungur var Neruda mjög dapurt skáld i nánari tengslum við haf, strönd og vinda Chile en við fólkið I kringum hann. 1 „Dvalarstað á jörðu" (1933) lýsir hann sjálfum sér svo, að hann sé „einmanan á jörðinni... stirður af kulda, reiðubúinn að deyja úr angist”. 1 þessari angist fyllir hann tómleikann með hlutum, verkfærum, slitnum flikum og umræðuefnum. En árið 1936 breytti mörgu. Neruda var þá konsúll Chile i Madrid þegar hægrimenn undir fasiskri forystu gerðu uppreisn gegn spænska lýðveldinu, alþýðustjórn sósialista, róttækra, kommúnista — sem var um margt skyld þeirri stjórn sem steypt var i Chile i viku áður en skáldið dó. Borgarastriðið á Spáni skók heimsmynd hans af grunni. Stór- tiðindi, sem þá gerðust, urðu til þess að hann gat notað með markverðum hætti þann myrka kraft, sem hafði hingað til „legið fjötraður i kjallara ein- staklingsbundinnar angistar”. (Bengt HolmquistJ Hann hafði svo lengi „efast um heiminn, staöið ráð- villtur andspænis löndum”, en nú vissi hann hvert leið hans lá. Kvæðabálkurinn „Með Spán i hjarta” var i senn yfirlýsing um samstöðu með alþýðu Spánar og hatrammt deilurit gegn „skitaléns- herrum” og herforingjaskepnum þeirra. KOMMÚNISTINN Þar með var tekin sú stefna sem skáldið fylgdi eftir i siðari verkum. Á striðsárunum gerðist Neruda kommúnisti og var flokksbundinn æ siðan. Vinur Pablos, sovéski rithöfundurinn Erenbúrg, vikur að þessu i endurminningum sinum: „Auðvitað þekkti Pablo stundir angistar og von- brigða og ástarsorgir og margt annað, sem enginn geturhjá komist. En hann afneitaði aldrei lifinu og lifið afneitaði honum ekki heldur. Hann glimdi við herra þessa heims, gerðist kommúnisti, fann nýja vini og þar með óvini. En enginn réðist á hann nema óvinir, hann varð aldrei fyrir sárum svivirðingum af hálfu sinna manna”. Þvi telur Erenbúrg, sem sjálfur fékk margt misjafnt orð i eyra heima hjá sér, að Pablo Neruda hafi verið hamingjumaður. Sjálfur yrkir Neruda svo um flokk sinn: Þú opnaðir fyrir mér einingu manna og mun. Þú sýndir mér hvernig hryggð cins manns deyr i sigri allra manna Þú kenndir mcr að sofa á hörðu rúmi bróður mins Þú neyddir mig til að byggja á kletti veruleikans. V ■ Nerunda var meðal þeirra róttæku manna sem studdu forsetaframboð Videla, sem hafði svarið að framkvæma róttækar félagslegar umbætur og verja rétt verkafólks. En Videla gleymdi fljótt lof- orðum sinum: 1946 skutu hermenn hans verkamenn á torgum eins og hermenn Pinochets nú. Flokkur Neruda var bannaöur og hann sjálfur sakaður um landráð. 1948 kom hann á fund öldungadeildar Chileþings, en þangað höföu koparnámumenn kosið hann 1945, og þar fletti hann i eftirminnilegri ræðu ofan af svikum Vidéla, sem hafði kosið að gerast handbendi þeirra riku og Kana eins og svo margir „forsetar” i Rómönsku Ameríku fyrr og siðar. Eftir það — og reyndar nokkru fyrr — hlaut skáldið að fara huldu höfði. En þvi stóðu allar dyr opnar: Hér, þar sem tónlist hádegisins bergmálar um götuna en gluggi eins og þúsund aörir þar beið min súpudiskur og hjartað var lagt á borð... LAUGARDAGSPISTILL ALLSHERJARSÖNGUR Um þetta leyti byrjaði Neruda að skrifa sitt stærsta verk, Allsherjarsöng, Canto general, sem á var minnst áður. Hann lauk við þann bálk 1950, var þá kominn i útlegð, sumir segja riðandi á asna yfir Andesfjöll. 1 þessu mikla verki er lýst undrum og stórmerkjum i náttúru og sögu Ameriku. lýst hetjum álfunnar og illvirkjum, sigrum og ósigrum Indjána, uppreisnarbænda, þjóðernissinna, verka- manna i striði við Spánverja, lénsherra, hershöfð-- ingja, sjálfskipaða forseta og siðast en ekki sist Hinn græna páfa, bandariskt dollaravald. Þvi er oft haldið fram, að þetta sé misjafnt verk, risi stundum i svimandi hæðir þar sem „viðsýnið skin", en falli á öðrum stundum niður i pólitiska mælgi og ofgnótt almennra upplýsinga. Vist er að skáldið Neruda lagði sig i þessar hættur af ásttu ráði, hann reyndi i senn að gera listrænan metnað sinn að veruleika og fullnægja þörf sinni að vekja fólk og uppfræða. Annað spænskumælandi nóbelskáld, Jimenez, hefur sagt að.Neruda væri „mikið skáld og vont". Þetta má kalla illkvitni, en ummælin minna einnig á það að Neruda likist ekki þeim algengu skáldum sem halda sig i öryggi innan girðingar hins góða smekks — en hefjast heldur aldrei i hæðir. Pablo Neruda er ekki öllum stundum i baráttu- ham fyrir rétti hins snauða, hann kunni að stilla fleiri en tvo strengi og fleiri en þrjá. Hann átti til að bregða á leik, hann gat lika átt það til að lýsa þvi yfir að nú hefði hann sjálfur lokið sinni framgöngu. Árið 1964 kveður hann i tilefni sextugsafmælis sins: Og látið mig nú i friði Komixt nú af án min. En hann átti þá mörg kvæði óort, nóbelsverðlaun hafðihann ekki fengið, enn haföi hann ekki stuttvin sinn Allende til forseta, enn hafði hann ekki skrifað leikrit sitt um „Mikilleik og dauða Joaquins Murieta” sem frumsýnt var i fyrra i Paris — er það byggt á þjóðsögum um Hróa hött mexikanskra Kalíforniubúa á öndverðri 19. öld. -sr ‘ HLUTUR SKÁLDSKAPAR Vegna þeirra tiðinda, sem nú hafa gerst i Chile, hljótum við að segja sérstaklega frá hinum miklu striðssöngvum Neruda i Allsherjarsöng — en þar gerir hann m.a. svipaða yfirlýsingu um hlutverk skáldskapar og annað mikið skáld og kommúnisti, Paul Éluard. Neruda spyr „himnaskáldin” sem hann nefnir svo, hvað þeir hafi gert þegar þeir hafi hitt fyrir einn af þeim miljónum manna, sem hefur verið svivirtur og hæddur, „höfði hans difið i mykju": Hvað gerðuð þið? Þið flýöuð Þið selduð leirkerabrot leituðuð að vetrarbrautum lævisum blómum og brotnum nöglum „ófölnandi fegurð” og „töfrum” iill þessi „sköpun" huglevsingja.. var aðeins til að heyra ekki að steinarnir hrópa til að verja ekki og berjast ekki en vera blindari en blómsveigar i kirkjugarði þegar regnið dynur á stirnuðum, rotnandi blómum. SPÁDÓMUR OG SAGA Það er ekki sist ástæða til að rifja upp sitt af hverju úr Allsherjarsöng vegna þess, að þar er fjöldi kvæða, sem hljóma ekki aðeins sem saga, upprifjun, heldur sem samtiðarlýsirig frá Chile, sem dapur spádómur um atburði siðustu daga — og um leið herhvöt. Neruda. Hann yrkir um Carriera, fyrsta forseta Chile: Þú sagðir „frelsi” fyrr cn aðrir það orð fór enn i hvisli milli stcina var falið i húsagörðum. en hann var, eins og frá greinir i kvæðinu, svikinn i hendur andstæðinga og skotinn til bana áriö 1810. Og eins og sagt verður um siðasta forseta Chile, Allende, þá var lif lians stærra en líf eins manns og það verður sagt ekki aðeins um hann, heldur og annan forseta landsins, Balmaceda, sem einnig fé.11 fyrir svikum og byssukúlum árlð 1891. Það var Balmaceda sem neitaði mútugjöfum herra Norths frá Bretlandi, saltpeturskóngs sem vildi fá einka- leyfi til að vinna þetta „hvita gull” Chile. Nei, herra North, segir Balmaceda i kvæðinu, ég breyti þessum auði i skóla vegi og brauð fyrir Chile. — En þá gerist það aö Mlstcr N’orth sest að i klúbhnum og hundrað réttir eru á horöum og hundrað tvöfaldir viski og hundrað kampavinsflöskur frcyða fyrir þingið og liigfræðingana. Og kiingulær gullsins spinna vef sinn um allt land Sterlingspundin spinna vef sinn og sniða á lagalegum grundvelli á þjóðina sterkan enskan fatnað úr cymd, púðri og blóði. You are very clever Mr. North. Og „flottir strákar” eins og þeir i „Föðurland og frelsi” nú um stundir, sem islenskur guðfræðingur skírir göfugmenni I Mogganum sinum, þeir ganga um og merkja húsin og ráðast siðan til atlögu og fylla vegaskurðina með likum. Balmaceda leitar hælis i sendiráði Argentinu — handan við dyr ann- ars rikis situr hann með skammbyssu sina, og hugs- anir hans berast um landið, framhjá þjóta EFTIR ÁRNA BERGMANN akrar, býli og flæðiengi turmir, fátækt, þjáning og tötrar. Ilaiin drevmdi draum. Ilanii ætlaði að vernda örmagna Ifkama þjóðarinnar lyrir kviil og neyð. Kn það er framoröið. Iluiin lieyrir skothrið, óp sigurvegaranna, æðislegt ýlfur Irá atlögu heldra fólksins i borginni og síðan dyn dauðans. þögnina iniklu. Balmaceda skaut sig, Allende flúði ekki i erlent sendiráð. og það er liklegra að hann hafi verið myrtur en hann fremdi sjálfsmorð —engu að siður eru hliðstæðurnar augljósar, samhengið. Breskt og bandariskt gull steypti Balmaceda, — fjölskyidur auðjöfra, sem með það komu til skila, eiga til þessa dags E1 Mercurio, ihaldsblað sem einna mest af- flutti málstað Allendes og er nú annað tveggja blaða sem valdræninginn Pinochet leyfir að út komi. Og við flettum áfram Canto general. og allar gamlar fréttir eru einnig nýjar fréttir. Pablo Neruda kveður um koparnámurnar i auðnum norður- héraðanna, um þann fórnareld, þann Kyklóp sem „tærir hendur vöðva og lieila Chilebúa, kreinur þá undir koparhrygg sinum sýgur úr þeim lilóðið brýtur liein þeirra og lirækir þeim á fjöllin milli nakinna auðna” segir i kvæði sem nefnist Anaconda Coppcr Mining Company.en það er einmitt eitt þeirra bandarisku auöfélagá sem Allende þjóðnýtti og hlaut fyrir óvin- áttu græna páfans i Washington. Hann yrkir um þá verkamenn sem lyrr og siðar standa andspænis byssum. Hann fer i útlegð undan ofriki Videia og um leið yrkir hann i raun i orðastaö þeirra sem nú fara i útlegð undan Pinochet. Um Chile segir hann: Um nætur les ég lýsingu á ám þinum og sveitum, lljót þin bera mig um drauina mina og útlegð.. Ég sé lirjúft andlit þitt. alsett mánagigum til suðurs þrainmar þiign min i kápu úr þruinum yfir mulið salt. UPPRISUDAGUR FÖLKSINS Og i kvæði hans „Myrtir á torgi 28. janúar 1946" skrifar hann um leið um fjöldaaltökur þessara vikna og gefur svar sitt við þeim. Neruda yrkir um glæpi svikara sem tóku við lyrirmælum og mútum frá „mildum og hlæjandi morðingjum” i Banda- rikjunum. „Fall Allende er afleiðing varkárrar og skynsamlegrar stefnu okkar" er haft eflir ónafn- greindum háttsettum cmbættismanni" i Washing- ton nú .) Frá noröri til suðurs livar sem mönnum var lorlímt voru þeir grafnir i myrkri eða hrenndir um nótl i þögn var hcinum þeirra safnað eða þeim sökkt i lial'ið engiiin veit livar þeir nú eru þeir eiga sér enga griif þeim er sáð innan um rætur ættjarðarinnar með lemstraða fingur sundurskolin hjörtu lirosi Chileana, lietjum pömpunnar höi'uðsinönnum þagnarinnar. Knginii veit hvar morðingjarnir grófu likami þeirra en þeir munu stiga upp úr jörðunni og heimta altur það blóð sem var úthellt á upprisudegi fólksins. Nú eins og 1946 forðast grimmdin að skilja eftir sig spor, hún felur gröf Allendes, kastar stúdenta- foringjum i hafið, grefur fjöldagralir i skjóli myrkurs. En þessi feluleikur tekst ekki nú fremur en þá. Að nokkru leyti er það að þakka textum Neruda, en andspænis þeim er valdið jafn máttvana og andspænis náttúrlegum dauða einstaklingsins. Má vera að lokaorðin úr áðurnefndri ivitnun haldi ekki vöku fyrir valdaránshershöfðingjum. Fyrir- heit ljóðsins eru til langs tima. En aðrir muiiu ekki gleyma langtimaloforðum skáldskaparins, sem i verkum Neruda falla aö draumum kúgaðs fólks. Ljós, þótt úr fjarska kunni að sjást, er aldrei meiri nauðsyn en þegar myrkrið fellur að án allrar miskunnar. Arni Bergmann. (Ivitnanir, sem flestar eru úr Allsherjarsöng, er þvi miður ekki þýddar úr frummálinu, heldur er stuðst viö rússneskar og að nokkru sænskar þýðingar. Auk þess er i greininni tekið mið af minningargrein Bengts Holmquists i DN, Endur- minningum Ilja Erenbúrgs og riti A.G. Franks, Capitalism and underdevelopement in Latin America).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.