Þjóðviljinn - 28.12.1973, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.12.1973, Blaðsíða 16
Föstudagur 28. desember 1972. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsími blaftamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Helgar-.kvöld- og næturþjónusta lyfjabúða i Reykjavik 21. — 27. des. verður i Reykjavikurapóteki og Austurbæjarapóteki. Slysavaröstofa Borgarspitalans ,er opin allan sólarhringinn. 'Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Jólagjöf Araba: Auka framleiðsluna um 10%frá áramótum Maó áttræður l’KKINti 20/12 — Maó Tse- Tung, formaður kinverska kom múnistaflokksins, lielt upp á áttræðisafmæli sitt í kyrrþey annan jóladag. i Pek- ing sáust þess engin merki að dagurinn væri hátiðlegur haldinn, og ekki varð þess vart að neinn straumur manna va-ri á á fund formannsins að KUVÆT — Arabísku oliu- framleiðslulöndin munu auka framleiðslu sína um fiu af hundraði frá ára- mótum í stað þess að draga úr henni um fimm prósent i viðbót, eins og þau höfðu áður ákveðið. Ákvörðunin um þetta var tekin á f undi, sem oliumáiaráðherrar niu Arabaríkja héldu í Kúvæt á jolakvöld og jóladag. I tilkynningunni frá ráðherra- lundinum segir að með vissum skilyrðum muni iðnaðarlönd vin- veitt Arabarikjum fá oliu eftir börfum. I>elta kemur sér sérstak- lega vel fyrir Japan, sem Arabar telja nú til vina sinna. llinsvegar munu Arabarikin hafa Bandarik- in og Holland i algeru oliubanni eftir sem áður. Ráðamenn i Vestur-Evrópu og Japan hala fagnað þessari ákvörðun, en nokkur timi mun þó liða uns draga tekur úr orkukreppunni af völdum þessara ráðstafana. Harkan eykst við Súesskurðinn árna lionum hcilla. Maó halði sjálfur ákveðið að áttræðisafmæli hans yrði ekki hátiðlegt haldið, og 1949, þeg- ar lýsl hafði verið stofnun al- þýðulýðveldis i Kina, fékk hann samþykkt i miðnelnd flokksins að afmælisdagar stjórnmálamanna skyldu ekki hátiðlegir haldnir meðan þeir væru enn á lifi. Talið er. að Maó hafi með þessu viljað forðast vili Stalinsdýrkunar- innar. KAIRÖ, TEL AVÍV 27/12 — Allt bendir til þess að ástandið við Súesskurð verði ófriðvænlegra með hverjum degi sem líður. Talsmaður gæsluliðs Sam- lsraelskir hermenn við Súes- skurð. einuðu þjóðanna sagði í dag að á þriðjudaginn hefði vopnahléð verið rofið um fimmtiu sinnum, en vildi þó ekki gera mikið úr brotunum. Israelsk blöð segja hinsvegar að talsvert meira hafi verið barist á Súessvæðinu undanlarið en komið hafi fram i opinberum til- kynningum. Segir eitt israelsku blaðanna að á þriðjudaginn hafi Egyptar skotið yfir þúsund sprengikúlum á stöðvar Israels- manna vestan skurðar, og að skriðdrekum hafi einnig verið beitt i bardögum þann dag. Segj- ast tsraelsmenn hafa eyðilagt og laskað marga skriðdreka fyrir Egyptum. Akmed ísmail, hermálaráð- herra Egypta, gaf i dag öllum herjum þeirra skipun um að vera viðbúnir til striðs án fyrirvara. Segir hann aðstöðu Israelsmanna vestan skurðar vonlausa, þar eð Egyptar geti skotið að vild á flutningaleiðirnar til hersveita þeirra þar. I Genf hefur Fami, ut- anrikisráðherra Egypta, gefið i skyn að Egyptar muni ekki taka þátt i stjórnmálalegum viðræðum á ráðstefnunni ef Israelsmenn fallist ekki á að draga lið sitt til baka að vopnahléslinunni frá 22. okt. Franco forsætis- ráðherra Blóðug jól í N-írlandi BELFAST — Sprengingar og skothvellir bergmál- uðu i götum margra norður-irskra borga og bæja yfir jólahelgina. Fjórir menn voru drepnir og um fjörutiu særðust, og þykjast Irar ekki hafa lifað blóðugri jól i seinni tið. Breski herinn i landinu hef- ur nú mikinn viðbúnað vegna grunsemda um að Irski lýðveldisherinn hyggist gera loftárásir á Bel- fast, helst þá úr þyrlum, sem vitað er að IRA hefur yfir að ráða. BRETLAND: Þriggja daga vinnu- vika frá áramótum LUNDÚNUM 27/12 — Þriggja daga ganga að launakröfum verkamanna vinnuvikan i breska iðnaðinum hefst og hafa i þvi sambandi ákveðin lög fyrir alvöru um áramótin, þar eð gegn verðbólgu að yfirvarpi. Af þess- samningafundur stjórnarvalda og um sökum hafa kolanámumenn neitað kolanámumanna i dag bar engan að vinna yfirvinnu nú i sex vikur. árangur. Stjórnarvöldin neita að MADRID 27/12 — 1 Madrid eru taldar verulegar líkur á þvi að Franco einræðisherra taki aftur við forsætisráðherraembæítinu, en aðeins átján mánuðir eru siðan hann afsalaði sér þvi embætti og skipaði i það Carrero Blanco, sem Baskar sprengdu i loft upp fyrir nokkrum dögum. Spænsku blöðin, sem auðvitað dansa eftir pipu stjórnarinnar, hvetja nú frönsku stjórnina til að banna ETA, frelsishreyfingu Baska, sem lýst hefur vigi Blancos á hendur sér. Jafnframt senda blöðin frönsku lögreglunni tóninn fyrir að hafa ekki hjálpað upp á spænsk yfir- völd við ofsóknirnar á hendur basknesku frelsissinnunum. Jamani. olfumálaráðherra Saudi- Arabiu, sem sagður er einn helsti skipuleggjandinn að baki beiting- ar oliuvopnsins. Greiðslu- jöfnuður ) iðnrikja í hættu PARtS 27/12 — Aukaútgjöld iðn- aðarrikja Vesturlanda vegna tveggja siðustu verðhækkananna á hráolfu munu nema um fimmtiu miljörðum dollara árlega. Hér er um að ræða verðhækkanir, sem urðu l6.okt. og 22. des. sl. Af þvi lenda um niu miljarðar á herðum Bandarikjanna, álika mikið á Japan og tæpir sex miljarðar á Vestur-Þýskalandi. Er þvi spáð að verðhækkanir þessar muni ógna greiðslujöfnuði iðnaðarrikj- anna og koma raski á hið alþjóð- lega gjaldeyriskerfi. Blaðberar óskast í Seltjarnarnes Nesveg Tjarnargötu Miðbœ Þingholt Hverfisgötu Skúlagötu Hálún Bólstaðahlið Skaftahlið Stórholt Karfavog Nökkvavog Breiðholt PMÐVIUINN DANSJBALL í ÞINGHÓL I kvöld efnir Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins til dansleiks i Þinghól i Kópavogi. Hefst hann klukkan 21 og stendur til kl. 2. Trió sem nefnir sig Gunnar, Arnþór og Gisli leikur fyrir dansi en að auki munu örn Bjarnason og Megas troða upp með list sina. Ef til vill verða þeir fleiri sem gera slikt hið sama. Eflaust verður þetta hinn fýrugasti dansleikur, og er róttækt fólk hvatt til að fjölmenna. Æskulýðsnefndin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.