Þjóðviljinn - 30.11.1973, Blaðsíða 3
Föstudagur 30. nóvember 1973. ÞJÓÐVILJINN — S1ÐA3
Engin jól án hangikjöts
100 tonn seld fyrir jólin
hjá SIS og SS á höfuðborgarsvæðinu
Þegar jólin nálgast fara blaðamenn á kreik til
að búa tii fréttir um allt sem á einhvern hátt
snertir jól og jólahald. Einn þeirra hluta sem i
þann flokk falla er hangikjöt. Þvi þótti blaðinu
sjálfsagt að þreifa fyrir sér um hversu mikið ts-
lendingar hesthúsa af hangikjöti um jólin.
Ekki reyndist það gerlegt þvi cngar tölur
liggja fyrir um heildarát landsmanna á þessum
þjóðarrétti. En þá tókum við það til bragðs til að
reyna að gefa smámynd af málinu að hafa tal af
stærstu framleiðendum hangikjöts á höfuðborg-
arsvæðinu sem eru Sláturfélag Suðurlands og
SÍS.
40 tonn fyrir
jólin hjá SS
Vigfús Tómasson sölustióri Sláturfélagsins
tjáði blaðamanni að fyrirtækið seldi um 40 tonn
af hangikjöti fyrir hver jól. Færi það heldur vax-
andi. Hangikjötsneyslan hefur þó breyst töluvert
hin síðari ár. Nú er hún miklu jafnari yfir allt ár-
ið þótt langsamlega sé hún mest fyrir jólin þvi
,,það eru engin jól án hangikjöts” eins og Vigfús
sagði.
Hann kvað þá vera byrjaöa af fullum krafti á
að reykja hangikjöt og yrðu þeir að fram að jól-
um því flestir vilja fá kjötiö nýreykt.
300 tonn á ári hjá SÍS
Guðjón Guðjónsson i Afurðasölu SÍS á Kirkju-
sandi kvað heildarframleiðsluna á hangikjöti
vera um 300 tonn á ári hjá SIS og væri þá ein-
göngu átt við höfuðborgina. Af þessu magni selj-
ast 20% eða 60 tonn i jólamánuðinum einum.
Þótt reyking sé stunduð allt árið kvað Guðjón
hana alltaf taka kipp fyrir jólin. Nú er sá kippur
hafinn og stendur fram að jólum.
Heildarsala SIS á dilkakjöti er um 3 þúsund
tonn á ári og er þvi hangikjötssalan um 10% af
henni.
Hundruð pakka sendir
úr landi
Matardeildir SS annast fyrir fólk sendingu
hangikjöts til útlanda. Hjá Matardeildinni i
Hafnarstrætinu fengum við þær upplýsingar að
slikar sendingar skiptu hundruðum um hver jól.
Til eru staðlaðir pakkar meö ýmsum islenskum
mat auk hangikjöts. Haf þeir notið vinsælda
meðal fólks sem senda vill vinum sinum erlendis
islenskan jólamat. 1 fyrra voru sendir út einir
400 slikir pakkar og fer eftirspurn vaxandi.
Sendingarnar eru þegar hafnar og hafa staðið
i viku. Yfirleitt fara jiær allar i flugjpósti og er
siðasti séns að senda 15. desember. —ÞH
Fleiri skip bætast
út falla
Menntun,
ábyrgð og
sérhæfing
séu
metnar
til launa
segir í samþykkt
Félags íslenskra
nóttúrufræðinga
I samþykkt almenns fundar i
Félagi fslenskra náttúrufræðinga
um kjaramál; háskólamanna i
rikisþjónustu segir m.a.:
„Almennur fundur i Félagi is-
lenskra náttúrufræðinga, haldinn
27. nóvember 1973 telur, að mjög
varhugaverðs misskilnings gæti
varðandi kjaramál háskóla-
manna i rikisþjónustu, og vill i
þvi sambandi vekja athygli á
eftirfarandi:
Samkvæmt lögum um kjara-
samninga opinberra starfsmanna
fer Bandalag háskólamanna
(BHM) með samningsrétt fyrir
háskólamenn i rikisþjónustu.
Samningsréttur þessi er þó tak-
markaðri en flestra annarra
'-mustétta, þar sem honum fylg-
ekki éerkfallsréttur. Takist
samningar ekki, gengur málið til
Kjaradóms, og skal hann sam-
kvæmt 21. gr. laganna m.a.
byggja úrskurö sinn á eftifar
andi:
1. Kjörum launþega, er vinna
sambærileg störf hjá öðrum en
rikinu.
2. Kröfum, sem gerðar eru til
menntunar, ábyrgðar og sérhæfni
starfsmanna.
3. Afkomuhorfum þjóðarhúsins.
t samræmi við þessa málsmeð-
ferð eru launakröfur BHM að
sjálfsögðu miðaðar við að ná jöfn-
uði við launakjör þeirra er hlið-
stæð störf vinna á hinum frjálsa
vinnumarkaði i landinu. Tilraunir
óviðkomandi aðila til að torvelda
launabaráttu og trufla samnings-
gerð BHM eru þvi ósæmilegar i
mesta máta...
Bent skal á, að margir virðast
halda, að laun háskólamanna i
rikisþjónustu séu miklu hærri en
raun ber vitni. Þannig voru t.d.
byrjunarlaun háskólamenntaðra
gagnfræðaskólakennara með
B.A.-próf i september 1973 kr.
46.704,- á mánuði að lokinni
starfsþjálfun, en hámarkslaun
þeirra eru kr. 50.885,- á mánuði.
Samkvæmt nýlegri greinargerð
frá BHM hafa um 70% allra há-
skólamanna i rikisþjónustu nú
byrjunarlaun lægri en 60.000
krónur á mánuði, og myndu sam-
kvæmtkröfunum fá byrjunarlaun
kr. 90.000 eða lægri. Til saman-
burðarerbentá,aðkröfur þjóna i
yfirstandandi kjaradeilu eru allt
að kr. 86.120,- i kauptryggingu á
mánuði, og kröfur matsveina eru
allt að kr. 93.600,- og fram hefur
komið i fjölmiðli, að miölungs-
laun flugstjóra séu kr. 150.000,- á
mánuði. Fullyrðingar um að há-
skólamenn i rikisþjónustu hafi
forystu um aukinn launamun i
landinu eru þvi úr lausu lofti
gripnar, en vissulega gera há-
skólamenn kröfu til að menntun
þeirra, ábyrgð og sérhæfing sé
metin til launa á sama hátt og
annarra launastétta i landinu”.
við, en
1 ræðu sinni á aðalfundi Llú
sagði Kristján Ragnarsson for-
maður stjórnar LIÚ frá þvi, að
endurnýjun i fiskiskipaflotanum
hefði verið mikil á árinu. Auk tog-
aranna sem við fiskistólinn hafa
bæst hafa verið skráð 34 ný skip á
árin, sem skiptast þannig eftir
stærð:
7-12 rúml. 15 skip
13-50 rúml. 13 skip
100-150 rúml. 6 skip
Síðan las formaðurinn orðrétt:
„Auk þess hafa veriö skráð 3
innflutt notuð skip, sem eru sam-
tals um 1.300 rúmlestir.
I smiðum eru innanlands 32
minni skip og einn skuttogari.
Þau skiptast þannig eftir stærð:
8-12 rúml. 8 skip
13-50 rúml. 17 skip
75-100 rúml. 2 skip
100-150 rúml. 5 skip
Höggvið hefur verið stórt skarð
i fiskiskipaflotann á þessu ári. 1
ársbyrjun vildi hvert óhappið til
eftir annað, og misstum við þar
bæöi vaska sjómenn og góð skip.
Felldir hafa verið út af skrá 3
eldri togarar, sem seldir hafa
verið til niðurrifs. Onnur skip, 26
að tölu, hafa verið felld út af
skipaskrá og skiptast þau þannig
eftir stærð:
Undir 30 rúml. 7 skip
31-100 rúml. 15 skip
yfir 100 rúml. 4 skip”
LeVan
Ky
kemur
í dag
Blaðinu hefur borist eftirfar-
andi fréttatilkynning frá Vlet-
namnefndinni á tslandi:
„I dag, föstudag, kemur hingað
til lands Le Van Ky, fulltrúi Þjóð-
frelsisfylkingar Suöur-VIetnam
og forstöðumaöur upplýsinga-
skrifstofu Bráðabirgðabyltingar-
stjórnarinnar (BBS) sem er i
Osló. Le Van Ky mun flytja ávarp
á 1. des. fundi stúdenta i Háskóla-
biói, eiga fund með utanrikisráð-
herra og fleiri þingmönnum.
Þá er áætlað að hann heimsæki
vinnustaði og fái tækifæri til að
kynnast störfum verkafólks, ekki
sist i fiskiðnaði.
Vietnamnefndin heldur
stuðningsmannafund meö Le Van
Ky um miðja næstu viku og verð-
ur hann auglýstur siðar.
Þetta er i fyrsta skipti sem Le
Van Ky kemur hingað til lands og
mun hann dveljast hér i eina viku.
Vietnamnefndin á lslandi”.
Sá rétti
Vilhjálmur
Finsen
Þau mistök urðu hjá okkur i
gær, að með grein á 10. siðu þar
sem birtir voru kaflar úr ævisögu
Vilhjálms Finsen „Alltaf á heim-
leiö” birtist röng mynd.
Myndin var af Vilhjálmi Finsen
eldra, yfirdómara við landsyfir-
réttinn, alþingismanni o.fl., en
hér kemur mynd af þeim Vil-
hjálmi Finsen, sem stofnaði
Morgunblaðið og vitnaö var til i
greininni i gær.
Brésjnéf
í Indlandi
NÝJU DELHl 29/11 — Brésjnéf
flokksleiðtogi i Sovétrikjunum
hélt heimleiðis I dag eftir 5 daga
heimsókn hjá Indíru Gandhi i
Indlandi. Hélt hann ræðu i ind-
verska þinginu og ræddi alþjóöa-
pólitik. Hann og Indira undirrit-
uðu 3 samninga sem gerðir verða
opinberir á morgun.
Happdrætti Þjóðviljans 1973
Dregið á Þorláksmessu. Niu vinningar. Ferðalög fyrir tvo innan lands og utan.
Eflum Þjóðviljann Sjöundi vinningurinn i happdrætti Þjóðviljans er að þessu sinni gist-
ing og matur fyrir tvo I vikutima á Hótel Reynihlið við Mývatn. 1 vinn-
— Gerum fljótt oe vel skil. ingnumerinnifaliðflugfarfyrirtvofráReykjaviktilAkureyrarogbfl-
ferð þaðan til Mývatns. Verðgildi þessa vinnings er kr. 37.000.00,
Skrifstofa happdrættisins á
Grettisgötu 3 er opin alla
virka daga, simi 18081.
Um helgina veröur skrifstof-
an opin á laugardag kl.
13.00—19.00 og á sunnudag á
sama tima.
Skrifstofan
opin um helgina