Þjóðviljinn - 06.10.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.10.1973, Blaðsíða 6
6 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 6. október 1973. UOtmUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Ctgefandi: Ctgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson <áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Ititstjórn. afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverð kr. 360.00 á mánuði Lausasöluverð kr. 22.00 Prentun: Blaðaprent h.f. SAMSTAÐA UM BROTTFÖR HERSINS Nú i sömu vikunni og breski innrásar- flotinn hefur hrökklast úr islensku land- helginni vegna skeleggrar og undan- bragðalausrar úrslitakröfu islensku rikis- stjórnarinnar, þá hefur einnig skriður verið að komast á framkvæmd ákvörðun- ar rikisstjórnarinnar um að visa banda- riska hernum úr landi. Stækkun landhelginnar og brottför hers- ins eru þau tvö stóru mál, er hæst ber i stefnu rikisstjórnarinnar á vettvangi utanrikismála. Er nú sótt fram til sigurs á báðum vigstöðvum, og fer vel á þvi. Eins og Einar Agústsson utanrikisráð- herra hefur tekið fram voru fundir hans með bandariskum ráðamönnum nú i vik- unni haldnir til að skiptast á upplýsingum, en eiginlegar samningaviðræður munu fara fram i Reykjavik i nóvembermánuði. Slikar samningaviðræður eru sam- kvæmt herstöðvasamningnum frá 1951 óhjákvæmilegur undanfari brottfarar hersins, en að sjálfsögðu munu þær alls ekki snúast um það, hvort herinn eigi að fara — sú stefna var mörkuð alveg skýrt við myndun núverandi rikisstjórnar, og frá henni verður ekki hvikað. En við- ræðurnar við Bandarikjamenn munu hins vegar snúast um, hvernig brottförinni verður háttað,og i þeim mun á það reyna, hvort samkomulag tekst við Bandarikja- menn um að þeir flytji hermenn sina héðan án þess, að til uppsagnar her- stöðvasamningsins komi, eða hvort til uppsagnar verður að koma. Það hefur komið mjög skýrt fram undanfarna daga hjá ráðherrum og tals- mönnum rikisstjórnarinnar, að ekki stendur til að semja við Bandarikjamenn á neinum grundvelli öðrum en þeim, að herinn á Keflavikurflugvelli verði á brott. Minna má á ummæli Magnúsar Kjartans- sonar, er rikisstjórnin átti hér viðræður við framkvæmdastjóra NATO, en þá sagði Magnús, að allir samningar um þetta mál snerust ekki um hvort herinn færi, heldur hvenær hann færi. Sams konar ummæli viðhafði Þórarinn Þórarinsson, formaður utanrikismálanefndar alþingis i útvarps- þætti fyrir nokkrum dögum, og sam- kvæmt fréttum sem borist hafa frá Washington hefur Einar Ágústsson i við- ræðum sinum nú við bandariska ráðherra og á fundum með fréttamönnum vestra undirstrikað ljóslega þá afdráttarlausu stefnu islensku rikisstjórnarinnar að létta erlendri hersetu af islensku þjóðinni. Bandarikjamönnum er það lika væntan- lega alveg ljóst, að þeir verða að vikja héðan, og þarf enginn að vera hissa á, að þeim sé það nokkurt áhyggjuefni. En ís- lendingar munu ekki létta af þeim slikum áhyggjum, eins og utanrikisráðherra hef- ur tekið fram. Það er talað um, að það muni kosta Bandarikjamenn nokkurt fé að koma þeirri starfsemi, sem haldið.hefur verið uppi af liði þeirra á Keflavikurflug- velli, fyrir annars staðar. Vist er það lik- legt, en það mál kemur okkur íslending- um einfaldlega ekkert við, og þó að ærið mörgum Islendingum þætti vissulega miður að vita af nýjum bandariskum her- stöðvum i Grænlandi eða Skotlandi, þá er það mál sem rikisstjórn Bandarikjanna mun eiga við stjórnvöld viðkomandi rikja án okkar afskipta. Að sjálfsögðu kemur ekki til greina, að íslendingar taki að sér neins konar hernaðarstörf, er Bandarikjamenn fara héðan. íslendingar munu halda uppi al- þjóðlegri flugstöð á Keflavikurflugvelli, en stöðin verður að einu og öllu undir is- lenskum yfirráðum andstætt þvi sem ver- ið hefur. En þótt stjórnarflokkarnir séu sammála um þá stefnumörkun, að bandariski her- inn fari frá íslandi fyrir lok kjörtimabils- ins, þá er vitað að flokkana greinir á um afstöðúna til Atlantshafsbandalagsins. Alþýðubandalagið er þeirrar skoðunar, að íslendingar hefðu aldrei átt að ganga i Atlantshafsbandalagið og eigi þar ekkert erindi nú. Fyrir þessari stefnu mun Al- þýðubandalagið berjast af öllu þvi afli, sem atkvæðastyrkur þess leyfir. Fram- sóknarflokkurinn telur hins vegar, að ekki sé timabært að ísland segi sig úr NATO, enda þótt framkoma Breta og NATO i landhelgisdeilunni hafi mjög ýtt undir þá skoðun innan Framsóknarflokksins, eins og með þjóðinni yfirleitt. Þessi ágreiningur er ekkert leyndar- mál, og það er rétt að allir hafi vel i huga, að þvi fer viðs f jarri að Alþýðubandalagið hafi eitt ráðið ferðinni er stefna rikis- stjórnarinnar var mótuð, hvað snertir hersetu og þátttöku íslands i hernaðar- bandalagi. Alþýðubandalagið vildi og vill ganga mun lengra. En það var gert samkomulag um að framkvæma það sem af hálfu AlþýðuT bandalagsins var og er alger lágmarks- krafa, þ.e.a.s. — herinn burt. Sú ógæfuþróun að binda okkur i hernaðarbandalagi og koma hér upp er- lendri herstöð gerðist i áföngum. Þessari þróun hefur nú verið snúið við. En við verðum að búa okkur undir að sækja fram, — lika i áföngum. Unga fólkið á íslandi mun tryggja þann lokasigur, að íslendingar losi sig úr viðj- um Atlantshafsbandalagsins. Hvenær sá fullnaðarsigur vinnst er fyrst og fremst komið undir pólitiskum styrk Alþýðu- bandalagsins. Um hjúkrunarnám á háskólastigi Rétt fyrir siðustu helgi komu fréttir i fjölmiðlum um nýja námsbraut við Háskóla tslands, þ.e. i hjúkrunarfræðum. Við nánari athugum kemur i ljós, að hér er ekki um framhalds- menntun fyrir hjúkrunarfólk aö ræða, heldur 4 ára grunnmenntun f hjúkrun til BA-prófs og eingöngu ætluð stúdentum. Leitað hefur verið til beggja hjúkrunar- skólanna og þeir beðnir um að taka að sér verklega kennslu. Veldur þetta þvi meiri undrun og vonbrigðum hjúkrunarfólks, þar eð þörfin á framhalds- menntun i ýmsum greinum hjúkrunar er svo brýn, að til algjörra vandræða horfir i stéttinni.. Hjúkrunarfólk hefur sýnt alltof mikla biðlund og undanfarið fengið þau svör, að framhaldsmenntun væri i undir- búningi og á næsta leyti. Það er þvi hrein litilsvirðing við hjúkrunarstéttina, að hún skuli. svikin á þennan hátt um það framhaldsnám, er kemur fram i bréfi menntamálaráðherraa tii háskólarektors, dags, 29/6 ’73, að hafi verið ætlunin að setja inn i háskólann. 1 bréfinu segir svo: „Eins og yður, herra háskólarektor, er kunnugt, hefur ráðuneytið bréf- lega og munnlega lýst áhuga sfnum á þvi, að hafið verði fram- haldsnám á háskólastigi fyrir hjúkrunarkonur, þ.e. þær sem lokið hafa hjúkrunarnámi við Hjúkrunarskóla Islands og Nýja hjúkrunarskólann. Ennfremur, aö athugaðir verði möguleikar á þvi, að stúdentar eða aðrir með sambærilega menntun eigi kost á hjúkrunarnámi á háskólastigi i samstarfi við hjúkrunarskólana báða. Vill ráðuneytið enn minna á þetta mál og væntir þess, að háskólinn taki það til athugunar hið fyrsta i samstarfi við ráðu- neytið”. 1 bréfi ráðherra er lögð aðal- áhersla á framhaldsmenntun á háskölastigi, en hér hafa verið höfð endaskipti á hlutunum og flanað úti að stofna 3. hjúkrunar- skólann án minnstu vitundar þorra islensku hjúkrunarstéttar- innar. Við erum þvi enn við sama heygarðshornið og verðum áfram að sækja- allt framhaldsnám út fyrir landsteinana. Þetta eru harðir kostir i svokölluðu háþróuðu þjóðfélagi, sem samtimis liður vegna skorts á sérhæfðu hjúkrunarfólki. Vekja má athygli, á, að i Noregi er unnið að þvi að koma fram- haldsnámi fyrst inn i háskólana. Norðmenn telja sig ekki hafa efni á að vanrækja svo menntun hjúkrunarfólks sins, sem tslendingar leyfa sér. En það kitlar e.t.v. hégómagirnd sumra, að tsland skuli vera fimmta Evrópulandið, sem tekur upp slika hjúkrunarbraut við háskóla, og hverju skiptir þá, þótt annað sitji á hakanum? Það er auðfundið, að félags- mönnum innan Hjúkrunarfélags tslands eiga ekki að koma þessi mál neitt við. Það virðist álit hjúkrunarforustu okkar, að eðli- legra sé að kynna þessi mál á hjúkrunarþingum erlendis. Hvað veidur, að yfirlýsing um hina nýju námsbraut er fyrst birt opinberlega þ. 27. sept. ’73, þrátt fyrir að ráðamönnum er vei kunnugt um, að 1. okt. hefja 100 nemendur hjúkrunarnám i Hjúkrunarskóla íslands, þar af 20 stúdentar.Eiga þeir stúdentar að taka afstöðu á einum til tveimur dögum til svo mikilvægs máls er varðar framtið þeirra? Um leið og við lýsum van- þóknun okkar á slikum vinnu- brögðum, er furða okkar blandin beiskum keim aðdáunar yfir hinum snögga og óvænta fram- gangi þessa máls. Við höfum þvi miður ekki kynnst slíkum rösk- leika af hálfu hins opinbera, hvað hagsmunamálum stéttar okkar viökemur. Við megum vonandi búast við, að framvegis verði þessum rösk- leika beitt í þágu hjúkrunar- stéttarinnar og að nú þegar verði lagður grundvöllur að framhalds- menntun hér á landi. Reykjavik, 1. okt. ’73. Arndls Finnsson, Inga Teitsdóttir. Bókauppboð á mánudag Knútur Bruun heldur 16. list- munauppboð sitt i Atthagasal Hótel Sögu mánudaginn 8. okt. n.k. og hefst þaö kl. 17.00. Þetta er fyrsta uppboðið á þessu hausti og verða -á uppboðinu seldar 100 bækur, svo sem venja er, en bækurnar verða nú til sýnis að Lækjargötu 2, i dag 6. okt. milli kl. 14.00 og 18.00 og I Atthagasal Hótel Sögu mánudaginn 8. okt. milli kl. 10.00 og 16.00. Sérstaka athygli ber að vekja á þvi, að nú fer i fyrsta sinn fram sýning á bókum að Læjargötu 2, I verslun- inni Klausturhólum, og veröa bækurnar sýndar á 2. hæð i húsa- kynnum verslunarinnar, en gert er ráð fyrir að sýningar á upp- boðsverkum fyrirtækisins fari þar fram í framtiðinni. Áætlað er að halda þrjú bóka- uppboð fyrir áramót og önnur þrjú eftir áramót, þannig að þá fækkar uppboðum úr 8 i 6 á hverj- um vetri, og er það von fyrir- tækisins að á þann hátt megi gera uppboðin betur úr garði, enda hefur aðstaða öll batnað við til- komu nýs húsnæðis, þar sem mun betra er að sýna væntanlega upp- boösmuni. Á uppboðinu á mánudaginn verður margt merkta bóka og rit- verka selt, en uppboðsskrá hefur verið send út, og eru helstu flokk- ar þar: staða- og héraðarit, leik- rit, ljóð, trúmálarit, ferðabækur og landræðirit, þjóðsögur og þjóð- leg fræði, timarit og fornritaút- gáfur og fræðirit. Af merkum bókum, sem seldar verða má til dæmis nefna: Vasa- qver fyrir bændur og einfalld- linga á tslandi, útg. i Kaup- mannahöfn 1782. Safn Fræða- félagsins um Island og ts- lendinga. I-XII. Kaupmannahöfn 1922-43. Af staða- og héraðaritum má nefna: Sigurður Skúlason, Saga Hafnarfjarðar, Hafnarfirði 1933. Af ritum islenzkra höfunda má til dæmis nefna: Einar Hjör- leifsson (Kvaran). Hvorn eiðinn á jeg að rjúfa?. Eskifirði 1880. Einnig verður selt á uppboðinu Safn til sögu tslands og islenzkra bókmennta. I.-VI. bindi. Kaup- mannahöfn og Reykjavik 1856- 1939. Helztu ferðabækur og land- fræðirit, sem seld verða á upp- boðinu eru: Þorvaldur Thorodd- sen. Landfræðisaga tslands. I,- IV. Reykjavik og Kaupmanna- höfn 1892-1904. Uno von Troil. Bref rörande en Resa til Island. Upsala 1777. I flokknum Fornrita- útgáfur og fræðirit má nefna: Forntida Gárdar i Island. Köben- hávn 1943. ób., svo og tslenzkir annálar (um árin) 803—1430. Hafniæ 1847. Af timaritum má nefna: Máni. 1.—2. árg. Reykja- vik 1879—82. Skemmtileg Vina- Gleði. 1. bindi. Leirárgörðum 1797. Einnig verða seld á uppboð- inu Ný félagsrit. 1.—30. árg. Kaupmannahöfn 1841—73. Uppboðsskrá nr. 16 er fáanleg á skrifstofu fyrirtækisins að Grettisgötu 8, og f versluninni Klaust'urhólum; Lækjargötu 2.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.