Þjóðviljinn - 30.11.1973, Blaðsíða 7
Föstudagur liO. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
©
Fall er
fa ra r-
heill
Síöa um
málefni
rauösokka
Einsog lesendur ef til vill muna
birtist i fyrri viku siða i Þjóðvilj-
anum undir hausnum hér að ofan
og er nú ætlunin að hún birtist
nokkurn veginn reglulega einu
sinni i viku. Verða hér tekin fyrir
mál, sem við höfum ástæðu til að
ætla, að stór hluti lesenda Þjóð-
viljans hafi áhuga á, þ.e. ýmislegt
varðandi jafnrétti kynjanna og
hina nýju mannréttinda- og kven-
frelsisbaráttu, sem risið hefur
viða um lönd á undanförnum ár-
um, en þessi hreyfing hefur, þótt
óskipulögð sé, fundið sér sameig-
inlegt tákn i krepptum hnefa inni
kventákni liffræðinnar. Rauð-
sokkar eru helstu málsvarar
baráttunnar hér á landi, en fleiri
hópar hafa einnig starfað i likum
anda, einsog td. tíurnar, ungi
hópurinn innan Kvenréttinda-
félagsins.
Þvi miður urðu þau mistök við
birtingu fyrstu siðunnar, að aðal-
fréttin sem á henni átti að vera
kom á öðrum stað i blaðinu, mas.
i öðru blaði, nefnilega i sunnu-
dagsblaði Þjóðviljans næst á und-
an, og þá undir annarri fyrirsögn.
Voru þetta viðtöl við þá Snorra
Jónsson forseta Sí og Harald
Steinþórsson hjá BSRB og fyrir-
sögnin átti að vera ,,Hvað varð af
kröfunni um launajafnrétti? ”
Kom fram, að hvorug þessara
stærstu launþegasamtaka
landsins hafa sett fram kröfur um
launajafnrétti kynjanna i yfir-
standandi kjarasamningum, þótt
bæði viðurkenni, að slikt jafnrétti
er ekki rikjandi i raun, þrátt fyrir
gildandi lög. t launakröfum
BSRB er þó sett fram stefnuyíir-
lýsing i þessu efni og lita má
eintiig á kröfur ASt um hækkaða
taxta i frystihúsum og kaup-
tryggingu sem stórt spor i rétta
átt með tilliti til að það eru fyrst
og fremst konur, sem i frystihús-
unum vinna, og aðalvinnuaf!
kvenna þar við störf lausráðið.
Ástæðan til mistaka við birt-
ingu mun vera að efnið var tilbúið
nokkru fyrr en siðan vannst ogl
umsjónarmaður hennar, sem ert
Vilborg Harðardóttir blm., utan-
bæjar. Vonandi sannast hérgamla
máltækið, að fall sé fararheill.
Væntum við nokkurrar samvinnu
viö lesendur um þessa siðu, sem
á að vera opinn vettvangur um
jafnréttismálin, hvort sem þið
viljið skrifa greinar og húgleið-
ingar um þessi efni eða segja
smásögur úr daglega lifinu, —
eitthvað sem þið rekist á til bóta
eða nátttröllin, sem lýsa fordóm-
um, hugsunarleysi eða úreltum :
hugsunarhætti. Ef þið viljið,
leggja þannig orð i belginn ann-
annarsstaöar hér á siðunni, nægir
kannski að hringja i umsjónar-
mann hennar; siminn er 17500.
Konu hér i borg, rauðsokku, var
nýlega boðiö starf hjá opinberri
stofnun. Henni leist vel á og fór
og talaöi við viðkomandi fulltrúa
stofnunarinnar. Starfinu var lýst
likt og fulltrúastarfi, en þegar
hún spurði um kaupiö, reyndist
það i fremur lágum launaflokki
og stöðuheitið var ekki „fulltrúi".
Konan sagöi, sem var, að þótt hún
liefði isjálfu sér áhuga á starfinu,
gæti hún ekki tekið það fyrir þessi
laun, mundi enda lækka allveru-
lega frá þeim launum sem hún
hefur i núverandi starfi.
Þetta skildi maðurinn. en
kvartaöi sáran. Þeir hefðu hingað
tii alltaf revnt að hafa karlmann i
þessu starfi, en af þvi að það væri
svona lágt flokkaö væri slikt orðið
ómögulegt, og þvi hefði þeim nú
dottið i hug aö reyna að fá konu!
Þetta er svo sannarlega ekkert
einsdæmi og sýnir rétt einu sinni,
hvernig farið er i kringum lögin
um launajafnrétti með kyn-
greindri niðurröðun i störfin.
Hann heitir fulltrúi, hún ritari eða
jafnvel skrifstofustúlka, þá er
þegar með starfsheitinu búið að
ákvarða, ekki bara hvers kyns
viðkomandi sé, heldur lika, að
starfsmaðurinn sé ungur að
árum (stúlka, ekki kona), þá er
hægt að borga enn minna. —
Hann heitir verslunarstjóri eða
deildarstjóri, hún afgreiðslu-
stúlka. Það er hægt að borga kon-
Laus staða
Ráðunevtið æskir að ráfta starfsmann, er lokíð hefur.námi
Fósturskhla tstancfs eða sambærilegum skóia ng auk
framhaidsmenntun og reynslu i uppeMissfarft,
'''♦nannsinsyrðu m.a, að athuga umsóknírtii
•mt lfigum nr. 29/1973. um hlutdeild
dagvistunarheim ija, svo og
>■ til ráöuneytis og
- - '****!&«»,
j^gcir föct'^dnZ' uPp
;Pp/SlÚS *iZrAftF's
"Slr}^ ÞÞtrir*-
Stúlka óskast
SkúfJiTnirlU]1lr^ Reykjavikurborgar
%
Þetta ætti
Jafnlaunaráö
aö taka
til athugunar
lega, hinsvegar eftir skrifstofu-
stúlku með sömu menntun, en
ekkert er sagt um framamögu-
leika i starfinu.
Stundum heggur jafnvel sá, er
hlifa skyldi. Þannig upplýsti mas.
Kvenréttindafélag tslands i vor
cftir skrifstofustúlku.
Svona mætti lengi telja og þvi
miður ganga opinberar stofnanir
siður en svo á undan með góðu
fordæmi. Þannig auglýsti alþingi
sjáll't i fyrri viku i útvarpinu eftir
stúlku með mikinn vélritunar-
hraða, byggingafltr. Ileykjavikur
vildi fá stúlku vana vélritun og
rikisspitalarnir auglýstu i auglýs-
Kyngreining starfa
strax í auglýsingum
um minna en körlum. Þaðer hægt
að borga ungum konum enn
minna — og svo er hún kölluð
stúlka, jafnt þótt hún sé á miðjum
aldri eða eldri. (Og stundum
dama).
Verkefni fyrir
Jafnlaunaráð
Ekki sé ég betur en hér sé svo
sannarlega verkefni til athugunar
fyrir Jafnlaunaráð, sem nýbúið
er að skipa i, en samkvæmt lög-
unum um það er atvinnurekend-
um óheimilt að mismuna starfs-
fólki eftir kynferði og eru verk-
efni þess skilgreind þannig:
Það á að vera ráðgefandi gagn-
vart stjórnvöldum, stofnunum og
félögum i málefnum er varða
jafnrétti með konum og körlum i
kjaramálum og við ráðningu eða
skipun til starfs.
Það á að fylgjast með þjóðfé-
lagsþróuninni, sem varðar þetta
lagaefni,og gera tillögur til breyt-
inga til samræmis við tilgang
þessara laga.
Það á að stuðla að góðri sam-
vinnu við samtök atvinnurekenda
og launafólks svo og aðra þá
aðila, sem kjaramál snerta, svo
að stefnu og markmiði laganna
verði náð með sem eðlilegustum
hætti.
Það á að taka til rannsóknar af
sjálfsdáðum hver brögð kunna að
vera að misrétti i kjaramálum,
að þvi leyti er lögin varðar.og er
opinberum stofnunum og félags-
samtökum á vinnumarkaði skylt
að veita ráðinu hverskyns upplýs-
ingar þar að lútandi.
Það á að taka viö ábendingum
um brot á ákvæðum laganna og
rannsaka málið af þvi tilefni, en
senda að rannsókn lokinni máls-
skjöl til þeirra aðila, er málið
snertir. Fallist atvinnurekandi
ekki á tilmæli ráðsins er þvi siðan
heimilt, i samráði við viðkomandi
starfsmann, að höföa mál i um-
boði hans til viðurkenningar á
rétti hans..
Kyngreiningin
Sú kyngreining starfanna, sem
áður var á minnst og kemur fram
þegar i auglýsingum um lausar
stöður, ætti að vera eitt hið fyrsta
sem ráðið kannar, samkvæml
ákvæðinu um misrétli „við ráðn-
ingu eða skipun til starfs”. Það
þarf ekki annað en lletla upp i
dagblöðunum, þar sem allt morar
af auglýsingum eflir fólki af
fyrirlram ákveðnu kyni i störfin.
Það er óskað eftir laghentri
stúlku, ritara með próf úr
Kvennaskólanum, vökukonum,
konum til ræslinga, hjúkrunar-
konum, stúlkum til sauraa, fyrir
utan allar skrifstofustúlkurnar og
afgreiðslustúlkurnar.
Sama fyrirtæki auglýsir i sömu
auglýsingu annarsvegar eftir
skrifstofumanni með verslunar-
menntun, tekið Iram að mögu-
leikar séu á stöðuhækkun fljót-
ingu annars vegar eftir aðstoðar-
manni á Upptökuheimili rikisins,
hinsvegar ei'tir starfsstúlku i
eldhús sömu stofnunar.
Aðeins Uóstur og simi auglýsti
eltir skrifstofu fólki og mennta-
málaráðuneytið gerði enn betur,
það auglýsti eftir starfs manni,
sem lokið hefði námi úr Fóstur-
skóla rikisins.
Tillögur iil breytinga
Meðan atvinnurekendum helst
á þennan hátt uppi ekki einast að
kyngreina störfin, sem fólk vinn-
ur hjá þeim.heldur mas, aö kyn-
greina væntanlega umsækjendur
um þau, er ekki von á góðu. Uegg
ég þvi lil, að samkvæmt ákvæðinu
um það verkefni Jafnlaunaráðs
Framhald á 14. siöu
ORÐ
I
BELG
Endilega ,,stúlka"?
B.E. hringdi og sagði eftir-
farandi sögu:
1 vélritunartima i skóla hér i
bænum fyrir nokkrum dögum
spurðu nemendurnir, hvað
þeir ættu að þýða, þessir stafir
efst i horninu til vinstri á
verslunarbréfum. (T.d.
GJ/nn)
Jú, svaraði kennarinn, þetta
eru upphafsstafirnir. F'raman
við skástrikið eru' stafir for-
stjórans eða þess, sem semur
bréfið, aftan við strikið stafir
vélritunar stúlkunnar.
Var einhver að halda þvi
fram, að uppeldi og mótun
stráka og stelpna i skólunum
væri eins?
Miðað við kaup
annars kynsins
X skrifar:
Alltaf eru menti að byggja,
og til aö geta byggt þurfa þeir
að kaupa eða leigja sér lóðir
undir framkvæmdirnar. t
svona tilvikum eru náttúrlega
gerðir samningar á samninga
ofan, þvi allt þarf þetta jú að
vera löglegt og löggilt, svo
smiðurinn standi ekki einn
góðan verðurdag uppi tóm-
hentur. Hér á dögunum barst
mér einn svona lóðaleigu-
samningur upp i hendurnar.
Þetta er samningsform, eitt af
mörgum samskonar, sem
hafa i raun haldist óbreytt að
formium áratugi. Meðal ann-
arra atriða, sem plaggið
greinir, er upphæð þeirrar
leigu, sem leigutakanum ber
að inna af hendi ár hvert.
„Gjaldið”, já það var einmitt
það, sem ég vildi gera að um-
talsefni. Ekki þó vegna þess,
hversu mikiö það er, heldur
hversu það er ákvarðað skv.
þvi sem greinir i skjalinu.
Slikt lóðaleigugjald er ákvarð-
að 5% af kaupi karlmanns i
venjulegri dagvinnu.
Kaupi karlmanns? Mig rak i
rogastans þvi óg vissi ekki
betur en það hefði verið lög-
lest 1901 að laun karla og
kvenna i verkamannavinnu
skyldu vera jafnhá, eða eins
og það er orðað: „sömu laun
fyrir sömu vinnu”. Að visu
hefur það spurst að þessi laga-
boð séu ekki fyllilega virt, og
er illt ef satt er. Þó er nú skör-
in farin að færast upp á bekk-
inn, ef þetta misrétti er stað-
lest sem staðall i hálf-opinber-
um plöggum landsins.
Hentugt nám
Að endingu saga skólastúlku
úr félagsfræðitima:
Það er rætt um ýmsar
námsgreinar, með og móti,
rma. bókhald. Er nú nauðsyn-
legt að vera aö læra svoleiðis?
Skoðun kennarans: M.a.s.
iyrir stúlku getur verið mjög
hentugt að læra bókhald, jafn-
vel þótt hún giftist. Hugsið
ykkur hvað hún gæti hjálpað
eiginmanni sinum, ef hann
færi út i sjálfstæðan rekstur.
Ilm.
Hvaö er
konan án karls?
(), nei, nei, ekki er það svo-
sem nýtt, að kona sé kennd við
karlinn, sem hún er gifl, trú-
lofuð eða bara „með”. „Stelp-
an, sem hann Jón er með...”
Og hver kannast ekki við
myndatextana i dagblöðun-
um: Frá vinstri: Jón Jónsson
forstjóri og frú, frú
Guðmundar Guðmundssonar
framkvæmdastjóra, Sigurður
Sigurðsson meðstj., Guð-
mundur Guðmundsson
frkvstj...
1 gamalli fundargerð bygg-
ingarnefndar Reykjavikur, 4.
júni 1898,getur að lita eftirfar-
andi:
„11. Var Guðrúnu Jónsdótt-
ur (barnsmóður Arna Eyþórs-
sonar) útvisuð lóð i skugga-
hverfi...”
Leggöu orö í belg
Hefur þú ekki lika heyrt, séð
eða lesið eitthvað ihugunar-
vert i þessa veru nýlega, já-
kvætt eða neikvætt? Leggðu
þá orð i belg, skrifaðu eða
hringdu, siminn er 17500.—vh