Þjóðviljinn - 18.12.1973, Síða 9

Þjóðviljinn - 18.12.1973, Síða 9
Þriðjudagur 18. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Þrátt fyrir miklar vökur og mikið starf voru menn hressir aðfaranótt sunnudagsins þegar törninni var lokið. Forustumenn BSRB spjalla saman, og ræða við þá Harald Steinþórsson, framkvæmdastjóra BSRB og Kristján Thorlacius formann BSRB. — Myndirnar tók SJ. Þjóðviljinn birtir hér nokkrar mikilvægar greinar úr kjarasamningum Bandalags starfs- manna rikis og bæja og rikisins sem undirrit- aður var um miðnætti aðfaranótt sl. sunnu- dags. Kjarasamningur milli f jármálaráðherra og Bandalags starfsmanna rlkis og bæja fyrir tímabilið 1. janúar 1974 til 30. júni 1976. 1. gr. Föst laun Föst mánaðarlaun starfsmanns, sem gegnir fullu starfi samkvæmt 8. gr., skulu vera sem hér segir i neðangreindum launaflokkum, frá og með 1. janúar 1974, samkvæmt nánari ákvæðum samnings þessa, miðað við visitöluna 149,89. Launa- flokkur 1. þrep 2. þrep 3. þrep 4. þrep 5. þrep 10. 29.271 30.61J 32.228 33.945 35.661 11. 30.611 32.228 33.945 35.661 37.377 12. 32.228 33.945 35.661 37.377 39.265 13. 33.945 35.661 37.377 39.265 41.667 14. 35.661 37.377 39.265 41.667 44.070 15. 37.377 39.265 41.667 44.070 46.315 16. 39.265 41.667 44.070 46.315 48.560 17. 41.667 44.070 46.315 48.560 50.806 18. 44.070 46.315 48.560 50.806 53.051 19. 46.315 48.560 50.806 53.051 55.297 20. 48.560 50.806 53.051 55.297 57.542 21. 50.806 53.051 55.297 57.542 59.787 22. 53.051 55.297 57.542 59.787 62.033 23. 55.297 57.542 59.787 62.033 64.278 24. 57.542 59.787 62.033 64.278 67.325 25. 59.787 62.033 64.278 67.325 70.372 26. 62.033 64.278 67.325 70.372 73.420 27. 64.278 67.325 70.372 73.420 76.467 28. 67.325 70.372 73.420 76.467 79.514 B1 83.074 83.074 83.074 83.074 83.074 B2 87.866 87.886 87.886 87.886 87.886 B3 92.697 92.697 92.697 92.697 92.697 B4 97.509 97.509 97.509 97.509 97.509 B5 103.122 103.122 103.122 103.122 103.122 Grunnlaun skv. þessari grein skulu hækka um 3% þann 1. desember 1974 og þau grunnlaun skulu hækka um 3% þann 1. september 1975. 2. gr. Timavinnukaup i hverjum launaflokki er fundiö með þvi að deila 166 i mánaðarkaup, miðað við 4. launaþrep. Heimilt er að greiða tima- vinnukaup i eftirfarandi til- vikum: 1. Nemendum við sumar- störf. Að lokinni samningaundirrit- un. Kristján Thorlacius og Halldór E. Sigurðsson takast i hendur. 2. Lifeyrisþegum, sem vinna hluta úr starfi. 3. Starfsmönnum, sem ráðn- ir eru til skamms tima vegna sérstakra, árvissra álagstima ýmissa rikisstofnana, þó eigi lengur en 2 mánuði. 4. Starfsmönnum, sem ráön- ir eru til að vinna að sérhæfð- um, afmörkuðum verkefnum. 5. Starfsmönnum, sem starfa óreglubundiö um lengri eða skemmri tima, þó aðeins i algjörum undantekningartil- vikum. 6. Stundakennurum skv. nánari ákvæöum sérsamninga kennarasamtakanna. 3.gr. Unglingakaup. beir, sem eru yngri en 14 ára skulu fá 40-75% af byrjun- arlaunum 10. lfl. skv. samn- ingi þessum. Þeir, sem eru 14 ára, skulu fá 75% af byrjunarlaunun i 10. lfl. skv. samningi þessum. Þeir, sem eru 15 ára, skulu fá 85% af byrjunarlaunum 10. in. Þeir, sem eru 16 ára og eldri, skulu fá þau laun, sem starfinu fylgja, sbr. þó ákvæði um timavinnu. 4- gr. Visitöluákvæði Greiða skal verölagsuppbót á öll laun samkvæmt samningi þessum, eftir kaupgreiðslu- visitölu, sem Kauplagsnefnd reiknar. Allar launatölur i samningi þessum miðast við kaup- greiðsluvisitölu 149,89, en grunnlaun við visitölu 100 eins og sú visitala var ákveðin i kjarasamningi BSRB og fjár- málaráðherra frá 19. des. 1970. Kaupgreiðsluvisitalan var sett 100 við undirskrift kjarasamnings fjármálaráð- herra og kjararáðs BSRB 19. desember 1970, og svaraði sú grunntala til framfærsluvisi- tölu 141,20 stig hinn 1. mai 1970. Kaupgreiösluvisitalan skal breytast i hlutfalli við hækkun framfærsluvisitölu frá 141,20 stigum, með þeim hætti, sem ákveðiö var i kjarasamningum á almennum vinnumarkaöi i júni 1970. Kaupgreiðsluvisitala skal reiknuð á sömu timum og visi- tala framfærslukostnaðar, þ.e. miðað við byrjun mánaö- anna ágúst, nóvember, febrú- ar og mai og gildir hún við ákvörðun verðlagsuppbótar á laun frá byrjun næsta mánað- ar eftir að hún var reiknuð. Kaupgreiðsluvisitala skal reiknuð með tveimur auka- stöfum. Varðandi kröfur, sem annar hvor'samningsaöila kann að gera, ef breytingar verða gerðar á reglum, er snerta visitölugreiðslur á almennum vinnumarkaði, fer um máls- meðferð samkvæmt 2. mgr. 7. gr. laga nr. 46.1973. Eru aðilar sammála um þann skilning á téðri laga- grein, aö verði breytt gildandi ákvæöum um visitölubindingu kaupgjalds á almennum vinnumarkaði, beri að taka ósk samningsaðila um endur- skoðun til greina, og hljóti hún málsmeðferð samkvæmt þvi. Skal endurskoðun ákvæöa þessarar greinar þá hefjast þegar i stað sé þess óskað af hálfu samningsaðila. Frá þeim tima skal visitöluálag til útborgunar ekki hækka, enda gildi nýjar reglur skv. samn- ingi eða niðurstöðum Kjara- dóms frá þvi að ósk um endur- skoðun kom fram. 5. gr. Starfsþjálfun og starfsaldur Hver launaflokkur skiptist i 5 launaþrep merkt 1, 2, 3, 4 og 5. Föst mánaðarlaun i hverj- um launaflokki og launaþrepi skulu vera eins og tilgreint cr i 1. grein þessa samnings. Við ákvörðun launaþreps fyrir starfsmann skal fara eft- ir starfsþjálfun hans og starfs- aldri á þann hátt, sem hér seg- ir: Launa- þrep Starfsaldur 0-1 ár: Starfsþjálf. 0- 6 mán. 1 Starfsþjálf. 6-12 mán. 2 Starfsþjálf. yfir 12 mán. 3 Starfsaldur 1-6 ár: Starfsþjálf. 0- 6mán. 2 Starfsþjálf .6-12 mán. 3 Starf sþjálf. yfir 12 mán. 4 Starfsaldur yfir 6 ár: Starfsþjálf. 0- 6mán. 3 Starfsþjálf. 6-12 mán. 4 Starfsþjálf. yfir 12 mán. 5 Starfsþjálfun samkvæmt þessari grein er viðurkennd án tillits til þess, hvar sú þjálfun er fengin. Hún vinnst við störf, sem eru hliðstæð þvi, sem um er að ræða. Starfsþjálfun skal tekin til greina, ef um stöðu- hækkun er að ræða á skyldu starfssviði, þ.á m. ef undir- maður tekur við stöðu yfir- manns, svo og við afleysingar i störfum. 18. gr. Orlof Lágmarksorlof skal i sam- ræmi við lög nr. 87, 24. desem- ber 1971, vera 2 dagar fyrir hvern unninn mánuð á siðasta orlofsári. Starfsmaður, sem innir vinnuskyldu sina af hendi með 6 daga vinnuviku, skal þvi hafa orlof i 24 vinnu- daga að laugardögum með- töldum eftir ársstarf. Við 10 ára starfsaldur skal starfsmaður að auki hafa or- lof, er svarar til 24 vinnu- skyldustunda i dagvinnu. Við 20 ára starfsaldur skal starfsmaður enn að auki hafa orlof er svarar til 24 vinnu- skyldustunda i dagvinnu. Ákvæði 5. gr. um starfsa,dur til launa skulu gilda um starfsaldur til orlofs. Akvæði 5. gr. hafa ekki áhrif til stytt- ingar orlofsréttar," er starfs- maður nýtur við gildistöku þessa samnings. Orlofsárið er frá 1. mai til 30. april. Timabil sumarorlofs er frá 1. júni til 30. september. Að minnsta kosti 24 orlofs- dagar skulu veittir á timabil- inu 1. júni til 30. september. Sé svo ekki, en orlof tekið á öðr- um árstima, skal orlofið lengj- ast um 1/4 af þvi, sem á skort- ir. Sé vinnutilhögun hjá starfs- manni önnur en að ofan getur, þ.e. sex daga vinnuvika, skal orlof hans vera jafnlangt og hins miðað við fjölda vinnu- skyldustunda, i dagvinnu, þ.e. 160stunda orlof á ári og aðrar ofangreindar reglur gilda hlutfallslega við það. Fyrir heiltorlofsár skal starfsmaður fá greitt orlofsframlag, kr. 10.000.- auk fastra launa i or- lofi. Orlofsframlag 1976 fyrir or- lofsárið 1.05.75 til 30.04.76, skal greitt með álagi sem svarar breytingu á launum 18. launa- flokks, 3. launaþreps frá 1. mai 1974 til jafnlengdar 1976. Gjalddagi orlofsframlags er 1. júni, i fyrsta sinn 1. júni 1974. Framlagið er óskert til þeirra, er voru i starfi 1. júni 1973. Starfsmaður, sem unnið hefur hluta úr ári eða hluta af fullu starfi, skal fá greitt or- lofsframlag hlutfallslega mið- að viö það. Veikist starfsmaður i orlofi, skal orlofið lengjast um þann tima, sem veikindunum nem- ur enda sanni starfsmaður veikindi sin með læknisvott- orði. Yfirmaður ákveður i samráði við starfsmenn i hvaða röö þeir taka orlof. Nú tekur starfsmaður ekki orlof eitthvert ár, og á hann þá rétt á, með samþykkti yfir- manns, að leggja saman orlof þess árs til hins næsta, til or- lofstöku siðara áriö. Tilfærsla orlofsárs skerðir ekki orlofsrétt þeirra starfs- manna, er voru i starfi 1. júni 1973.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.