Þjóðviljinn - 30.11.1973, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJóÐVILJINf Föstudagur 30. nóvember 1973.
Síldveiðiskipin
verkefnalaus?
1 ræðu Kristjáns Ragnarssonar
formanns LÍÚ viö setningu aðal-
fundar samtakanna sagöi hann
meðal annars um sfldveiðarnar i
Norðursjó:
Sildveiðar i Norðursjó hafa
gengið mjög vel á þessu ári, þrátt
fyrir það að takmörkun á veiðum
væri mun meiri en áður. Alls hafa
veiöst 43.400 lestir, sem seldar
hafa verið fyrir kr. 1.107.3 milj.
eða að meðaltali fyrir kr. 25.50 pr
kfló. A sl. ári seldum viö til sama
tima fyrir kr. 536.4 milj. og með-
alveröið var kr. 14.75.
Fram hafa komið i Norður-
Atlantshafsnefndinni tillögur um
að minnka sildveiðarnar i
Norðursjó um 1/3 á næstu 2 árum.
Astæða til þessara takmarkanna
Jarðskjálfti í Borgarfirði
1 gær varð fólk i uppsveitum Borgarfjarðar vart
við nokkra allsnarpa jarðskjálftakippi. Samkvæmt
upplýsingum jarðskjálftadeildar Veðurstofunnar
áttu kippirnir upptök sin i nánd við Eiriksjökul, en
undanfarin 2 ár hefur jarðskjálfta orðið vart á þess-
um slóðum nokkuð reglulega á fjögurra mánaða
fresti.
\M ÍSLf\/kRA HIJÓMLISIARMAP í
y . 'i
útvegar yður hljóðfœraleikara
og hljómsveitir við hverskonar t<ekif(eri
Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl. 14-17
Indversk undraveröld.
Vorum að taka upp mjög glæsilegt og fjölhreytt
úrval af austurlenskum skraut- og listmunum
m.a. Bali-stytlur, veggteppi. gólf-öskubakka,
smádúka, batik-kjólefni, indversk bómullarefni,
töfl úr margskonar efniviði, málmstyttúr, vörur
úr bambus og margt fleira nýtt.
Einnig margar tegundir af reykelsi og reykelsis-
kerum. Gjöfina sem gleður fáiö þér í
Jasmin I.augavegi 133.
er, að stofninn sé i'hættu vegna of
mikillar veiði, og talið er að hægt
sé að tvöfalda stofnstærðina með
þessum takmörkunum. Stofninn
er talinn vera i mikilli hættu, ef
klak mistækist, en það hefur ekki
gerst i mörg ár.
Lagt er til, að leyfilegt afla-
magn hverrar þjóðar miðist viö
10 ára afla á þessum miðum, og
sérstakt tillit verði tekið til
strandrikja. Meö þessari reglu er
lagt til, að tsland fái um 3% af
aflamagninu eða um 10 þúsund
lestir, en eins og ég áðan sagði
höfum við nú veitt 43.400 lestir.
I þessum tillögum er ekkert til-
lit tekið til þess, hvort sildin er
veidd til manneldis eða til
bræðslu. Eins og öllum er kunn-
ugt, veiðum við aðeins stóra sild á
þessum slóðum, sem fer öll til
manneldis. Ég tel þvi, að sjónar-
mið okkar á næsta fundi Norður-
Atlantshafsnefndarinnar eigi að
vera, að hafna þessum tillögum
og leggja i þess stað til, að tak-
markanir á sildveiðum eigi að
koma fram á vieði, sem fer til
bræðslu i verksmiðjum.
Nái fyrrgreind tillaga sam-
þykki, eru sildveiðiskip okkar
verkefnislaus meira en hálft árið,
og við glötum allt að miljarði
króna i gjaldeyristekjum.
Samþykkt
að stofna
gosminja-
safn
Stjórn Viðlagasjóðs samþykkir
að stuðla að þvi, að komið verði á
fót gosminjasafni i Vestmanna-
eyjum.
t þvi skyni samþykkir stjórnin
að láta breyta og endurbæta hús-
eign sjóðsins i Vestmannaeyjum
nr. 35 við Heimagötu og afhenda
siðan bæjarstjórn Vestmanna-
eyja þá húseign að gjöf til varð-
velslu safnsins.
Stjórn Viðlagasjóðs ætlast m.a.
til, að öll náttúruleg vegsum-
merki i nágrenni téðrar húseign-
ar (gosminjasafnsins) verði látin
haldast óbreytt.
Skipulagsskrá fyrir safnið setji
stjórn Viðlagasjóös i samráði við
bæjarstjórn Vestmannaeyja.
Orkumál
Framhald af bls. 16.
vinnuviku til að eiga orku afgangs
til upphitunar.
Irönsk stjórnvöld hafa ákveðið
Afgreiðslutími
verslana í des.
1973
KAUPMANNASAMTÖK íslands, Verslunarráð íslands, Vinnu-
veitendasamband Islands, Kaupfélag Reykjavikur og nágrennis
og Vinnumálasamband samvinnufélaganna annars vegar og
Verslunarmannafélag Reykjavikur hins vegar hafa gert eftirfar-
andi samkomulag um lokunartima sölubúða i Reykjavik og ná-
grenni i desember 1973:
Mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga er heimilt
að halda sölubúðum opnum til kl. 18.00 e.h.; á föstudögum er
heimilt að halda sölubúðum opnum til kl. 22.00 e.h.
Laugardaga sem hér segir:
laugardag 1. desember opið til kl. 12.00 á hádegi
laugardag 8. desember opið til kl. 18.00 e.h.
laugardag 15. desember opið til kl. 18.00 e.h.
laugardag 22. desember opið til kl. 23.00 e.h.
laugardag 29. desember opið til kl. 12.00 á hádegi
Á aðfangadag og gamlársdag er heimilt að halda sölubúðum
opnum til kl. 12.00 á hádegi.
að selja sinn hluta af oliufram-
leiðslu i landinu hæstbjóðanda, en
þar er um að ræða tæp 20% af
framleiðslugetunni eða um 100
miljón tonn næstu 20 ár. Aöeins
fjársterk fjölþjóðleg fyrirtæki
ráða við það að gera tilboð.
Olían
Framhald af bls. 1
hefur þetta oliumál ekki spunn-
ist inn i kosningabáráttuna?
— Nei, alls ekki, það forðast
allir flokkar aö minnast á það,
enda munu allir vera algerlega
sammála um það sem gert er og
gert verður vegna þess. Hins-
vegar er mikill kosningahiti i
mönnum, og spáö er tvisýnustu
kosningum sem sögur fara'af i
Danmörku. Nú bjóða 11 flokkar
fram, og nýjustu kannanir segja
að 10 flokkar fái menn á þing,
þar á meöal flokkar sem ekki
hafa áður haft þingmenn eða þá
að mjög langt er orðiö siðan það
var, eins og til að mynda
Kommúnistaflokkurinn, sem
sagt er aö fái nú 4 þingmenn, en
hefurekki haft menn á þingi ár-
um saman. Jú, þetta verða
mjög skemmtilegar kosningar.
— Er nokkuð fariö að bera á
almennum vöruskorti vegna
oliubannsins?
— Nei, það get ég ekki sagt, þó
er þegar fariö að bera á skorti á
plasti, pappir og timbri. Það
stafar fyrst og fremst af þvi, að
mjög mikla orku þarf til þeirra
verksmiðja sem þetta fram-
leiða, og þar sem orka hefur
verið skorin niður um 25% segir
það fljótt til sin. Sem dæmi má
nefna að nú er ákveðið að byrja
aftur með mjólkurflöskur, sem
alveg var hætt að nota, og er
þetta gert vegna skorts á plasti
og eins vegna þess hve dýrt það
er orðið. Þvi er spáö aö horfið
verði til eldri efna á fleiri svið-
um áður en langt um liður.
Astandið versnar dag frá degi
þannig að ekki er vist að langt
um líði, þar til bera fer á mikl-
um vöruskorti á flestum svið-
um- —S.dór
Hreint land
Framhald af bls. 2.
2. Skipulagt verði starf áhuga-
hópa til aðstoðar við lagfæringu
rofabarða til uppgræðslu.
3. Æskilegt væri að áhugahópar
gætu fengið úthlutaö landi til
græðslu á heppilegum afgirtum
svæðum, og hlotið um leið rétt
til vissra afnota af landinu.
Fundurinn hvetur til aukinn-
ar kynningar á málefnum land-
græðslu og landverndar, m.a.
til hæfilegrar nýtingar á beiti
löndum og til góðrar umgengni
um landið, aukin lifræn kennsla
i náttúrufræði i skólum lands-
ins m.a. með náttúruskoðun,
verklegum æfingum og tilraun-
um.
Jafnframt þvi sem Land-
vernd þarf að ástunda traust
samband við hin fjölmörgu að-
ildarfélög sin og samtök, er
sjálfsagt að leita samstarfs við
hverja þá aðila sem sýna
malefnum Landverndar áhuga.
önnur mál
Aðalfundur Landverndar, land-
græðslu- og náttúruverndarsam-
taka Islands, haldinn 24. — 25.
nóvember l973,skorará stjórnina
að vinna að þvi viö Alþingi, rikis-
stjórn og Þingvallanefnd, að nú
þegar verði hafist handa um
stækkun þjóðgarðsins á Þingvöll-
um og skipulagningu hans. 1 þvi
sambandi bendir fundurinn sér-
staklega á úrlausnir, sem fram
komu I samkeppni um skipulag
Þingvallasvæðisins, þeirri sem
Skipulagsstjórn rikisins gekkst
fyrir á siöastliðnu ári i samvinnu
við Arkitektafélag Islands og
Þingvallanefnd.
Geta þakkað
Framhald af bls. 10.
fjarri þvi, heldur slaka dóm-
gæslu, einkum hjá Hannesi Þ.
Sigurðssyni. Og það bitnaði meira
á litt leikreyndu Þórsliðinu en
hinu leikreynda IR-liði sem kann
að leika uppá dómarana, eins og
það er kallað.
Eins og áður segir var leikurinn
mjög jafn. Liðin skiptust á um að
hafa forystu, en jafnóðum var
jafnað. Staðan i leikhléi var 12:12
og siðan var jafnt uppi 15:15 en þá
komst 1R i 19:16 og 21:17. En
leiknum lauk eins og áður segir
22:21 1R i vi 1.
Besti maður IR-liðsins var
Gunnlaugur Hjálmarsson, bæði i
vörn og sókn. Hann stjórnar
þessu sundurleita liði eins og her-
foringi og heldur þvi saman. Vil-
hjálmur Sigurgeirsson átti einnig
góðan leik,enda fékk hann flata
vörn á móti sér og þá þarf ekki að
sökum að spyrja.
Það er eiginlega ekki hægt að
segja meira um Þórsliðiö en að
það er stórefnilegt. Það á svo
margt ólært ennþá, en um leið og
þeir Þórsarar hafa lært til að
mynda varnarleik, svo maður tali
nú ekki um völdun fyrir stór-
skyttur sinar, Þorbjörn og Sig-
trygg, þá mega önnur lið biðja
fyrir sér.
Liðið leikur eins slakan varnar-
leik og hægt er aö hugsa sér.
Aðeins „senterinn” leikur eins og
vera ber. Hinir eru allir staðir
inná linunni, ganga ekki fram á
móti nokkrum manni, þannig að
skyttur 1R gátu komist alveg inná
i uppstökkunum sem auðveldar
þeim mjög. Eins gerir það linu-
mönnum andstæðinganna auð-
veldara um gegnumbrot og
„blokkeringar”. Þá á Þór tvær
stórskyttur sem öll lið vildu hafa i
sinum röðum. Þetta eru þeir Sig-
tryggur Guðlaugsson og Þorbjörn
Jensson. Þessum mönnum er litið
sem ekkert hjálpað og verða þeir
að brjótast i gegn nær alltaf á
eigin spýtur, sem bæði eyðir
meiri orku en ef þeim væri
hjálpaö auk þess sem slik hjálp
myndi gefa mun fleiri mörk.
Þetta eru atriði sem Þórsliðið
getur lagað með góðri þjálfun, og
atriði sem það verður að laga ef
það ætlar sér áframhaldandi setu
i 1. deild. Mörk 1R: Vilhjálmur 8,
Agúst 5, Gunnlaugur 3, Guðjón 4,
og Bjarni 2.’
Mörk Þórs: Þorbjörn 7, Sig-
tryggur 7, Benedikt, Ólafur og
Arni 2 mörk hver og Aðalsteinn
1 mark. — S.dór.
Kyngreining
Framhald af bls. 7.
„að gera tillögur til breytinga”
taki það þetta mál til athugunar
og geri tillögur til breytinga.
Ljóst er, að slíkt kann að kosta
meiriháttar umturnun og
breytingar, m.a. i islensku máli.
Það kann nefnilega að koma i ljós
að þörf sé á að breyta mörgum
starfsheitum og finna fyrir störfin
nöfn, sem jafnt ganga fyrir bæði
kynin. En meður þvi að Jafn-
launaráði ber að „fylgjast með
þjóðfélagsþróuninni” og „taka til
rannsóknar af sjálfsdáðum”
hlýtur þetta að vera upp-
lagt verkefni. Og allavega
mjög þarft verkefni, þvi i skjóli
stöðuheitanna og kyngreiningar i
störfin þrifst óþolandi misrétti,
bæði varðandi launakjör og aðra
aðstöðu, svosem framamöguleika
i starfi. —vh
Styrkur
Framhald af bls. 6.
lömun og leiðir að lokum til
dauða.
1 grein i tilefni tuttugu og fimm
ára afmælis tilraunastöðvarinnar
i blaðinu 24. nóv. sl. var sagt um
þá fimm fyrstu starfsmannanna á
Keldum, sem enn eru þar starf-
andi, að þrir þeirra, Páll Sigurðs-
son, Björg Einarsdóttir og Hall-
dór Vigfússon, störfuðu i rann-
sóknadeild Sauðfjárveikivarna.
Þetta er rangt; af þessum þrem-
ur starfar Halldór einn i rann-
sóknadeildinni. Leiðréttist þetta
hér með og biðjum við hlutaðeig-
endur afsökunar á mistökunum.
Hraðkaup
. Fatnaöur i fjölbreyttu úrvali
á alla fjölskylduna á lægsta
fáanlegu veröi.
Opiö: þriöjud.,. fimmtud. og
föstud. til kl. 10, mánud.,
miövikud. og laugardaga til
kl. 6
Hraðkaup
{ Silfurtúni, Garðahreppi
i v/Hafnarfjaröarveg.