Þjóðviljinn - 28.12.1973, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Föstudagur 28. desember 1973.
Hér fer á eftir viðtal,
sem blaðamaður Þjóðvilj-
ans átti við Rafael Carr-
era, æskulýösleiðtoga frá
Chile, sem kom hingað til
lands í sambandi við 1.
des.-baráttuhátið stúdenta
i þeim tilgangi að koma á
framfæri upplýsingum um
ástandið í föðurlandi sínu
og leita aðstoðar við and-
spyrnuhreyfinguna, sem
veriðer að koma á laggirn-
ar til að steypa fasista-
stjórn borgarastéttarinn-
ar. Svo vildi til að Carrera
var staddur erlendis er
gagnbyItingin var gerð,
annars er ekki ólíklegt að
hann hefði lent i hópi
þeirra tugþúsunda sem
fasistahyskið hefur ýmist
myrt eða sett í útrýming-
arfangabúðir. Við spurð-
um Carrera fyrst, hvaða
aðilar stæðu einkum að
hinni uppvaxandi and-
spyrnuhreyfingu.
— Að þeirri hreyfingu stendur
ekki einungis Alþýðueiningin, þar
sem sósialistar og kommúnistar
eru sterkustu aðilarnir, sagði
Carrera, — heldur og hefur hún
samúð og stuðning meirihluta
flokksmanna Kristilegra demó-
ráðabrugginu, sem varð undan-
fari gagnbyltingar herforingj-
anna. Er þá nokkuð að byggja á
mönnum úr þeim flokki?
— Það er rétt að flestir forustu-
manna Kristilegra demókrata
voru i vitorði með fasistunum og
bakhjörlum þeirra, bandarisku
heimsvaldasinnunum, en það
sama er ekki að segja um þorr-
ann af stuðningsmönnum flokks-
sins. Kristilegir demókratar hafa
fylgi sitt einkum i miðstéttunum,
en þeir eru einnig allsterkir i
verkalyðsstéttunum. Þess má
geta að skömmu fyrir valdaránið
gáfu stúdentasamtök Krists-
demókrata út yfirlýsingu, þar
sem allar tilraunir til valdaráns
voru harðlega fordæmdar. Nú sjá
hinir óbreyttu fylgismenn flokks-
ins að foringjar þeirra hafa
blekkt þá, enda kemur kúgun
fasistanna niður á þeim sem öðr-
um almenningi. Þeir snúa þvi
baki við foringjum sinum og
ganga i lið meö andspyrnuhreyf-
ingunni.
Vörubílstjórarnir fá
makleg málagjöld
— Hvað viltu segja um athæfi
vörubilstjóra og fleiri stéttarhópa
i stjórnartið Alþýðueiningarinn-
ar?
— Það er rétt að okkur tókst
ekki að komast að samkomulagi
við vörubilstjóra og smákaup-
menn, þótt við reyndum til þess
allt hvaö við gátum. Vörubilstjór-
arnir voru flestir stuðningsmenn
Itafael Carrera.
Herinn verður
ekki lengi við völd
krata. Einnig standa að hreyfing-
unni ýmis smærri samtök, þeirra
helst MIR, sósialisk hreyfing sem
stóð til vinstri við stjórn Allendes
og átti ekki aðild að henni. Þær
hörmungar, sem yfir alþýðuna
hafa gengið frá valdaráni fasist-
anna, hafa haft i för með sér að
hinir ýmsu flokkar og samtök
hafa gleymt fyrri væringum og
vinna nú i bróðerni að undirbún-
ingi þess að hreinsa af sér ófögn-
uðinn. Nú er fólkið reynsiunni rik-
ari hvað fasismann snertir.
Víðtæk andspyrnu-
hreyfing i uppvexti
— Eiga samtök verkalýðs og
námsmanna hlut að andspyrnu-
hreyfingunni?
— Nei, ekki sem siik. Þessi
samtök eru skipulögð með opin-
bera starfsemi fyrir augum og
geta þvi ekki formálaiaust tekið
upp á þvi að fara huldu höfði. Til
andspyrnunnar þarf þvi að
skipuleggja ný samtök.
— Nú er vitað af ITT-skjölun-
um og öðrum heimildum, að for-
ustumenn Kristilegravdemókrata,
með Frei i broddi fylkingar, sátu
frá upphafi á svikráðum við
stjórn Alþýðueiningarinnar og
þingræðið i landinu og tóku þátt i
Kristsdemókrata. En þeir hafa
mátt gjalda skemmdarstarfsemi
sinnar gegn stjórn Alþýðueining-
arinnar grimmilega. Þeir og
smákaupmennirnir hafa ekki sið-
ur en aðrir orðið fyrir barðinu á
ógnarstjórn fasistanna. Frá þvi
að fasistarnir rændu völdunum
hafa þeir staðið fyrir ægilegri
kjararýrnun, sem gengur yfir
alla alþýðu. Kaupgjaldi er haldið
niðri, en verðbólgan fær hins veg-
ar að leika lausum hala. Þetta
hefur haft i för með sér að
minnsta kosti þrjátiu prósent
minnkun á neyslu i landinu, hvað
hefur auðvitað komið hastarlega
niður á smákaupmönnum og
vörubilstjórum, sem fyrst og
fremst.hafa framfæri sitt af sölu
og dreifingu á neysluvörum. Nú i
nóvember birti ihaldsblað eitt,
sem að sjálfsögðu er á bandi
fasistanna, grein þar sem ráðist
var harkalega á vörubilstjórana
fyrir að sýna nýju stjórninni ekki
nógu mikinn „þegnskap". örlög
vörubilstjóranna geta þvi naum-
ast verið smánarlegri. Fyrst ger-
ast þeir ginningarfifl afturhalds-
ins til þess að grafa undan stjórn
Alþýðueiningarinnar, en þegar
borgarastéttin þarf ekki lengur á
þeim að halda til snúninga, er
þeim sparkað út i horn af full-
kominni fyrirlitningu.
Hermennirnir
einangraöir
— En hvað um sjálfa böðlana,
herinn? Stendur hann allur stöð-
ugt i tryggö sinni viö innlent og
bandariskt auðvald?
— Sjötiu af hundraði hermann-
anna eru af stéttum verkamanna
og bænda. Mikill meirihluti
þeirra er úr fjölskyldum, sem
orðiö hafa á einn eða annan hátt
fyrir barðinu á ofsóknaræði
valdaræningjanna. Herforingjun-
um er þetta vel ljóst, sem best
sést af þvi að frá þvi að valdarán-
ið var framið er hermönnunum
harðlega bannað að hafa sam-
band við fjölskyldur sinar. Þeir
eru einangraðir i herbúðunum og
leyfi eru afturkölluð. En auðvitað
er ekki hægt að einangra her-
mennina endalaust, og þegar þeir
koma heim, komast þeir að raun
um hvað fjölskyldur þeirra hafa
orðið að þola. Og þá má búast viö
að margir þeirra snúist gegn her-
foringjunum. Um leið og and-
spyrnuhreyfingunni tekst að ná
góðu sambandi við andspyrnuöfl
innan hersins, klofnar hann. Og
það yrði ekki i fyrsta sinn i sögu
landsins.
— Tekur andspyrnuhreyfingin
upp skæruhernað?
— Það er ekki lausnin. Skæru-
hernaður myndi ekki henta i
Chile, nema að takmörkuðu leyti.
Che Guevara og Regis Debray
kölluðu stefnu Allendes reikn-
ingsskekkju, en i augum okkar
chiliskra kommúnista og annarra
stuðningsmanna Alþýðueiningar-
innar var hún árangur hálfrar
aldar baráttu. Þjóðnýtingin, sem
stjórn A 1 þýðueiningarinnar
framkvæmdi, var ekki árangur
skæruhernaðar. Og reynsla okkar
frá þriggja ára valdaskeiði og
sögu Chile yfirleitt segir okkur að
herinn verði ekki lengi við völd.
30.000 myrtir
—- Ilversu fiölmennur er her-
inn?
— 1 honum eru eitthvað hundr-
að þúsund manns, þegar allt er
talið, lögregluherinn lika.
— Er þér kunnugt um hversu
mikið manntjón er orðið af völd-
um valdaræningjanna?
— Samkvæmt siðustu áreiðan-
legu upplýsingum, sem mér hafa
borist, hafa um þrjátiu þúsund
manns verið myrtir af fasistun-
um og um tuttugu þúsund hneppt-
ir i fangabúðir, þar sem þeir þola
hungur og pyndingar. Þessar töl-
ur eru næsta geigvænlegar þegar
haft er i huga að ibúar Chile eru
undirtiu miljónum. Allt mannfall
Bandarikjanna i Vietnamstriðinu
Rætt við
RAFAEL
CARRERA,
æskulýösleiötoga
frá Chile
á áratug er sagt undir fimmtiu
þúsundum, og ibúafjöldi Banda-
rikjanna er meira en tuttugu
sinnum meira en okkar lands.
Manntjón Chile af völdum valda-
ræningjanna fer þannig langt
fram úr mannfalli i blóðugustu
styrjöldum.
— Hvað um hlutdeild Banda-
rikjanna i valdaráninu?
— Það er alveg ákveðið mál að
valdaránsáætlunin var ekki sam-
in af Chilebúum. Það var vitað að
tugir bandariskra orrustuflug-
véla voru á flugvellinum við
Mendoza, Argentinumegin við
landamærin ekki langt frá Santi-
ago, daginn sem valdaránið var
framið. Og rétt fyrir valdaránið
höfðu bandariskar og chiliskar
flotadeildir sameiginlegar æfing-
ar út af Valparaiso. Og i árásinni
á forsetahöllina var meðal annars
beitt tækni, sem mér er fullkunn-
ugt um að engir hermenn i Chile-
her kunna skil á.
Pólitfsk einangrun
valdaræningjanna
besti stuðningurinn
— Hvers stuðnings væntið þið
að utan?
— Við förum fyrst og fremst
fram á aö rikisstjórnir heims ein-
angri valdaránsklikuna pólitiskt.
Sjálfir sjáum við svo um fram-
haldið. Við litum svo á að hver
þjóð eigi og verði að gera sina
byltingu sjálf, i samræmi við þær
kringumstæður, sem fyrir hendi
eru i hverju landi. En við mæl-
umst til þess af öllum alþýðusam-
tökum, samtökum verkalýðs og
námsmanna, að þau leggi fast að
rikisstjðrnum sinum að synja
valdaránskliku fasistanna i Chile
um alla viðurkenningu. Hvers
konar stuðningur, beinn eða ó-
beinn, sem valdaræningjunum er
veittur með viðurkenningu eða
öðru, er jafnframt stuðningur við
morðingja þrjátiu þúsund manna
og högg i andlit tugþúsunda
barna, sem eru munaðarlaus af
völdum þessara fjöldamoröa.
Hver fundur til samúðar við al-
þýðu Chile eða hvers konar önnur
stuðningsaðgerð viö okkur,
hversu smávægileg sem virðast
kann, er dropi sem gerir sitt til að
hola steininn. Og við skulum vona
að öll mannúðleg og framsækin
öfl um allan heim beri gæfu til að
standa saman um að hindra, að
fleiri lönd verði fyrir álika ógæfu
og Chile. Sameinuð er alþýðan ó-
sigrandi. Vcnceremos!
dþ.
Lífeyrissjóður sjómanna
Stjórnarfrumvarp lagt fram
Lagt hefur verið fram á alþingi
stjórnarfrumvarp um Lifeyris-
sjóð sjómanna.
I athugasemdum með frum-
varpinu segir, að helstu
breytingar, er það feli i sér frá
núverandi lögum séu:
1. Verðtrygging lifeyris
„Óumdeilanlegt er, að höfuð-
vandamál islenskra lifeyrissjóða
er vanmáttur þeirra til að tryggja
verðgildi lifeyrisgreiðslna. Þeir
sjóðir, sem veita slika verðtrygg-
ingu, hafa yfirleitt hlutaðeigandi
vinnuveitendur, svo sem , riki,
bæjarfélög o.fl., að bakhjarli, og
taka þessir aðilar á sig stórkost-
legar skuldbindingar með ábyrgð
sinni. 1 nær öllum reglugerðum
hinna nýju lifeyrissjóða verka-
lýðsfélaga er gert ráð fyrir tak-
markaðri verðtryggingu tiltekið
tlmabil í senn með hliðsjón af
fjárhagsgetu hlutaðeigandi sjóðs
hverju sinni.... I frumvarpinu er
gert ráð fyrir, að allar elli-,
örorku- og ekkjulifeyrisgreiðslur,
sem úrskurðaðar hafa verið,
miðist við kauplag 1967-1971 frá 1.
jan. 1972 að telja, og siðan verði
sjálfkrafa hækkanir árin 1973 og
1974, en frá árslokum 1974 verði
teknar ákvarðanir um áfram-
haldandi hækkanir fyrir 5 ára
timabil i senn með hliðsjón af
afkomu sjóðsins.
2. Stigakerfi i
stað 10 ára
meðaltals launa
Miklar hækkanir kaupgjalds og
verðlags hafa valdið þvi, að sú
algenga regla að miða lifeyris-
greiðslur lifeyrissjóða við meðal-
laun sjóðfélaga siðustu 10 starfs-
ár hans hefur orðið óvinsæl, enda
reynast lifeyrisgreiðslur oft harla
lágar, þegar eftir henni er farið.
Þá hafa sjómenn, einkum yfir-
menn, bent á, að með þvi að fara
eftir þessari reglu njóti menn
þess á engan hátt við ákvörðun
ellilifeyris, þótt þeir hafi fyrr á
starfsævinni greitt mun hærri ið-
gjöld en sjóðfélagar almennt. .Við
þetta bætist, að nú eru ákvæði um
iðgjaldagreiðslur mjög mismun-
andi eftir þvi, hvort bátasjómenn
eða togarasjómenn og farmenn
eiga i hlut, og ræður það þvi miklu
um lifeyrisréttindi, á hvers konar
skipum menn hafa starfað siðustu
10 starfsárin. Til þess að ráða bót
á þessum annmörkum núgildandi
lagaákvæða er i frumvarpinu
gert ráð fyrir umreikningi
iðgjalda hvers almanaksárs i stig
i þvi skyni, að áunnin réttindi
fari eftir verðgildi iðgjaldanna,
eins og það var, þegar þau voru
innt af hendi. Nær allir hinir nýju
lifeyrissjóðir verkalýðsfélaga
nota slikan stigagrundvöll.
3. Biðtimaákvæði
Samkvæmt frumvarpinu er
krafist 5 ára iðgjaldagreiðslutima
til þess, að um rétt til ellilifeyris
Framhald á bls. 14