Þjóðviljinn - 02.12.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 2. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — StÐA X3
— Hefðirðu orðið bóndi, værirðu
fyrir löngu orðinn dauðleiður á
smjörblómum, sagði konan hans
rólega. — Það verða allir bændur.
Hún hafði bersýnilega ekki látið
ræðuna hans hafa áhrif á sig,
enda þótt „aðrar skyldur” sem
eyðilögðu drauminn hans, hefðu
trúlega veriðhún sjálf og synirnir
tveir sem hún hafði alið honum. —
Heyrðu, er ekki farið að kólna
dálitið hérna úti? hélt hún áfram
og yppti berum öxlunum. —
Eigum við ekki að koma inn?
— Auðvitað, góða min. Allt i
einu var Dawson ekkert nema
umhyggjan. Hann hjálpaði kon-
unni sinni upp úr stólnum og varð
henni samferða i áttina að upp-
lýstri stofunni, og þá fyrst tók
Rósamunda eftir þvi að Lindy
hafði verið að virða þau fyrir sér
úr opnum dyrunum. Ef til vill
hafði hún litið út til að athuga
hvort gestirnir i garðinum
skemmtu sér vel og hefðu nóg af
mat og drykk. En Rósamunda gat
ekki að sér gert að túlka augna-
ráð hennar á annan hátt. Kemur
hún enn, sagði hún við sjálfa sig,
að njósna um okkur öll til að vita
hvort hún getur ekki staðið eina
af giftu konunum að þvi að rifast
viö manninn sinn eða sýna honum
yfirgang eöa eitthvað i þá átt.
Sennilega heldur hún að frú
Dawson sé ekki vitund kalt,
heldur sé hún að drösla honum
inn i stofu til að fjarlægja hann
frá þessari leiðinlegu glókollu,
sem getur ekki sagt orð af viti um
hauka. A morgun kemur hún og
segir okkur frá þvi, það veit ég
með vissu, og þá verð ég að fóðra
hana á kaffi og kökum meðan hún
lætur móðan mása yfir þvi. Og
svo talar hún um, hve hræðilegt
það sé að hún skuli hafa komið i
veg fyrir að hann yrði bóndi, og ef
ég segi að hann sé i rauninni
dauðfeginn að hún skuli hafa gert
það, þvi að undir niðri vilji hann
heldur rólegt og þægilegt lif, þá
segir Lindy... þá segir hún....
Rósamunda gat gert sér i
hugarlund ismeygilega og mark-
vissa athugasemd Lindyar, sem
þaggaði gersamlega niður i Rósa-
mundu i þessu imyndaða samtali.
Já, eiginlega var Rósamunda
næstum búin að gleyma að sam-
taliö varimyndað. Og henni datt
það ekki i hug heldur að það væri
ósköp ótrúlegt að Lindy hefði
heyrt orð af þvi sem Dawson-
hjónin höfðu sagt hvort við annað
úti á grasflötinni.
Þvi að eftir ökuferðina til frú
CELIA FREMLIN
KÖLD
ERU
KVENNA-
RÁÐ
Fielding þennan dag, hafði Lindy
i Imyndun Rósamundu vaxið upp
I óendanlega stærð og hafði til að
bera yfirnáttúrlegt þrek og klók-
indi. Og enginn og ekkert gat
varist þvi að festast i neti hennar.
Já, jafnvel nú veitti hún þvi
áreiðanlega athygli — og geymdi
vitneskju sina til betri tima — að
Rósamunda og Geoffrey höfðu
ekki sagt orð hvort við annað eftir
aö þau komu. Og á hinn bóginn, ef
Rósamunda hefði leitað að honum
og talað við hann, þá hefði það
lika verið lagt á minnið — og
túlkað sem ágengni. Og ef Rósa-
munda færi snemma heim úr
veislunni, sem hana langaði mest
af öllu, yrði kennt um smámuna-
semi og afbrýði. En ef hún yrði
kyrr allt til loka, þá gerði hún það
til að geta fylgst með eiginmanni
sinum og ganga úr skugga um að
hann skemmti sér ekki of vel i
návist hinna kvennanna.
Allt i einu rifjaðist upp fyrir
Rósamundu samtalið við eigin-
mann Elieenar og nú leit hún á
það i nýju ljósi. Þegar Basil hafði
kvartað yfir þvi, að fólk hefði
njósnað um hjónaband hans i von
um að finna merki þess að það
væri að fara út um þúfur, hafði
,,fólk” þá verið umritun á Lindy?
Eða hafði illgirni og hnýsni mág-
konunnar eitrað svo mjög and-
rúmsloftið kringum hann að
honum fannst að lokum sem
,,allir” væru að njósna um hann?
Rósamunda sá i anda Lindy sitja i
litilli ibúð nýgiftu hjónanna og
horfa og hlusta og taka eftir þvi,
hvort Basil kyssti konuna sina um
leið og hann kom inn úr dyrunum
eða hvort hann tók fyrst póstinn
sinn á borðinu... hvort Eileen
kæmi þjótandi framanúr eldhúsi
til að taka á móti honum....
Hún er hreinasta blóðsuga,
hugsaði Rósamunda og réð ekki
við andúð sina. Hún lifir góðu lifi
á göllunum i hjónaböndum
annarra. Hún sýgur úr þeim blóð,
uns ekkert er eftir nema eitthvað
visiö og blóðlaust i stað þess sem
áður var.og svo kærir hún sig ekki
einu sinni um karlmanninn.
Eða gerir hún það kannski?
Það má guð vita. Er hún á hött-
unum eftir Basil...eða er það
Geoffrey sem hún vill?
Hið eina sem nú komst að i
huga Rósamundu var að komast
óséð úr þessu skelfilega
samkvæmi. Hún ruddist eins og i
! blindni gegnum stofuna og and-
dyriö og þegar hún þaut framhjá
stiganum, þóttist hún heyra
Eileen gráta uppi á lofti.
En það var fráleitt. Það hefði
hún með engu móti getað heyrt.
Jafnvel þótt Eileen hefði i raun og
veru verið að gráta, þá hefði hún
alls ekki getað heyrt það; til þess
var alltof rnikill hávaði alls
staðar. Samt sem áður tók hún
hið imyndaða hljóð með sér út úr
húsinu eins og aukafang af brenni
til að kasta á hatursloga sjálfrar
sfn um leið og hún var komin inn
fyrir sina eigin húsveggi.
RÍSPAPPÍRSLAMPINN
FRÁ JAPAN
Japanski rispappirslampinn fæst nú einnig á fsiandi i 4
stæröum.
Hentar hvar sem er, skapar góöa birtu og er til skrauts
bæði einn og einn og i samsetningum eins og á myndinni.
Athyglisverð og eiguleg nýjung.
HÚSGAGNAVERZLUN
AXELS EYJÓLFSSONAR
SKIPHOLTt 7 — Reykjavtk.
Simar 10117 og 18742.
Afhending
nhitabréfa
Hlutafjárútboði Samvinnubankans er
nú Iokið og hlutabréfin tilbúin til
afhendingar. Þeir hluthafar, sem gert
hafa full skil á hlutafjárloforðum sín-
um, geta fengið hlutabréf sín afhent
hjá aðalbankanum og útibúum hans
víðsvegar um land, eða fengið þau
send í ábyrgðarpósti.
SAMVINNUBANKINN
BANKASTRÆTI 7. REYKJAVÍK, SÍMI: 20700
verzlið á 5 hæðurní
Skoðið hina nýju
ATON
DEILD
á annarri
hæð
ATON-
HÚSGÖGNIN
eru sérstæð
glæsileg og
AL-ÍSLENSK
| Skoðið renndu
I vegghúsgögnin
skápana og skattholin
Engir víxlar — heldur mánaðargreiðsiur
með póstgíróseðlum — sem greiða má
í næsta banka, pósthúsi eða
sparisjóði.
jOpið til kl. 10 á föstudögum
|— og til kl. 12 á hádegi laugardögum.
Næg bílastæði.
Jll
JÓN LOFTSSONHF.
Hringbraut 121 . Simi 10-600
Hraðkaup
Fatnaður i fjölbreyttu úrvali
á alla fjölskylduna á lægsta
fáanlegu verði.
Opiö: þriðjud.,. fimmtud. og
föstud. til kl. 10, mánud.,
miövikud. og laugardaga til
kl. 6
Hraðkaup
Silfurtúni, Garðahreppi
v/Hafnarfjaröarveg.