Þjóðviljinn - 27.10.1973, Síða 15

Þjóðviljinn - 27.10.1973, Síða 15
Laugardagur 27. október 1973 ÞJQÐVILJINN — SÍÐA 15 PLOKK Engin kind, enginn hundur, enginn hestur, en páfagaukur! t skemmtilegu fréttabréfi, sem Dagur fékk frá Hrisey 22. október, segir: Nú er orðið fátt um kvikfén- aðinn í Hrisey og er hún fjár- laus orðin. Mest af fénu var selt á fæti til lifs og var Hjört- ur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn aðal kaupandinn og tók hann 84 kindur i gær. En ákvörðun um að eyða búfé i eynni var tekin vegna væntan- legrar holdanautastöðvar, sem við vonum fastlega að komið verði upp á næsta ári. Húsdýr þau, sem nú eru eft- ir, eru kettir og hænsn og svo ofurlitið af páfagaukum. Eng- inn hundur eða hestur er i Hrisey, og ekki heldur neinn nautgripur. Og rjúpurnar okk- ar eru flognar burt, hafa ef- laust haldið til austurlandsins, þvi að snjórinn i Kaldbak lokkar þær til sin þega liður að hausti. Fiskurinn er alltaf tregur, en Snæfellið var að landa hér 15 tonnum og landaði einnig á Dalvik. Bátarnir okkar eru mest á færi en einnig með snurvoð og einn bátur rær meö linu. Þetta er svona smáreit- ingur. Það eru helst sport- mennirnir, sem fá fisk núna, hátt i 400 kg yfir daginn, tveir á bát, og þaðer bæði gott fyrir okkur, skattstjórann og Hall- dórog við erum með færi. Við erum inni á firðinum, en þeir gömlu lita ekki við þvi, þykir það naumast samboðið virð- ingu sinni og fara út fyrir og fá þá oft á sig brælu. Hér var messað i gær og tvö börn skirð. S.F. ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Sahlon Gahlin —: Siðferðispredikarar taka yf- irleitt hörðustu afstööuna til hluta sem þeir hafa aldrei kom- ist i kynni við. 1 fyrri viku flaug górillan KISORO, 14 ára, frá Sikagó til Lundúna. Tilgangur ferð- arinnar var að hitta górillu- stelpurnar MOUILL, 13 ára, og JIVI, 12ára, sem gjarnan vilja eignast litil górillubörn. Kisoro hefur þegar eignast tvö afkvæmi. Hann þykir af- ar myndarlegur, en sagður litt vingjarnlegur á stundum. IVERIÐ VIÐBUIN • Samtök bandariskra lækna hafa sent frá sér • • viðvörun vegna háhæluðu skónna sem nú eru i ; ; tisku, og segir i tilkynningu frá þeim: „Gangið J l hægt og hafið sjúkraskirteinin á ykkur.Ef þið ! • eruð ákveðin að fylgja þessari tisku út i æsar ! • verið þá viðbúin þvi að detta, og það harka- • • lega. • SIÐAN UMSJÓN: SJ ■ ■ ■ ■ | Borgarhverfi ■ ■ ■■ ■■ :: Um 40 inilur frá Tókio er nú :: verið að reisa hverfi háskóla- :: borgara. þar sein gert er ráð ;: fyrir að uni 130 þúsund manns E: muni búa. Þarna verða um 40 :; raiinsóknastofnaiiir og mjög 5: uytiskulegiir háskóli. Þessi út- :; borg verður tvisvar sinnum ii stærri en visindaborgin Aka- i: demgorodok i Sovétrikjunuin. :; Korgin er byggð vegna þess ;: hve öll inenntasetur i Tókio 5: eru dreifð, og ennfremur er ii haft i liuga að skapa þægilegt :; andrúmsloft fyrir mennta- :: mennina. :: Hinum nýja háskóla verður :; skipt i 20 deildir, sem allar :; tengjast rannsóknarstofnun- uni á einn eða annaii liátt. und iieinendiir þegar hann Gert er ráð fyrir að i þessuin verður lullbyggður á næsta nýja háskóla verði uin 0 þús- ári. ■■■■■■■■■■•• ■■■■■■■■■■■■■■■■• SKÁKÞRAUTIN — Er þér alvara — áttum við unga saman i fyrra? Hvitur á leik og mát- ar i öðrum leik. Lausn á siðunni á morgun. Hann hannar líkamsparta í tengslum við sjúkrahús i Michigan i Bandarikjunum starf- ar maður að nafni Denis Lee og hefur þann starfa að laga likamslýti á fólki, en samt ekki á sama hátt og skurðlæknar gera með skinngræðslu og beinaflutningum. Denis Lee kallast fremur listamaður, sem hannar lik- amshluta úr ýmsum efnum. Myndin hér á siðunni sýnir hvernig Denis gerir eyra á 18 ára pilt, sem laskaðist illa i andliti i bilaárekstri og missti m.a. annað eyrað. Þegar skurðlæknar höfðu gert það sem i þeirra valdi stóð til að lagfæra andlitslýtin, var kom- iö að Denis að gera gervieyra. Hann notaði leir og silikon, limdi nýja eyrað á sinn stað og málaði það sfðan af mikilli ná- kvæmni, og náði alveg húðlit piltsins. Þessi aðgerð tók 18 klukkustundir. Denis býr einkum til nef, eyru og fingur, en erfiðustu verkefni hans er að hjálpa fólki sem hefur ætlað að fremja sjálfsmorð, ekki tekist það, en tætt i sundur á sér and- litið. Hann hefur gert heilu andlitsgrimurnar á það fólk eftir ljósmyndum. Þessir likamshlutar endast að jafnaði i ein tvö ár, en þola t.d. illa klór i sundlaugum. Þá geta sterkir sólargeislar og mikill reykur upplitaö likams- partana. Reynt er að halda kostnaði i skefjum og kostar eyra eða nef um 400 dollara, en fingur frá 100 til 200 dollara.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.