Þjóðviljinn - 18.12.1973, Side 13
t>riftjudagur 18. desembcr 197;!. ÞJóÐVILJINN — StÐA 13
15
Þegar Rósamunda var búin að
loka á eftir Carlottu gekk hún
hægt inn i stofuna aftur. og henni
varð ljóst að sennilega yrði hún
ein heima allt kvöldið. Geoffrey
hafði sagst koma seint heim, og
þá átti hann við mjög seint. ann-
ars hefði hann varla haft svo mik-
ið fyrir þvi að koma til hennar
boðum. Og Pétur var ekki kominn
heim enn, og það táknaði senni-
lega að hann hefði farið eitthvað
út með félögum sinum eftir
hljómsveitaræfinguna. Annað
hvort myndi hann hringja bráð-
lega — eða þá að hann hringdi alls
ekki — til að segja að hann kæmi
annaðhvort heim að borða eða
ekki, sem hann myndi siðan ann-
að hvort gera eða ekki. Það þýddi
ekki að byggja neinar áætlanir á
Pétri.
Rósamunda var eiginlega fegin
þvi að vera ein. 1 fyrsta lagi þurfti
hún ekki lengur að brjóta heilann
um matinn, hrisgrjónin og allt
það. Ef henni sýndist gæti hún
einfaldlega farið aftur upp i rúm
og legið þar.
En þótt undarlegt megi virðast
langaði hana ekki lengur til þess.
Þvert á móti var hún eirðarlaus,
uppfull af einhvers konar at-
hafnaþrá og umfram allt langaði
hana til að komast burt úr þessu
húsi. Út — burt frá fjárans skón-
um og tösku Lindýar, burt frá
hinum eilifu simhringingum (þótt
hún hefði ekki svarað), burt frá
þessum tilgangslausu vangavelt-
um sinum. Hún gæti farið út að
ganga, já, það ætlaði hún að gera,
og þegar hún kæmi til baka, þá
gat verið að allt væri komið i lag
og orðið eðlilegt á ný.
En hvert átti hún að fara?
Henni fannst svo bjánalegt að
fara ein út að ganga; það var svo
gerólikt þvi þegar hún og
Geoffrey höfðu rölt saman i
kvöldgöngur. Hún stansaði hik-
andi á tröppunum og fannst hún
skeliflega áberandi. Er hún úti að
ganga? Alein? Hvar er maðurinn
hennar? Hún imyndaði sér allar
þessar athugasmdir þjóta fram
og aftur eftir dimmum veginum
eins og leðurblökur, vetrarleður-
blökur, imyndaðar leðurblökur,
þvi að alvöru leðurblökur tilheyra
sumrinu og á þessum tima árs
með löngum rvóttum og rökum
kulda liggja þær i dvala.
Það fór hrollur um hana og hún
CELIA FREMLIN
KÖLD
ERU
KVENNA-
RÁÐ
var i þann veginn að snúa við og
fara aftur inn, þegar hún fékk
hugmynd.
Sjanghó. llannværi ágæt afsök-
un fyrirkvöldgöngu. Og fyrst
Eileen var ekki komin heim, eftir
dimmu gluggunum að dæma, var
það beinlinis skylda Rósamundu
að ganga út með hann, svo fram-
arlega sem hann tæki það i mál.
Hún var aldrei alveg viss um hve
djúpur fjandskapurinn var.
En Sjanghó var ekki þannig
gerður að hann léti óvild sina
eyðileggja fyrir sér neina ánægju.
Eftir langan og einmanalegan
dag með örstuttum gönguferðum
með frú Dawson og dós af hunda-
mat (sem Rósamunda sá að hann
hafði ekki snert á), leyfði hann
henni allramildilegast að festa
snúruna i hálsbandið hans og
teyma hann út i desemberkvöld-
ið.
Hlið við hlið gengu þau með
hægð eftir mannauðum götunum.
Nú þegar Rósamunda var komin
upp úr rúminu, varð henni ljóst að
eirðarlaus athafnaþráin hafði
verið blekking. Höfuðverkurinn
var kominn aftur og hún var þeg-
ar orðin þreytt. Hún ákvað að
fara ekki lengra en að járnbraut-
arbrúnni bakvið krikketvöllinn og
fara siðan heim þá leiðina. Þar
gæti hún lika leyft Sjanghó að
hlaupa um án þess að eiga á hættu
að bill æki á hann.
— Gott kvöld!
Rósamunda hrökk við þegar
ókunnug karlmannsrödd ávarp-
aði hana út úr myrkrinu. Hún
hafði ekki heyrt neinn nálgast.
— Gott kvöld, svaraði hún fá-
lega og togaði i snúru Sjanghós til
að stjórna honum svo að þau gætu
bæöi gengið framhjá ókunnuga
manninum á viröulegan en rösk-
legan hátt. En Sjanghó hafði fund-
ið sérlega freistandi steinsillu og
hafði ekki i hyggju að kveðja
hana fyrr en hann hefði hnusað
lyst sina, svo að Rósamunda
hlaut að standa kyrr og biða.
— Það eruðþér? spurði röddin
og hún var svo sem engu nær og
stundarkorn stóðu þau bæði tvö
og störðu hvort framaní annað i
myrkrinu. Rósamunda braut
heilann og reyndi að átta sig á
þessari rödd, sem var kunnugleg
á einhvern hátt, og fölleitu og
mögru ungu andlitinu.
— Basil, sagði hún. — Ég gat
ómögulega komið yður fyrir mig.
Hvað er að frétta? Eruð þér á leið
til Lindýar....?
En Lindy var ekki heima. Lindý
var kannski dáin — nú á þessari
stundu. Hún vissi ekki hvernig
hún átti að ljúka við þessa óheppi-
legu setningu.
— Ég er öllu heldur á leið til að
heyra hvað er eiginlega um að
vera, sagði hann. — Það er ber-
sýnilega eitthvað að. Eileen
hringdi til min og sagði mér frá
þvi. Það er nú töggur i henni,
hann breytti óvænt um umræðu-
efni. — Ég hefði ekki haldið að
hún gæti nokkurn tima fengið sig
til að hringja i mig eftir allt uppi-
standið á milli okkar — tja út af
engu. Hún var annars alltaf svo
uppburðarlaus og ég varð alltaf
aö stiga fyrsta skrefið eftir að við
höfðum rifist. Það er eins og hún
hafi þroskast án þess þó að...
Basil hafði bersýnilega allan
hug á að halda þessum vanga-
veltum sinum áfram meðan
Rósamunda entist til að hlusta,
svo að hún neyddi hann til að snúa
sér aftur að efninu.
— Já, við höfum öll miklar
áhyggjur af Lindy, sagði hún. —
Og enginn botnar i hvað hefur
gerst. Er annars nokkuð nýtt að
frétta? Hafði Eileen orðið nokk-
urs visari?
— Nei. Mér fannst bara rétt að
lita inn til að athuga hvort ekki
væri þörf fyrir sterkan karlmann
og allt það. Eg gæti ef til vill orðið
aö einhverju liði.. lauk hann máli
sinu dálitið vandræðalegur.
Rósamundu fannst dálitið hjart-
næmt að fylgjast með þvi hvernig
hortugheitin breyttust i næstum
drengjalegan vandræðaskap.
Hún gat vel skilið að Eileen hefði
orðið ástfangin af honum og einn-
ig það, að henni skyldi þykja erf-
itt að búa með honum.
— Þér getið áreiðanlega gert
heilmargt, sagði hún. — Fyrst og
fremst með þvi að veita Eileen
siðferðilegan styrk. Og ef Lindy
kemur ekki i leitirnar, er vist
óhjákvæmilegt að einhver hafi
samband við lögregluna.
Um leiö og hún sleppti orðinu
fann hún kviðafiðring fara um
sig, og bersýnilega hafði það
sömu áhrif á Basil, þvi að honum
varð hverft við.
— Lögregluna? Af hverju? Þér
haldið þó ekki ...
— Auðvitað ekki'. Rósamunda
óskaði þess af öllu hjarta að hún
hefði ekki gloprað þessu út úr sér.
— Ég átti bara við það, að ef hún
kemur ekki heim til sin á næsl-
C&sior
Skyrtan ^
CASTOR. Skyrtan er löngu landskunn
fyrir fjölbreytni í litum og hve vel hún
fellur að líkamanum. Takið eftir flibba
og ermum. Það er leitun að betri skyrtu.
VINNUFATAGERD ÍSLANDS H.F.
Þriðjudagur 18.desember
7.00 MorgumUvarp Veður-
fregnir kl. 7.00. 8,15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.20
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn ki. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Böðvar Guðmundsson
endar lestur sögunnar um
,,ögn og Anton" eftir Erich
Kastner i þýðingu Ölafiu
Einarsdóttur (10).
Morgunleikfimi kl. 9.20.
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttir kl. 9.45. Létt lög á
milli atriða. Tilkynningar
kl. 10.25. Ég man þá tíðkl.
10.45: Tryggvi Tryggvason
sér um þátt með frásögum
og tónlist frá liðnum árum.
Tónleikar kl. 11.45.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Kftir hádegið Jón B.
Gunnlaugsson leikur létt lög
og spjallar við hlustendur.
14.30 Siðdegissagan: ,,Saga
Kldeyjar-lljalta" el'tir Guð-
mund G. Ilagalin Höfundur
les (25)
15.00 M iðdegistónleikar:
Philippe Entremont og
Sinfóniuhljómsveitin i Fila-
delfiu leika Pianókonsert i
a-moll op. 10 eftir Edvard
Grieg: Eugene Ormandy
stj. Filharmóniusveitin i
Stokkhólmi leikur Sinfóniu
nr. 3 i C-dúr op. 52 eftir
Sibelius: Sixten Ehrling stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
17.10 Tónlistartimi barnanna:
Egill Friðleifsson söng-
kennari sér um timann.
17.30 Lestur úr nýjum barna-
b ó k u m . ' T ó n 1 e i k a r .
Tilkynningar.
18.30 Fréttir. 18.45 Veður-
fregnir. 18.55 Tilkynningar.
18.30 Fréttir. 18.45 Veður-
fregnir. 18.55 Tilkynningar.
19.00 Veðurspá Fréttaspegill
19.20 Úr tónlis tarlifinu
Umsjón Þorsteinn
Hannesson.
19.40 llvað er San Marino?
Thor Vilhjálmsson rit-
höfundur les úr nýrri bók
sinni.
20.00 Lög unga fólksins Ragn-
heiður Drifa Steinþórsdóttir
kynnir.
21.00 fi Jölaannir’* sntásaga
eftir Umii Kiriksdóttugltósa
Ingólfsdóttir les.
21.30 A hvitum reitum og
s v ö r t u m Guðmundur
Arnlaugsson sér um skák-
þátt.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöld-
s a g a n : M i n n i n g a r
Guðrúnar Borgfjörð Jón
Aðils leikari les (15)
22.35 llarmonikulög. Arthur
Spink leikur
23.00 A liljóðbergi. Sherlock
llolmes leysir ráðgátuna
urn dropótta bandið. Basil
ltathbone les samnefnda
sögu eftir Arthur Conan
Doyle.
23.30 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Tónleikar.
o
o
o
Lr"
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.35 Bræðurnir. Bresk fram-
haldsmynd. 5. þáttur.
Kvöldboðið. Þýð. jón ().
Edwald. Efni 4. þáttar:
Davið á i erfiðleikum með
að ákveða hvort hann á
heldur að selja sinn hluta i
fyrirtækinu, eða taka þátt i
rekstri þess með bræðrum
sinum. Anna reynir enn að
fá Brian til að selja og hel ja
aftur störf hjá lyrri vinnu-
veitanda, sem nú helur
boðið honum eignarhlut i
fyrirtæki sinu. Edward
leggur fast að Brian að selja
sér hlutabréfin og þeir deila
hart um málið. Loks
ákveður Brian að selja
ekki, þrátt fyrir afstöðu
konu sinnar og Edwards.
Davið lekur lika ákvörðun
um að halda sinum hluta,
þótt ástæður hans til þess
séu annars konar en Brians.
21.25 IIeiiiislioiii. Frétta-
skýringaþáttur um erlend
málefni. Umsjónarmaður
Sonja Diego.
22.05 Skák. Stuttur banda-
riskur skákþáttur. Þýðandi
og þulur Jón Thor Haralds-
son.
22.15 Jóga til heilsubótar.
Myndaflokkur með kennslu
i jógaæfingum. 4. þáttur
endurlekinn.
22.40 Dagskrárlok.