Þjóðviljinn - 30.11.1973, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.11.1973, Blaðsíða 11
Föstudagur :i(). nóvember 1973. ÞJ6ÐVILJ1NN — StÐA 11 Landsleikurinn ísland — Svíþjóð 12:13 Olafur Ben. hafði nær sigrað Svíana Með slíkri markvörslu að annað eins hefur ekki sést í Laugardalshöllinni Æsispennandi landsleik íslendinga og Svia i gær- kvöldi lyktaði með sænskum sigri, 13:12 þrátt fyrir það að Ólafur Benediktsson sýndi slika markvörslu i islenska markinu að annað eins hefur ekki sést á fjölum Laugardalshallarinnar. Hann varði 21 skot af 34 sem á markið komu, þar á meðal vitakast.og það hlýtur að vera sárt fyrir hann að tapa leiknum eftir slika frammistöðu. En það sem brást i islenska liðinu var sóknin, og þá frekast stórskyttan Axel Axelsson, sem átti aragrúa af skotum sem annað hvort voru varin, hittu stangir eða fóru framhjá markinu. Sem sagt Axel var ekki i stuði og þvi var islenska sóknin, án Ólafs H. Jónssonar, sem ekki gat leikið með,heldur bitlitill. Aðeins þeir Viðar og Gisli Blöndal léku við getu og stóðu sig best islensku sóknarmannanna. Þá er því ekki að leyna að sænska liðið hagnaðist mikið á v-þýsku dómurunum undir lokin og þó alveg sérstaklega á siðustu sekúndunum þegar Gisli Blöndál var barinn niður á linunni og i stað þess að dæma aukakast, var boltinn dæmdur Svium. Þar með voru vonir islenska liðsins um að jafna orðnar að engu. Annars dæmdu þessir dómarar leikinn i heild nokkuð vel. Leikurinn var mjög jafn allan leikinn nema rétt fyrstu 15 minút- urnar, er islenska liðiö náði að komast i 4:0, og var það besti sóknarkafli liðsins i leiknum. A þessum tima hreinlega lokaöi Olafur markinu, ekkert skot slapp inn og var greinilega farið aðfara um Sviana, enda sjálfsagt ekki á hverjum degi að þeir mæta slikum markverði sem Ölafur er. Eftir þetta var ekki skotið nema i opnum færum.og i þvi ljósi skoöað er afrek Olafs enn meira. En loks tóku Sviarnir að siga á og náöu að jafna 5:5 en ts- lendingum tókst að komast yfir 6:5 og 7:6 og þannig var staðan einmitt i leikhléi. Leikurinn hélst enn jafn út all- an siðari hálfleik, og segja má að heppnin ein hafi ráðiö þvi hvorum megin sigurinn lenti. Jafnt var 9:9, 10:10 og voru þá 18 minútur liðnar af s.h. Siöan var jafnt 11:11 er Sviar skoruöu sitt 12. mark, en 40 sekiíndum fyrir leikslok jafn- aði Viðar Simonarson,en Svium tókst að skora sigurmarkið á þeim tima sem eftir var og lslend- ingar fengu enn eitt tækifæri á siðustu 10 sekúndunum,en þá var það sem brotið var á Gisla eins og áður er sagt frá. íslenska liðið lék nú mun betur en i fyrri leiknum, en auðvitaö munaði mest um markvörslu Ólafs, sem var eins og áöur segir hreint ótrúleg.og hún gerist ekki betri hjá öðrum markvörðum i heiminum en að þessu sinni hjá honum, og má þvi segja að litlu hafi munað að hann hafi sigrað Sviana. Axel átti ekki góðan leik að þessu sinni, en hinsvegar hefur Viðar vart verið betri fyrr i lands- leik,og Gisli Blöndal átti skinandi leik og hefur eflaust gulltryggt sig i landsliðinu. Þeir Björgvin, Gunnsteinn, Auðunn og Sigurbergur komu vel frá varnarleiknum, og þó alveg sérstaklega Gunnsteinn sem batt hann saman af alkunnri snilld, en hann var aftur á móti mjög ó- heppinn með skot sin,og sama má segja um Björgvin. Hjá Svium bar mest á Bo Andersen og Lennart Eriksson, sem lék nú aftur með liðinu og breytti þvi til hins betra. Mörk Islands: Axel 5 (2viti) Viðar 4, Gisli 3. — S.dór. Axel Axelsson lyftir sér hér upp en eins og sést á myndinni er dómarinn búinn aö flauta (Myndir GSPí Viftar Simonarson reynir markskot. Hörður Sigmarsson kominn inn á ilnu. Grindvíkingar sækja a i judo-iþrottinm Siðastliðinn sunnudag fór fram i Grindavik drengjakcppni i júdó á vegum UMFG. Þarna kepptu samtals 53 drengir, frá þremur fclögum, UMFG 26, Júdódeiid Ármanns 18 og Júdófélagi Iteykjavikur 9. Þarna sáust mikil tilþrif, og tókust strákarnir á af miklum móði, en allt fór vel og drengilega fram undir stjórn Jóhannesar Haraldssonar, sem er þjálfari Grindvikinganna. Keppt var i þremur aldursflokkum og uröu úrslit þau, að i flokki 14 og 15 ára unnu Grindvikingar öll verðlaun. 1. verðlaun hlaut Pétur Pálsson UMFG, 2. v. Þorsteinn Simonar- son UMFG, 3. v. Gunnlaugur Friðbjarnarson UMFG. t flokki 12-13 ára hlaut 1. v. Pétur Eggertsson Armanni, 2. v. Halldór Birgisson Ármanni, 3. v. Margeir Guðmundsson UMFG. i flokki 11 ára og yngri hlaut 1. v. Arnar Danielsson UMFG, 2. v. Heimir Rikharðsson Armanni, 3. v. Mark Sigurjónsson UMFG. Augljóst er, að Jóhannes Haraidsson, þjálfari UMFG, hefur unnið vel, bæði sem braut- ryðjandi og þjálfari. Það er hreint ekki svo litið afrek að senda i keppni þetta marga drengi frá ekki stærra plássi en Grindavik og ná svona góðum árangri i keppninni. Þetta hlýtur að vera mikil hvatning fyrir UMFG að hlúa að þessum ungu og efnilegu iþróttamönnum: það sýnist ekki fara til ónýtis, sem fyrir þá er gert. Það er vonandi að fleiri fé- lög bætist i hópinn, iþróttalif hér á landi er ekki svo fjölskrúöugt að þar megi ekki við bæta. UMSJÓN SIGURDÓR SIGURDÓRSSON

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.