Þjóðviljinn - 28.12.1973, Blaðsíða 2
2 S»ÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. desember 1973.
Oft getur tekið langan tíma
að hugsa um næsta leik.
En sért þú að hugsa um reykingar
og viljir ekki tefla heilsunni í tvísýnu,
þá er næsti leikur augljós.
Sjáðu þér leik á borði: Hættu strax!
Menningarsjóður
Norðurlanda
Stjórn Menningarsjóös Noröurlanda mun á árinu 1974
hafa til ráOstöfunar S milljónir danskra króna til styrk-
veitinga drsjóðnum. Sjóðnum er ætlað að styrkja norrænt
menningarsamstarf á sviöi visinda, skólamála, alþýöu-
fræðslu, bókmennta, myndlistar, tónlistar, ieiklistar,
kvikmynda og annarra listgreina, svo og upplýsingastarf-
semi varðandi norræna menningu og menningarsam-
vinnu.
Veita má styrki til afmarkaðra norrænna samstarfsverk-
efna, sem stofnað er til I eitt skipti. Styrkveiting til varan-
legra verkefna kemur einnig til greina, en aö jafnaöi er
styrkur til sliks samstarfs þó einungis veittur fyrir ákveð-
iö undirbúnings- eða reynslutimabil samkvæmt ákvörðun
sjóðsstjórnar. Þá er yfirieitt þvl aðeins veittur styrkur úr
sjóðnum, að verkefniö varði þrjár Norðurlandaþjóöir hið
fæsta.
Varðandi umsóknir um styrki til hljómleikahalds er vakin
athygli á sérstakri auglýsingu um það efni frá Norrænu
samstarfsnefndinni um tónlistarmál (NOMUS). Umsókn-
um um styrki úr sjóðnum til einstaklinga er ekki unnt aö
sinna. Um verkefni á sviöi vfsinda er það yfirleitt skilyrði
til styrkveitingar, að gert sé ráð fyrir samstarfi vfsinda-
manna frá Norðurlöndum aö lausn þeirra. Aö ja f naði eru
ekki veittir styrkir úr sjóönum til aö halda áfram starfi,
sem þegar er hafiö, sbr. þó það sem áður segir um sam-
starf i reynsluskyni. Sjóðurinn mun ekki, nema alveg sér-
staklega standi á, veita fé til greiðslu kostnaöar við verk-
efni, sem þegar er lokiö.
Umsóknir skulu ritaðar á dönsku, norsku eða sænsku á
sérstök eyðublöð, sem fást I menntamálaráöuneytum
Norðurlanda og hjá Nordisk kulturfond, Sekretariatet for
Nordisk kulturelt samarbejde, Snaregade 10, 1205
Köbenhavn K. Skulu umsóknirnar sendar beint til skrif-
stofu sjóðsins.
Umsóknarfresti fyrir seinna helming ársins 1974 Iýkur 15.
febrúar 1974.
Afgreiöslu umsókna, sem berast fyrir þann tfma, vcröur
væntanlega lokiö um miðjan júlimánuð. t mai 1974 verður
auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir fyrra helming
ársins 1975, og mun fresti til að skila þeim umsóknt'm
ljúka 15. ágúst 1974.
Stjórn Menningarsjóös Norðurlanda.
Hafnamál á íslandi hafa verið í algerum ólestri
Nú er stefnt að stór
felldum hafnabótum
Fjárframlög
i valdatíð núverandi rík-
isstjórnar hef ur verið brot-
ið biað í hafnamálum á is-
landi. Nú eru ætlaðar
margfalt hærri fúlgur til
hafnanna en var á valda-
tíma viðreisnarflokkanna.
Enda ætti það að vera
sjálfsögð skylda þjóðar
sem er jafn háð sjósókn og
islendingar að tryggja
skipum sinum sæmilega
aðstöðu í höfnum.
Geir Gunnarsson, for-
maður f járveitinganefnd-
ar, fjallaði ýtarlega um
hafnamálin i framsögu-
ræðu sinni fyrir meirihluta
f járveitinganef ndar á
alþingi nýlega. Hér er birt-
ur sá kafli í ræðu Geirs
Gunnarssonar, sem um
þetta fjallaði sérstaklega:
Samkvæmt tiilögu fjárveitinga-
nefndar hækkar framíag til hafn-
armannvirkja og lendingarbóta
um 144 milj. kr. og verður 444
milj. kr., sem 237 milj kr. hækkun
frá núgildani fjárlögum, 272 milj.
og 200 þús. kr. hækkun frá núgild-
ani fjárl., og ber þá að gæta þess,
að hér koma til viðbótar 169 milj.
kr., sem ætlaöar eru á fjárl. til
sérstakra hafnarframkvæmda i
Grindavik og Höfn i Hornafirði.
Nemur þá framlag rikissjóðs til
sveitarfélaga eða hafnarsjóðs
vegna hafnagerða samtals 613
milj. kr. á mðti 206,8 milj. kr. á
núgildandi;fjárl.og 99 milj. kr. Að
meðtöldum hluta hafnarsjóð-
anna svarar þetta til þess, að
unnið verði fyrir u.þ.b. 850 milj.
kr. við hafnarframkvæmdir, aðr-
ar en landshafnir á næsta ári. En
samkv. fjárlagafrv. er gert ráð
fyrir að unnið verði einnig fyrir
255 milj. kr. i landshöfninni i Þor-
lákshöfn á árinu 1974.
Brotið blað
Framlag til hafnarfram-
kvæmda á næsta ári, nemur þá
samtals 838 milj. kr., þ.e.a.s. 44
milj. kr. á liðnum hafnarmann-
virki og lendingarbætur, og 225
milj. kr. vegna Þoriákshafnar,
þar af á samkv. frv. að afla 290
milj. kr. með lánsfé, svo að beint
framlag rikissjóðs yrði þá 548
milj. kr. á móti 206,8 milj. kr. á
núgildandi fjárlögum, og nemur
hækkunin 341,2 milj. kr.
t samræmi við ákvæði hinna
nýju hafnari., um að framlag til
hafnarbótarsjóðs skuli nema
a.m.k. 12% af framlagi til hafnar-
mannvirkja og lendingarbóta,
hækkar framlag til sjóðsins um
17,3 millj. úr 36 milj. kr. i 53,6
milj., sem er hækkun um 31,3
milj.frá núgildandi fjárlögum. Sé
lagt saman framlag rikisins,
samkv. þessum till. til hafnar-
framkvæmda i almennum höfn-
um og landshöfnum, og framlag
rikisins, samkv. þessum till. til
hafnarframkvæmda i almennum
höfnum og landshöfnum, og
framlag til hafnarbótasjóðs,
nemur heildarfjárveitingin 891,3
milj. kr. Hér er þvi brotið blað i
sögu hafnargerða i landinu, og
þess er að vænta, að á næstu ár-
um verði staðið að fjárveitingum
til þessara mála, meira i likingu
við það sem nú er lagt til, en það
sem verið hefur um langt árabil.
Bág staða
hafnarsjóða
Ég held að þingmenn séu flestir
þeirrar skoðunar, að framlög til
hafnaframkvæmda hafi ver-
ið stórum of lág um mjög langt
árabil. Þær lágu fjárveitingar og
minni greiðsluhlutir rikissjóðs,
samkv. eldri lögum hafa valdið
þvi, að við verulega erfiðleika
hefur verið að glima i flestum
höfnum landsins, og segja má að
margfölduð
enn hafi ekki verið byggð höfn á
tslandi, sem nefna mætti þvi
nafni. Allt of viða er það svo, að
mestu tjónin á skipunum verða i
höfnunum, og jafnvel á miklum
framieiöslustöðum er mikill hluti
flotans, og jafnvel allur, i stór-
felldri hættu, ef gerir áhlaupa-
veður. Hjá þjóð, sem á allt sitt
undir sjósókn og fiskvinnslu,
verður ekki undan þvi vikist að
gera hafnirnar þannig úr garði,
að þeim sem vilja það á sig
leggja að sækja sjóinn sé ekki
gert það ókleift, vegna óviðun-
andi aðstöðu fyrir fiskiskipaflot-
ann, þegar að landi er komið.
En til úrbóta dugir ekki það eitt
að veita fé á fjárlögum til að
kosta þau 75% af framkvæmda-
kostnaði i höfnum, sem rikið á að
sjá um; viða er hag hafnarsjóða
svo komið, að þeir eru einskis
megnugir, og geta i raun og veru
ekki bætt á sig kostnaði við nýjar
framkvæmdir.
Þeir voru m.a. margir hverjir,
fyrir allmörgum árum látnir taka
erlend lán, til að greiða sinn hluta
hafnargerða, siðan riðu gengis-
lækkanir yfir ein af annarri, og
enda þótt rikissjóður hafi tekið á
signokkurn hluta gengismunarins,
er greiðslubyrði þeirra meiri en
svo, að hafnarsjóðirnir fái undir
þvi risið, enda ætti i rauninni ekki
að vera til þess ætlast, að á fá-
mennum stöðum eigi það fólk,
sem svo til allt vinnur að mikil-
vægustu framleiðslustörfunum i
þjóðfélaginu,að taka sérstaklega
á sig, fram yfir þá, sem t.d. búa i
höíuöborginni og næsta ná-
grenni, að greiða fjárfestingu
sem er þjóðinni nauðsynleg, svo
þessi framleiðslustörf verði unn-
in. Er þess vegna óhjákvæmileg
nauðsyn, og þjóðfélagslega sann-
gjarnt að gerðar verði ráðstafan-
ir til að létta greiðslubyrði þeirra
hafnarsjóða, a.m.k. sem verst
eru settir. Siöastliðiö sumar voru
veittar 117 milj. kr. að láni úr
hafnarbótasjóði, til hafnarsjóða,
þar af voru 40 milj. kr. veittar,
sem sérstök fjárhagsaðstoð með
15 ára lánum, afborgunarlausum
fyrstu 2 árin. Að þessari úthlutun
vann undirn. fjvn., og siðan öll
nefndin.
Það var samdóma álit nefnd-
arm., að þessar 40 milj. kr. hefði
þurft að veita sem óendurkræfan
styrk. að visu eru á þvi meiri
framkvæmdaefiðleikar og viss
vandkvæði, m.a. vegna ófull-
nægjandi samræmis i gögnum um
stöðu hafnarsjóðanna og erfið-
leikar á sambanburði. Þessi að-
stoð var veitt á grundvelli sér-
stakrar heimildar igildandi fjárl.,
og viö 3. umr. um fjárl. nú, mun
verða flutt till. um hliðstæð heim-
ildarákvæði.
Samkv. greiðsluáætlun hafnar:
sjóða fyrir árið 1974, mun halli
þeirra hafnarsjóða, sem hafa
ekki nægar tekjur fyrir greiöslu
afborgana og vaxta, verða sam-
talsum 63 milj. kr. Þessar hafnir
eru 48 talsins, og þær vantar frá
50 þús. kr. upp i 9 og hálfa milj.
hverja, til þess að hafa afgang af
rekstri, til að greiða allar afborg-
anir og vexti. Hinar sem hafa
rekstrarfé til þess að greiða alla
vexti og afborganir lána eru 9, og
hafa afgang umfram vexti og af-
borganir, frá 50 þús. til 3 og hálf
milj., samt. um 10 milj. kr. Það er
þvi ljóst, að full þörf er á að mál
sjálfra hafnarsjóðanna verði tek-
in til sérstakrar meðferðar, og
gera hin nýju hafnarlög ráð fyrir
þvi.
Þorlákur sýnir
að Laugavegi 21
Þorlákur Halldórsen hefur
opnað sýningu að Laugavegi 21,
Listmálaranum, og sýnir þar 31
oliumálverk. Flestar myndanna
eru landslagsmálverk m.a. frá
Þingvöllum, Borgarfirði, Suður-
nesjum og Stokkseyri. Verð
myndanna er frá 8.500 kr. til 39
þúsund.
Þorlákur, sem hefur málað I
sama stil lengi vel, sagði að salan
heföi aukist hjá sér á undanförn-
um árum. Hann kom fyrst fram á
sýningu Félags fristundamálara i
Listamannaskálanum, þá 17 ára
gamall, og keypti Jóhann Þ.
Jósepsson þá af honum fyrstu
myndina, sem var blómamynd.
Þorlákur sagði aö sýningar fri-
stundamálara heföu verið mjög
vel sóttar á sinni tlð og væri synd
aö einhver slikur félagsskapur
starfaði ekki ennþá. 1 spjalli um
uppstillingar og blómamyndir
kom fram að fólki er hreint ekki
sama af hverju hluturinn er,
þannig hefði enginn viljað kaupa
mynd af þorski, sem hann sýndi i
fyrra, og eins væri með svart-
baksmynd er hann sýndi nú. Ef
máluð er mynd af spóa eða lóu er
annaö uppi á teningnum.
Þorlákur hefur siðastliöin 10 ár
eingöngu starfað að myndlist. SJ
vo n o f
Hvenœr kemur
Sverrir?
Það er ekki oft sem maður
hlakkar til að heyra og sjá efni i
sjónvarpinu, en loksins þegar eitt
slikt var i vændum, þá var það
stöðvað með furðulegum hætti.
Viðræður Péturs Péturssonar við
Sverri Kristjánsson sagnfræðing
vax sá þáttur sem allur fjöldinn
vildi fá að heyra og sjá. Hvers
vegna heyrist ekkert um þetta
mál lengur? Hvað á lengi að tefja
flutning þessa efnis i sjón-
varpinu? GH.
Séra Rögnvaldur
til fyrirmyndar
Blaðinu hefur borist bréf frá
Baldri Bragasyni þar sem hann
mótmælir þeirri túlkun biskups,
sem fram hafi komið i grein hans
i Morgunblaðinu 13. des. sl. að
Baháitrú sé „múhammeðskur
sértrúarflokkur”. Vitnar bréfrit-
ari máli sinu til stuðnings i dóm
sem fallið hafi i Tyrklandi um að
Baháitrú væri sjálfstæð trúar-
brögð en ekki hluti af Islam. Bréf-
ritari segir:
„Mér finnst að fyrrnefndir
háttvirtir kennimenn ættu að
kynna sér önnur trúarbrögð i
fyllra mæli áður en þeir fara að
fræða almenning um þau á opin-
berum vettvangi. Þar mættu þeir
taka séra Rögnvald Finnbogason
sér til fyrirmyndar en hann flutti
ágætan erindaflokk um Islam i
útvarpinu”.