Þjóðviljinn - 06.10.1973, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.10.1973, Blaðsíða 3
Laugardagur 6. október 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 233 verk eftir Sverri Haraldsson á K j arvalsstöðum í dag kl. 6 verður opnuð yfirlitssýning á verk- um Sverris Haralds- sonar, listmálara, að Kjarvalsstöðum og er sýningin nefnd Myndir 1942-73. Elstu myndirn- ar gerir listamaðurinn 12 ára gamall, en nýj- ustu myndirnar eru gerðar á þessu ári. A sýningunni, sem er i báðum sölum Kjarvalsstaða, eru 233 málverk og önnur verk og flest málverkin i einkaeign. 10 mynd- ir verða til sölu. Fjöldi mynda hefur aldrei verið sýndar áður, þar á meðal margar myndanna frá fyrstu árunum og svo allra nýjustu myndirnar, en Sverrir hélt siðast sýningu 1969 og átti myndir á samnorrænni sýningu 1972. Sverrir er fæddur. i Vest- mannaeyjum árið 1930, sonur hjónanna Haraldar Bjarnason- ar og önnu Kristjánsdóttur. Hann flyst til Reykjavikur árið 1946 og það sama ár byrjar hann nám við Handiða- og Myndlist- arskólann og sýnir fyrst á sam- sýningu Félags islenskra mynd- listarmanna árið 1948. Hann kennir við skólann frá 1949 til 1956 og heldur fyrstu sjálfstæðu sýninguna i Listamannaskálan- um. Það er ekki fyrr enárið 1963 sem hann heldur aftur sjálf- stæða sýningu, en árið 1966 og aftur 1969 heldur listafélag Þannig túlkar Sverrir Bryndisi Schram. Þetta er gipsmynd, 85 sm á hæð. Menntaskólans i Reykjavik sýn- ingu á verkum hans. Þeir Knútur Bruun, lög- fræðingur, og Garðar Gislason, lögfræðingur, hafa unnið að undirbúningi þessarar sýningar en þeir eru báðir listunnendur og vinir listamannsins. Viitneskja um 300 myndir Myndirnar eru hengdar upp nokkurn veginn i timaröð og er skemmst frá þvi að segja að þetta er glæsileg sýning, sem sýnir mjög vel þróunina i verk- um Sverris. Garðar Gislason, sem einkum sá um að safna saman verkunum, sagði að þeir hefðu fengið vitneskju um einar 300 myndir og mætti ætla að eitthvað á 5. hundrað meirihátt- ar verk væru til eftir Sverri. Einstaka fólk vildi ekki lána myndir á sýninguna. Gefin hefur verið út falleg sýningarskrá og eru i henni 7 lit- myndir, 25 svarthvitar myndir og kaflar úr viðtölum við Sveri. „Blekkingar- meistari, töframaður” Vilborg Harðardóttir spyr i Þjóðviljanum 6. mai 1966: Hvað reynir þú að sýna i myndum þinum? Og listama.ðurinn svar- ar: Að vera listamaður, það er að vera blekkingameistari töframaður. Það er engin list i málverki, sem er stæling. Það er hægt að mála listræna stælingu, ef mótivið er listrænt, en hún verður þó ekki listaverk. Það verður að vera einhver umsköpun, allt annað er eftirliking. Segjum að maður taki fyrir sólarlag. Til að ná þeim áhrifum og koma þeim áfram verður að umskaþa og breyta, já, blekkja. Eða ég sé fjall og mig langar að sýna öðru fólki, hvað þetta er stórt og hrikalegt fjall, þá kannski geri ég f jallið enn stærra og það sem umhverfis er smærra. Það er þetta sem ég á við með blekkingum. Það hlýtur að gleðja listamanninn að ná til annars fólks, og það er mikil eigingirni að gera fegurð bara fyrir sjálfan sig. En til að maður geti orðið góður listamaður, verður hann að gefa sig allan. Hann verður að vera mjög litil- Klias Mar rithöfundur. teikning er Sverrir gerði árið 1950. látur og leggja jafn mikla rækt við það smæsta og stærsta. Hann má ekki vera hafinn yfir neitt og ekki of merkilegur til að gera hvað sem er. Ef þú vilt skrifa leikrit, þarftu að hafa heildarsýn, en þú þarft lika að geta farið ofan i kjallara og kikt þar undir divan, og þú mátt ekki halda fyrir nefið! Þegar verið er að mála verk, má ekki fara með frekju að þvi. Maður má vera myndugur, en þarf lika að geta veriðauðmjúkur. Maður þarf að geta orðið örlitill gagnvart öllu og stundum dálitið stór, en þó aldrei ruddalegur. Að gerð sýningarskrárinnar unnu hjónin F'riðrika Geirsdótt- ir, auglýsingateiknari,og Leifur Þorsteinsson ljósmyndari. Ekki er að efa að fjölmargir leggi leið sina i Kjarvalsstaði meðan sýningin stendur.enda er hér verið að sýna verk okkar allra fremsta listamanns. SJ Rauðinúpur með skemmdan fisk Togarinn Rauðinúpur frá Raufarhöfn landaði nú fyrir stuttu um 100 tonnum af fiski i Héraðsdómari Forseti Islands hefur, að tillögu dómsmálaráðherra, skipað Jón Eysteinsson aðalfulltrúa við bæjarfógetaembættið i Keflavik og sýslumannsembættið i Gull- bringusýslu frá 1. janúar 1974 að telja, en þá öðlast gildi lög um breyting á mörkum Gullbringu- og Kjósarsýslu og skipan lög- sagnarumdæma. Umsækjandi um embættið var einnig Þorsteinn Skúlason fulltrúi yfirborgarfógeta. Hafnarfirði. Það merki- lega við þessa löndun var það, að nokkur tonn aflans voru skemmd orðin og varð að hengja þau upp i skreið. Framkvæmdastjóri Bæjarútg. Hafnarfjaröar Einar Sveinsson, sagði blaðinu að Rauðinúpur hefði komið með um 100 tonn að landi og lagt upp hjá BH. 12-14 tonn af þorski sem Rauðinúpur fékk fyrst i túrnum voru ekki dæmd hæf til frystingar og voru hengd upp i skreið. Fiskurinn var allur i kössum, en isinn var farinn af þeim fiskinum sem fyrst var innbyrtur. Annað af aflanum fór i frystingu, og var það ágætur fisk- ur. Kleifarvatnsmálið: Tækin rússnesk og hollensk Að þvi er bæjarfógetinn i Hafnarfirði sagði i gær kemur það fram i skýrslu tæknimanna Landsimans, sem rannsakað hafa tækin sem fund- ust i Kleifarvatni á dögunum, aö flest þeirra eru af rússneski gerð. Einn- ig eru þarna tæki sem ekki er hægt að segja til um af hvaða tegund eru og eins var þarna tæki af Philips-gerð. Að öðru leyti er skýrslan mest um tæknihlið málsins, sagði bæjar- fógeti. Hann sagði einnig að nú myndi hann senda málið til saksóknara innan skamms og að hann myndi taka ákvörðun um framhalda þess. —S.dór. Sæmilegt hefur verið að gera við fiskvinnslu hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar undanfarið. t september féllu þó niður þrir virkir dagar eina vikuna, en það mun vera fyrsta niðurfall á vinnu siðan loðnuvertið byrjaði i vetur leið. ' Einar kvað mjög litið um aö slæmur fiskur bærist að landi, yfirleitt væri fiskurinn mjög góður. —úþ ÆTLUÐU AÐ REYNA AÐ NÁ SELFOSSI ÚTÍGÆRKYELDI Seint i gær var Reykjafoss, skip Eimskipafélagsins, væntanlcgt til Seyðisfjarðar og átti það að freista þess að ná Selfossi út af Vatnsdalscyrinni, þar sem liann strandaði aðfaranótt sl. fimmtu- dags. Hætt var við að losa skipið á standstaðnum þar eð menn töldu það óþarfa,enda ekki mikið magn af vöru um borð. Ekki hefur verið hægt að kanna skemmdirnar á botni skipsins, en ekki hefur orðið vart við leka og bendir það til þess að botn skips- ins sé heill. Ekkert hefur komið fram um hvað olli strandinu og mun væntanlega ekki koma fram fyrr en við sjópróf. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar né hvenær þau fari fram. —S.dór Fegurstu hús og lóðir í Kópavogi A fimmtudaginn þ. 27. sept. s.l., afhenti bæjarstjóri Björgvin Sæ- mundsson verðlaun og viður- kenningar fyrir fagra og snyrti- lega garða i Kópavogi sumarið 1973, sem dómnefnd um fegrun húsa og lóða i Kópavogi hafði val- ið. Afhendingin fór fram i Félags- heimilinu, Kópavogi, i kaffisam- sæti sem boðið var til á vegum bæjarstjórnar. Að þessu sinni hlutu verðlaun frá Rotary- og Lionsklúbbum Kópavogs: Álfhólsvegur 55: Eigendur: Maria G. Sigurðardóttir, Magnús Norðdahl. Holtagerði 58: Eigendur: Helga Nikulásdóttir, Guðmundur Ein- arsson, en auk þess varð dómnefndin sammála um að veita: Bygginganefnd Hafnarfjarðar- vegar c/o Björn Einarsson, fram- kv.stj. verðlaun fyrir snyrtilegan frágang umhverfis brýr á Hafn- arfjarðarvegi við Kársnesbraut og Nýbýlaveg. Viðurkenningar fyrir fagra og snyrtilega garða hlutu eftirtaldir: Borgarholtsbraut 23: Eigend- ur: Jóhanna Ingvarsdóttir, Arni Jónasson Digranesvegur 95: Eigendur: Jónina H. Halblaub, Ágúst Hal- blaub Hliðarvegur 31: Eigendur: Alda Bjarnadóttir, Magnús E. Guðjónsson Kársnesbraut 72: Eigendur: Kristrún Danielsdóttir, Ingi- mundur Guðmundsson. Við afhendingu verðlauna og viðurkenninga flutti bæjarstjóri ávarp, en að þvi loknu flutti garð- yrkjuráðunautur Hermann Lund- holm erindi um safnhauga i görð- um og frágang i görðum að hausti. Þá var sýnd kvikmynd um garða og gróður i Japan. Að endingu þakkaði bæjarstjóri gestum komuna og framlag þeirra til fegrunar Kópavogs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.