Þjóðviljinn - 27.10.1973, Page 13
Laugardagur 27. október 1973 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
BOÐORÐIÐ
22
var reyndar andrúmsloft sem bar
nokkurn keim af þvi sem hún
hafði vanist i Kaupmannahöfn.
Þetta var aö minnsta kosti
skemmtilegt fólk sagöi hún, og
þaö kunni að gera sér dagamun.
Það kom iðulega fyrir, að hún
kom ekki heim fyrr en um miðja
nótt. En gat mér ekki staðið á
sama, ég svaf hvort eð var. Ég
gat bara ekki unnt henni þess að
skemmta sér dálitið.
— En hvað gerðir þú? spuröi
Marianne. — Léstu þetta bara
danka? Og varstu ekkert tor-
trygginn?
— Ég varð tortrygginn og ég lét
það danka, sagði ég. — Þegar lið-
ið var á nótt og hún kom ekki, datt
mér iðulega i hug að fara til bæj-
arins og ganga úr skugga um
hvað hún væri eiginlega að aðhaf-
ast. En ég hætti alltaf við það.
Mér var ljóst, að ef ég birtist ó-
boöinn innanum hóp af fullum
apaköttum til að athuga, hvort
verið væri að drekka eða kannski
hórast lika, þá yrði hún kolvitlaus
og heimtaði skilnað eins og hún
var stundum að hóta. Ég var
hræddur við það.
— Þér hefur þá þótt vænt um
hana þó sambúðin væri svona?
— Hamingjan góða, vænt um!
sagði ég og leit á Marianne. Mér
þótti vænt um hana. — Þetta var
ekki annað en...
— Hvað áttu við, ekki annað en?
Ég hlaut að hafa hugsað upp-
hátt.
— Að ég var ennþá skotinn i
henni, þrátt fyrir allt — og ég
hugsaði með mér að kannski
myndi hún róast og þetta myndi
lagast smám saman. Ég vildi að
minnsta kosti ekki losna við hana
og þvi siður vildi ég losna við
fyrirtækið. Fjárhagurinn var ekki
sérlega rúmur, og ef við skildum
yrði að skipta minum hluta milli
okkar, og ef ég ætti að borga hann
út, gætum við eins pakkað saman,
fyrirtækið og ég.
— En hefði hún heimtað það?
— Ég veit ekki hvað hún heföi
heimtað, enda þótt... Jú, hún
hefði gertþað! En það kom aldrei
til þess, þótt hún talaði þannig
kvöldiö áður, eins og allt væri á
ystu nöf...
— Kvöldið áður?
— Já, sagði ég. —• Þegar hitt
kom fyrir i staðinn.
Þetta var undarlega til orða
tekið, en Marianne lét það gott
heita. Ég tók pipuna mina úr
öskubakkanum og aðgætti hvort
hún væri enn of heit. Hún var það,
og ég lagði hana i bakkann aftur
og hugsaði meö mér að ég hefði
ekki troðið i hana hvort sem var.
— Já, það kvöld, sagði ég og
endurtók það eins og ég þyrfti
lengra tilhlaup: — Það kvöld, eða
öllu heldur nótt, kom hún drukkin
heim og við rifumst ofsalega. Það
var þetta vanalega: pex um pen-
inga, hvers vegna i fjandanum
hún gæti aldrei verið heima og
hvar hún hefði verið og hún taldi
sig ekki þurfa að standa mér skil
á þvi, svona niskunös eins og mér
en nú ætlaði hún heldur ekki aö
láta bjóða sér meira og það var
aivara...
— Hvað er alvara? sagði ég við
hana. — Þykistu i alvöru vera að
hugsa um að sjá fyrir þér sjálf?
En það er ekki nema sjálfsagt að
ég hjálpi þér að ná i skrifstofu-
vinnu.
Þá sagði hún eða öllu heldur
Brúðkaup
Þann 6/10 voru gefin saman i Laugardaginn 6/10 voru gefin
hjónaband i Þjóðkirkjunni i saman i hjónaband i Háteigs-
Hafnarfirði af séra Garðari kirkju af sr. Jóni Þorvarðarsyni,
Þorsteinssyni, Sigrún G.S. Arndal Guðný Hrönn Þórðardóttir og Óli
og Sveinn Pálsson. Heimili þeirra Jóhann Kristinn Magnússon.
er að Bröttuhlið 5, Hveragerði Heimili þeirra verður að Iðufelli
Ljósmyndastofa Kristjáns, Sker-18, Reykjavik. (Ljósm.st. Gunnars
eyrarvegi 7, Hafnarfirði. Simi i Ingimars).
50443.
öskraði, að ég hefði engar mann-
legar tilfinningar og siðan fór hún
að háorga yfir þvi að hann hefði
brugðist henni vegna konunnar
sinnar — þessi forstjóri i
vefnaðarvörufyrirtækinu þar sem
hún hafði unnið bæði sitjandi og
útafliggjandi...
— Johs, sagði Marianne.
— Já, ég veit, sagði ég. — Nú
skal ég hætta.
— Mérfinnst það. Þú getur ekki
haldið svona áfram.
En það gat ég svo sem.
— En það var sem sé eingöngu
þess vegna að hún hafði lent i
þessum bölvuðum útkjálka með
hundleiðinlegum og lummulegum
durgi, sem gat ekki unnt henni
neins, nei, hann skaffaði henni
ekki einu sinni bil, og nú vildi hún
skilnað. Hvað á ég eiginlega að
gera hérna, hvernig á ég að af-
bera þetta? kjökraði hún og mér
datt ekki annað i hug en aö segja,
að hún hefði þó mig.
— Þig! sagði hún og hætti að
gráta til þess að hlæja, nema hún
hafi gert hvort tveggja i senn.
— En að hugsa sér allt þetta,
sagði Marianne, sem hafði rétt
áður sagt að ég ætti að hætta. —
Hvernig endaði þetta rifrildi?
— Ég keypti bilinn handa henni,
sagði ég. — Það var litill Morrris,
notaður. Ég haföi séð i blaöinu að
hann var til sölu i Sorö. Ég fór
þangað og keypti hann daginn eft-
ir. Þegar ég kem til baka og legg
honum við húsið, sé ég að dyrnar
standa opnar...
Ég var allt i einu farinn aö tala i
nútið og ég tók mig á. Ég var
kominn á kaf i þetta eins og svo
oft áður, ég endurlifði það allt upp
á nýtt og komst aldrei lengra.
— Johs, þú þarft ekki... þú
skelfur, sagði Marianne.
— Jú, ég má til. En ég vildi ekki
komast á kaf i þaö. Það hlaut að
vera hægt að standa álengdar og
lita á það sem eitthvað löngu lið-
ið. Nú ert þú hér og það er langt
siðan.
Marianne sat og horfði á mig
með áhyggjusvip. Ég sagði:
— Gefðu mér meira kaffi.
— Þetta kaffi er orðið kalt, á ég
ekki að fara fram og...
— Nei vertu kyrr.
— Já, sagði hún, og ég saup gúl-
sopa af köldu kaffi og hætti að
titra.
14
— Dyrnar stóðu opnar, sagði
ég, — og ég kalla... ég kallaði til
hennar inn i húsið. Hún hlaut að
vera heima, fyrst það var opið, og
ég vildi að hún kæmi út til þess að
ég gæti sýnt henni bilinn. En hún
svaraði ekki og kom ekki út. Og
ég hugsaði sem svo að hún væri
kannski i sólbaði i garðinum bak-
viðhúsið. Það var hlýr ágústdag-
ur. Ég fór þangað og á grasflöt-
inni stóð tómur sólstóllinn henn-
ar. t grasinu hjá honum lágu sól-
gleraugun hennar ofaná hlaða af
vikublöðum. Ég skildi ekki hvar
hún gat verið. Hún gat ekkert far-
ið, eins og hún hafði svo þráfald-
lega stagast á. En hliðið við end-
ann á garðinum stóð opið inn að
skóginum og það gat verið að hún
hefði gengið ein niður að tjörn-
inni, þótt hún nennti aldrei að
fara þangað með mér. Það var að
minnsta kosti eini staðurinn sem
mér datt i hug.
Ég gekk niður skógarstiginn og
leitaði að henni hjá bekknum sem
ég hafði sett á tjarnarbakkann.
Til sölu
ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 REYKJAVÍK,
Laugardagur
7.00. Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (úr
forustugr. dagbl), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45:
Séra Helgi Tryggvason flyt-
ur. Morgunleikfimi kl. 7.50:
Valdimar Ornólfsson leik-
fimikennari og Magnús
Pétursson pianóleikari.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Asdis Skúladóttir byrj-
ar að lesa söguna um „Astu
litlu lipurtá” eftir Stefán
Júliusson. Tilkynningar kl.
9.30. Létt lög á milli liða.
Morgunkaffiökl. 10.25: Páll
Heiðar Jónsson og gestir
hans ræða um útvarpsdag-
skrána. Borgþór H. Jónsson
veðurfræðingur talar um
veðrið og vegaverkstjóri um
færöina.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 óskalög sjúklinga
Kristin Sveinbjörnsdóttir
kynnir.
14.30 A iþróttavellinum. Jón
Asgeirsson segir frá.
15.00 islenskt mál. Dr. Jakob
Benediktsson flytur þáttinn.
15.20 Hvað verður i barnatim-
um útvarpsins? Nokkrar
upplýsingar um barnaefni i
upphafi vetrar.
15.30 titvarpsleikrit barn-
anna: „Siskó og Pedró”,
saga eftir Estrid Ott, I leik-
gerð Péturs Sumarliðason-
ar. Fyrsti þáttur. Leik-
stjóri: Klemenz Jón on.
Persónur og leikendur:
Siskó: Borgar Garöarsson.
Pedró: Þórhallur Sigurðs-
son Pepita: Valgerður Dan.
Maður: Jón Aðils. Carlo:
Siguröur Skúlason. Juana:
Þóra Lovisa Friðleifsdóttir.
Sögumaður: Pétur Sumar-
liðason.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15 Veðurfregnir. Tiu á
toppnum. Orn Petersen sér
um dægurlagaþátt.
17.20 1 umferðinni. Þáttur i
umsjá Jóns B. Gunnlaugs-
sonar.
18.00 Tónleikar. Tilkynningar.
18.30 Fréttir.
18.45 Veðurfregnir.
18.55 Tilkynningar.
19.00 Veðurspá. Vetrarvaka.
a. llugieiðing um missira-
skiptinSéra Björn Jónsson i
Keflavik flytur. b. Tómas
Guðmundsson — ljóð og
söngvar. Vilmundur Gylfa-
son sér um þáttinn.
Kórsöngur: Karlakór
Reykjavikur syngurlög eft-
ir Arna Thorsteinsson, Sig-
valda Kaldalóns og Bjarna
Thorsteinsson. Söngstjóri:
Páll P Pálsson Kl. 20.30:
• Nýtt framhaldsleikrit hefst:
„Snæbjörn galti” eftir
Gunnar Benediktsson.Leik-
stjóri: Klemenz Jónsson.
Persónur og leikendur:
Snæbjörn galti: Þorsteinn
Gunnarsson. Þorbjörn
Þjóðreksson: Baldvin
Halldórsson. Hólmsteinn:
Rúrik Haraldsson. Svipdag-
ur: Karl Guömundsson.
Kjalvör: Helga Bachmann.
Hallur: Arni Tryggvason.
Sögumaður: Gisli Halldórs-
son.
21.15 Illjómplöturabb. Þor-
steinn Hannesson bregður
plötum á fóninn.
22.00 Fréttir.
22.15 Veöurfregnir.
22.30 Dansskemmtun útvarps-
ins i vetrarbyrjun, auk
danslagaflutnings af plötum
leikur hljómsveit Asgeirs
Sverrissonar. Söngvari:
Sigga Maggý.
23.55 Fréttir i stuttu máli.
01.00 Veðurfregnir.
02.00 Dagskrárlok.
16.30 Þingvikan, Þáttur um
störf Alþingis. Umsjónar-
menn Björn Teitsson og
Björn Þorsteinsson.
17.00 tþróttir. Meðal annars
mynd úr ensku knattspyrn-
unni kl. 18.00. Umsjónar-
maður ómar Ragnarsson.
Hlé.
20.00 Fréttir.
20.20 Veður ogauglýsingar.
20.25 Brellin biaðakona.
Breskur gamanmynda-
flokkur. Þýðandi Heba
Júliusdóttir
20.50 Ugla sat á kvisti,
Skemmtiþáttur i sjónvarps-
sal með söng og gleði.
Gestir þáttarins eru Svan-
hildur Jakobsdóttir og
hljómsveitin Logar.
Umsjónarmaður Jónas R.
Jónsson. Stjórnandi upp-
töku Egill Eðvarösson.
21.20 Gefiö þeim frið.Bresk
fræðslumynd um fuglalif á
Seychell'seyjum i Indlands-
hafi. Þýðandi og þulur Ell-
ert Sigurbjörnsson.
21.50 Orrusta á Atlantshafi
(Action in the North
Atlantic). Bandarisk striðs-
mynd frá árinu 1943. Aðal-
hlutverk Humprey Bogart,
Raymond Massey, Alan
Hale og Dane Clark. Þýð-
andi Ellert Sigurbjörnsson.
Myndin gerist á Atlantshafi
i heimsstyrjöldinni siðari og
greinir frá viðureign skip-
verja á bandarisku oliu-
flutningaskipi viö þýskar
sprengjuflugvélar og kaf-
báta.
23.45 Dagskrárlok.
SÓLÓ-
eldavélar
Framleiði SoLó-eldavélar af mörgum stærðum og gerð-
um. —einkuin hagkvæmar fyrir sveitabæi, sumarbústaði
og báta.
— Varahlutaþjónusta —
Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhóifa eldavéla
lyrir smærri báta og litla sumarbústaði.
lldavklaverkstæði
ÍÓIIA.VNS FIl. KRISTJANSSONAR II.
KLEPPSVEGI 62. — SÍMI33069.
Auglýsingasíminn er 17500
F.