Þjóðviljinn - 28.12.1973, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 28.12.1973, Blaðsíða 7
Föstudagur 2S. dosembcr 197:5.' ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 7,5 miljónir slösuðust í umferðarslysum 1971 ört vaxandi tala banaslysa i umferðinni hefur orðið til þess, að sérfræðingar á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa i sivaxandi mæli beint athygli sinni að þvi, hvernig beita megi alþjóðlegri samvinnu til að lækka þessar óhugnanlegu tölur. Þessar tölur hafa ekki sist hækkað á hinum fjölmörgu al- þjóðlegu þjóðvegum bæði .i Evrópu og Ameriku vegna stór- aukins fjölda ferðamanna og mikillar aukningar i notkun áj>if- reiðum, sem leigðar eru án öku- manns. Sérfræðingar Sameinuðu þjóð- anna eru á einu máli um að bæta verði vegina. vegmerkingar og öryggisútbúnað i bilunum, og ennfremur verði að vinna að þvi að sömu reglur gildi um þessi efni i öllum löndum, en á þvi er tals- verður misbrestur eins og er. En þeir eru einnig þeirrar skoðunar, að alþjóðleg samvinna eigi að geta dregið úr umferðarslysum i umferðinni i hverju landi fyrir sig, en ekki aðeins að þvi er varð- ar hina svokölluðu alþjóðlegu umferð. Sérfræðingar benda á, að samræmdar alþjóðlegar reglur gildi nú um flugferðir og flutninga i lofti, og ekki sé minni nauðsyn á samvinnu milli yfirvalda i viðkomandi löndum. Efnahagsráð Sameinuðu þjóð- anna, sem fjallar sérstaklega um málefni Evrópu t ECE), setti þeg- ar árið 1950 á fót sérstaka nefnd er vinna skyldi að þvi að bæta umferðarörýggi bæði i austur-og vestur-Evrópu og koma á aukinni samvinnu milli yfirvalda i við’ komandi löndum. Hversu alvarlegt vandamál hér er um að ræða sést best á þvi, að árið 1971 biðu um það bil 250 þús- und manns bana i umferðarslys- um i öllum heiminum, en 7,5 miljónir manna slösuðust af völd- um umferðarinnar. Fjörutiu og fimm prósent allra banaslysanna urðu á vegum i Evrópu, tuttugu og átta prósent i Norður-Ameriku og tuttugu og sjö prósent i öðrum heimshlutum. A ráðstefnu, sem Sameinuðu þjóðirnar gengust fyrir i Vinar- borg árið 1968,var gerð samþykkt um umferð á þjóðvegum,og einn- ig var þar gerð samþykkt um vegmerkingar. Þessar tvær sam- þykktir eru að nokkru byggðar á aíþjóðasamningum, sem gerðir voru árið 1949, en enn hafa ekki öðlast gildi vegna þess að ekki hafa nógu mörg riki fullgilt samningana. Til þess að þeir öðl- ist alþjóðagildi þurfa fimmtán riki að fullgilda þá, en enn sem komið er hafa aðeins sex riki full- gilt annan samninginn og fjögur hinn. Það virðist þvi enn talsvert langt i land, að þessir samningar öðlist fullt gildi sem alþjóðalög. (Frá S.Þ.) 4 A an Vinningar hækka um 24.4 mill t I > » • t 43r Lægstu vinningar verða 5.000 kr. Dodge Dart í aukavinning. Mióaverð 200 kr.-fí Bíðiö ekki lengur. Bjóðið% heppninni heim. fi. Happdrætti SÍBS. Vinningur margra, ávinningur allra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.