Þjóðviljinn - 28.12.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 28.12.1973, Blaðsíða 15
Föstudagur 28. desember 1973.| ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 Bifvélavirkjar á námskeiði Dagana 5.-9. nóvember sl, var haldið i Reykjavik námskeið á vegum Biladeildar Sambandsins, i samvinnu við General Motors Corporation i Detroit. 16 bifvéla- virkjarfrá Borgarnesi, Búðardal, tsafirði,- Blönduosi, Sauöárkróki, Akureyrir, Húsavik, Þórshöfn, Egilsstöðum, Hvolsvelli, Selfossi og Reykjavik sóttu námskeiðið, auk Mr. Johan Granger frá Detroit sem kenndi, og þjónustu- stjóra Biladeildar Sambandsins. Var það haldið i húsakynnum bif- reiðaverkstæðis Biladeildarinnar að Hringbraut 119 i Reykjavik. Akveðið var á sl. vetri aö efna til sliks námskeiðs, þar sem talið var, að brýn þörf væri á aö sem flestir bifvélavirkjar sem stunda þjónustu á GM bifreiðum á vegum Biladeildar Sambandsins fengju að kynnast allra nýjustu tækni og viðhorfum i bilaiðnað- inum i dag, með tilliti til hve margar stórar breytingar hafa áttsérstað á undanförnum árum, og eiga sér stað við hverja breytingu á árgerðum bifreiða. Var lögð sérstök áhersla á viðgerðir og stillingar á mengunarvarnartækjum þeim er koma i öllum nýjum ameriskum GM bilum. Þótt enn sé ekki búið að lögleiða hér á landi varnir gegn hinni siauknu mengun frá útblæstri bif- reiða, telur Biladeild Samband- sins ekki ráð nema i tima sé tekið, og bifvélavirkjum sé kennt strax hvernig eigi að meðhöndla og stilla þennan flókna útbúnað, i stað þess að fjarlægja hann úr bifreiðunum strax og ábyrgðar- timabili lýkur, likt og margir bif- reiðaeigendur i dag freistast til að láta gera, i þeirri trú að bensin- notkun minnki. USA aðstoðar Portúgali i nýlendustriði. Endurgjald fyrir aðstoð þeirra i striðinu i haust Þegar striðið fyrir botni Miöjaröarhafs stóð sem hæst mynduöu stórveldin tvö loftbrýr meö hergögn til striðsaöila. Loft- brúin frá Bandarikjunum til Isra- els lá um Asoreyjar sem lúta stjórn Portúgala. Voru Portúgalir eina NATÓ-rikiö sem studdi Bandarikin við smiði loftbrú- arinnar.. Nú er komið á daginn að Portú- galir gerðu þetta ekki af ein- skærri góðmennsku fremur en vænta mátti, og krefjast þeir nú þessaö fá vinargreiðann goldinn. Og þeir fóru ekki bónleiðir til búöar. Fréttamenn i Lissabon halda þvf fram að viðhorf Bandarikja- stjórnar til nýlendustriða Portú- gala hafi gerbreyst siðustu vik- urnar. Þegar samningar stóðu yfir um afnot Bandarikjamanna af flugvellinum á Asoreyjum létu Portúgalir i ljós áhyggjur af oliu- málum sinum i framtiöinni. Hingað til hafa þeir fengið 90% af oliu sinni frá Arabalöndunum en Bandarikjastjórn hét þvi að lið- sinna þeim ef til sölubanns kæmi. A pólitiska sviðinu studdu Bandarikjamenn Portúgali innan Sþ. Þeir siðarnefndu óttuðust aö nýfrjálsa rikið Ginea-Bissau yrði tekið upp i samtökin. Bandarikja- stjórn lýsti þvi yfir að hún myndi beita neitunarvaldi sinu i öryggisráðinu ef máliö kæmi þar fyrir. Þá reynir Nixonstjórnin að stöðva lagafrumvarp i þinginu sem felur i sér bann við notkun bandariskra vopna i nýlendum Portúgala i Afriku. Frumvarpið hefur þegar verið samþykkt i báðum deildum þingsins. A næstu mánuðum semja Portúgalir og Bandarikjamenn um nýjan her- stöðvasamning fyrir Asoreyjar. Þar munu Portúgalir krefjast fullkomnari vopna til að klekkja á frelsishreyfingunum i Angóla og Mósambik. Spurningin er hve langt Nixon getur gengið án þess að lenda i árekstrum við þingið — þeir eru ærnir fyrir. (Þll tók saman úr Dagbladet) Umsóknir um styrk úr Finnska JC-sjóðnum Finnski JC-sjóðurinn er stofnaður af Junior Chamber Finnlandi og Junior Chamber Islandi með fé, sem safnað var í Finnlandi og Svíþjóð með sölu límmiða með íslenzka fánanum. Markmið sjóðsins er að styrkja skólanám unglinga frá Vestmannaeyjum á aldrinum 14—19 ára, utan Vestmannaeyja. Styrkveiting JC-sjóðsins nær til hverskonar náms, nema skyldunáms og háskólanáms. Umsækjendur geta verið aðstandendur styrkþega eða styrkþegi sjálfur. Ef styrkþegi nýtur fjárhagsaðstoðar frá fjölskyldu sinni, er styrkuriim greiddur til fjölskyldunnar. Stjórn sjóðsins skipa. Erkki Aho, Kouvola, Finnlandi, Jón E. Ragnarsson og Ólafur Stephensen, Reykjavík. Endurskoðendur eru: Rolf Zachariassen, Heilola, Finnlandi og Reynir Þorgrímsson, Kópavogi. Útfyllt umsóknareyðublöð skal senda til: Finnska JC-sjóðsins, pósthólf 579, Reykjavík. Eyðublöðin skulu hafa borist fyrir 31. Des. 1973 Skrifstofur bæjarstjórnar Vestmannaeyja í Vestmannaeyjum og í Hafnarbúðum afhenda umsóknareyðublöð og gefa jafnframt nánari upplýsingar. fFINNSKI JC-SJÓÐURINN PÓSTHÓLF 579 REYKJAVlK Hjálparsveitir skáta um land allt, standa nú fyrir flugeldamörkuðum. Hvergi er meira úrval! FLUGELDAR, BLYS, STJÖRNULJÖS, GOS; SÖLIRO. M. FL. ÚtsölustaÓir: Fiugeldamarkaðir eru undirstaða reksturs Hjálparsveitanna. Við hvetjum því fólktil að verzla eingöngu við okkur. Reykjavík Kópavogur Akureyri Garðahreppur Njarðvík Rlönduós ísafjörður Vestmannaeyjar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.