Þjóðviljinn - 30.11.1973, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.11.1973, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. nóvember 1973. UOmiUINN MÁLGAGN SÓSIALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Jtitstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Kitstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi Lausasöluverö kr. 22.00 Prentun: Biaöaprent h.f. ÞAÐ SEM ER, OG HITT SEM EKKI ER Það er mikið búið að skrifa um „varnir íslands” að undanförnu. Greinilega fer ekki milli mála, að þeir sem ráða húsum i Morgunblaðshöllinni eru enn sama sinnis og fyrir þremur árum þegar svo var kom- ist að orði i Morgunblaðinu að „hin mesta hætta, sem að íslandi geti steðjað, væri að skammsýn Bandarikjastjórn teldi sam- kvæmt samningum skylt að láta undan ó- viturlegum óskum islenskra stjórnvalda um heimkvaðningu varnarliðsins”. Slik skrif verða vart skilin á annan veg en þann, að i þeim felist tilmæli til banda- riskra stjórnvalda um að virða ákvarðan- ir löglegra islenskra stjórnvalda um is- lensk málefni að vettugi, en taka sér þess i stað með hervaldi rétt til yfirráða á is- lensku landssvæði. Þvi láti Bandarikjastjórn undan óskum fslendinga og virði rétt okkar sem sjálf- stæðs rikis, ,,þá gæti þess verið skammt að biða, að úti væri um ísland”, eins og komist var að orði i Morgunblaðinu i skrif- um helsta sérfræðings blaðsins um utan- rikismál. Morgunblaðið hefur oft verið krafið skýringa á þessum ummælum og öðrum slikum, nú siðast i Þjóðviljanum fyrir fá- um dögum. En Morgunblaðið telur sig enga skýringu þurfa að gefa á slikum um- mælum, en heldur þess i stað áfram að út- mála voðann, sem okkar biði, ef sú stefna núverandi rikisstjórnar nái fram að ganga, að Islendingar búi einir i landi sinu án erlendrar hersetu. Það er mikið alvörumál, að útbreidd- asta blað landsins skuli boða kenningar af þvi tagi, sem tilvitnanirnar úr Morgun- blaðinu, er við minntum enn á hér að framan, eru til marks um. Við leyfum okkur að fullyrða, að slik takmarkalaus trú á erlent herveldi og fullkomin auð- mýkt frammi fyrir dýrð þess sé vandfund- in meðal stjórnmálamanna i nálægum löndum. Og það er ástæða til að íslending- ar almennt staldri við og hugleiði, hvar sá stjórnmálaflokkur, sem skartar „sjálf- stæði” i nafni sinu, er eiginlega á vegi staddur i samskiptum sinum við erlent vald. Björn Bjarnason segir i grein sinni i Morgunblaðinu um „varnir íslands” sið- asta þriðjudag, að á sviði alþjóðamála skipist veður oft skjótt i lofti, — og er það rétt. En i þessu sambandi er vert að hafa i huga, að kröfur Morgunblaðsins um her- setu Bandarikjamanna á islandi eru alveg jafn ákafar, hvernig svo sem málin velt- ast i heimspólitikinni. Sé ástandið talið ó- friðvænlegt, þá er sagt, að einmitt þess vegna sé hersetan okkur nauðsyn, en horfi aftur friðvænlegar i samskiptum stórveld- anna, þá er blaðinu ósköp einfaldlega snú- ið við og sagt að nú megum við einmitt alls ekki láta herinn fara, vegna þess að for- ráðamenn risaveldanna séu nú að jafna málin sin á milli, og þess vegna megi ekki raska jafnvæginu á meðan. Nú segir Morgunblaðið það siðlaust at- hæfi, að ætla sér að njóta verndar NATO án þess að hafa hér erlendan her. — Sem góðum drengjum sé okkur sæmra að leggja fram land okkar til afnota. Við sem höldum uppi kröfu um úrsögn úr NATO þurfum reyndar ekki að þola samvisku- kvalir i þessu sambandi, en ástæða er til að benda á, að þessar ásakanir Morgun- blaðsins um siðleysi hljóta fyrst og fremst að hitta þá menn fyrir, lifandi og látna, sem árið 1949 beittu sér fyrir inngöngu ís- lands i NATO, en þó aðeins með ákveðnu skilyrði, sem Bandarikjamenn féllust á, — að aldrei yrði erlendur her eða herstöðvar á íslandi á friðartimum. í grein Björns Bjarnasonar i Morgun- blaðinu á þriðjudag standa þessi orð: „Hver veit nema Þjóðviljinn haldi þvi fram, takist kommúnistum að gera tsland varnarlaust, að það sé ógnun við öryggi Sovétrikjanna og þess vegna þurfi að gera ráðstafanir til að róa þau?” Og væri það nú ekki alveg voðalegt, ef Þjóðviljinn héldi þessu fram? Sjálfsagt telur Björn Bjarnason að svo sé, og við er- um honum innilega sammála, — en nú er það bara svo eins og allir vita, að Þjóðvilj- inn hefur aldrei haldið sliku fram, svo að greinarhöfundur Morgunblaðsins á hér i höggi við eigið hugarfóstur, enda er ekki vitnað i ein eða nein ummæli i Þjóðviljan- um, heldur sagt „hver veit nema Þjóðvilj- inn haldi þvi fram”?!!! — Já, hver veit? En ástæða þess, að við vekjum athygli á þessum sérkennilega málflutningi hér er sú, að nákvæmlega það, sem talað er um i Morgunblaðinu að Þjóðviljinn kynni nú að segja einhvern timann i framtiðinni, er nú endurtekið dag eftir dag i Morgunblaðinu, með þeirri einu breytingu að setja verður „NATO-rikin” i stað „Sovétrikin”, — þ.e.a.s., að „varnarlaust” ísland sé ógnun við öryggi NATO-rikjanna og þess vegna verði að gera ráðstafanir. Þegar við vekjum athygli á mjög alvar- legum ummælum i Morgunblaðinu og ger- um það með beinum orðréttum tilvitnun- um, þá er ekki reynt að svara, heldur okk- ur gerðar upp annarlegar skoðanir og sagt siðan „hver veit nema Þjóðviljinn haldi þvi fram?” Hér er ósköp einfaldlega um að ræða muninn á þvi sem er og hinu sem er ekki, og þurfum við ekki að vekja athygli blaða- lesenda á bilinu, sem er þar á milli. Hitt viljum við benda á, að þeir sem á annað borð telja ákvörðunarréttinn um eigin málefni betur kominn annars staðar en hjá okkur sjálfum,eru liklegir til að láta sig það ekki öllu skipta þegar á hólminn kemur, hver heldur i bandið. Frá Keldnastöðinni: Nærri þriggja miljóna ár« legur styrkur til visnu- rannsókna Á þessu ári, frá 1. sept. 1973, hefur Tilraunastöð Háskólans i meinafræði á Keldum fengið styrk til visnurannsókna frá National Institutes of Health i Bandarikjunum. Nemur styrkur- inn rúmlega 33.000 dollurum (ná- lega 2.780.000 krónum) árlega i fimm ár. Styrkurinn er veittur á nöfn þeirra Guðmundar Péturs- sonar læknis, forstöðumanns til- raunastöðvarinnar Páls A. Páls- sonar yfirdýralæknis og dr. med. Guðmundar Georgssonar, en samvinna verður höfð við dr. Ne- al Nathanson, prófessor i Balti- more, sem hefur beitt sér manna mest við að útvega þetta styrktarfé. Dr. Neal Nathanson er prófess- or i faraldsfræði við John Hop- kins-háskóla i Baltimore og hefur komið nokkrum sinnum að Keld- um til viðræðna við starfsmenn tilraunastöðvarinnar um rann- sóknir á visnu. Visna er sem kunnugt er sauðfjársjúkdómur, sem virðist hafa verið einskonar fylgifiskur þurramæðinnar. Hún er hæggengur smitsjúkdómur tengdur miðtaugakerfi, veldur Framhald á 14. siðu Eftir 20 ára blaðamannsferil Þegar Ingólfur brenndi u/tplagið af „Suðurlandi” og Guðmundur sagði upp störfum sem ritstjóri „Gatið im hk" Guömundur Danielsson kemur viða við i bók sinni Vefarar keis- arans. Hér er ein teikninga Ólafs TH. Ólafssonar úr bók- inni. Fylgir teikningin kaflanum Uppi á húsþökum. Þjóðviljinn skýrði frá þvi á sl. sumri er Guðmundur Daniels- son, rithöfundur, sagði upp starfi við málgagn Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi, „Suður- landi”, eins og blaðið heitir. Guðmundur Danielsson hefur nú sent frá sér bók þar sem meðal annars segir frá skiptum hans við aðstandendur „Suður- lands”, auk margs annars efnis, sem er i bókinni. 26. mai skrifaði Guðmundur Danielsson grein i Suðurland og krafðist úrsagnar lslands úr NATO vegna ofbeldis NATO- flotans á fslandsmiðum. Grein Guðmundar hét „Aðild okkar að NATO er einskis virði” og féll slik grein að sjálfsögðu ekki i kramið. 1 framhaldi greinarinn- ar stóð Guðmundur að sam- þykkt i hreppsnefnd Selfoss- hrepps sem byggðist efnislega á grein hans úr „Suður- landi”, en tillögumaður i hreppsnefndinni var fulltrúi Al- þýðubandalagsins, Bergþór Finnbogason. Siðar skrifaði Guðmundur greinina „Guðinn NATO og guð vors lands” 9. júni 1973. Er hún birt i lok bókarinnar. 1 formál- anum gerir Guömundur Danielsson nánari grein fyrir bók sinni. Hann skýrir frá þvi, að i ár séu 20 ár liðin siðan hann endurreisti blaðið Suðurland og gerðist ritstjóri þess. Fyrstu tiu árin hafi blaðiö verið óháð stjórnmálaflokkum, en 1963 komst blaðið „i eigu Ingólfs Jónssonar, þingmanns og þá- verandi ráöherra, sem gerði það að málgagni Sjálfstæðis- flokksins i Suðurlandskjör- dæmi”. Sjálfur kveðst Guðmundur alla ævi hafa verið utan flokka. Guðmundur segir „Ritstjórn min fyrir Ingólf Jónsson gekk ekki alltaf hljóðalaust, og á miðju sumri i ár lauk henni með þvi að allt upplag 11. tölublaðs var brennt að mér forspurðum og fjarverandi. Þetta var vegna smágreinar sem ég nefndi „Guðinn NATO og guð vors lands”, einnig vegna örstuttrar fundarsamþykktar, sem stjórn Ungra Sjálfstæðismanna hafði beðið mig fyrir til birtingar og fyrirspurnar til dýralæknisins á Hellu undir fullu nafni fyrir- spyrjanda. Strax og ég frétti þetta sagði ég af mér ritstjórn- inni. Blaðið var siðan „hreins- að” og þvi næst endurprentað,en kom út „hauslaust” sem þýðir að hvorki var getið ritstjóra.út- gefanda né ábyrgðarmanns, enda var mér þverlega neitað um að birta yfirlýsingu þess efnis að frá og með þessu tölu- blaði væri ég ekki lengur rit- stjóri Suðurlands og að nú þakk- aði ég lesendum blaðsins fyrir sálufélagið”. Og siðan segir Gúðmundur að bókin „Vefarar keisarans” sé skrifuð i tilefni 20 ára blaða- mennsku. Er viða komið við i bókinni sem er 288 bls.; útgef- andi Prentsmiðja Suðurlands. Bein lína til Eskifjarðar Fimmtudaginn 29. nóvember 1973 kl. 16.30 ' var opnuð sjálf- virk simstöð á Eskifirði. Svæðis- númer er 97, notendanúmer 6100- 6399. Stöðin er gerð fyrir 300 nr. en fjöldi notenda er 204. Fjöldi sveitasima er 12, fjöldi sveitalina 2 og fjöldi vallina til svæðis- stöðvarinnar á Reyðarfirði 14. (Frá póst- og simamálastjórn) Brjóstbirta og náungakærleikur 1 bókinni Brjóstbirta og ná- ungakærleikur segir Torfi á Þor- steini RE 21 frá sitthverju til sjós og lands beggja vegna réttvisinn- ar Hinn kunni afla- spila- og gleði- maður, Torfi Halldórsson, sem löngum hefur verið kenndur við bát sinn Þorstein RE 21, heldur á- fram sögu sinni, þar sem henni lauk i fyrri bók hans Klárir i bát- ana, en sú bók hans kom út á sl. ári og hlaut hinar bestu viðtökur. Orn og örlygur gefa Brjóstbirt- una út.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.