Þjóðviljinn - 28.12.1973, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.12.1973, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Fyrir miöri mynd sést Skútudalur. en þar er jarðhitasvæöiö sem væntanlega mun færa yli hús Sigifiröinga. Fá Siglfirðingar hitaveitu bráðlega? Bœjarstjórnin leggur málið fyrir iðnaðarráðuneytið Sigluljörður er eitt af þeim þéttbýlissvæðum landsins sem væntanlega l'ær hitaveitu á næstunni. Siglfiröingar gera sér vonir um aö framkvæmdir viö hitaveituna geti hafist i vor. Fyrir skömmu stóðu allir hæjarlulltrúar á Siglufirði aö eftirfarandi samþykkt i bæj- arstjórn: „Bæjarstjórn Siglu- fjaröar felur bæjarstjóra og bæjarvcrkfræðingi aö kynna iönaöarráðuneytinu og verk- f r æ ð i s k r i f s t o f u S i g u r ö a r Thoroddsen öll gögn sem unnin hafa verið til könnunar á hagkvæmni hitaveitu i Siglu- lirði fram til þessa. t>á sam- þykkir bæjarstjórn aö leita samráös viö ráðuneytið um f u 11 n a ða r h ön n u n v a r m a v e i t u fyrir Siglufjörð frá jaröhita- svæöinu i Skútudal og útvegun lánsl jármagns til fram- kvæmda, miöaö viö aö fram- kvæmdir við veituna geti haf- ist sem allra l'yrst. 19 sekúndulitrar — 67 gráður Við leituðum frekari upplýs- inga um málið hjá Kolbeini Friöbjarnarsyni bæjar- fulltrúa á Siglufirði. Kol- beinn sagöi aö samkvæmt niöurstööum jaröhitadeildar Orkustofnunar megi fá til Irambúðar meö dælingu 19 sekúndulitra af (i7 gráðu heitu vatni úr horholunum sem fyrir eru. Aö áliti Orkustolnunar og ha'jarverklra'öings só þetta nægilegt til hagkvæmrar virkjunar lyrir ha'inn eins og er meö þvi aö nota kyndistöö yfir kaldasta timann á vetr- um. Sú kyndistöö yröi knúö ralorku l'rá Skoiðfossvirkjun og va'ntanlegri viöhótarvirkj- un þar. Kostnað viö horanir og rannsóknir til þessa kvaö Koi- heinn vera kominn i um 8 miljónir króna. lleildarkostn- aður viö Iramkva'mdina ef úr veröur, er áætlaöur 110 miljónir króna miöaö viö byggingarvisitölu eins og hún er i dag. Kolbeinn sagöi aö Sigfirö- ingar hindu góöar vonir viö niöurstööur rannsóknanna og va'ntanlegar Iramkvæmdir. Niðurstöðurnar og ályktun ha'jarstjórnar lægju nú l'yrir hjá iönaöarráöuneytinu, sem lyrir skemmstu heföi skipaö nel'nd til aö htaöa nýlingu jaröhita þar sem slikt þa'tti hagkva'mt. l>á helöi verk- Ira'öiskrifstofu Siguröar Thor- oddsen veriö laliö aö endur- skoöa áætlun um Iramkvæmd- ir og skila álitsgerö um hag- kva'inni og kostnaö. lönaöar- ráöuneytiö helur laliö Seöla- hankanum aö gera heildar- áa'tlun um Ijármiignun þeirra hitaveitna sem ha'gl er og hagkvæmt aö koma upp á na'stunni. Kf athugun iðnaðarráðu- neytisins og verklræöiskrif- stofunnar staöfestir þær niöurstööur sem núna liggja fyrir og fjármagn veröur lyrir hendi, þá er ekkert þvi lil lyrirstööu aö hyrja á þessum framkva'indum strax og veöurlar leyfir i vor. I>aö er okkar von aö svo geti oröiö, sagöi Kolheinn. Geðveill maður varð móður sinni að bana Á f jórða þús. þátttakendur í sparilána- kerfi Lands- bankans — Við erum mjög ánægðir nieð sparilánakerfiö, sagði Helgi Bergs er l>jóðviljimi spuröi hann eftir árangri af þvi i gær. Eins og menn vita er kerfi þetta uppbyggt þannig að viðskipta- menn bankans spara i ákveðinn tima og leggja fyrir mánaðarlega og fá siðan lán i ákveðnu hlutfalli af sparnaðinum. — Þetta hefur gengið mjög vel. sagði Helgi ennfremur. og betur en við þorðum aö vona. Um miöj- an nóvember voru hátt á fjóröa þúsund búnir að stofna reikninga eftir þessu kerfi. Áður en útlán hefjast eftir þessu kerfi, þarf fólk að spara i að minnsta kosti eitt ár, en flestir kjósa aö spara lengur. Útlán eftir þessu kerfi hófust svo 1. október og um miðjan nóv- ember höföu rúmlega 300 manns fengið lán eftir þvi. Veruleg almenn innlánsaukn- ing varð fram eftir öllu ári i Landsbankanum ekki sist eftir vaxtahækkunina. Hinsvegar breytist þetta alltaf siðustu mán- uði ársins og er þá jafnan meira tekið út en inn er lagt. Samt sem áður er innlánsaukning töluverð yfir heila árið. — úþ Gleymið ekki smáfuglum Erlingur Þorsteinsson læknir, formaður Sólskrikjusjóðs, hefur tjáð blaðinu, aö fuglafóðrið „Miló” sé geggiö til þurrðar fyrir nokkru og aö ekki muni vera unnt að útvega þaö til landsins i bili. t staðinn hefur verið pakkað nokk- uö af finkurluöum mais, og er verið að senda hann i verslanir um þessar mundir. Nægar birgðir verða af honum eftir nýár. Mais er næringarmeira fóður en miló- kornið og nokkuð dýrara. þjóöh.diskiir — lo,5 cís Loðnulöndunar- nefnd skipuð til 3ja ára Loðnulöndunarnefndin, sem sett var á laggirnar i fyrra og vann prýðisgott starf, var skipuð til bráðabirgða. Einhvern næstu daga verður skipuð ný nefnd til að halda þessu starfi áfram, og verður nefndin nú skipuð tii þriggja ára. Sá sorglegi atburður varð um miðjan dag á annan dag jóla, að 41 árs gamall maður, Guð- niundur Arnar Sigur- jónsson varð móður sinni, Ölafiu Jónsdóttur, Ilauðarárstig 40 i Iteykjavik að bana. Hafði hann stungið hana með hnifi og kom systir hinnar látnu að henni liggjandi á gólfinu i blóði sinu og gerði hún lög- reglunni viðvart. Þegar lögreglan kom á stað- inn, opnaði Guðmundur fyrir henni og játaði þegar á sig verkn- aðinn og baö um aö hann yrði fluttur á Klepp, en hann er geð- veill og hefur veriö vistmaöur á Kleppi af og til undaníarin ár. Að sögn lögreglnnar var Guð- mundur mjijg ruglaöur þegar aö var komið og ekki var hægt aö yfirheyra hann i gær, hann neit- aðiað svara spurningum lögregl- unnar en sagöist myndi tala i dag að þvi er rannsóknarlegreglan sagöi. Olafia heitin, sem var 85 ára, haföi búiö að Rauðarárstig 40 á- samt þessum syni sinum, þegar hann var ekki á sjúkrahúsi. Aö þvi er lögreglan sagöi benti ekk- ert til þess að nokkur átök hefðu átt sér staö áður en Guðmundur stakk móður sina, en á likinu fundust tvær hnifstungur. Guðmundur hefur ekki verið á sjúkrahúsi undanfarnar vikur, ckkert vin var þarna haft um hönd og engin skýring fengist á þvi hvers vegna Guðmundur stakk móður sina, en eins og áöur segir var hann mjög ruglaður, þegar lögreglan kom á staðinn. Guðmundur hefur veriö úrskurö- aður i 90 daga gæsluvaröhald og geðrannsókn. —S.dór Fréttaritari Þjóðviljans, Hornafirði: Þetta voru meiri herjans jólin — Þetta eru nú meiri herj- ans jólin, sagöi Iréttaritari blaðsins á Höfn, Þorsteinn Þorsteinsson, þegar viö innt- um hann frétta af rafmagns- málum staöarbúa. Klukkan 6.15 á jóladagsborgun bilaði rafallinn i gastúrbinunni sem Hornfiröingar höfðu fengiö senda frá Seyðislirði eftir aö virkjunin i Smvrlabjarga* á hætti framleiöslu. Ekki kvað Þorsteinn orsök bilunarinnar vera lullkunna en viögeröarmenn sem komu Irá Rafmagnsveitum rikisins voru helst á þvi aö um smiöa- galla væri að ræða. Þegar rafallinn fór var eina úrræðið að taka upp skömmt- un að nýju og er staðnum tvi- skipt og hvor helmingur hefur rafmagn i tvo tima en missir þaö svo i tvo tima. Önnur gastúrbina er til á Sevöisfiröi en flutningaöröug- leikar komu i veg fyrir að hún yröi flutt til Hafnar. Nú er helst rætt um aö hafrannsókn- arskipið Bjarni Sæmundsson veröi sent austur og vélar þess látnar framleiða rafmagn fyrir staöinn. Meö allar vélar á fullu getur Bjarni framleitt Guöjón Guðmundsson, skrifstofustjóri hjá Raf- magnsveitum rikisins, stað- festi aö Bjarni Sæmundsson ætti að koma til Hornaíjarðar siödegis i gær til raforkufram- leiöslu. Setja verður upp spenni á bryggjunni eöa um borö i skipinu, og sagði Guðjón að i skipinu mætti framleiða um 1200 kilóvött eöa svipaö magn og i gastúrbinunni. Bilunin varö ekki i túrbinunni 1200 kilóvött sem m.yndi bjarga slaönum i bili. Ein vél Bjarna er þó i ólagi en Þor- steinn bjóst viö þvi aö ef af þessu yrði myndi verða gert viö hana fyrir austan. sjálfri heldur i rafalnum, þar munu hafa brugðist vefju- leiðslur. Þetta er verksmiöju- galli, sagði Guðjón. Hann kvað það ekki myndi liggja fyrir fyrr en eftir tvo daga eða svo hvernig gera mætti við þessa bilun, en i gær var væntanlegur til landsins norskur sérfræðingur til þess aö rannsaka rafalinn. Sagöi Guðjón að erfitt væri að kom- ast að biluninni. Þaö bjargaði miklu á Höfn þegar rafmagniö fór, uö veör- iö hefur veriö tiltölulega gott þar um jólin. Hefur hitinn ver- iöum og yfir Irostmarki. Smá- vegis rigndi lika en þaö haföi En Bjarni Sæmundsson mun leysa vandann þangaö til ann- aö kemur i staðinn. Guöjón kvaöst vilja bæta þvi viö aö varanleg lausn á vanda- málum Ilornfiröinga gæti orö- iö meö tvennu móti. Annað hvort meö þvi að setja upp disilstöðvar, eöa með þvi móti aö leggja tengilinu frá Djúpa- vogi til Hornaljaröar. Þjóöviljinn spurði Guöjón loks um ástandið á RARIK- litil áhrif á Smyrlu eins og þeir Hornliröingar kalla virkjun- ina. Sagöi Þorsteinn að á- standið væri svo til óbreytt, litil hækkun á yfirboröinu i uppistöðulóninu. svæöunum um jólin. Hann sagði: — Yfirleitt hefur gengið bærilega yfir jólin Alag var nokkuö mikið en dreifðist meira en oft áður og hafa neytendur greinilega tekið mark á áskorunum fyrir jólin. Linubilun varö vegna óveð- ursins á Fróðárheiði, og olli sú bilun nokkrum truflunum á Snæfellsnesi, en nú er búið að gera viö þá bilun. Rafmagnsveitur rikisins: Bjarni framleiðir jafnt og gastúrbínan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.