Þjóðviljinn - 18.12.1973, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 18. desember 1978.
Yar ,reynt að stilla gæslunni í hóf’?
þingsjá
Á fundi neðri deildar al
þingis í gær var enn til um
ræðu tillaga Hannibals
Valdimarssonar og Kar-
vels Pálmasonar um skip-
un rannsóknarnefndar
vegna landhelgisgæslu
fyrir Vestfjörðum á á-
kveðnu tímabili í haust.
Auk flutninfísmanna töluöu
Sverrir Hermannsson, sem
kvaöst styöja tillöguna og sagðist
ekki lita á hana sem vantraust á
forsætisráðherra, Bjarni Guðna-
son, sem kvaðst ekki geta fallist á
tillöguna, þar sem húm væri ,,af
þannig toga”, Vilhjálmur
Hjálmarsson, sem kvað tilefni
ekki nægilegt til að samþykkja
svo alvarlega tillögu, og Björn
Pálsson.
Til ýmsra orðahnippinga kom
milli Bjarna Guðnasonar og
Hannibaís Valdimarssonar, og
m.a. kvaðst Hannibal vilja spyrja
,,þetta háttvirta furðufyrirbæri
þingsins”, hvað máliö hefði að
gera lengra, ef það hefði verið
upplýst i þingnefnd.
Björn Pálsson sagði, að það
hefði ekki verið viturlegt eða
leyfilegt fyrir Olaf Jóhannesson
að tilkynna, að landhelgin yrði
ekki varin.
kallað úr salnum og Björn sagði:
,,Það gefur auga leið, að ekki var
klippt á þessum tima.
Heynt var að stilla gæslunni i
hóf, svo að Bretar kæmu ekki inn
með herskipin aftur og ekki yrði
hægt að semja. Forsætisráðherra
hal'ði mikinn hug á að samningar
tækjust. Þetta ættu allir að skilja.
Hitt er annað mál, að menn eru
misgreindir og bjáni getur aldrei
orðið að speking.”.
Svo mælti Björn Pálsson, og
kynni einhverjum að þykja ihug-
unarefni.
Þingsályktunartillögunni var
siðan visað til allsherjarnefndar.
Frá fundi
neðri
deildar í
gœr
\ fundi neöri deildar alþingis i
gær var mælt fyrir nokkrum mál-
um, sem áöur höföu hlotið
afgrciðslu i efri deild.
Björn Jónsson, félagsmála- og
samgönguráðherra, mælti fyrir
stjórnarfrumvarpi um samein-
ingu flugfélaganna. Hann mælti
einnig fyrir frumvarpinu um
tekjustofna sveitarfélaga, en það
felur i sér, að sveitarfélögunum
verði heimilað, að innheimta 60%
fyrra árs útsvars sem fyrirfram-
greiðslu i stað 50% áður, einnig að
öll sveitarfélög hafi jafnan rétt til
innheimtu aðstöðugjalda, og að
fjármálaráðherra verði heimilað,
að ákveða breytingu á hinu nýja
fasteignamati til samræmis við
verðlag 1. nóv. s.l.
Björn Jónsson ráðherra mælti
einnig fyrir frumvarpi um lög-
heimili.sem afgreitt hefur verið i
el'ri deild, en það felur i sér, aö
\'estmannaeyingar,sem áttu lög-
heimili i Eyjum er jarðeldarnir
hófust, eigi þar lögheimili áfram
til 1. okt. 1974, nema þeir tilkynni
um annað, og hafi þeir þvi kosn-
ingarétt þar i bæjarstjórnarkosn-
ingunum i vor^ og Vestmanna-
eyjakaupstaður fær útsvör
þeirra, þó að þeir dvelji annars
staðar.
I.úðvik Jósepsson, sjávarút-
vegsráðherra, mælti fyrir frum-
varpi um löndun loðnu til
bræöslu.en það hefur áður verið
samþykkt i efri deild, og er meg-
inbreytingin frá þvi i fyrra sú, að
fella á niður ákvæði, sem segir að
eigi sé heimilt að stöðva löndun i
verksmiðju meðan móttökuskil-
yrði eru fyrir hendi. Frumvarpið
hafði verið samþykkt einróma i
efri deild.
öllum þessum frumvörpum var
visað til 2. umræðu og nefnda.
Fundur hófst á ný kl. háll sex i
neðri deild og segir siðar frá þvi
sem þar fór fram.
7% engin
kvöð
,,7% arðsemisskilyrði er þvi
engin kvöð af hálfu erlendrar
lánastofnunar, heldur virðist (!)
það falla mjög vel saman við
hagsmuni Hitaveitunnar, þegar
slikar stórframkvæmdir standa
fyrirdyrum eins og raun ber vitni
um.”
Þetta kemur fram i bréfi
borgarstjóra til iðnaðarráðuneyt-
isins um arðsemi Hita-
veitu Reykjavikur og er nú
fokið i flest skjól fyrir borgar-
stjóranum þegar hann bregður á
það ráð að staðhæfa að 7% arð-
gjöf séhið ágætasta fyrirkomulag
og ..virðist" falla mjög vei saman
við hagsmuni Hitaveitunnar!
Nánar á morgun.
Það kemur hvergi fram i bréfi
borgarstjóra að 7% arðsemi hafi
verið beint skilvrði fyrir lánveit-
ingunni af hálfu Alþjóðabankans.
,,Var hún ekki varin”? var þá
Æ6IF0GUB
BÓK
Eldar í Heimaey
Vestmannaeyingarnir,Árni Johnsen, blaðamaður, og Sigurgeir Jónasson,
ljósmyndari, taka höndum saman og lýsa baráttu
Eyjamanna við náttúruöflin á ógleymanlegan hátt.
Eldar í Heimaey er einstæð
lýsing Árna Johnsen á baráttu
mannsins við elda og ösku,
hraun og hita, og þeirri óbif-
anlegu bjartsýni, sem Eyja-
menn sýndu, þótt óvíst væri
um örlög heimabyggðar
þeirra. Árni rekur einnig höf-
uðþætti hins mikla endur-
reisnarstarfs í Eyjum á þann
hátt, sem þeim einum er lagið,
sem þekkt hefur Eyjar og íbúa
'þeirra allt sitt líf.
300
myndir
Meginþorri þeirra 300 mynda,
sem prýða bókina, er tekinn af
hinum kunna ljósmyndara
Sigurgeir Jónassyni, sem
dvaldist í Eyjum allan gostím-
ann. Frábærar atburðamynd-
ir Sigurgeirs og 15 annarra
ljósmyndara draga upp raun-
sanna 'lýsingu á hinum stór-
brotnu og hörmulegu atburð-
um, sem gerðust, þegar eldar
komu upp í Heimaey.
VESTMANNAEYJABOK AB