Þjóðviljinn - 27.10.1973, Qupperneq 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. október 1973
Eldfj allastöðin
tekur til starfa
•starfar í nánum tengslum við Háskóla Islands
Málverkasýningin
7 UNGIR DANIR
verður opnuð i Norræna húsinu i dag, 27.
október 1973, kl. 17.
Opin daglega kl. 14—22 til 7. nóvember
n.k.
NORRÆNA
HÚSIÐ
Auglýsing
um umferð i Hafnarhreppi
í Gullbringusýslu
Hér meö er ákveöið, aö frá og meö 1. nóv. 1973 nýtur um-
ferö um Hafnaveg aö nýju forgangsréttar fyrir umferö um
Stapafellsveg, þar sem vegir þessir skerast i Hafna-
hreppi.
Meö auglýsingu þessari eru úr gildi felld ákvæöi auglýs-
ingar um umferö i Hafnahreppi frá 8. júni, 1972.
Þetta tilkynnist hér meö öllum, sem hlut eiga aö máli.
Sýslumaðurinn i GuIIbringu-
og Kjósarsýslu 17. okt. 1973.
Einar Ingimundarson.
Atvinna
Skrifstofustarf
Óskað er eftir að ráða til starfa hjá stofn-
un i Reykjavik stúlku til alhliða skrifstofu-
starfa. Verzlunarmenntun æskileg.
Umsóknir sendist dóms- og kirkjumála-
ráðuneytinu, Arnarhvoli fyrir 6. nóvem-
ber n.k.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið,
25. október 1973.
Þjóðviljinn
óskar eftir umboðsmönnum til að sjá um
dreifingu og innheimtu á eftirfarandi
stöðum:
AKUREYRI
ÍSAFIRÐI
GRINDAVÍK
PATREKSFIRÐI
Upplýsingar á afgreiðslu blaðsins eða hjá
framkvæmdastjóra.
Þjóðviljinn,
simi 17500.
Norræna eldfjallastöðin veröur
til húsa I Atvinnudeildarbygging-
unni viö Hringbraut I Reykjavik I
sambýli við jarövlsindastofu
Raunvfsindastofnunar Háskól-
ans. Er langt komiö breytingum
og lagfæringum á húsnæöinu, og
unniö er aö öflun tækjabúnaöar.
Starfsemi eldfjallastövarinnar
hefst nú þegar meö undirbúningi
rannsóknarverkefna, en fimm
styrkþegar eru væntanlegir
næsta vor.
Þessar upplýsingar koma fram
i frétt frá menntamálaráðuneyt-
inu. Þar segir einnig að stofnun-
inni sé ætlað að starfa i nánum
tengslum við Háskóla Islands
bæði að þvi er varöar kennslu og
rannsóknir, svo og nýtingu hús-
næðis og tækja. Húsnæði stofn-
unarinnar er látið i té af islenskri
hálfu, en kostnaður vegna tækja-
búnaðar og rekstrar skiptist að
jöfnu milli Norðurlandarikjanna
samkvæmt almennum reglum
um greiðslu kostnaðar við sam-
norrænar stofnanir.
Stjórn Norrænu eldfjalla-
stöðvarinnar á tslandi hélt fyrsta
fund sinn dagana 25.-26. þ.m. i
Reykjavik. A fundinum var Arne
Noe-Nygaard, prófessor, frá
Danmörku, kjörinn formaöur
stjórnarinnar, og dr. Sigurður
Þórarinsson, prófessor, varafor-
maður. Skipunartimabil stjórn-
arinnar er þrjú ár frá 1. júli 1973
að telja. Framkvæmdastjóri Eld-
f jallastöðvarinnar er dr.
Guðmundur E. Sigvaldason, jarð-
efnafræðingur, og er hann ráðinn
til starfans um fjögurra ára skeið
frá 1. júli 1973.
Norðurlandaráð samþykkti á
þingi sinu i Ösló i febrúar 1968 á-
lyktun, þar sem þvi var beint til
rikisstjórna Noröurlanda að láta
kanna skilyrði til þess að koma á
fót norrænni eldfjallafræðistofn-
un á Islandi. Skipuð var samnor-
ræn nefnd til að fjalla um málið
skilaði hún álitsgerð i mars 1971,
þar sem mælt var eindregið með
þvi, að slikri stofnun yrði komið á
laggirnar. Akvörðun um, að svo
skyldi gert, var tekin á fundi
menntamálaráðherra Norður-
landa i febrúar 1972 i Helsingfors,
og skömmu siðar var samþykkt
fyrsta fjárveiting til stofnunar-
innar. Vorið 1972 var skipuð
bráðabirgðastjórnarnefnd, sem
m .a. var falið að semja tillögur að
reglum fyrir stofnunina og undir-
búa starfsemi hennar. Reglurnar
voru samþykktar á menntamála-
ráðherrafundi i Stokkhólmi i des-
ember 1972 og tóku gildi frá 1.
janúar 1973 að telja. í mai 1973
var fyrsta stjórn stofnunarinnar
skipuð og framkvæmdastjóri ráð-
inn. I stjórninni eiga sæti 8 menn,
einn frá hverju landanna Dan-
mörku, Finnlandi, Noregi og Svi-
þjóð og fjórir frá Islandi. Eru
tveir þeirra tilnefndir af verk-
fræði- og raunvisindadeild Há-
skóla tslands og einn af Orku-
stofnun. Stjórnina skipa þessir
menn:
Frá Danmörku Arne Noe-Ny-
gaard, prófessor,
frá Finnlandi Matti Lahdeoja,
visindamálafulltrúi,
frá Noregi Christoffer G. Ofte-
dahl, prófessor,
frá Sviþjóð Gunnar Hoppe, pró-
fessor,
en islensku fulltrúarnir eru dr.
Sigurður Þórarinsson, prófessor,
og Þorbjörn Sigurgeirsson,
prófessor tilnefndir af verkfræði-
og raunvisindadeild Háskóla ts-
lands, dr. Guðmundur Pálmason,
tilnefndur af Orkustofnun, og
Sveinn Jakobsson, deildarstjóri
jarð- og landfræðideildar
Náttúrufræðistofnunar tslands.
Samkvæmt reglum Norrænu
eldfjallastöðvarinnar er það hlut-
verk hennar að sinna visinda-
rannsóknum á sviði jarðelda-
fræða og veita visindamönnum og
námsmönnum frá Norðurlanda-
rikjunum öllum og annars staðar
að aðstöðu til að leggja stund á
þau fræði.
Nú fœrist skörin upp í bekkinn:
Evrópsku NATO-ríkin
gagnrýna nú
stríðshótun Nixons
BRÚSSEL 26/10 — Bandamenn
Bandarikjanna f Evrópu gagn-
rýndu I dag þá ákvöröun Nixons
Bandarikjaforseta að skipa her
sinum að vera viðbúnum strfði.
Var gagnrýnin lögð fram á sér-
fundi i fastaráöi Nató. Samkvæmt
áreiðanlegum heimildum I
Briissel létu fulltrúar margra
rikja i Ijós þá skoöun, að ekki hafi
verið sá voði á feröum að ástæða
hafi verið til að taka jafn
hættulegt skref.
Hin Nató-rlkin fengu að vita um
þetta tiltæki Nixons i gær, er full-
trúar þeirra voru kallaðir saman
á skyndifund. Segir I fréttinni að
þetta háskalega taugastriö
Lúðvík
Framhald af bls. 4
nokkrum tilslökunum frá fyrri til-
lögum íslendinga, þá gæti sam-
komulag byggt á þeim,með sann-
gjörnum viðaukum og brcyting-
um og lögskýringu forsætisráð-
herra á greininni um lög-
söguvaldiö, skilaö okkur drjúgan
spöl áleiðis i landhelgismálinu.
Slikt samkomulag ætti að
tryggja okkur lögsöguvaldið,
minnkandi sókn Breta á okkar
mið og verulega aukna friðun á
þýöingarmiklum bátamiðum.
Stjórnarandstaðan hefir enn á
ný sýnt það að á henni er ekki
hægt að byggja i landhelgismál-
inu. Hún er alltaf veikust allra i
átökum við hina erlendu aðila,
en gumar þó i tima og ótima af
þvi, að hún vilji ganga lengra en
aðrir i úrfærslu landhelginnnar.
Stefna núverandi rikisstjórnar i
landhelgismálinu hefir reynst
rétt. Hún hefir þegar fært okkur
stóra og mikla sigra i málinu. Það
skiptir þvi höfuðmáli, aö frá
þeirri stefnu verði ekki vikið i
grundvallaratriöum, þvi hún mun
færa okkur fullnaðarsigur, en
fullnaðarsigur höfum við ekki
unnið fyrr en öll bresk og vestur-
þýsk fiskiskip og öll fiskiskip ann-
arra þjóða hafa vikið af okkar
fiskimiðum, eða lúta i einu og öllu
okkar lögum og reglum um
veiðarnar.
Sendiherra Egyptalands
Nýskipaður sendiherra Arabalýðveldisins Egyptalands, Gamal
Naguib, afhenti I dag forseta tslands trúnaðarbréf sitt að viðstöddum
Einari Agústssyni utanrikisráðherra. Siðdegis þáði sendiherrann boð
forsetahjónanna aö Bessastööum ásamt nokkrum fleiri gestum.
( Frá skrifstofu forseta tslands).
Bandarlkjanna hafi gert marga
bandamenn þeirra hrædda og
ruglaða í riminu.
Bandarlkin voru búin að segja
bandamönnum sinum að auknir
vopnaflutningar Sovétmanna til
Araba væru að stefna vopnahlénu
I voöa, en varla hafði þeim orðum
verið sleppt er Kissinger flaug til
Moskvu og komist var að nýju
samkomulagi. Að sögn látast
margir forustumanna
Vestur-Evrópurikjanna nú varla
vita, haðan á þá stendur vestan-
veðrið.
Friðar-
gœslu-
menn á
leiðinni
NEW YORK 26/10 — AUs er
ráðgert að eftirlitslið Samein-
uðu þjóðanna I Austurlöndum
nær verði sjö þúsund manns
og kostnaðurinn við gæsluna
verður fimmtán miljónir doll-
ara fyrstu þjá mánuöina aö-
eins, segir I skýrslu frá Kurt
Waldheim, aöalritara Sam-
einuöu þjóðanna, sem hann
lagöi fyrir öryggisráðiö i
kvöld.
Fyrstu hermennirnir i
gæsluliðinu eru þegar á leiö á
vettvang. Tuttugu og fimm
Svium, þrjátiu og niu Finnum
og þrjátiu og sjö Austurrikis-
mönnum var i dag flogið með
breskum flugvélum frá Nikó-
siu á Kýpur til Kairó. Eru þá
sex hundruð hermenn Sam-
einuðu þjóðanna komnir til
Austurlanda nær.
I gærkvöld útnefndi Kurt
Waldheim finnskan general-
majór, Ensie Siilasvuo, yfir-
mann gæsluliðsins til bráða-
birgða. Stórveldin sjálf munu
ekki leggja gæsluliðinu til her-
menn, en enginn bannar þeim
hinsvegar að leggja til flutn-
ingabila, fjarskiptaútbúnað og
annað, sem til þarf.