Þjóðviljinn - 30.11.1973, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.11.1973, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Föstudagur 30. nóvember 1973. Nýr stjórnmálaflokkur: Berst fyrir samskonar lífsviðhorfum og SFY t „Nýju landi" einkamálgagni Bjarna Guðnasonar, alþingis- manns, er þvi lýst yfir i nýjasta töiublaði að stofnaður verði á iaugardaginn nýr stjórnmála- flokkur. Ekki kemur fram i þessu blaði „Nýs lands” hver stefnumið hins nýja flokks eigi að vara nema i al- mennum dagskrármálum. Segir i forustugrein blaðsins að helstu verkefni hins nýja flokks verði óðaverðbólgan, þar dugi engin vettlingatök, nátengt henni sé á- standið i húsnæðis- og skattamál- um og flokkurinn muni beita sér fyrir brottför hersins. I framhaldi forsiðugreinar er þannig komist að orði um stefnu- mál flokksins: „Hinn nýi flokkur mun i grund- vallaratriðum berjast fyrir sams- konar lifsviðhorfum og samskon- ar markmiðum og SFV.” Ekkert kemur fram i blaðinu um það hvert verða kunni nafn hins nýja stjórnmálaílokks. A baksiðu er birt auglýsing um fund i Samtökum frjálslyndra og að þar verði tekin fyrir úrsögn fé- lagsins úr Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna. Bjarni Guðnason alþm. var sem kunnugt er fyrsti formaður Samtaka frjálslyndra i Reykjavik sem var fyrsta flokksfélag Hanni- balsmanna á þeim tima. Siðar var efnt til flokksstofnunar Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna, SFV. Sá flokkur fékk fimm þingmenn i siðustu al- þingiskosningum. Sl. ár, 1972, tók að bera mjög á væringum innan flokks þessa, og fór svo að hann klofnaði. Hafa til þessa verið starfandi tvö félög með svipuðu nafni i Reykjavik, en nú á að leggja annaö þeirra niður. Ekkkert kemur fram um það i blaði Bjarna Guðnasonar hversu má ætla þátttöku á stofníundi hins nýja stjórnmálaflokks. Af undrum mannlífs Þau undur hafa gerst að Eggert G. Þorsteinsson, þingmaður fyrir krata, hefur fengið stuöningsyfir- lýsingu frá (élagasamtökum, að visu Húseigendafélagi Reykja- vikur en engu að siður er um stuðning að ræða. Stuðningurinn er látinn i ijós vegna framkominnar þingsálykt- unartillögu Eggerts um athugun á breytingu á fasteignamatslög- um og lögum um sambýlishætti i fjöibýlishúsum. Húseigendafélagiö ályktaði svo um fasteignamatsmál i fjölbýlis- húsum árið 1971: „Aðalfundur Húseigendafélags Reykjavikur telur að sérgreina eigi i fasteignamati hvern hús- hluta sem þinglýstur er séreig- andi að, og sé það gjaldstofn til skattálagningar, en ekki húseign- in öll, ósundurgreind, sem nú er, Gjaldheimtan i Reykjavik gefi þá út fasteignaseðla i samræmi við þá skiptingu”. — úþ Frá aðalfundi Landverndar Hreint land fagurt land Aðalfundur Landverndar var haldinn á Hótel Esju um siðastl. helgi. Auk venjulegra aðal- l'undarstarfa voru teknir til um- ræðu þrir málaflokkar. Hjörleifur Guttormsson flutti erindi um samtök áhugamanna og hlutverk Landverndar. Stefán Sigfússon um hlutverk Land- verndar i landgræðslu og gróður- vernd, og Sigurður Magnússon um ferðamál. Um þessi mál voru gerðar nokkrar ályktanir. Úrdráttur úr ályktunum Aðalfundurinn samþykkti m.a. eftirfarandi erindi til næstu stjórnar. Ferðamál 1. Stjórn Landverndar er falið, að vinna öfluglega gegn þeim vandamálum, sem af ferða- mennskunni stafa. Sérstaklega er bent á nauðsyn úrbóta i hreinlætisaðstöðu, og að styðja beri tillögur samstarfsnefnda Náttúruverndarráðs, heil- brigðiseftirlits rikisins, ferða- málaráðs, Ferðafélags Islands, Skógræktar rikisins og sam- gönguráðuneytis, sem nú liggja fyrir. 2. Að stóraukin áhersla verði lögð á áróður fyrir bættum um- gengnisvenjum undir merkinu „Hreint land fagurt land”, og jafnframt verði reynt að fá fræðslu um þau mál tekin upp i skólum t.d. i sambandi við kennslu i vistfræði og fræðslu um náttúrvernd, sem nú mun i undirbúningi. 3. Að stjórn Landverndar óski eftir þvi við samgönguráðherra að gerð verði áætlun um þróun ferðamála á breiðum grund- velli, þar sem tekið verði tillit til hinna ýmsu þjóðhagslegu sjónarmiða m.a.: a. eflingar samgangna b. atvinnuuppbygginga c. byggðaþróunar d. þarfa innanlands fyrir gistiþjónustu, t.d. vegna orlofs- dvalar þéttbýlisfólks út um landið, og vegna námsdvatar skólafólks að vetrarlagi i þétt- býli. e. þarfa innlendra manna fyrir aðgang að náttúru lands- ins og gæðum þess f. umhverfissjónarmiða. Samstarf Landverndar og náttúruverndar- samtaka 1. Stjórninni er falið að hefja við- ræður við stjórnir náttúru- verndarsamtaka landshlutanna um möguleika til nánari sam- vinnu þessara aðila. 2. 1 þessum viðræðum verði m.a. kannað, hver staða iandshluta- samtakanna innan Landvernd- ar skuii verða. Sérstaklega verði kannað hvort landshluta- samtökin gætu myndað sér- staka náttúruverndardeild inn- an Landverndarsamtakanna við hliðina á landgræðslu- og mengunardeild. 3. Þá verði kannað hvort hugsan- legt sé. að samtökin takist á hendur skipulagningu land- græðslustarfs á félagssvæðum sinum i þágu Landverndar. 4. Niðurstöður þessara viðræðna verði kynntar á fulltrúafundi Landverndar vorið 1974. Landgræðsla og gróðurvernd 1. Unnið verði að sjálfboðastarfi við melskurð viðsvegar um land, einkum i samstarfi við skóla, þar sem þvi verður við komið. Framhald á 14. siðu sjónvarp nœstu viku Sunnudagur 17.00 Kndurtekiö efni. Færeyj- ar.Siöasta myndin af þrem- ur, sem sjónvarpsmenn gerðu i ferð sinni til Fær- eyja sumarið 1971. Hér er meðal annars brugðið upp myndum af leikhúslifi Fær- eyinga og litið inn hjá myndhöggvaranum Janusi Kamban og skáldinu Willi- am Heinesen. Þulir Borgar Garðarsson og Guðrún Alfreðsdóttir Þýðing Ingi- björg Joensen. Umsjón Tage Ammendrup. Áður á dagskrá 4. febrúar 1973. 18.00 Stundin okkar. Fyrst verður flutt jólasveinasaga og að þvi búnu koma Súsi og Tumi og Glámur og Skrám- ur til skjalanna. Þá er i þættinum mynd um Róbert bangsa og siðan framhald spurningakeppninnar. Loks verður rætt litillega um sögu og notkun islenska fán- ans. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guð- mundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. 19.00 lllé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.30 Ert þetta þú? Fræðslu- og leiðbeiningaþáttur um akstur og umferð. 1 þessum þætti er einkum fjallað um akreinaskiptingu og akstur á hringtorgum. 20.45 Það eru komnir gestir. Elin Pálmadóttir tekur á móti Bjarna Guðmunds- syni, Björgu örvar og Gisla Baldri Garðarssyni i sjón- varpssal. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.30 Strið og friður. Sovésk framhaldsmynd. 7. þáttur, sögulok. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Efni 6. þáttar: A'drei Bolkonski særist illa i orustunni við Borodino. Þessi orusta var mjög mannskæðog féll helmingur rússneska hersins. Kútúsof marskálkur hafði ætlað sér að fylgja sigrinum við Boro- dino eftir með þvi að gera árás á Frakka daginn eftir, en vegna hins gifurlega mannfalls er það ekki hægt. Sigur Rússa liggur þó i loft- inu. Kútúsof ákveður að hætta ekki á bardaga um Moskvu, þar sem hann ótt- ast, að herinn þoli ekki meira mannfall. Hann fyrirskipar undanhald og herinn hörfar austur fyrir Moskvu. Ibúar borgarinnar flýja. Rostoff-fjölskyldan lánar vagna sina til sjúkra- flutninga og Andrei verður þannig samferða Natösju á flóttanum. Hann liggur fyrir dauðanum og Natösju er bannað að sjá hann. Hún laumast þó inn til hans og þau tjá hvort öðru ást sina. Pierre Bésúhof ákveður að verða eftir i Moskvu og ætl- ar að myrða Napóleon til þess að forða Evrópu frá frekari ógæfu. Franskir hermenn handtaka hann og gruna hann um njósnir. 22.25 Tvær konur. Bresk kvik- mynd um tvær miðaldra konur, Iif þeirra og hagi. önnur býr i Bretlandi, en hin i Ungverjalandi, og i myndinni segja þær frá daglegu lifi sinu og félags- legu umhverfi. Þýðandi og þulur Dóra Hafsteinsdóttir. 23.15 Að kvöldi dags. Séra Sæmundur Vigfússon flytur hugvekju. 23.25 Dagskrárlok. Mán udajíiir 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 2 0.3 5 M a ð u r i n n . Fræðslumyndaflokkur um manninn og hátterni hans. 10. þáttur. Kunnátta til sölu. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.10 Heilbrigðisstofnun Sam- einuöu þjóöanna 25 ára. Stutt yfirlitsmynd um starf- semi stof nunarinnar i aldarf jórðung. Þýðandi Gylfi Gröndal. 21.20 Aksel og Marit. Sjón- varpsleikrit eftir norska rit- höfundinn Terje Mærli. Meðal leikenda eru Sverre Anker Ousdal, Eva Opaker, Ivar Nörve, Eilif Armand og Vibeke Falk. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. Aðal- persónurnar eru ung hjón, sem sezt hafa að i Osló, en hafa ekki mikið fé handa milii og eiga við ýmis vandamál að striða. (Nord- vision — Norska sjónvarp- ið). 23.00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.35 Bræðurnir. Bresk fram- haldsmynd. 3. þáttur. Sýnd veiði. Þýðandi Jón O. Ed- wald. Efni 2. þáttar: A fyrsta fundi hinnar nýju stjórnar flutningafyrir- tækisins er Edward kjörinn stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri. Hann gerir tilraun til að fá hin til að selja sér þeirra hlut i fyrir- tækinu, en án árangurs. Anna, kona Brians, vill láta mann sinn selja arfshluta sinn og kaupa nýtt hús fyrir andvirðið, en hann ákveður að taka þátt i rekstri fjöl- skyldufyrirtækisins fram- vegis, og hún reiðist ákaf- lega. Ekkja Roberts Hammonds fer til lögfræð- ingsins, sem samið hafði erfðaskrána, og biður hann að kanna möguleikana á að ógilda hana, en hann kveður það vonlaust. 21.30 lleimshorn. F'réttaskýr- ingaþáttur um erlend mál- efni. Umsjónarmaður Sonja Diego. 22.00 Skák. Stuttur, banda- riskur skákþáttur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 22.10 Jóga til heilsubótar. Bandariskur myndaflokkur með kennslu i Jóga-æfing- um. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 22.35 Dagskrárlok. Miðvikudagur 18.00 Kötturinn Felix. Teikni- myndir. Þýðandi Jóhanna Jónsdóttir. 18.15 Skippi. Ástralskur myndaflokkur. Daglauna- maöurinn. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. 18.40 Svona eru börnin — i Nepal.Norsk mynd um dag- legt lif og leiki barna i ýms- um löndum. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 19.05 Illé. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.35 Lif og fjör i læknadeild. Brezkur gamanmynda- flokkur. Fatafellan. Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 21.05 Krunkaö á skjáinn. Þáttur með blönduðu efni varðandi fjölskyldu og heimili. Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. 21.45 Frá Itódesiu. Sænsk yfir- litsmynd um lif og kjör Ródesiumanna og sambúð hvitra manna og svartra i landinu. Þýðandi Jón O. Ed- wald. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.25 Dagskrárlok. Föstudagur 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.35 N'ictor Borge. Breskur skemmtiþáttur með dansk- bandariska spéfuglinum og pianóleikaranum Victor Borge. Undirleik annast félagar úr Filharmóniu- hljómsveit Lundúnaborgar. Einníg koma fram i þættin- um tyrkneski pianóleikar- innSahan Azurni og ballett- dansmærin Maina Gielgud. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. 21.35 Landshorn. Fréttaskýr- ingaþáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Eiður Guðnason. 22.05 Mannaveiðar. Bresk framhaldsmynd. 19. þáttur. GáIgafrestur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Efni 18. þáttar: Ninu berast boð um að leggja leið sina til ka- þólskrar kirkju i grennd við bústað Gratz. Þegar þangað kemur, hittir hún þar fyrir Adalaide og Jimmy. Skömmu siðar ryðst hópur SS-manna inn i kirkjuna. Þeir skjóta á Jimmy og taka Ninu og Adelaide til fanga. Þær eru yfirheyrðar af mik- illi hörku, og Nina segir allt af létta um samband sitt við Gratz. Siðar kemur i ljós að hér eru ekki SS-menn á ferðinni, heldur dulbúnir félagar úr andspyrnu- hreyfingunni. Adelaide tekur Ninu með sér heim og hvetur hana til að fara aftur til Gratz. 22.55 Dagskrárlok. Laugardagur 17.00 íþróttir. Meðal efnis eru myndir frá innlendum iþróttaviðburðum og mynd frá leik ensku knattspyrnu- liðanna Leicester og Totten- ham Hotspurs (kl. 18.15). Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónarmenn Björn Teitsson og Björn Þor- steinsson. 19.45 Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar. 20.30 Söngelska fjölskyldan. Bandariskur söngva- og gamanmyndaflokkur. Þýð- andi Guðrún Jörundsdóttir. 20.55 Ugla sat á kvisti. Skemmtiþáttur með söng og gleði. Meðal gesta i þættin- um eru Gunnar Þórðarson, Pálmi Gunnarsson og Rió- trióið. Umsjónarmaður Jónas R. Jónsson. 21.20 Baobab. Bresk fræðslu- mynd (Survival) um Baobab-tréð i Afriku og fugla og smádýr, sem i þvi búa. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 22 .10 Tot - f jö1sky1dan. Ungversk gamanmynd, byggð á sögu eftir István Orkény. Þýðandi Hjalti Kristgeirsson. Myndin ger- ist i litlu, ungversku sveit- aþorpi i „seinna striðinu”. Hjá Tot-fjölskyldunni er liðsforingi nokkur i eins konar hressingardvöl. Gestur þessi er Tot-hjónun- um til mikils ama og leið- inda. en þau gera sitt ýtr- asta til að umbera hann. þar eð sonur þeirra er undir- maður hans i hernum. Þess má geta. að leikritið „Það er kominn gestur”, sem Leikfélag Reykjavikur sýndi fyrir nokkrum árum, var bvggt á sömu sögu og þessi kvikmynd. 23.55 Dagksrárlok. wmm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.