Þjóðviljinn - 27.10.1973, Page 8
8 StÐA — ÞJÖDVILJINN Laugardagur 27. október 1973
Laugardagur 27. október 1973 ÞJ6ÐVILJINN — StÐA 9
Sverrir liaraldsson á sýningunni aft KjarvalsstöAum.
Smáeyjar, 1»44.
Það hefur vist varla farið fram-
hjá neinum, hver er að sýna á
Klömbrum núna eftir allar þær
fréttir og myndir sem birst hafa i
blöðum og meira og minna hnútu-
kast i dómum.
Sjalfur gerir Sverrir Haralds-
son ekki mikið meira en glotta og
dregur umburðarlyndur fram það
sem jákvætt er i umsögnunum,
rétt eins og þolinmóður kennari —
dettur ekki einu sinni i hug að
fyrirverða sig fyrirað vera vand-
virkur og nostursamur, sem virð-
ist þó vera það, sem mest fer i
taugarnar á þeim, sem um mynd-
irnar fjalla.
Það eru hvorki meira né minna
en 233 verk á sýningunni á Kjar-
valsstöðum, en heima á Huldu-
hólum eru lika allir veggir þaktir,
— myndir, sem fengnar voru að
láni en ekki komust á sýninguna
og öðru eins hefur þegar verið
skilað eigendunum. Samt höfðu
þeir, sem að sýningunni unnu,
ekki uppá nærri öllum myndum
Sverris og ómögulegt virðist að
grafa upp hvar þær geta verið
niður komnar. Einstaka eigendur
vildu ekki lána myndir sinar —
máttu ekki missa þær af stofu-
veggnum!
Höfundarréttur
myndlistarmanna?
Meðai þeirra sem unnu við að
koma sýningunni upp var Stein-
unn Marteinsdóttir leirkerasmið-
ur, kona Sverrir, og segist margt
hafa lært og þó fyrst og fremst
það, að listamenn njóti hér ekki
höfundarréttar, nema rithöfund-
ar. — Það virðist algerlega vanta
eitthvað i islensk lög, sem tryggir
myndlistarmönnum þennan rétt,
segir hún. Það ætti að vera réttur
listamanns og hins opinbera að fá
lánuð verk til sýninga, hver sem
hefurkeypt þau eða á þau og ein-
hver opinber aðili ætti að hafa
skrásetningarskyldu yfir lista-
verk. Það nær engri átt, að ein-
hver einstaklingur eigi kannski
bestu verk listamanns qg loki þau
inn i stofunni sinni og leyfi engum
að njóta. Einmitt þetta hefur
gerst með sumar myndir þekkt-
ustu listamanna þjóðarinnar.
Sem betur fer tóku þó langflestir
eigendur verka Sverris vel i aö
lána þau og þvi höfum við nú
fengið þessa miklu sýningu og er
áreiðanlega einstætt, að haldin sé
jafn ýtarleg yfirlitssýning jafn
ungs listamanns, — Sverrir er
rétt rúmlega fertugur. Þar aö
auki eru þarna margar myndir,
sem aldrei hafa verið sýndar áð-
ur, bæði nýrri, sem seldar hafa
veriðbeint úr vinnustofu, og einn-
ig stór hluti frá árunum 1942—48,
— bernskubrekin, segir Sverrir.
— Ég reiknaði aldrei með að sjá
þær aftur, en þetta eru þær mynd-
ir, sem kollegar minir þora helst
að hrósa mér fyrir.
— Hafðirðu gert þér grein
fyrir, hve mikið hefur komið frá
þér?
— Varla. En þó man ég eftir
öllum þessum hlutum, þegar ég
sé þá. Jafnvel iskyggilega vel, ég
man hvar ég var, hvernig ég stóð,
Er ekki
nóg að
mynd sé
mynd?
stundum hvað ég var að hugsa og
hvernig mér leið við að gera
hverja mynd, m.a.s. þegar ég var
strákur. T.d. man ég þegar ég var
að gera eina myndina 13 ára i
Eyjum. Það var á sunnudegi og
ég var á skrifborðinu hjá honum
afa minum i norðurstofunni
heima. Ég hafði óskaplega gam-
an af að mála, þegar ég var
strákur.
— Meira en nú?
— öðruvisi. Ég vissi þá svo lit-
ið og kunni ekki neitt. Þetta var
meiri leikur i þann tið.
— Ertu ánægður með sýn-
inguna?
— Ég efast um, að haldin hafi
verið jafn vel unnin yfirlitssýn-
ing, en það segir samt ekkert um
gæðin. Það er búin að vera
óhemjuleg vinna að koma þessu
upp, að visu hef ég skrifað upp
eigendur á siðari árum, en hafði
ekki gert áður. Samt mundi ég og
sumt fengum við ábendingar um,
en auðvitað finnst aldrei allt og ég
man eftir ákveðnum myndum,
sem ég hefði viljað hafa með, en
veit ekki hvar eru niðurkomnar.
Auk Steinunnar aðstoðuðu tveir
menn mig við þetta i sumar og við
tókum litmyndir af öllu sem við
fundum, limdum á karton og
skrásettum, og svo var að velja
og hafna.
Hugsa ekki
um hver kaupir
— Hverjir eru eigendur að
myndunum þinum, Sverrir?
— Það er mjög skipt, eins og
sést i sýningarskránni. En eftir
þvi sem málverkin hækka i verði
leiðir það af sjálfu sér, að það eru
ekki nema menn með talsverðar
tekjur, sem kaupa þau. Læknar
eiga t.d. mikið af myndum min-
um frá siðustu árum og einnig er
talsvert um að félagasamtök
Úr Kollafirði, 1973.
’ ' - ’ 1
Sverris vita, að hann vinnur hægt
og sýnir sjaldan. Málverkin hjá
honum hafa komið i lotum með
greinilegum kaflaskiptum kring-
um sýningar. Þess á milli hefur
hann föndrað við sitthvaö annað
og hneykslað ýmsa. Hann tók t.d.
upp á þvi eitt árið að þeyta
heimagerðum flugdrekum um
alla Sogamýrina og mála ösku-
tunnurnar i öllum regnbogans lit-
um. Annað skiptið tálgaði hann
spýtur. Svo var hann lengi að
setja saman skerma, viftur og
fleira úr stráum og nú sé ég ekki
betur en hann sé farinn að sökkva
sér niður i módelsmiði á seglskip-
um. Táknar það, að breyting sé i
nánd? Verða enn kaflaskipti eftir
þessa sýningu?
— Vist er það að brjótast i mér,
að ég þurfi eitthvað að stokka
upp, viðurkennir hann, en það er
of fijótt að tala um það. þetta er
svo óljóst enn. Eftir þvi sem tim-
inn liður breytir maður ekki eins
oft um og meðan maður var
yngri. Þó hef ég undir niðri af þvi
einhvern pata, að ég megi aðeins
fara að veita vöngum. Ég er samt
orðinn of gamall til að fara að
taka eitthvert heljarstökk og þú
mátt bóka, að ég fer ekki að mála
neinn skammarkrók aftur!
t sumt af hinu mætti þó sækja
einhver korn, einkum finnst mér
að áhrif frá myndunum um ’52
gætu bæst við það sem ég er að
gera nú. Þegar ég hef verið að
skipta yfir áður hefur mér hætt
við að taka dálitið harkalega af-
stöðu, en hún hefur þó oftast
reynst það rétta fyrir mig. Þegar
ég var að skipta yfir i landslagið
man ég að Helgi Hálfdánarson
spurði mig, hvort ég héldi ekki, að
pendúllinn ætti eftir að stillast.
Jú, kannski, svaraði ég. En það
furðulega er, að þetta fór alveg
öfugt við það sem Helgi hélt, enn
lengra i hina áttina.
Er ekki nóg
aö vera málari?
Kannski var orsök þess, að ég
fór enn lengra út i landslagið, að
ég vildi ná valdi yfir minum
klaufaskap og enn vona ég, að
mér takist það. Sumir eru að
segja, að þaðeina sem ég hafi.séu
einhvern flinkheit, en mér finnst
þau hins vegar ekki nóg, þó mér
hafi farið fram, og er enn að vona
að ég geti farið að mála almenni-
lega. Þeir fagmenn eru til, sem
virðast óttast tæknina og halda að
hún sé eitthvað ógurlega hættu-
legt, en ég held þvert á móti, að
hún sé nauðsynleg til að menn séu
írjálsir og geti gert það sem þá
langar til.
Það er lika annar of algengur
misskilningur, finnst mér, og það
.
kaupi þær til gjafa á stórafmæl-
um eða þess háttar. En það kem-
ur lika venjulegt fólk og kaupir
myndir, sem það langar i, með
afborgunum.
— Er ekki hálfleiðinleg til-
finning að hugsa til þess að fyrst
og fremst efnamenn fái mynd-
irnar?
— Maður er ekki spurður um
það i sjálfu sér, — og þetta stóra
leikrit okkar, lifið, virðist þvi
miöur byggjast mikið á þessu.
Það er enginn uppmælingataxti i
þessari vinnu og þegar verki er
lokið fara menn hreinlega eins
langt og þeir komast. Þvi þekkt-
ari sem þeir eru, þvi hærra er
hægt að fara. I þessu þjóðfélagi
veröur hver að beita kjafti og
klóm til að verða ekki undir. Sé
haldið við lægra verð, vill enginn
myndirnar, og segja má að um
leið og maður nær fótfestu gerir
maður þeim greiða, sem hafa
keypt, þvi þeirra myndir stiga þá
lika i verði. Satt að segja held ég,
að aðrir græði siðar miklu meira
á listaverkum en listamaðurinn
sjálfur gerir nokkru sinni. Nú er
t.d. verið að selja Kjarvalsmál-
verk á uppboðum og verðir er
kannski 500 falt á við það sem
Kjarval seldi á sjálfur.
Sverrir segist vita að verð
þeirra fáu mynda, sem eru til sölu
á sýningunni nú, veki umtal. En
verðið fer eftir markaðnum og
hann segist hafa valið toppmynd-
ir og þá ekki sneitt utanaf. Ein
myndin var verðlögð sérstaklega
hátt þar sem Steinunni langaði að
eiga hana. Samt var verðið yfir-
boðið.
— Þetta er bæði gott og vont og
auðvitað andstyggilegt að þvi
leyti, að það útilokar fólk með
lágar tekjur, segir hann. En fari
ég að bera saman og skoða hjá
sumum, sem við þetta fást og
1963, sprauta.
selja kannski á 50—70 þúsund
myndina, finnst mér mitt verð
kannski of lágt. Margt af þvi sem
selst mjög greitt á þessum
summum er einfaldlega einskis
virði.
En satt að segja, þá hugsa ég
aldrei um, hver muni kaupa né á
hvað, þegar ég er að mála.
Reynir að sjá
veiku punktana
— Hvernig verkar á þig að
horfast svona i augu viö lifsverkið
i stórum dráttum? Heldurðu á-
fram við það sem þú ert að fást
við nú eða breytirðu til?
— Fyrst og fremst verkar sýn-
ingin þannig á mig, að mér finnst,
að ég veröi að fara að mála
almennilega. Þannig hefur það
verið við hverja sýningu. Hitt á
eftir að koma i ljós. 1 rauninni á
ég eftir að skoða sýning.una veru-
lega vel sjálfur og kannski eftir
að læra eitthvað af henni. Ég ætla
að reyna að sjá betur veiku
punktana i þessu, bera saman og
.
íÞ** " íí: .
* ts*.
Vetur í Svínahrauni 1973.
gera upp við mig, hvort um fram-
för eða afturför er að ræða. Það
hefur verið reynt að þröngva upp
á mig þeirri skoðun, að þetta sé
afturför.
Sverrir segist ekki sjálfur hafa
átt hugmyndina að yfirlitssýning-
unni, en sjá nú, að gott sé að fá
yfirlit yfir það, sem hann hafi
gert, ekki sist meðan hann sé i
fullu fjöri og geti þá séð, hvort
bæta megi um. — En ég samþykki
verkin, segir hann. Kannast við
þau sem min afkvæmi, sem ég hef
enga löngun til að afneita.
— Þú hefur stundum gefið
harðorðar yfirlýsingar um vissan
kafla i þróunarferli þinum, nefni-
lega um þær myndir, sem þú seg-
ir, að kollegarnir hrósi þér helst
fyrir. Skiptirðu um skoðun við að
sjá þær aftur?
— Alls ekki! Skammarkrókur-
inn ér enn á sinum stað og heldur
áfram að vera það!
Ekki samt heljarstökk
Þeir sem fylgst hafa með ferli
1952, olia.
er að eitthvað sérslakt verði að
búa að baki hverrar myndar. Er
ekki nóg að mynd sé mynd og hún
sé góð? Þarf málari að vera ein-
hver spekingur? Er ekki nóg að
vera málari? Það koma kannski
listfræðingar og fara að tala
ógurlega merkilega um hugsanir
manns og menn vilja endilega
hafa eitthvað á bak við þetta. En
hvers vegna?
Þá skeöur eitthvaö
— Þegar þú ert búinn að ná
þeirri tækni, sem þú talar um nú,
heldurðu þá að þú verðir fullkom-
lega frjáls? Kemur þá ekki eitt-
hvað annað sem þú þarft að ná
valdi á?
— Það er mikið eftir og að
sjálfsögðu er þetta ekki bara
tækni, þó að hún sé skilyrði. Núna
langar mig til að velta ýmsu fyrir
mér. Það hefur verið óvenjumikil
pressa á mér undanfarin ár að
vinna fyrir peningum til að
byggja fyrir — ég er ekki þar með
að segja, að það hafi haft áhrif á
málverkin.
En maðurgetur málað yfir sig.
Kannski er hægt að halda áfram
við það sama, það er hægt að gera
fleira sömu tegundar og hvað
öðru likt, en ég hef ekki ánægju af
þvi, það kemur ekkert nýtt út. Ég
hef alltaf unnið i lotum og lotan nú
hefur verið óvenjulöng. Svo kem-
ur stopp og þá hefur mér verið ó-
hætt að hlýða og hætta. Viðfangs-
efnið er uppurið. Og þá skeður
eitthvað...
—vh
Hvaö kemur næst hjá Sverri? Núverandi viðfangsefni er uppurið,
segir hann sjálfur í viðtali við Þjóðviljann, og er farinn að búa til seglskip heima á Hulduhólum