Þjóðviljinn - 30.11.1973, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.11.1973, Blaðsíða 10
Ármann ógnaði íslandsmeisturunum en Ólafur Benediktsson bjargaöi liði sínu þegar mest reið á með frábærri markvörslu og Valur sigraði 16:13 Ármenningar sýndu einn sinn besta leik um langan tíma er þeir mættu Is- landsmeisturum Vals sl. miðvikudagskvöld og það var fyrst og fremst fyrir snilldarmarkvörslu ólafs Benediktssonar að Vals- menn fóru með sigur af hólmi. Að visu var gamla mulningsvélin nú vel smurð en þá var það bara sóknin sem brast. Aftur á móti léku Ármenningar varnarleikinn eins og best gerist/ og markvarsla Ragnars Gunnarssonar var i samræmi við það, mjög góð þótt hún dygði Ármenningum ekki til sig- urs. Það var fimm minútna kafli i siðari hálfleik leiksins sem gerði útum hann. Valsmenn höfðu yfir 9:5 i leikhléi og Armenningar • 4 staðan Staðan i 1. deild er nú þessi: FII 3-3-0-0-fi8:52-6 Valur 4-3-0-1-78:71-6 Fram 4-1-3-0-78:68-5 llaukar Vikingur Þór IR Ármann 4-1-2-1-77:82-4 4-2-0-2-91:91-4 4- 1-1-2-69:79-3 5- 1-1-3-93:106-3 4-0-1-3-58:61-1 Markahæstu menn: Gisli Blöndal Val 29 Axel Axelsson I'ram 29 llörður Sigmarsson llaukum 28 Kinar Magnússon Vikingi 27 Viöar Simonarson FH 26 Sigtryggur Guðlaugsson Þór 25 höfðu minnkaö þann mun niður i 10:9 og fengu tvisvar sinnum tækifæri til að jafna, en i bæði skiptin var Ólafur Benediktsson sú hindrun sem Armenningar komust ekki yfir. Og i stað þess að jafna fengu þeir á sig 11. markið og leikur liðsins dofnaði. Þetta gerðist um miðbik siðari hálfleiks og maður getur vel séð hvilik vitaminsprauta það hefði orðið Armanns-liðinu ef þvi hefði tekist að jafna. Valsmenn byrjuðu leikinn vel, komust i 2:0 og 3:1, en Armenn- ingar jöfnuðu 3:3. Þá kom einn besti kafli Valsmanna i leiknum, kafli sem gaf þeim nógu mörg mörk til að reynast nægilegt forðabúr þegar liðið datt alger- lega niður i byrjun siðari hálf- leiks. Valsmenn komust i 9:4 og 9:5 var staðan i leikhléi. I.eikur Valsmanna, einkum varnarleikurinn, hafði veriö frá- bær i fyrri hálfleik, eins og menn kannast við hann bestan. Og segja má að hann hafi verið sæmilegur og kannski það sem kom i veg fyrir tap ásamt mark- vörslunni i þeim siöari, þegar liðið skoraði ekki mark i 12 minút- ur. A meðan skoruðu Armenning- ar 2 mörk, staöan 9:7. Þá loks skoraði Gunnsteinn fyrir Val en Armenningar minnkuðu muninn niður i 10:9 og fengu tækifæri á að jafna sem mistókst. Þess i stað fór Vals-liðið aftur i gegn, og staðan breyttist i 14: lOog aðeins 5 minútur eftir og sigurinn i höfn. Hann varð 16:13. Ölafur H. Jónsson lék rheð Valsmönnum og var liðinu mikill styrkur, þótt hann sé greinilega ekki búinn að jafna sig i fætinum. Þá átti Gisli Blöndal snilldarleik en sá sem var besti maður liösins var ölafur Benediktsson mark- vörður. Hann hefur ekki oft leikið betur. En sá maðurinn sem mest kom á óvart var Þorbjörn Guð- mundsson sem of lengi hefur þurft að hvila á bekknum. Þessi lágvaxni og sterki leikmaður er stórhættuleg skytta og hann sýndi i þessum leik að hann hitar ekki bekkinn mikið lengur. Hjá Ármanni báru tveir menn af, þeir Ragnar Gunnarsson markvörður og Hörður Kristins- son sem átti mjög góðan leik, einkum i vörninni, þar sem hann var lykilmaður. Þá áttu þeir Jón Astvaldsson og Þorsteinn Ingólfs- son báöir góðan leik, og sá siðar nefndi er að komast i hóp okkar betri linumanna. Mörk Vals: Gisli 6, Þorbjörn 3, Hermann 2, Gunnsteinn 2, Berg- ur, Agúst og Jón K. 1 mark hver. Mörk Armanns: Vilberg 3, llörður, Björn, Jón og Þorsteinn 2 mörk hver og Ragnar 1 mark. — S.dór. Ármenningar fóru oftast tveir gegn Glsla Blöndal, enda erfitt að stöðva hann þegar hann cr i „stuði” (Ljósmyndir GSP). IR-ingargeta þakkað dómurunum sigurinn Benedikt flýgur inn I teiginn og skorar 9. mark Þórs Leikslokin þau leiðinlegustu sem af er mótinu Það var ekki bara að manni fyndist ÍR-ingar hagnast ádómurunum mest allan leikinn, en um það atriði voru mjög margir sammála, heldur hreinlega gaf Hannes Þ. Sigurðsson íR-ingum sigurinn á síðustu sekúndum leiksins er hann skorti kjark til að dæma vitakast á augljóst gróft brot er hinn snaggaralegi línumaður Þórs, Árni Gunnarsson,, flaug innúr horninu en gripið var í hönd hans svo skotið geigaði. Og hvað var dæmt — aðeins auka- kast, og tíminn rann út. Staðan var 22:21 þegar þetta gerðist/ og það urðu lokatölur. Sigur sem jR átti ekki skilið miðað við gang leiksins. Sigur sem byggist á svona dómara- glappaskoti getur ef til vill verið sætur liði i fallbar- áttu en hann er ekki verð- skuldaður eftir hnífjafnan leik í 60 mínútur. Leikurinn var allan timann hnif- jafn nema stuttan tima i siðari hálfleik er 1R náði 3ja tii 4ra marka forystu sem stóð þó stutt. Þórsmenn eru engir aukvisar og gefast aldrei upp og þess vegna er sigúr aldrei i höfn þótt lið sé búið að ná einhverju forskoti á þá. Það sem gaf IR-ingum þetta forskot var dómgæsla sem að minu áliti var öll á annan veginn, þannig að ÍR-ingar högnuðust á henni. Má sem dæmi nefna að eitt sinn flautaði Hannes á brot á miðjum teigi um leið og Þórs-maður skoraði og markið dæmt af. En Þór fékk aðeins aukakast. 1 annað sinn flaug Árni Gunnarsson innúr horni, en um leið og hann gerði það flautaði Karl Jóhannsson á brot fR-ings á miðjum teig, markið dæmt af og aukakast i staðinn. Svona væri hægt að telja upp fleiri atriði.en þetta nægir til að sýna hvernig ÍR-ingar högnuðust á dómurum. Hér var ekki um hlutdrægni að ræða, Framhald á 14. siöu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.