Þjóðviljinn - 28.12.1973, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 28.12.1973, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 28. desember 1973. Fangaskipti hefjast á ný í S-Víetnam SAIGON 27/12 — Samningamenn Þjóðfrelsisfylkingar Suður-Viet- nams og Saigon-stjórnarinnar hafa komið se'r saman um að skipta fyrir næstu nýjárshátið (Tet) á föngum, bæöi hermönnum og óbreyttum borgurum. Fanga- skiptin stöðvuðust i júli, en eiga nú að hefjast aftur i næstu viku. Vitað er að Saigon-stjórnin heldur hundruðum þúsunda manna i| fangabúðum við illa meðferð, og er þar að finna eina ástæðuna fyr- ir siharönandi hernaðarátökum i landinu, enda þótt i orði kveðnu heiti það svo að vopnahlé sé enn i gildi. Frétt þessi er samkvæmt heimildum frá Saigon. GLENS Ef þú elskaöir mig raunverulega þá myndiröu ekki alltaf vera svona blánkur. Leiðrétting Titillinn á samtiningi minum (kvæðum og tilvitnunum) i Jóla- blaði Þjóðviljans hefur þvi miður aflagast óæskilega. Þegar ég af- henti ritstjóra handritið gat ég þess að kviðlingarnir væru brot af stærra verki sem ég hugsaði mér að nefna „Móthverfur”; af óað- gæslu ritaði ég ekki nafnið á blað, en skiljanlegt er á hinn bóginn að menn i miklum önnum gleymi orðafleipri... Próförk gat ég ekki lesið vegna fjarveru úr borginni... Bið ég þá sem lásu að skipta um titil i huga sinum svo hinir postul- legu fái ekki hellu fyrir hjartað. Krlingur K. Ilalidórsson Hvenœr gerðust jólasveinar kristnir? Sótvondur sjónvarpsglápir bið- ur um að eftirfarandi spurningu og athugasemd sé komið á fram- færi: ,,t barnatima sjónvarpsins á jóladag, en um hann sáu atvinnu- skemmtikraftar sem þjóðin þarf ekki að vera yfirmátaandögtug yfir, birtist jólasveinn með yfir- bragði hins evrópsk-ameriska Kláusar, sem klint hefur verið á heilagranafnbót, en kvaðst þó heita Kertasnikir upp á islensku. Það hefði nú ekki verið mjög umtalsvert þetta með gervi Sveinka og fráhvarf frá hinum is- lenska jólasveini ef ekki hefði komiö annað til, nefnilega það að Kertasnikir söng sálm, hákristi- legan jólasálm. Og þvi er mér spurn: Siðan hvenær gerðist fjölskylda Grýlu gömlu, Leppalúði, jóla- sveinarnir og aðrir af þeim ágæta islenska kynstofni sem byggir fjöll og gil, kristnir? Mér þætti fróðlegt að heyra svar yfirmanns islensku kirkj- unnar eða annarra sem til þekkja við þessari spurningu. ’ úþ FÉLAGSLÍF Allar tilkynningar, sem ósk- ast birtar I þessum dálki blaösins veröa aö berast skrif- lega merktar „félagslif”. Ekki veröur tekiö viö tilkynn- ingu I sima. Ferðafélagsferð Aramótaferð i Þórsmörk. 3Q. des. til 1. jan. Farseðlar á skrifstofunni. Þórsmerkurskáli er ekki opinn fyrir aðra um áramótin. Feröafélag islands Sunnudagsgangan 30/12. Fjöruganga á Seltjarnarnesi. Brottför kl. 13 frá BSÍ. Verð 100 kr. Ferðafélag islands Þeir, sem aka á BRIDGESTONE snjódekkium, negldum með SANDVIK snjónöglum, komast leiðar sinnar í snjó og hálku. Sendum gegn póstkröfu um land allt Verksíæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22, GÚMMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVlK SlMI 31055 Mótmæla hug- myndum um vísi- tölubindingu lána Fundur islenskra námsmanna i Lundi hefur gert svofellda sam- þykkt um lánamál námsmanna: Fundur i Lundardeild SÍNE haldinn 10. des. 1973 ályktar eftir- farandi um frumvarp það til laga um námslán og námsstyrki, sem fyrir fundinum liggur, prentað sem handrit: Ef vel er athugað má finna já- kvæða þætti i frumvarpi þessu. Má hér nefna hækkun náms- styrkja og aukna möguleika sumra námsmanna til að fá 100% umframfjárþarfar i styrkjum og lánum. En jafnvel þessir þættir hafa að geyma atriði sem gerir þá varhugarverða. Helstu gallar frumvarpsins eru þessir: 1. Námsmenn undir 26 ára aldri eru lýstir ómyndugir og f járhags- lega háðir foreldrum sinum. 2. Akvæði um, að 10% af skuld- lausri eign námsmanns teljist til frádráttar námslána verður að skoðast sem viijayfirlýsing höf- undar frumvarpsins um að náms- menn séu eignalausir. A þennan hátt er að mestu leyti útilokað að hópur námsmanna njóti lána frá Lánasjóði, en það eru þeir sem verið hafa i atvinnu- lifinu um tima og komið sér upp eigin húsnæði eins og flestir laun- þegar gera á íslandi. 3. Frumvarpið gerir reglur um námslán, sem þegar eru of flókn- ar, enn þá flóknari og erfiðari i framkvæmd en nú er. Matsatriði stjórnar lánasjóðs verða enn þá fleiri og óvissa námsmanna um framkvæmd námsiána vex. 4. Hækkun vaxta og skemmri lánstimi, sem tvimælalaust skerðir mjög hag námsmanna og veldur þeim miklum erfiðleikum eftir að námi lýkur. Fundurinn ályktar þvi, að best væri fyrir námsmenn að frum- varp þetta yrði aldrei lagt fram; frumvarpið er ótvirætt svo mein- gallað að endurbætur á þvi væru út i hött. Islenskir námsmenn I Lundi mótmæla um leið öllum hug- myndum um visitölubindingu námslána og krefjast þess að rikisstjórnin standi við fyrri lof- orð um að námsmenn fái 100% umframfjárþarfar i námslánum. (samþ. samhlj.) Lí f eyriss j óður Framhald af 8. siðu. geti orðið að ræða, 3 ára tima i sambandi við örorkulifeyri, 6 mánaða tima I sambandi við makalifeyri, en barnalffeyrir verður greiddur án tillits til iðgjaldagreiðslutima. Samkvæmt núgildandi lögum er 10 ára lág- markstimi höfuðregla, en undan- tekning er gerð, þegar um er að ræða barnalifeyri og örorku- lifeyri, ef rekja má örorkuna til starfs þess, sem sjóðfélagi gegndi. 4. Lækkun aldursmarks ellilifeyrisþega Gert er ráð fyrir heimild til að hefja töku ellilifeyris fyrir 65 ára aldur, þó ekki fyrr en frá 60 ára aldri, að uppfylltum tveimur skil- yrðum, annars vegar að sjóðfé- lagi hafi lengi stundað sjó- mennsku, og hins vegar, að ekki sé langt siðan hann hætti störfum á sjó. Um ofangreind atriði og aðrar breytingar, sem i frumvarpinu felast, skirskotast að öðru leyti til athugasemda við einstakar greinar hér á eftir. Til glöggvunar á þvi, hver áhrif samþykkt frumvarpsins mundi hafa á lifeyrisgreiðslur til núverandi lífeyrisþega, skulu nefnd þrjú dæmi. Ellillfeyrisþegi, sem hætti störfum skömmu eftir stofnun sjóösins, og á nokkurn rétt samkvæmt bráðabirgða- ákvæðum laganna, fær nú um 8 þús. kr á ári, en fengi um 45 þús. kr. árið 1972. Frestunarhækkun er hér reiknuð i samræmi við ákvæði 4. málsgr. 12. gr. frumvarpsins, þótt um eiginlega frestun á töku lifeyris hafi að sjálfsögðu ekki getað verið að ræða fyrr en eftir stofnun sjóðsins. Annar elii- lifeyrisþegi, sem hóf töku lifeyris árið 1970 og á að mestu leyti rétt i samræmi við iðgjaldagreiðslur, en einnig að nokkru samkvæmt bráðabirgðaákvæðunum, mundi fá hækkun úr 38 þús. i 81 þús. á ári. Loks má nefna ekkju, sem hóf töku lifeyris árið 1969, en lifeyrir hennar mundi hækka úr 23 þús. kr. i 61 þús. kr. á ári. Tvö börn hennar njóta einnig lifeyris úr sjóðnum. Enn þá eru lifeyrisþegar sjóðsins svo fáir, að þrátt fyrir framangreindar hækkanir yrðu útgjöld sjóðsins mjög litil næstu ár. Arið 1970 námu lifeyris- greiðslur 1577 þús. kr., en af þeirri fjárhæð endurgreiddi rikis- sjóður 464 þús. kr. Þótt um fjór- földun þessa rikissjóðsframlags gæti orðið að ræða, lit ég svo á, að sú aukning sé einungis eðlileg samræming þeirra skuldbind- inga, sem rikissjóður hefur áður tekið á sig, við kauplag nú, sbr. áðurnefnt bréf fjármálaráðu- neytisins. Ekkert flogið til Akureyrar Ekkert hefur verið flogið til Akureyrar siðan á aðfangadag, og biður fjöldi manna eftir flug- fari suður. Um miðjan dag i gær var enn óvist hvort flogið yrði þá. Gjafir og áheit Eftirtaldar gjafir og áheit hafa borist til kirkju Óháða safnaðar- ins og til Kvenfélags kirkjunnar: Fanney kr. 10.000,-, til minning- ar um Jóhann Arnason og Helgu Bjarnadóttur. Helga G. kr. 10.000,-. Helga Sveinsd. kr. 10.000,-, til minningar um Krist- inn Ag. Eiríksson. Agnes og Guð- rúnkr. 10.000,-, til minningar um Sigurbjörgu Gisladóttur. Filipus kr. 1.000,-. Við kirkjudyr kr. 1.100,-. Sigrún Asmundsd. kr. 500,-. Jón Kjartansson kr. 500,-. Þórdis Þorsteinsdóttir kr. 1.000,-. Tómas S. kr. 1.000,-. Svanhildur kr. 5.000,- fyrir sálmabókum. Svanhildur kr. 1.000,-. Ónefnd kr. 5.000,- fyrir sáimabókum. G.G. kr. 5.000,- i Bjargarsjóð. Oktavia kr. 3.000,-. J.H.A. kr. 1.500,-. Þóra Þorsteinsd. kr. 1.000,-. Björn Einarsson kr. 1.000,-. Sigrún Ólafsd. kr. 1.000,-. Rannveig Einarsd. kr. 1.000,-. Kona frá Vestmannaeyjum kr. 1.000,-. Með þakklæti þegið. Til upplýsingar skal þess getið, að stjórn safnaðarins hefur fengið leyfi skattyfirvalda til þess að gjafir til kirkjunnar geti verið skattfrjálsar samkvæmt lögum, sem um slikt skattfrelsi gilda. (Frá Óháða söfnuðinum). Eiginmaður rninn, elskulegur sonur okkar, faðir, bróðir, mágur og frændi. DAVÍÐ PÉTURSSON andaðist 24 desember. Inga Guðjónsdóttir Jóhanna Daviðsdóttir Pétur H. ólafsson Fellsmúla 22.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.