Þjóðviljinn - 30.11.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.11.1973, Blaðsíða 5
Föstudagur :tO. nóvembcr 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 I minningu Vigfúsar Einarssonar Til vopna þú aðþrengdi öreigalýöur opnaöu leiöirnar, frjálst er þitt val. Ósáiö landiö afuröir býöur. — Kldana kveikjum, og brenna skal: auövaldsins klafa, kúgarans fjötra. Kveikjum þaö bál, sem aö hreinsar vort land. Klæðum það frjósemis fegurðar skrúöa. Fléttum 'iö tryggasta sameignarband. Til vopna! Búumst til bjargráöa og varna. Kugum þaö vald, sem aö skapar oss nauö. Treystum þvi böndin og byggjum’iö svarna bræöralagsveldi, er gefur oss brauö. Fylkjum oss allir und öreigans merki, eflum hans samtök á dáörikan hátt. Fellum að velli þá stjórn sem aö stýrir og stelur i skjóli laganna mátt. rafvirkja Fœddur 27.3. 1911 Dáinn 23.11. 1973 Vigfús Einarsson rafvirki er látinn. Ég átti þvi láni að fagna aö kynnast honum hin siðari ár, og þau kynni urðu mér uppspretta þeirrar vináttu og þess lærdóms, sem ungum mönnum er hvað hollust að nema af reynslu og starfi sér eldri manna. Er ég kynntist Vigfúsi hafði hann látið af starfi i fagi sinu sak- ir heilsubrests. En þótt sjúkdóm- ar hefðu svipt hann starfsþreki þekkti ég fáa er gengu jafn óbug- aðir eftir jafn langan og erfiðan starfsdag. Réttlætiskennd hafði hann rikari en flestir, sem ég hef kynnst, og var hún órjúfanlega tengd byltingarsinnaðri vitund hans um hagsmuni og sögulegt hlutverk verkalýðsins i þvi þjóð- félagi, sem knúið er áfram af gróðahyggju og valdbeitingu borgarastéttarinnar. Það fór ekki hjá þvi, að allir sem kynntust Vigfúsi Einarssyni fyndu, að þar fór maður, sem hafði til að bera rika og óspillta sjálfsvirðingu. En sjálfsvirðing hans var samþætt djúpri og einlægri virðingu fyrir hlutskipti og baráttu verkalýðs- ins, og réttmætu hatri á þvi mis- rétti og ofbeldi, sem hann er beittur. Vigfús hafði einnig tekið upp baráttu fyrir hagsmunum stéttar sinnar fyrir islenskum dómstólum i máli þar sem verka- lýðsforystan hafði svikist undan merkjum. Ekki er enn séð fyrir lokin á þeim málum, þótt nú muni einhverjir kannski varpa öndinni léttar, er þessi óbilgjarni öryrki er fallinn i valinn. Þeirra, er það kunna að gera, mun helst að leita á æðri stöðum. Vigfús Einarsson var hæverskur maður með afbrigð- um, og vissu þvi færri en ella, að hann var skáldmæltur vel.. Arið 1932 gaf hann út á eigin kostnað ljóðabókina „Þræðir”. Þetta voru timar atvinnuleysis, kreppu auð- valdsins og harðrar verkalýðs- baráttu. Ljóðin bera þess merki. Þau eru borin fram af heitri til- finningu og heilagri bræði yfir ó- réttlæti og kúgun auðvaldsins, sem hann skildi og skynjaði betur en margur annar. Þótt Vigfús verði ekki talinn i hópi stór- skálda, og það hafi sist hvarflað að honum sjálfum, þá eru þó sum kvæða hans ort af þeirri tilfinn- ingu, að þau eiga það skilið að verða varðveitt. Eitt þeirra er baráttukvæðið ,,Til vopna”: Sú sanna stéttvisi og byltingar- sinnaða vitund, sem skin út úr þessu baráttukvæði, var aðals- merki Vigfúsar allt til æviloka. Þeir sem þannig eldast geta ekki orðið gamlir. Ungu fólki verða þeir hins vegar dæmi til upp- örvunar og eftirbreytni, þvi þar sem afturhaldið hefur grafiö sér hinn óyfirstiganlega farartálma kynslóðabilsins, þar þekkir hin byltingarsinnaða vitund enga hindrun. Með þessum fátæk- legu orðum vildi ég minnast góðs félaga með þakklæti og virðingu. ólafur Gislason Þessi ágæti drengur, Vuffi, eins og við vinir hans kölluðum hann, er horfinn frá okkur. Sem gamall vinur hans langar mig að minnast hans nokkrum orðurp. Við ólumst upp saman i Ólafs- vik, en það var ekki sú Ólafsvik sem við þekkjum i dag, þar sem allir hafa næga vinnu og velmeg- un rikir — heldur Ólafsvik fá- tæktar og atvinnuleysis meðal al- mennings. Við vorum, frá þvi ég man fyrst eftir, nánir vinir. Við vorum sam- an ibarnaskóla undir handleiðslu séra Magnúsar Guðmundssonar, sem var sérstaklega mikilhæfur og góður kennari. Vigfús var óvenju góður námsmaður, en sökum fátæktar var ekki um neina framhaldsmenntun að ræða hjá honum, barnaskólinn varð að duga, og við urðum að fara að ,,gera eitthvað”. Ekki var um annað að ræða i Ólafsvik en sjó- vinnu, ef hún var þá föl fyrir svo unga pilta, eða réttara sagt börn. Vigfús fór á sjóinn strax eftir fermingu. Uann fluttist til Reykjavikur á 18. aldursári. Hann vann nokkur sumur hjá Simanum og fór viða um, en á veturna var litla vinnu að fá, og notaði hann þá timann til að bæta við þekkingu sina. Ég var þá byrjaður á iðnnámi og bjuggum við saman um skeið. Vigfús var vel hagmæltur og réðst i að gefa út Ijóðabók. Hann ferðaðist viða um landið að vetrarlagi með bókina og seldi. Hygg ég að fáar ljóðabækur hafi selst i fleiri eintökum. Svo skildust leiðir með okkur. Ég dvaldist erlendis i tiu ár og þann tima höfðum við litið sam- band. Þó er mér kunnugt um að á þessum tima dreif Vigfús sig i Iðnskólann til náms i rafvirkjun og lauk hann náminu á einum og hálfum vetri með fullri vinnu. Sýnir þetta best einstaka náms- hæfileika hans. Vigfús giftist Valgerði Jóns- dóttur áður en hann hóf nám. Þau eignuðust tvær dætur, Ingu Rún og Margréti. Ennfremur ól Vigfús upp stjúpson, Hákon Tryggvason. Eins og að likum lætur um jafn góðan dreng og Vigfús, var hann elskaður og dáður af börnum sin- um, að hann taldi þau alltaf sina dýrustu eign, enda var mikið ást- riki milli hans og barnanna. Þær Inga og Margrét eru báðar giftar og búsettar i Bandarikjunum . Hann heimsótti þær nokkrum sinnum og naut þá ástrikrar um- hyggju þeirra og tengdasonanna. A siðastliðnu sumri komu dæturnar ásamt mökum hingað og varð sú heimsókn honum til óblandinnar ánægju. Vigfús vinur minn var alla tið fátækur af heimsins gæöum, en var þvi rikari af góðvild og kær- leika. Hann lagði sig fram við að hjálpa þeim sem voru minni máttar, og þrátt fyrir litil aura- ráð gerði hann mörgum greiöa, lagði þá oft fram sinn siðasta pening. Hann lifði eftir þeirri sannfæringu sinni að við séum öll systkin og okkur beri skylda til að hjálpa hvert öðru i þrengingum. Ef ég ætti að lokum að segja eitthvað vini minum til lasts, þá trúði hann stundum um of á góð- vild og réttsýni meðbræðra sinna. Um leið og ég lýk þessum kveöjuoðrum vil ég votta ættingj- um hans og vinum hluttekningu mina. Það er huggun að vita, að allir, sem þekktu Vuffa, minnast hans sem góðs drengs i orðsins bestu merkingu. Helgi M.S. Bergmann UNDRALAND ný leikfangaverslun i Glæsibæ. Allt sem rúllar, snýst, skoppar, tistir og brunar. Fjölbreytt úrval. Komið, sjáið, undrist i UNDRALANDI i ÚTBOÐ Tilboð óskast um sölu á stálþili og tilheyr- andi tengihlutum fyrir Reykjavikurhöfn. Útboðsgögn eru afhent i skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtu- daginn 3. janúar 1974, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 BASAR Verkakvennafélagið Framsókn heldur sinn árlega basar laugardaginn 1. des. n.k. kl. 2 e.h. i Alþýðuhúsinu; gengið inn frá Ingólfsstræti. Mikið, af góðu og fjölbreyttu vöruúrvali. Komið og gerið góð kaup. Nefndin DAS pronto leirinn, sem harðnar án brennslu. SÚPER boltinn Pongo Pazzo, sem má móta eins og leir. Einnig skemmtilegir og fallegir litir, vatnslitir, vaxlitir, pastellitir og vaxleir. MiKADO pinnar, töfl, borðtennissett o.fl. þroskandi leikföng. Opið kl. 14—17. STAFN H.F. Umboðs og heiidverslun Atvinna RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður Staða HJÚKRUNARKONU við blóðtökudeild BLÓÐBANKANS er laus til umsóknar nú þegar. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknirinn, simi 21512. ADSTOÐ ARSTÚ LKUSTAÐ A við uppeldislega meðferð vistmanna við UPPTÖKUIIEIMILI RÍKISINS er laus til umsóknar nú þegar. Um- sækjandi verður einnig að geta verið til aðstoðar matráðskonu. Upplýsingar veitir forstöðumaður- inn, simi 41725. Reykjavik, 28. nóvember 1973. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SiM111765 Laus staða Staða lögregluþjóns á ísafirði er laus til umsóknar. Laun samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknarfrestur er til 26. desember 1973. Bæjarfógetinn á isafirði. 26. nóvember 1973. Sjúkraliðar óskast sem fyrst. Upplýsingar gefur forstöðukona milli kl. 2 og 4 i sima 66200. REYKJALUNDUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.